Morgunblaðið - 06.11.1977, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.11.1977, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1977 Alþýðubandalagið: Fyrri áfangi forval- sins um þessa helgi FORVAL Alþýðubandalagsins varðandi skipan framboðslista flokksins í Reykjaneskjördæmi fer fram um þessa helgi. Að sögn Gunnlaugs Ástgeirssonar, for- manns kjördæmisráðsins, nær forvalið eingöngu til flokksbund- inna félaga í Alþýðubandalaginu, sem eru um og yfir 500 talsins og hafa þeir allir fengið send gögn til þátttöku í forvalinu. Forvali Alþýðubandalags er þannig háttaó, aö þaö fer fram í tveimur áföngum. I fyrri áfangan- um er þátttakendum ætlaö aö festa á blaö þá tíu menn úr röðum flokksmanna sem viðkomandi æskir helzt að skipi framboðslist- ann. Síðan verður unnið úr þess- um seðlum í hverju Alþýðubanda- lgsfélagi fyrir sig í kjördæminu, en því næst er útbúinn nýr for- valsseðill þar sem þeim tíu mönn- um, er flestir höfðu tillögur um, er raðað í stafrófsröð en þátttak- endur eiga síðan að stilla þeim upp í þau sæti, sem viðkomandi vill að mennirnir skipi á fram- boðslistanum þegar endanlega verður gengið frá listanum. Þessi síðari áfangi forvalsins er ákveð- inn 27. nóvember nk. að sögn Gunnlaugs Astgeirssonar. Á bls. 72 í Mbl. í dag byrjar itarlegur greinaflokkur, þar sem raktir eru f jölmargir þættir ránsins á Lufthansaþot- unni í sl. mánuði, sem ekki hafa birzt áður. Var efni þetta unnið úr bandariskum, brezkum og þýzkum blöðum og tímaritum. HAFIZT er handa um að rffa húsið sem stðð við Lækjargötu lOa sem er f eigu Iðnaðarbanka Islands. Að sögn Péturs Sæmundsens, bankastjóra, keypti bankinn lóð þessa til að geta haft hönd f bagga varðandi byggingarframkvæmdir fyrir norðan bankann, en ekkert er þó enn ráðgert með framkvæmd- ir. Bjóst Pétur við að gert yrði bflastæði fyrir viðskiptavini bankans á hluta lóðarinnar en trjágróður hennaryrði varðveittur f samráði við þá sem lóðir eiga að Ióð bankans. Ljósm. Kristinn Hlekktist á í lendingu ÞAÐ ÓHAPP varð síðdegis inni Cessna 150, tveggja a föstudag að lítilli flugvél hlekktist á í lendingu í Borgarfirði. Flugmanninn, sem var einn í vélinni, sak- aði ekki, en vélin skemmd- ist nokkuð. Að sögn Skúla Jóns Sigurðssonar hjá Loftfera- eftirlitinu varð óhapp þetta þannig að flugmaður- inn, sem var í æfin£aflugi, hugðist lenda á flugvellin- um á Stóra-Kroppi og tókst honum lendingin vel í alla staði, sagði Skúli Jón, en á flugvellinum var holklaki, sem brast er vélin hafði lent og runnið nokkurn spöl eftir brautinni. Var hún því ekki á mik- illi ferð, en er hún sökk niður í gegnum klakann hvolfdi henni. Flugmaður- inn slapp ómeiddur, en vél- in er nokkuð skemmd og að sögn Skúla var verið að koma henni til Reykjavík- ur í gær, en eigendur henn- ar eru nokkrir ungir menn sem hafa stundað eða eru i flugnámi. Vélin er af gerð- sæta og ber einkennisstaf- ina TF-USA og var hún nýlega keypt til landsins frá Bandaríkjunum, en hún er nokkurra ára göm- ul. Skúli Jón Sigurðsson sagði að óhöpp sem þessi gætu orðið bæði vor og haust á flugvöllum, sem eru með malarslitlagi, þeg- ar klaki er í jörðu, og þyrfti jafnan að hafa það í huga er flogið væri á þessa staði. Utgáfa (Jtvegsspilsins afhenti Matthfasi Bjarnasyni sjávarútvegs- ráðherra f gær eintak af spilinu, sem er byggt upp á svipaðan hátt og Matador. Jón Jónsson er þarna að afhenda sjávarútvegsráð- herra spilið f Sjómannaskólanum f gær. Fiskimjöls- verkmiðjan í Eyjum kaup- ir Guðmund Jónsson Fiskimjölverksmiðjan í Vest- mannaeyjum hefur fest kaup á nótaskipinu Guðmundi Jónssyni frá Sandgerði. Haraldur Gíslason, framkvæmdastjóri verksmiðjunn- ar, kvaðst hafa gengið frá samn- ingum vió forráðamenn Rafns hf. sl. föstudag en vildi ekki láta uppi hvert kaupverðið var. Guð- mundur Jónsson var smiðaður á Akureyri í fyrra og þykir mjög fullkomið skip, því að með litilli fyrirhöfn má stunda mismunandi veiðar á skipinu. Neshreppur utan Ennis vill leigja húsnædi lóran- stödvarinnar „VIÐ höfum verið að pressa það að fá afnot af fleiri íbúóum innan lóran- stöðvarinnar á Gufu- skálum, en það hefur ekki fengizt. Þetta er dálítið viðkvæmt mál, en okkur vantar húsnæði og hjá Bókagjafir til græn- lenzkra menntastofnana Kennaraskólanum í Góðvon á Grænlandi og menntastofnun Knud Rasmussen í Sisimiut voru afhentar bókagjafir frá mennta- málaráðuneytinu á grænlenzkri kvöldvöku i Menntaskólanum við Hamrahlíð s.l. föstudagskvöld. Hvor skóli fékk um 20 bækur með ýmsu efni um land og þjóð og liðlega 100 mynda litmyndaflokk. Vilhjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra bað fyrir góðar kveðjur til Grænlendinga með ósk um aukið samstarf á milli Græn- lendinga ogog íslendinga. lóranstöðinni standa níu íbúðir auðar,“ sagði Samúel Ólafsson, sveitar- stjóri Neshrepps utan Ennis, í samtali við Mbl. í gær. Samúel býr nú í húsnæði lóranstöðvarinnar og sagði hann að það hefði kostað „töluvert umstang“ að fá þá íbúð leigða. „Það er varnarlióið, sem á þessar húseignir, en það hefur gefið Pósti og síma heimild til að leigja út, en það eru eingöngu starfsmenn Pósts og síma sem vinna við stöðina. Það er auðvitað rétt aö hér er um lokað svæði að ræða og þessi íbúðarhús eru alveg við lóranstöðina og innan girðingar, en auðvitað er það mjög freistandi fyrir okkur að reyna að leysa húsnæðis- vandræði með því að fá þetta húsnæði á leigu,“ sagði Samúel. Morgunblaðið reyndi í gær að ná tali af Jóni A. Skúlasyni, póst- og síma- málastjóra, en án árangurs. Fridrik fer ekki í prófkjör „ÉG HEF tekið þá ákvörðun að svara neitandi ósk kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins um að ég gefi kost á mér í prófkjör flokksins," sagði Friðrik Ólafs- son, stórmeistari, í samtali við Mbl. í gær. „Ég er þeirrar gerðar að ég vil fyrst kyíina mér málefnið og síðan vinna að því af alhug, ef ég fæ áhuga á þvi. En svona undirbúnings- og fyrirvara- laust get ég ekki hafið þátt- töku í stjórnmálum frekar en öðru.“ mi FLlifil mm ALÞJÓBAARMli LAfiA 6EGN HRYÐJUVERKUM INNLENT Grænlenzk stúlka

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.