Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÖVEMBER 1977 „Góðar óskir frá öllum hljóta að fylgja Sadat” - sagði Einar Agústsson MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til Einars Ágústsson- ar utanríkisráðherra í gærkvöldi og spurði hann álits á ferð Sadats til ísraels. Utanríkisráð- herra sagði: „Ég tel að þetta sé sögulegur við- burður, sem hljóti að efla vonir manna um að þetta langvinna deilumál nálg- ist lausn. Ég tel að Sadat utanríkisráðherra hafi með þessu sýnt mik- inn kjark og samkomu- lagsvilja og honum hljóta að fylgja góðar óskir frá öllum svo og Israels- stjórn og þingi með von um að um raunverulegan vilja til aö leysa málið sé að ræða. Það er mjög í anda okkar íslendinga að leysa málin með viðræð- um en ekki vopnum.“ Fleiri tékkar gengu milli reikninganna en rannsóknarmenn töldu — og rannsókn ávísanamálsins mun því dragast fram á næsta ár Mál Hauks í vinnslu hjá saksóknara MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við Þórð Björnsson ríkissaksóknara og spurðist fyrir um mál Hauks Guðmundssonar rannsóknarlögreglumanns. Saksóknari svaraði því til, að allar umbeðnar umsagnir ráðu- neyta væru komnar og væri nú unnið að málinu hjá embættinu en ómögulegt væri aó segja hve- nær það yrði afgreitt hjá embætt- inu. „ÞAÐ HAFA fleiri tékkar gengið milli þeirra bankareikninga, sem við erum með í rannsókn, en okk- ur óraði fyrir og hefur rannsókn- in því gengið hægar en við vonuð- um,“ sagði Hrafn Bragason um- boðsdómari f ávfsanamálinu f samtali við Morgunblaðið f gær. Hrafn hefur verið I frfi frá dóm- arastörfum við borgardóm Reykjavíkur frá 1. september og stefndi hann að því að ljúka rann- sókn málsins fyrir áramót. I gær kvaðst Hrafn hafa litlar vonir um að þessi áætlun stæðist. Auk Hrafns vinna nú að stað- aldri 3—4 lögreglumenn að rann- sókn málsins og fer hún fram í húsnæði Útvegsbankans f Kópa- vogi. Áður störfuðu rannsóknar- menn í Lögreglustöðinni í Reykja- vík en vegna þrengsla í bygging- unni urðu þeir að flytja sig í Kópavog. F undinum var lokað ÞAÐ ER yfirlýst stefna Al- þvðubandalagsins, að lands- fundur flokksins sé opinn öll- um, sem á vilja hlýða. I gær gerðist það að Úlfar Þormóðs- son, starfsmaður Þjóðviljans, bar fram tiliögu um að fundin- um yrði lokað. Var tillaga Úlf- ars samþykkt með öllum greiddum atkvæðum lands- fundarfulltrúa, nema tveggja, sem ekki vildu samþykkja til- lögu Úlfars. í tillögunni var jafnframt kveóið svo á, að á meóan fund- urinn væri lokaður, skyldi for- maður flokksins, Ragnar Arn- alds, skýra fulltrúum frá til- raunum flokksforystunnar til Framhald á bls. 29. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs: Völuspá og Þryms- kviða frá íslandi REKNETAVEIÐUM á sfld er lokið. Á myndinni sést Skógey SF 53 á siglingu á miðin. (Ljósm. Ósk. Sæmunds- son). TÓNLISTARVERÐLAUN Norðurlandaráðs verða af- hent á fundi ráðsins dag- ana 18. —22. febrúar á næsta ári. Verðlaunin nema 75000 dönskum krón- um, sem eru um 2.590.000 íslenzkar krónur. Síðast þegar verðlaunin voru af- hent, 1976, hlaut íslenzka tónskáldið Atli Heimir Sveinsson þau, en verð- launin eru afhent annað hvert ár. Að þessu sinni hafa Norður- Bændafundir um allt land: Samdráttur í söiu mjólkurafurða - aðgerðir til að minnka nyt í kúm „SAMDRÁTTURINN í sölu mjólkurafurða að undanförnu og þær aðgerðir sem hugsanlega verður að grfpa til I þvl sambandi þýða tekjuskerðingu hjá bændum og það er hart fyrir bændur að taka þvf á sama tíma og allir aðrir landsmenn auka tekjur sfnar,“ Góðar sölur hjá togur- unum í V-Þýzkalandi ÞRÍR íslenzkir togarar seldu ísaðan fisk í V- Þýzkalandi í gær og í fyrra- dag og fengu allir ágætis verð fyrir aflann, eða 170—190 kr. að meðaltali fyrir kílóið. Karlsefni RE seldi 211.6 lestir fyrir 423.500 mörk eða tæpar 40 milljónir í fyrradag. Meðalverð á kíló er kr. 190. Sama dag seldi Sigluvík SI 92.9 lestir fyrir 191.800 mörk eða um 81 millj. kr., meðalverð er kr. 190. 1 gær seldi svo Stálvík SI 93.3 lestir fyrir 170.600 mörk eða um 17 millj. kr. Meðalverð á kíló var kr. 172. sagði Gunnar Guðbjartsson, for- maður Stéttarsambands bænda, f samtali við Morgunblaðið f gær- kvöldi þegar hann var inntur eft- ir ástæðu fyrir fundum þeim sem Stéttarsambandið efnir til um þessar mundir á meðal bænda landsins. „Ástæðan er vandamál, sem upp er komið varðandi sölu og útflutning á landbúnaðarafurð- um,“ sagði Gunnar, „það hefur dregið úr sölu mjólkurafurða innanlands, um 2—3% siðan um áramót á sölu mjólkur, 5% á sölu rjóma og 18.9% á smjöri. -2ala á kindakjöti hefur verið óbreytt, en óvíst er um nautakjöt. Þessi sam- dráttur eykur á vandamál vegna útflutnings landbúnaðarafurða og þetta þýðir að auka verður ostagerð til útflutnings og þá duga ekki jitflutningsbæturnar sem gert er ráð fyrir. Á s.l. ári, þ.e. frá 31. ág.‘76 til 31. ág.‘77. vantaði um 300 milljónir króna í útflutningsbætur og á þessu ári er reiknað með að enn hærri upp- hæð vanti. Við erum að skýra þennan vanda fyrir bændum og leggja fram hugmyndir um aðgerðir til Framhald á hls. 28. löndin hvert um sig tilnefnt tvo menn sem til greina kæmu, en það eru frá Danmörku Vang Holmboe fyrir Konsert fyrir cello og hljómsveit og Gunnar Berg fyr- ir Essai Accoustique 3 fyrir píanó og hljómsveit. Frá Finnlandi eru tilnefndir AIuis Sallinen fyrir Ratsumies (ópera) og Paavo Henninen fyrir Maiandros, (sem leikur fyrir píanó og elektrónisk tæki). Frá íslandi Jón Ásgeirsson fyrir Þrymskviðu og Jón Þórarins son fyrir Völuspá. Frá Noregi Finn Mortensen fyrir Hedda (verk fyrir hljómsveit) og Knut Nystedt fyrir Lucis Creator Optime (verk fyrir kór hljómsveit og einleikara). Frá Sviþjóð Lars Gunnar Sodin fyrir Skárvor av tid som kommer og Svein-David Sandström fyrir Culminations, en þess má að lokum geta að frá íslandi hafa verið tilnefndir i sambandi við úthlutun bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs þeir Thor Vilhjálmsson og Tryggvi Emilsson en þau verð- laun eru til úthlutunar árlega. © INNLENT I>rautgódir á raunastund 9. bindi komið út 9,61% hækk- un á vísitölu framfærslu- kostnaðar VlSITALA framfærslu- kostnaðar var f byrjun mánaðarins 840 stig og hafði hækkað um 74 stig frá þvf f byrjun ágúst. Þessi hækkun er 9,61% og segir í frétt Hagstofu Islands að til hafi komið hækkanir á fjölmörg- um vöru- og þjónustuliðum, bæði innlendum og erlendum. Vfsitala framfærslukostn- aðar er reiknuð frá janúar- mánuði 1968 sem 100 stig- um. „Hasla mér völl við hliðina á þeim sem hafa breytt Alþýðiiflokknum” segir Jón Helgason formaður Einingar „ÁSTÆÐAN fyrir því a8 ég hef gengiS til liðs viS AlþýSuflokkin er einfaldlega su. a8 ég tel Samtök- in ekki geta skapaS þann pólitíska bakhjarl. sem maSur þarf að hafa á bak vi8 sig. og ég tel AlþýSuflokkinn nú standa næst minum skoSun- um," sagSi Jón Helgason formaSur verkalýSs- félagsins Einingar á Akureyri í samtali vi8 Morgun- blaSiS i gær. Jón sagSi sig úr Samtökunum fyrir nokkru og hefur nú formlega sótt um inngöngu i AlþýSuflokkinn. „Ég tel a8 það hafi orðið veruleg umskipti i Alþýðuflokknum a8 undanförnu og þessi umskipti falla vel að minni lifsskoðun. og þess vegna hasla ég mér völl i flokknum við hliðina á þeim mönnum. sem hafa lagt sig fram við að breyta honum i þá veru sem ég tel hann eigi að vera. Að mínu mati verður verkalýðsbaráttan ekki rekin nema hún hafi einhvern pólitiskan bakhjarl, og eðlilega vel ég þann sem stendur næst minni lifsskoðun," sagði Jón Helgason. Jón Helgason ÞRAÚTGOÐIR á raunastund, 9. bindi, eftir Steinar J. Lúðvfksson blaðamann er nú komin út hjá bókaútgáfunni Hraundrangi, Örn og örlygur H/F. 1 þessari björg- unar- og sjóslysasögu tslands tek- ur Steinar fyrir atburði áranna 1916 — 1919, að báðum árum meðtöldum. 1 frétt frá útgefanda segir m.a.: „Þessi ár voru umbrotaár í is- lenzkum sjávarútvegi. Vélbátaút- gerðin var að taka við af skútuút- gerðinni og togararnir að koma til sögunnar. Á þessum árum stóð fyrri heimstyrjöldin, sem olli ís- lendingum miklum búsifjum. 1 bókinni eru m.a. frásagnir af at- burðum styrjaldaráranna, eins og t.d. þegar flutningaskipunum Ceres, Vestu og Flóru var sökkt. Þá má nefna frásögn af strandi Goðafoss, björgunarafreki Guó- bjarts Ölafssonar og manna hans i marz 1916, er selveiðiskipið Kóp- ur fórst út af Reykjanesi." Steinar J. Lúðvíksson segir í formála að þetta ritverk hafi orið umfangsmeira en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir, en samt sem áður sé engum ljósara en sér að mestu erfiðleikarnir hafi verið þeir að oft hefði orðið að stikla á of stóru, og draga saman í stutt mál, það sem vert hefði verið að væri mun ítarlegri og lengri frá- sagnir. Siðan segir hann:‘„Þvi er ekki að neita að við samningu þessarar bókar hefur reynst mun erfiðara að afla heimilda en oft áður. Slíkt er í raun og veru eðli- Framhald á bls. 29.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.