Morgunblaðið - 06.11.1977, Side 27

Morgunblaðið - 06.11.1977, Side 27
26 AKUREYRARBLAÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1977 ...til hliðar kross.. 9 UPPABUIN eins og á sunnudegi mættu þau i.sinn fyrsta tima i dansnámi i Alþýðuhúsið á Akureyri fyrir nokkru síðan. Flest voru þau feimin og hljóðlát, en önnur ærslafengnari og ekki nokkurn skapað hlut óstyrk eða hrædd. Kvenfólkið var i miklum meirihluta og aðeins þrír strákar i þessum föngulega hópi 30 dansnemenda á aldrinum 4 og 5 ára. Fyrstu sporin reyndust flókin fyrir mörg þeirra, það var ekki svo auðvelt að flytja fæturna til hliðar og svo i kross, eins og kennararnir vildu. Svo átti lika að hreyfa hendurnar. Þegar leið á tímann jókst öryggið og þetta varð allt miklu auðveldara um leið og gamanið varð meira. Til hliðar kross, til hliðar kross . . . Þær Erla Haraldsdóttir og Harpa Pálsdóttir kenndu þessum ungu Akureyringum og sagði Erla að áhugi væri mikill fyrir dansnámi meðal Akureyringa Þær kenna hjá Dansskóla Heið- ars Astvaldssonar og er fullt á flestum námskeiðum, sem nú standa yfir, að sögn Erlu. Ekki bara hjá yngstu aldursflokkunum, heldur almennt hjá fólki á öllum aldri og ýmsum stigum danskfunnáttunnar. Bifrei Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. Sudurlcindshraut 14 - Iteykjavik - Sími Umboösmaður á Akureyri Bílaverkstæði Jóhannesar Kristjánssonar, Gránufélagsgötu 47, sími 23630. LADA 1600 Nýr bíll á íslandi Komið og skoðið LADA 1600 Verð ca. 1585 þús. Hagstæðir greiðsluskilmálar Innanlandsflug með afslætti AthugaÓu afsláttarmöguleika þína FLUCFÍLAC /slajvds INNANLANDSFLUG Grafík á Akureyri Opnuð hefur verið ný listsýning í Gallery Háhól og verður hún opin til 13. nóvember kl. 7—10 virka daga og 3—10 um helgar. Þar sýna Björg Þorsteins- dóttir, Þórður Hall og Jón Reykdal grafíkverk. - sv.p. Ljósm. Friöþjófur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.