Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1977 Framkvamdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi horfajöm GuSmundsson. Fréttastjón Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi GarSar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiBsla ABalstrnti 6, sim'i 10100. __________Auglýsingar ASalstrnti 6, sfmi 22480. egar við íslend ingar gerðumst aðilar að At- lantshafsbandalag- inu í apríl 1949, var sú ákvörðun á því byggð, að nauðsynlegt væri að tryggja öryggi okkar á viðsjárverðum tímum og eðlilegt, að það yrði gert í bandalagi við aðrar lýð- ræðisþjóðir í okkar heims- hluta. Þegar varnar- samningurinn við Banda- ríkin var gerður árið 1951 og bandarískt varnarlið kom hingað til lands var sú ákvörðun á því byggð, að svo mjög hefði ástand versnað í alþjóðamálum vegna yfirgangs Sovét- ríkjanna í Evrópu og styrjaldarinnar í Kóreu, að nauðsynlegt væri að tryggja öryggi lands og þjóðar með vörnum í land- inu sjálfu. Það hefur verið yfirlýst afstaða þeirra þriggja lýðræðisflokka, sem stóðu að þessari veiga- miklu stefnumótun 1949 og 1951, að erlent varnarlið skyldi ekki dveljast á ts- landi stundinni lengur en þörf krefði. Lýðræðis- flokkarnir þrír hafa tvisvar sinnum á þeim aldarfjórðungi, sem síðan er liðinn, haft mismunandi mat á því, hvort ástand heimsmála væri á þann veg, að óhætt væri að láta varnarliðið hverfa úr landi, en að lokum hafa þeir jafnan komizt að þeirri sameiginlegu niður- stöðu, að slíkt ástand hefði ekki skapazt enn. Þetta er sá siðferðilegi grundvöllur, sem dvöl bandaríska varnarliðsins hér á íslandi hvílir á. Á þessum forsendum hefur Morgunblaðið alla tíð stutt aðild íslands að Atlants- hafsbandalaginu og dvöl bandarísks varnarliðs á íslandi. Raunar er það skoðun Morgunblaðsins, að nú hin síðari ár hafi jafn- vel verið enn ríkari þörf fyrir slíkar varnir hér á íslandi en þegar þær voru upp teknar, vegna hinna miklu flotaumsvifa Sovét- ríkjanna í nágrenni við okkur á N-Atlantshafi. Þessi hernaðarumsvif annars mesta stórveldis heims hafa og valdið því, að hagsmunir íslendinga og Norðmanna í öryggis- málum eru nátengdari en áður var og samstarf þessara tveggja þjóða á sviði öryggismála hefur aukizt. En um leið og þær aðstæður verða á alþjóða- ypttvangi, að friður í okkar’ heimshluta verður talinn tryggður, svo að öruggt megi telja, að smáþjóð eins og við íslendingar þurfum ekki að óttast íhlutun af hálfu hins sovézka stór- veldis, mun Morgunblaðið lýsa þeirri skoðun sinni, að ekki sé lengur þörf fyrir erlent varnarlið á íslenzkri grund. Þær aðstæður hafa ekki orðið enn og þær eru ekki í sjónmáli, en öll hljót- um við þó að vona, að til þess komi fyrr en síðar. Á undanförnum árum hafa við og við heyrzt radd- ir um það — og virðast eiga einhvern hljómgrunn — að við íslendingar eigum að gera varnir lands okkar og öryggi þjóðarinnar að féþúfu. Úr því að við höfum fengið erlenda þjóð til þess að taka að sér að tryggja öryggi okkar í sam- starfi við NATO sé sjálf- sagt, að sú þjóð fái að borga fyrir það — og það myndarlega. Þeir, sem slíkar skoðanir hafa, virðast telja, að það séu fyrst og fremst hagsmunir Bandaríkjanna einna, að bandarískt varnarlið sé á íslandi. Þess vegna hljóti Bandaríkjamenn að vera tilbúnir til þess að greiða fyrir þá aðstöðu miklar fúlgur. Þetta grundvallar- sjónarmið talsmanna þess að leigja landið undir erlendan her byggist á miklum misskilningi. Bandaríkjamenn þurfa ekki á aðstöðu á íslandi að halda til þess að tryggja öryggi Bandaríkjanna og bandarísku þjóðarinnar. Þetta öflugasta stórveldi heims er einfært um að sjá um sig að þessu leyti. En Bandaríkjamenn hafa af margvíslegum ástæðum tekið að sér að leggja öðrum lýðræðisríkjum lið í baráttu þeirra gegn út- þenslustefnu Sovét- ríkjanna. Þetta framlag Bandaríkjanna til varna lýðræðisríkja V-Evrópu kemur fram í samstarfinu innan Atlantshafsbanda- lagsins. í því eru hins vegar fólgnir miklir hags- munir fyrir aðrar banda- lagsþjóðir en Bandaríkja- menn, að hér á íslandi séu öflugar varnir og starfrækt sterk eftirlitsstöð. Auk okkar íslendinga sjálfra er það alveg sérstaklega mikilvægt fyrir Norður- landaþjóðirnar allar, þó einkum Norðmenn og Dani, að öflugar varnir séu á íslandi. Menn þurfa ekki að láta sér til hugar koma, að Bandaríkjamenn líti á það sem sérstök forréttindi að hafa fjölmennar sveitir ungra manna staðsettar I varnarstöðvum I öðrum löndum. Nú nýlega hafa Bandaríkjamenn ákveðið að fækka stórlega herliði sínu í Suðaustur-Asíu og á undanförnum árum hafa hvað eftir annað komið fram sterkar kröfur I Bandaríkjaþingi um, að bandarískar hersveitir yrðu kallaðar heim frá V- Evrópu og að Evrópubúar tækju sjálfir að sér að sjá um varnir sínar. Það er því á miklum misskilningi byggt, ef menn í raun og veru halda, að Bandaríkja- mönnum sé, vegna eigin hagsmuna, svo mikið I mun að halda aðstöðu sinni hér á landi. að þeir væru reiðu- búnir til þess að greiða fyrir það stórar fúlgur. En við skulum samt segja sem svo, að við ákvæðum að semja við Bandaríkjamenn um mikl- ar peningagreiðslur til okk- ar vegna varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hvað hefði þá gerzt? í fyrsta lagi hefðum við Islendingar þá leigt land okkar fyrir erlendan her og þar með væri brostinn sá siðferði- legi grundvöllur, sem varnarsamstarf okkar við Bandaríkin og önnur vest- ræn ríki byggir á. í öðru lagi mundum við hagnast með mjög óeðlilegum hætti, hljóta e.k. „stríðs- gróða“, sem væri í engum tengslum við eðlilegan arð af atvinnulífi landsmanna sjálfra. I þriðja lagi hefðum við gert okkur háða erlendu stórveldi fjárhagslega. Sjálfstæði okkar gagnvart Bandaríkjunum væri þá úr sögunni, þau hefðu gert okkur háða sér og við hefðum undirgengizt það með þvi að taka við fjár- munum með þessum hætti. Þar með værum við íslendingar ekki lengur frjálsir að því að segja varnarsamningnum upp, þegar okkur þætti henta og aðstæður I öryggismálum leyfðu, heldur yrðum við einnig að meta, hvort við hefðum efni á því að segja þeim samningi upp og missa þar með af þeim tekj- um, sem við hefðum fengið í landsleigu og værum sem þjóð búin að venja okkur á að hafa. Nú er sagt, að Norðmenn taki við slíkum greiðslum og þess vegna sé engin minnkun að því fyrir okk- ur íslendinga að taka við þeim. En hér er um gjör- samlega óskyld mál að ræða. Á vegum Atlants- hafsbandalagsins er starf- ræktur svokallaður „infra- structure" sjóður sem At- lantshafsbandalagsríkin utan íslands leggja fé í og úr þessum sjóði er síðan veitt fjármagn til varnar- viðbúnaðar I ýmsum lönd- um. Varnarþörf Norð- manna hefur verið mjög mikil og vaxandi, sérstak- lega í N-Noregi vegna um- svifa Sovétmanna við landamæri Noregs. Þess vegna hafa Norðmenn stór- eflt varnir sínar í Norður- Noregi og þeir hafa fengið fjármagn úr þessum sjóði til þess að leggja vegi, flug- velli og fleira I hernaðar- skyni, en sem jafnframt er notað til annarra þarfa á friðartímum. En Norð- menn verða að leggja fram fé frá sér á móti því fram- lagi, sem úr sjóðnum kem- ur og jafnframt hafa þau aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins, sem fé leggja í sjóðinn, rétt til afnota af þeim mannvirkjum sem fyrir þetta fjármagn eru byggð. Ef um það er að ræða, að þeir, sem nú mæla með auknum fjárframlög- um Bandaríkjamanna til Islands, eiga við það, að nauðsynlegt sé að stórefla varnarviðbúnað hér á landi gegnir auðvitað allt öðru máli. En slík sjónarmiö hafa ekki komið fram í sambandi við umræðurnar um landsleiguna. Auðvitað er hægt að ræða það á málefnalegum grundvelli, hvort nauðsyn- legt sé að efla varnarvið- búnað á íslandi. Sumir eru þeirrar skoðunar, að sá varnarviðbúnaður, sem nú er á Keflavíkurflugvelli, sé ekki nægilegur. Raddir hafa heyrzt um, að nauð- synlegt sé að byggja annan herflugvöll í öðrum lands- hluta, þar sem þéttbýli sé minna, að nauðsynlegt sé að byggja hafnir annars staðar á landinu, að æski- legt sé að styrkja mjög tækjabúnað varnarliðsins með fullkomnari flugvél- um, fullkomnari ratsjár- stöðvum, og svo mætti lengi telja. Ef skilja má þá, sem telja nauðsynlegt, að Bandaríkjamenn beini auknu fjármagni til ís- lands á þann veg, að þeir vilji efla varnirnar er sjálf- sagt að ræða málin á þeim grundvelli. Og þá væri ef- laust hægt að færa fjöl- mörg rök fyrir því, að nauðsynlegt sé að efla varnarviðbúnað á íslandi. En um leið verða menn að gera sér grein fyrir því, hvílík röskun væri í því fólgin fyrir íslenzkt þjóðfé- lag, ef framkvæmdir vegna varna landsins yrðu stór- auknar með gerð flugvalla, hafna, þjóðvega og fleiru slíku. Og menn yrðu einnig að gera sér grein fyrir því, hvaða áhrif það mundi hafa á efnahagslíf íslend- inga, ef miklu fjármagni yrði beint inn I landið til slíkra framkvæmda og vinnuaflsþörf yrði mjög mikil af þeim sökum. Hér er auðvitað um tvö ólík mál að ræða, leigutöku vegna dvalar varnarliðsins annars vegar, en nauðsyn á eflingu varna hjns vegar. Morgunblaðið hefur áð- ur lýst afdráttarlausri and- stöðu við það að við íslend- ingar gerum öryggismál okkar að féþúfu. Sú afstaða Morgunblaðsins er nú ítrekuð. Vel má vera, að mikill fjöldi fólks sé ann- arrar skoðunar en Morgun- blaðið í þessum efnum. Af- staða Morgunblaðsins til mála er ekki byggð*á stund- arvinsældum, heldur á hagsmunum þjóðarinnar í bráð og lengd. Þess vegna mun Morgunblaðið beita þeim mætti, sem það hefur yfir að ráða, til þess að vinna skoðunum blaðsins fylgi I þessum málum sem öðrum. Því má að lokum bæta við, að á fundi I Varðar- félaginu nýlega sagði Ingólfur Jónsson, fyrrum ráðherra, m.a. um varnar- málin: „Varnarliðiðverður ekki hér degi lengur en við viljum sjálf hafa það í land- inu. Við vitum, að eins og ástandið er I heiminum, er nauðsynlegt fyrir Island að vera í varnarsamstarfi vestrænna þjóða, sem búa við svipað stjórnarfar og við. Landið, sem við lánum undir varnarliðið, er okkar framlag í þessu samstarfi. Við höfum ekki eigin her eða vígdreka, hvorki á sjó, landi eða í lofti. En landið, sem við ljáum undir varn- arliðið, er mikils virði I varnarkeðjunni.“ Ingólfur Jónsson hefur, ásamt öðr- um forystumönnum Sjálf- stæðisflokksins, sagt um landsleigu vegna varnar- liðsins, að meðan við vilj- um hafa það i landinu og teljum það nauðsynlegt vegna öryggis okkar og sjálfstæðis, sé það ekki við- eigandi að taka leigugjald fyrir þá aðstöðu, sem við veitum, þar eð við leggjum ekki sjálf af augljósum ástæðum fram mannafla eða hergögn til varnanna, en teljum þó lífshagsmuni okkar að vera ekki varnar- laus. Varnarliðið er því hér í okkar þágu. En ef tímarn- ir breytast og við teljum það ekki nauðsynlegt að hafa varnarlið í landinu, þá látum við það fara. En — þá megum við Islendingar ekki vera því efnalega háð- ir, þannig að við gætum ekki hugsað til þess, af fjárhagsástæðum, að varn- arliðið færi af landi brott. Af þeim sökum m.a. sé landsleiga til varnarliðsins varhugaverð, svo að ekki sé meira sagt. FYRIR ÍSLAND — GEGN LANDSLEIGU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.