Morgunblaðið - 06.11.1977, Page 42

Morgunblaðið - 06.11.1977, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1977 Minning: Jófríður Ásmundsdóttir frá Gunnlaugsstöðum Fædd 29. apríl 1881 Dáin 16. október 1977 Þú áttir þrek liafðir verk aó vinna og varst þér sjálfri lilífdar- laus »g hörð. Þú vaktir yfir velferd barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim g»da anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og evkur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra mððurlianda að miðla gjöfum — eins «g þú. (Davfð Stefánsson frá Fagraskógi). Hinn 16. október sl. lést aö heimili sinu, Gunnlaugsstööum i Stafholtstungum, Jófriður Ás- mundsdóttir, fyrrum húsfreyja þar á 97. aldursári. Var hún jarö- sett frá Síðumúlakirkju hinn 22. október að viðstöddu miklu fjöl- menni. Þann dag hópuðust að mér minningarnar. Hugurinn flaug til baka og stáðnæmdist í hlýju fangi hennar, er ég kom að Gunnlaugs- stöðum til sumardvalar í fyrsta sinn, fimm ára telpuhnokki. Jó- fríður fæddist á Höfða i Þverár- hlíð 29. apríl 1881. Foreldrar hennar voru Ásmundur Einars- son bóndi þar og kona hans Þor- björg Sveinsdóttir. Jófríður missti móður sina ung og ólst upp hjá föður sínum og stjúpmóður. 5. júií 1902 gekk Jófríður í hjónaband. Eiginmaður hennar var Jón Þórólfur Jónsson, f. 25. júni 1870 d. 10. mars 1959. For- + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, GUORUNAR OLGU THORARENSEN Hinrik Thorarensen. t Ástkær eiginkona mín GUORÚN BJARTMARZ verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 8. nóv. kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd vandamanna Óskar Bjartmarz t Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir JANUS HALLDÓRSSON Háaleitisbraut 103 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 7. nóvember, kl 13:30 Blóm vínsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir Karen Antonsen, Sjöfn Janusdóttir, Viðar Janusson, Guðrún Eirlksdóttir, Brynja Janusdóttir, Bjarni Kristinsson, Gerður Janusdóttir, Gylfi Helgason. t Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR AÐALHEIÐAR SVEINSDÓTTUR Ragnar Þórðarson, Ruth. G. Barker, Skúli Bruce Barker, Margrét Guðmundsdóttir, Guðrún Ruth Viðars, Sigurður Garðarsson, Guðmundur Ragnar Barker, Sigrún Cora Barker. Garðar Einarsson, Halldór Björnsson, og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma GUÐLAUG PÁLSDÓTTIR Kambsvegi 35 verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 9. nóv. kl 13:30. Guðný Guðjónsdóttir, Þórólfur Freyr Guðjónsson, JóhannesJóhannesson Sverrir Þórólfsson, Sveinbjörn Erlingsson Regfna Erlingsdóttir, Þórdfs Gunnlaugsdóttir, Laufey Kristjónsdóttir, og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför BJÖRNS SVANBERGSSONAR forstjóra Bergþóra Jónsdóttir Hrafnkell Björnsson Dagbjört Aðalsteinsdóttir Aðalsteinn Hrafnkelsson Ingveldur Björnsdóttir Gunnar Þórðarson og systkini hins látna. eldrar hans voru þau hjónin Jón Þórólfsson bóndi frá Norðtungu og kona hans Hallfríður Bjarna- dóttir frá Högnastöðum. Árið, sem Jón fæddist, dó faðir hans. Móðir hans giftist aftur, en missti seinni mann sinn árið 1890, og bjó Jón þá með móður sinni til ársins 1895, er hún brá búi og leigði jörðina. Jón var lausamaður næstu árin. Voru það einu ár æv- innar sem hann dvaldist ekki að staðaldri á Gunnlaugsstöðum. Jón og Jófríður hófu strax bú- skap á Gunnlaugsstöðum og bjuggu þau þar búi sínu í 40 ár, til ársins 1942, er Guðmundur sonur þeirra tók við jörðinni. Þótt brúð- hjónin byrjuðu búskap á einu lé- legasta býli sveitarinnar, fylgdi þeim slíkt lán og blessun, að kraftaverki gekk næst. Af túninu fengust ekki full tvö kýrfóður og annar heyskapur aðeins á blaut- um mýrum. En þau hjónin voru samhent og nýttist allt til fulls, sem þau höfðu handa á milli. Einn nágranni þeirra, Halldór Helgason frá Ásbjarnarstöðum, orti til þeirra brúðkaupskvæði, og fer hér á eftir 1 erindið: Ykkur lijónum lýsi vel «« lengi ljós, sem enginn skuggi nálgast má. Ykkur hjónum fylgi guðlegt gengi gegnum b»óa á lífsins ólgusjó. Var engu líkara en óður þessi yrði að áhrínsorðum. Langar mig nú að hverfa all langt aftur í tímann og vitna í blaðagrein frá árinu 1933, sem birtist í „Nýja Dagblaðinu“. Greinina skrifaði ferðalangur, er Finnur Johnsson nefnist. Segist hann hafa verið að ferðast um Borgarfjörð og þá hafi bær sá, er heitir Gunnlaugsstaðir í Stafholtstungum, vakið mjög eftirtekt sína. Mun stiklað á stóru. Skrifaði hann orðrét: „Ég fór þar hjá fyrir tuttugu og tveimur árum (1911) og virtist mér þá, að hér væri um reglulegan kotbæ að ræða. Bæjarhús voru óálitlegir moldarkofar og óvistlegir sem mest mátti vera, að því er mér virtist til að sjá, en innanhúss var mér sagt, að jafnan hefði verið stakur þrifnaður. Sama var að segja um útihúsin. Ofurlítill tún- bleðill var kringum bæjarhúsin, ur líka grýttur og þýfður og á allan hátt mjög óálitlegur. Nú er bærinn Gunnlaugsstaðir svo breyttur, að hann er alveg óþekkjanlegur frá því sem áður var. Þar er nú allt öðruvísi um- horfs heldur en var fyrir tuttugu og tveimur árum. Fyrir neðan bæ- inn er kominn góður akvegur og maður verður ekkert var við for- arfenið, sem ég lenti þar í forðum. Einnig er nú kominn góður ak- vegur heim að bænum og moldar- kofarnir, sem fólkið bjó í áður eru horfnir, og í þeirra stað er komið mjög laglegt hús úr steinsteypu, og virtist þar vel frá öllu gengið. Fjárhúsin eru líka nýlega byggð, öll í einu lagi, góðan spöl frá bænum og við þau járnvarin hey- Minning: Janus HaUdórsson framreiðslumaður F. 10. júní 1909 D. 30. október 1977 Góður félagi er horfinn úr hópnum, heiðursfélagi i samtök- um okkar, vinsæll og mikilsmet- inn maður, sem við munum jafn- an minnast með virðingu og sökn- uði. Janus Halldórsson hóf nám i framreiðslustörfum í febrúar 1928, og hefur því starfað á þessu sviði í 49 ár. Hann gekk í Félag framreiðslumanna árið 1930 en þá voru þessi félagssamtök aðeins þriggja ára. Janus varð brátt virk- ur og áhugasamur félagsmaður, sem naut mikils trausts, enda varð hann formaður Sambands matreiðslu- og veitingaþjóna um árabil, og fyrsti formaður Félags framreiðslumanna eftir að Sam- band matreiðslu- og veitinga- þjóna skiptist í tvö félög. Þá var Janus Halldórsson einnig í stjórn og varastjórn félagsins og í samn- inganefndum. Hann var skóla- nefndarformaður Hótel- og veit- ingaþjónaskólans i yfir 20 ár, og árum saman í prófnefnd skólans, þá var hann einnig kjörinp í fyrsta Fulltrúaráð Sjómannadags- ins 4. júní 1938. Hann var ritstjóri 50 ára afmælisrits Félags mat- reiðslumanna og Félags fram- reiðslumanna, sem út kom í febrúar 1977. Janus Halldórsson sparaði hvorki tima né fyrirhöfn í baráttunni fyrir þvi að gera félag okkar stöðugt öflugra og sterkara, því að hann vissi að góð sam- heldni var til hagsbóta og menn- ingarauka fyrir alla félagsmenn. Við þökkum Janusi Halldórs- syni af heilum hug fyrir óeigin- gjarnt starf hans í þágu félagsins, og við þökkum honum jafnframt einlæga vináttu og velvild um langt árabil. Janus Halldórsson starfaði við mörg af stærstu hótel- um i Reykjavík og siðustu árin í Átthagasal Hótel Sögu. Hann naut hvarvetna trausts og virðing- ar og má með sanni segja að hann var sómi stéttar sinnar, bæði í starfi og félagsmálum. Eftirlifandi eiginkonu hans, Karen Antonsen, og börnum þeirra vottum við einlæga samúð. F.h. Félags framreiðslumanna, Halldór Skaftason Á morgun, mánudag verður til 'moldar borinn vinur minn og samstarfsfélagi í þrettán ár, Jan- us Halldórsson framreiðslu- maður. Hann lést að heimili sínu að Háaleitisbraut 103, að kvöldi dags 30. október síðastliðinn. Sumir menn eru gæddir smit- andi lífskrafti, og Janus var einn þeirra manna. í návist hans sá maður hlutina i nýju ljósi, og þrátt fyrir allan þann tíma sem hann átti við veikindi sín að striða hélt hann ætíð sinni léttu lund. t Elskuleg móðir min, tengdamóðir, dóttir og systir GUORUN B. IRELAND Brownstown. Indiana, andaðist fimmtudaginn 3. nóv í Sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Guðni E. Langer, Halldóra Sveinsdóttir, Anna Bjarnadóttir, Aðalheiður B. Rafnar, Bjarni J. Bjarnason, Edda M. Halldórsdóttir. Olga Bjarnadóttir, Sveinn B. Bjarnason, Dóra Bjarnadóttir, Guðný B. Ryder. hlaða. Fjós og hesthús, hvort tveggja í einu lagi, er skammt frá bænum. Nýrækt er mikil og falleg og nú er túnið orðið allstórt. Var mér sagt, að engin jörð í því ná- grenni hefði tekið slíkum stakka- skiftum sfðustu 5—6 árin. . .“ Þrátt fyrir sérstaklega erfiðar ytri aðstæður, tókst hjónunum að skila af sér slíku dagsverki, að fágætt muni vera. Líf þeirra er hetjusaga, sem gæti orðið mörgu nútímafólki óþrjótandi umhugs- unarefni. Þau eru glöggt dæmi um það, hvað miklu má til vegar koma, þegar manndómur, óbil- andi kjarkur, umhyggja og ráð- deild fylgjast að. Börnin urðu alls sextán. Fjórtán þeirra voru alin upp heima án þess að nokkurn tíma væri þegin opinber aðstoð á nokkurn hátt. Tvö voru að nokkru leyti í fóstri annarsstaóar. Eru systkinin öll lifandi. Mun slíkt sjaldgæft, ef ekki einsdæmi á íslandi. Barnalán sitt þakkaði Jófríður guði, sjálfri sér ekkert. í hógværð sinni og lítillæti beygði hún sig fyrir vilja guðs. Einlæg trú reyndist henni traustur föru- nautur í erfiðri lífsbaráttu og speglaðist frekar í athöfnum en orðum. Segir sig sjálft, að oft hef- ur móðirin átt langan og strangan vinnudag við að halda öllum hópnum sínum og öllu innan húss í hinum lélegu húsakynnum jafn snyrtiiegu og raun bar vitni. Ekki voru þá þægindi nútímans nema síður væri. Hún kunni að koma ull í fat óg mjólk í mat, hver flík unnin heima og marga munna að fæða. Aðdáunarvert er, hversu vel var með Iítil efni farið. Heimilishald allt mun hafa borið vott um hagsýni. Þótt miklu væri afkastað, var Iítt á henni að sjá. Á gullbrúðkaupsdaginn hefði hún getað mælt sig við margar þær konur á likum aldri, sem að ytri sýn áttu við betri kjör að búa. Þó Tíminn líður og jafnvægi kemst á rót hugans. Góður vinur, góður drengur er látinn, horfinn úr lif- anda lífi. Þetta er leið okkar allra, eitt af því sem ekki verður umflú- ið. En eftir geymist mynd hans greipt í hugann, óafmáahleg og kemur fram í hugann aftur og aftur. Leiðir okkar iágu saman nær óslitið frá árinu 1958 er ég hóf nám í framreiðsluiðn á Hótel Borg, til ársins 1971, og er ég þakklátur fyrir þá samleið. Þakk- látur fyrir aó hafa eignast vináttu hans og Karenar. Því þar sem hann var, var og einnig hún. „Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði,“ það sem hann taldi sér gott deildi hann með öðrum. En svo sem þessi fátæklegu orð bera með sér kynntist ég Janusi Halldórssyni fyrst og fremst á vettvangi starfsins sem átti hug hann allan. Þau Janus og Karen Antons- dóttir eignuðust 4 börn á sinni lífsleið, Vióar, Gerði, Sjöfn og Brynju. A heimili þeirra ríkti ein- lægur friður og hamingja og sá sem þangað kom átti þar heima. Karen og börnin eiga mikils að sakna, og ég vil enda þessi fáu orð mín með því að votta þeim og öðrum aðstandendum innilega samúð og megi Ijósið skína í myrkrinu og varpa birtu inn í hugann á myndina sem við geym- um um góðan dreng. G.B.G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.