Morgunblaðið - 06.11.1977, Side 45

Morgunblaðið - 06.11.1977, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÖVEMBER 1977 45 Sýning á vatslita- myndum opnuð í Ásgrímssafni I DAG verður hin árlega haust- sýning Asgrimssafns opnuð. Aðal- uppistaða þessarar sýningar eru vatnslitamyndir og nokkrar þjóðsagnateikningar. Viðfangsefni Asgrims Jóns- sonar í þessum myndum eru m.a. blóm, úr Borgarfirði, Möðrudals- öræfi og frá Þingvöllum, en þar málaði hann mikið vor og haust. Teikningarnar á sýningunni eru gerðar eftir þeim þjóðsögum sem Asgrimur hafði einna mest dálæti á, og er sagan af Majðveigu Mánadóttur ein þeirra, en í eigu Asgrimssafns eru margar myndir af henni og tröllinu. Eins og undanfarin ár kemur út á vegum safnsins nýtt jólakort. Er það prentað eftir vatnslitamynd- inni Botnssúlur séðar frá Kaida- dal. Mynd þessi hefur vakið mikla athygli gesta sem komið hafa í Asgrimssafn. Asgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Aðgangur er ókeypis. Mjaðveig Mánadóttir og tröllið. — Mynd þessi er ein af sfðustu teikningum Asgrfms. Hveragerðiskirkja fær 2,2 millj. kr. að gjöf Hveragerði 3. nóvember ÞANN 1. nvember s.l. afhenti Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, Hveragerðiskirkju 2.2. millj. króna að gjöf. Gjöf þessi kemur frá stjórn Grundar, og er hún úr stofnsjóði til minningar um stofnendur Grundar, þá séra Sigurbjörn A. Gíslason, Flosa Sigurðsson, Harald Sigurðsson, Júlíus Arna- son og Pál Jónsson og er gefin i tilefni 55 ára afmælis Grundar þann 29. okt. s.I. Prestur og sóknarnefnd færðu fyrir hönd safnaðarins stjórn Grundar alúðarþakkir fyrir höfðinglega gjöf. Georg. Hveragerðiskirkja Ljósm. Mbl. Kristinn Olafsson. Grétar rakari hefur klippt Breiðhyltinga um sex ára skeið OKKUR varð á f messunni á dög- unum er við sögðum frá opnun nýrrar rakarastofu f Drafnarfelli 8 í Breiðholti. Þar stóð að þetta væri fyrsta rakarastofan í Breið- holti en átti auðvitað vera fyrsta rakarastofan í Efra-Breiðholti því Grétar rakarameistari Bernódus- son hefur s.l. sex ár rekið rakara- stofu f Arnarbakka. Um leið og við biðjum Grétar velvirðingar á mistökunum birtum við mynd af kappanum á stofunni sinni. Fyrirbyggjandi aðgerðir í umferðarmálum: Alftamýrarskóli sendir foreldrum umferðarkort 1 HAALEITISHVERFI í Reykjavík standa nú yfir nokkrar framkvæmdir er hamla eiga gegn umferðarslys- um og eiga að stuðla að auknu öryggi gangandi vegfarenda. Skólastjóri Álftamýrarskóla, Ragnar Júifusson, boðaði fréttamenn á sinn fund f gær og kynnti þeim þessar aðgerðir, en skólinn hefur skipulagt her- ferð til kynningar þessum framkvæmdum fyrir yngstu skólabörnunum. Þær framkvæmdir sem hér um ræðir eru uppsetning gagn- brautarsjósa á Háaleitisbraut og jafnframt eru gerðar eyjur á götuna og hún mjókkuð þar: húsagötunni meðfram fjölbýlis- húsunum sunnan við Háaleitis- brautina verður breytt i ein- stefnuakstursgötu og verið er að setja upp umferðarljós á horni Háaleitisbrautar, Ármúla og Safamýrar. Þá hefur Safa- mýri verið mjókkuð við Álfta- mýrarskólann, þar sem gang- braut er yfir götuna, en hún var mjókkuð úr 12 metrum i 7. Gúttormur Þormar og Baid- vin Ottósson ræddu um þessar byeytingar á fundinum ásamt Ragnari og töldu þeir að þær stuðluóu ótvirætt að auknu ör- yggi gangandi vegfarenda, sér- staklega yngstu borgaranna. Ragnar Júliusson sagði að skólinn hefði látið gera sérstakt kort yfir skólasvæói Alfta- mýrarskóla, sem sent hefði ver- ið til forráðamenna yngri bekkjardeilda. Með bréfi, sem einnig er sent til forráðamanna nemendanna er skýrt frá til- gangi kortsins en hann er sá að kynna rækilega staðsetningu umferðarljósa, gönguljósa og gangbrauta og er gert ráð fyrir að foreldrar skoði kortið með börnunum og velji með þeim hentugustu Ieiðina frá heimili til skóla, en inná kortið eru merkt öll heimili í hverfinu. Ragnar sagði að kostnaður við gerð kortsins hefði verið um 80—90 þúsund krónur, auk vinnu kennaranna, sem hefðu þurft að útbúa það til heim- sendingar með börnunum, en þessi kostnaður væri svipaður og þrír legudagar barns á sjúkrahúsi. „Ef þessar aðgerðir okkar geta því komið í veg fyrir þó ekki væri nema eitt hand- leggsbrot eða lærbrot þá hefur það greinilega komið að gagni, sagði hann. I niðurlagi bréfsins segir: „Mikils er um vert að yngstu borgararnir læri að virða regl- ur, sem settar eru til öryggis 1 umferðinni og temji sér að nota umferðarljós og gangbrautir. Vonandi göngum við sem eldri erum þar á undan með góðu fordæmi, og munu kennarar skólans ekki láta sitt eftir liggja. Takmarkið er: Slysalaust H:'aleitishverfi.“ Nú eftir helgina mun Baldvin Ottósson, sem sér um umferðar- fræðslu í skólum fara í heim- sókn i Alftamýrarskólann, en á þann hátt er m.a. fylgt eftir þessum aðgerðum. Guttormur Þormar sagði að þetta framtak skólans væri aígjörlega komið frá skólanum sjálfum og þakkaði hann Ragn- ari Júliussyni fyrir það frum- kvæði og fordæmi, sem hann hefði með þessu sýnt og jafn- framt fyrir gott samstarf á sviði umferðarmála. A kortið eru merkt öll hús hverfisins og geta foreldrar þv( fundið öruggustu leiðina ( skólann int börnunum. Guttormur Þormar, Ragnar JúKusson og Baldvin Ottóson kynna hér þær framkvæmdir, sem standa yfir ( Háaleitishverfi sem auka eiga öryggi gangandi vegfarenda ( hverfinu. Ljósm. RAX. ÁLFTAMÝRARSKÓLI SKOLASVÆD! OANCtíRíUrFARi..

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.