Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1977 7 Sverrir Hermannsson alþingismaður ritar eftirfarandi leiðara í blaðið Þingmúla, sem sjáifstæðisfólk eystra stendur að og kemur út á Egilsstöðum. Þar er m.a. fjallað um hugsan- lega jöfnun á vægi at- kvæða, frá sjónarhóli strjálbýlisfólks. Kosningalög Allmikil umræða efir orðið undanfarið um nauðsyn breytinga á kosningalögum og kjör- dæmaskipan. Sýnist sitt hverjum sem verða vill um svo mikilvæg og há- pólitísk mál. Umræðan nú er aðallega vakin af talsmönnum hinna þétt- býlu kjördæma við Faxaflóa, sem þykir hlutur þeirra kjördæma fyrir borð borinn í afli atkvæða á Alþingi. Rétt er það, að frá kjör- dæmabreytingunni 1959 hefir hlutfall fólkstölu milli kjör- dæma raskazt verulega vegna áframhaldandi fólksflótta frá lands- byggðinni til Faxaflóa- svæðisins. Sem betur fer hefir orðið gerbreyt- ing á þeirri þróun hin sfðari árin, og má þakka það fyrst og fremst árangri af framkvæmd byggðastefnunnar. Sjálfsagt er að svo mikilvæg mál, sem hér eru gerð að umtalsefni, séu ávalt f athugun og j endurskoðun. A hitt ber að leggja áherzlu að i ekki má hrapa að breyt-1 ingum og vanda ber til hins ftrasta allar breyt- ingar þá gerðar eru. Undanfarin ár hefir nefnd manna starfað að endurskoðun stjórnar- skrárinnar, hin svo- nefnda stjórnarskrár- nefnd, sem Hannibal Valdimarsson gegnir formennsku f. Hún hef- ir enn ekki skilað áliti, en nauðsyn ber til að svo verði gert, áður en : gripið er til einhverra skyndibreytinga. Það hefir löngum verið mik- ill siður ýmissa stjórn- málamanna að slá um sig með breiðum yfir- lýsingum um nauðsyn þess að endurskoða stjórnarskrána ræki- lega. Hér skal þeirri skoðun haldið fram, að stjórnarskrá lýðveldis- ins sé f öllum aðalatrið- um góð og hafi reynzt þjóðinni vel það sem af 1 er. Þetta dregur ekki úr nauðsyn þess að hafa vakaadd aug með nauð- synlegum breytingum sem hraðfara þrón og nýir tfkrefjast. Sanngjarnt að leiðrétta nokkuð Sanngjarnt er að leið- rétta nokkuð hið mikla misvægi, sem orðið er milli atkvæðaafls kjör- dæma strjálsbýlis og þéttbýlis. En algjör jöfnuður þar á er ekki sanngjarn og verður ekki á slfkt sætzt. Þétt- býliskjördæmin tvö, Reykjavfk og Reykja- nes, hafa í margvísleg- um efnum mikla yfir- burði í aðstöðu, sem óhjákvæmilea eer að taka tillit til. Þingmenn kjördæma strjálbýlis þurfa að veita miklum mun meiri félagslega forystu í kjördæmum sfnum en þingmenn þéttbýlis. Hvarvetna á öðrum Norðurlöndum er tekið tillit til þessa, þannig að réttlátt þykir, að strjálbýli hafi hlut- fallslega fleiri fulltrúa á löggjafarsamkundum en þéttbýli. Strax í upphafi starfa Alþingis á þessu hausti skaut upp koilinum áfjáð löngun þing- manna þéttbýlis í skyndibreytingar á. kosningalögum þann veg, að fjölgað verði þingmönnum þéttbýlis. Hafa verið fram lagðar hinar fjölbreyttustu til- lögur þar að lútandi, allar undir upphrópun- um um aukið lýðræði og jöfnun kosningaréttar. Afstaða til þeirra til- lagna verður ekki tekin hér, en því hins vegar haldið fast fram, að með öllu sé óeðlilegt og beinlfnis hættulegt for- dæmi, að rjúka upp til handa og fóta sfðustu mánuði kjörtímabils og breyta sjálfum kosn- ingalögunum, án þess að öllum almenningi gefist kostur á að kynna sér málið til hlftar og neyta réttar sfns til áhrifa á slíkar breyting- ar. Það er að vísu rétt, að Alþingi getur breytt kosningalögunum. Til þess hefir það lagaleg- an rétt. En allar breyt- ingar, sem snerta hinn helga kosningarétt, ber skilyrðislaust að leggja fyrir kjósendur í al- mennum kosningum. Það hlýtur að orka mjög tvímælis að þingmenn hafi siðferðilegan rétt til að breyta þeim lög- um, sem þeir eru kosnir eftir, og þvf síður að setja ný kosningalög án þess að leita fyrst eftir umboði kjósenda til þess. Með því móti myndi meirihluti þeirra þingmanna, sem nú situr, setja ný kosn- Framhald á bls. 45 GUÐSPJALL DAGSINS: Matt. 9.: Trú þfn hefir gjört þig heila. DÓMKIRKJAN. Messa kl 11 árd. Séra Hjalti Guðmundsson. Kl. 2 síðd. Messa, foreldrar fermingarbarna eru sérstak- lega beðnir að koma til mess- unnar með börnum sínum. Séra Þórir Stephensen. GRENSASKIRKJA. Barnasam- koma kl. 11 árd. og guðsþjón- usta kl. 2 síðd. Altarisganga. Organisti Jón G. Þórarinsson. Séra Halldór S. Gröndal prédik- ar. Fjölskyldumessa kl. 2 síðd. Ingunn Gísladóttir talar. Les- messa nk. þriðjudag kl. 10.30 árd. Beðið fyrir sjúkum. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. LANDSSPITALINN. Messa kl 10 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. SUNNUDAGASKÓLI K.F.U.M Amtmannsstfg 2B fyrir öll börn kl. 10.30 árd. ASPRESTAKALL. Messa kl. 2 síðd. að Norðurbrún 1. Séra Grimur Grímsson. DÓMKIRKJA KRISTS KON- UNGS Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. og lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðd., nema á laugardögum, þá kl. 2 síðd. LAUGARNESKIRKJA. Barna- guðsþjónusta kl. 11 árd. Messa kl. 2 síðd. Tónleikar sem verða áttu í kirkjunni á sunnudaginn flytjast fram til 5. febrúar. Sóknarprestur. NESKIRKJA Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. Bænamessa kl. 5 siðd. Séra Frank M. Halldórsson. Arbæjarprestakall. Barnasamkoma í Arbæjarskóla kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta í skólanum kl. 2 síðd. Séra Guð- mundur Þorsteinsson. FRlKIRKJAN Reykjavik. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2 síðd. Séra Þorsteinn Björnsson. SELTJARNARNESSÓKN. Barnasamkoma kl. 11 árd. i Félagsheimilinu. Séra Frank M. Halldórsson. LANGHOLTSPRESTAKALL. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra Árelíus Níelsson. BÚSTAÐAKIRKJA. Barnasam- koma kl. 11 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Barnagæzla. Séra Ölafur Skúlason. BREIÐHOLTSPRESTAKALL. Sunnudagaskóli i Breiðholts- skóla kl. 11 árd. og messa kl. 2 síðd. í Breiðholtsskóla. Séra Lárus Halldórsson. HJALPRÆÐISHERINN. Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 2 síðd. Vakningarsamkoma kl. 8.30. Ofursti Arne Braathen og Leif Braathen frá Noregi tala. FlLADELFlUKIRKJAN. Al-. menn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Einar J. Gíslason. ELLI- OG HJUKRUNARHEIM- ILIÐ Grund. Guðsþjónusta kl. 2 siðd. Séra Garðar Þorsteinsson messar. Félag fyrrverandi sóknarpresta. HATEIGSKIRKJA. Barnaguðs- þjónusta kl. 11 árd. Séra Arn- grimur Jónsson. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra Tómas Sveins- son. Siðdegismessa kl. 5. Séra Arngrímur Jónsson. FELLA- OG HÓLASÓKN. Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11 árd. Séra Hreinn Hjartarson. LITUR DAGSINS: Grænn. Táknar vöxt. Einkum vöxt hins and- lega lífs. DIGRANESPRESTAKALL. Barnasamkoma í safnaðarheim- ilinu við Bjarnhólastig kl. 11 árd. Guðsþjónusta i Kópavogs- kirkju kl. 11 árd. Séra Þorberg- ur Kristjánsson. KARSNESPRESTAKALL. Barnasamkoma kl. 11 árd. í Kársnesskóla. Messa I Kópa- vogskirkju kl. 2 siðd. Séra Gisli Kolbeins prédikar. Aðalfundur safnaðarins verður haldinn að lokinni messu. Séra Árni Páls- son. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ. Hámessa kl. 2 siðd. MOSFELLSPRESTAKALL. Fjölskyldumessa að Mosfelli kl. 2 síód. Séra Birgir Ásgeirsson. FRlKIRKJAN Harnarfirði. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Safnaðarprestur. HAFNARFJARÐARKIRKJA. Barnasamkoma kl. 11 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Aðal- safnaðarfundur Hafnarfjarðar- sóknar verður að lokinni guðs- þjónustu. Séra Gunnþór Inga- son. NJARÐVIKURPRESTAKALL. Guðsþjónusta i Innri- Njarðvíkurkirkju kl. 11 árd. og i Stapa kl. 2 siðd. Séra Páll Þórðarson. KEFLAVlKURKIRKJA. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Sóknarprestur. KIRKJUVOGSKIRKJA. Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. HVALNESKIRKJA. Barna- guðsþjónusta kl. 1.30 síðd. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA. Barnaguósþjónusta kl. 10.30 árd. Almenn guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA. Barna- guðsþjónusta kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 siðd. Séra Björn Jónsson. Bazar og kökusala á Hallveigarstöðum í dag 19. nóvember kl. 2. Kvenfélag Karlakórs Reykjavíkur Skógarmál Tólf ritgerðir um gróður og skóga á íslandi, samdar i tilefni af sjötugsafmæli Há- konar Bjarnasonar f.v. skógræktarstjóra. Fæst hjá bóksölum um land allt. Bókin sem allir náttúruunnendur ættu að eignast Opið i dag laugardag kl. 9—12 RIMTEPPI Höfum nú aftur fyrirliggjandi velour rúmteppin. Tilbúin og í metramáli. Sendum gegn póstkröfu ÍtLUGGATJ o ed , SKIPHOUI17A SÍM117563

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.