Morgunblaðið - 06.11.1977, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 06.11.1977, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÖVEMBER 1977 Krakkar út kátir hoppa úr koti og höll. Léttfættu lömbin skoppa um laut og völl. Smalar í hlíðum hóa sitt hvella lag. Kveður í lofti lóa svo léttan brag. Vetrarins fjötur fellur þá fagnar geð. Skólahurð aftur skellur og skruddan með. Sóleyjar vaxa í varpa og vorsól skín. Velkomin vertu, Harpa, með vorblóm þín. Margrét Jónsdöttir. Það er skemmtilegt aó kunna þessa vorvísu — og sjálfsagt eru mörg orð, sem þið skiljið. ekki í vísunni. Þið skuluð þá venja ykkur á að spyrja alltaf um það, sem þið vitið ekki, og ræða um það við hina full- orðnu. Þórir S. Guðbergsson Rúna Gfslatfóttir Q>. S. <?árd Ljóð eftir Harald Ragnar Jóhannes- son, 9 ára, Syðra Fjalli, S.Þing. Bæði nött og daga ég vann og vann. En kaffið Braga brann og brann. Ég þreyttur var alla daga og bar um leið tóman maga. En svo kom læknir og sagði við mig, að ég ætti að fara á mið. Dag einn sá ég marga hvali og sagði við mig ég vildi ég væri lítill bali. Ósk mín rættist. Ég varð bali og var notaður f.vrir búrhvali. „Hún er óviðjafnanleg og ég get ímyndað mér hana eftir tíu ár á snekkju grísks olíukóngs" — sagdi De Gaulle um Jackie áríð 1961 — Hún var ein mesta eyðslukló allra kvenna í heiminum: á einu ári er álitið að hún hafi eytt næst- um 300 þúsund pundum f fata- kaup. Hann var einn auðugasti maðurinn f heiminum: árið 1968 voru eignir hans metnar á um 200 milljónir punda. Jaekie og Ari þörfnuðust því hvort annars. Það var einnig ósvikin væntumþykja þeirra á milli. En hjónaband þeirra var kaffært f ástrfðufull- um grfskum fjölskylduhöndum. Bók Nocholas Fraser Philip Jacobsen, Mark Ottaway og Lewis Chester um æviferil Onassis kom á markaðinn í Bretalndi 3. þ.m. Charles de Gaulle, sem hafði orð á sér fyrir að vera mikili mannþekkjari, heillaðist af Jacqueline Kennedy i opinberri heimsókn hennar til Frakklands 1961. „Hvert er álit þitt á henni?“ spurði De Gauiie einkavin sinn, menntamálaráðherrann André Malraux. „Hún er einstök eiginkona for- seta Bandarikjanna,“ var svarið. Þá sagði De Gaulle: „Já, hún er óviðjafnanleg. Eg get ímyndað mér hana eftir tiu ár á snekkju grísks olíqkóngs." Innan tveggja frá þessari dular- fuliu spá, var Jackie gestur Onassis á snekkjunni Christina. Innan átta ára fór hún í brúð- káupsferð á snekkjunni með hon- um. Fyrstu kynnin Kennedy forseti tók því ekki eins vel. Fyrri ágreiningur Onass- is við bandarikjastjórn gerði hann að óæskiiegum gestgjafa forsetahjónanná. Þegar Onassis bauðst til að iána þeim snekkjuna og hann væri ekki með, krafðist Jackie þess þó að hann væri i fylgd með þeim, þó ekki væri nema „af vinsemd við þau“. Á þessum tima var Onassis ekki aðeins nafntogaður maður, held- ur safnaði hann einnig frægu fólki i kringum sig. Gestabókin á snekkjunni bar það með sér. í hverri ferð snekkjunnar voru nokkrar Hollywood-stjörnur eins og Marlene Dietrich, Douglas Fairbanks, Greta G:rbo, Ava Onassis nokkrum mánuðum áður en hann lést 69 ára að aldri. Garner, Cary Grant, Jack Warner og Darryi Zanuck. Ennfremur fólk með blátt blóð i æðum t.d. Pétur fyrrverandi Júgóslavíukon- ungur og eiginkona h'ans, Farouk fyrrverandi konungur Egypta- lands og fleiri. Onassis hafði jafn- framt nokkra viðskiptavini sina og starfsmenn með i þessum ferð- um, sem kunnu vel að meta siíkan félagsskap. Onassis hafði ánægju af að safna saman gjörólíku fóiki í þessar ferðir. Hann var jafn kurt- eis og töfrandi við „óbreyttar ást- konur“ gesta sinna sem við „bandarískar bankastjórafrúr." Allt um borð í snekkjunni va>ð að vera það besta og glæsilegasta sem völ var á. Bestu víntegund- irnar voru leitaðar uppi og veittar gestunum. Venjulega voru tveir kokkar um borð, annar franskur og hinn matbjó griskan mat. Allar siðvenjur og smekkur Onassis sjálfs höfðu tekið fram- förum. Hann drakk mikið, en skynsamlegar en hann hafði gert á strfðsárunum og árunum eftir strið. Hann reykti mjög mikið, — vindlinga á daginn og vindla eftir kvöldverð. Hann var stöðugt sveittur og með vasaklút tii reiðu, sem var í stíl við klæðnaðinn. H:nn stundaði ekki mikið likams- rækt, en átti það til að taka sund- spretti í sjónum ef veðrið bauð upp á það. Hann var vanur að segja að þá hefði hann tíma til að hugsa i einverunni. Aðdáun Onassis á Jackie í þess- ari fyrstu siglingu þeirra var aug- Ijós, vegna þess fjölda gjafa sem hann gaf henni. Jackie talaði vel um Onassis, sem hún lýsti sem „lifandi og lífsglöðum manni sem hefði unnið sig upp“. Kennedy var skilningsrikur, en forðaðist sviðsljósið. Hann skýrði frá því siðar, að hann hefði komið boðum til Onassis um að hann væri ekki velkominn til Bandarikjanna fyrr en eftir kosningarnar 1964. Hann notfærði sér ennfremur „sektar- kennd“ Jackie yfir þessari ferð til þess að biðja hana um að fylgja sér í framboðsferðina til Texas i næsta mánuði á cftir. J :ckie svar- aði strax: „Auðvitað vil ég það, Jack.“ Onassis var i Hamborg i við- skiptaerindum þegar hann fékk fregnir af þvi að Kennedy hefði verið myrtur i Dallas. Hann flaug strax til Washington. Þegar hann birtist i Hvita húsinu vakti það enga sérstaka athygli. Kennedy fjölskyldan reyndi lítið til að hindra hjónabandið Þegar fjölmiðlar um allan heim byrjuðu að spá í hjónaband Það var systir Jakcie, Lee Radz- iwill, sem kynnti þau í upphafi. Sumarið 1963 var hún og maður hennar i matarboði hjá Onassis í Aþenu. Þá var minnst á það, að lát þriðja barns Jackie. Patrick Bouvier Kennedy. hefði valdið henrii míklu þunglyndi. Onassis stakk þá uppá að hún ætti að fara i siglingu um Miðjarðarhafið sér til hressingar og upplyftingar á snekkjunni Chrfstina. Lee hafði samband við Jackie vegna þessa tilboðs. sem Jackie þáði á stund- inni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.