Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NOVEMBER 1977 37 STJÖRNUBÍÓ: THE STREETFIGHTER. Lif- andi og sterkbyggt melodrama, þar sem að þrír harðjaxlar fá að njóta sín í klæðskerasniðnum hlutverkum. Stfother Martin stingur þeim þó aftur fyrir sig. — 0 — BÆJARBÍÓ: SVÖRT EMMANUELLE. Hálf- káksklámmynd sem nær því einstöku sinnum að espa taugar áhorfandans. Þökk sé Lauru Gemser, sem ætti að gleðja auga hvers rólfærs manns. ÁNÆSTUNNI TONABIÓ BRING ME THE HEAD OF ALFREDO GARCIA ASdáendur Sam Peckinpah fá fljótlega eitthvað fyrir sinn snúð i Tónabió, þar sem að þessi næst nýjasta mynd hins umdeilda leik stjóra verður fljótlega tekin til sýninga Soguþráðurinn er nokkuð blóðidrifinn. sem engum kemur á óvart sem eitthvað þekk ir til fyrri verka Peckinpah (THE WILD BUNCH, THE GETAWAY STRAW DOGS) Með aðalhlut verkin fara Warren Oates og hin mexikanska Isela Vega FEIGÐARUGGUR ALLENS mK)DY ALLEiY DIANE KEATOY "LO\T and IWATir K ..'ACí- ?<(■:. i.:r<S Ci-iAPLtS H .iOF PROölfCl'ON V/ Ci-tAN'Lf.i. JCr'FF. ? <?.• VVi'ODV Ai.l::?■ jTOjÍÍ«WjlÍ«ÖÍ' ............ /•v.vv. j ■ :• * >w v* v*-*:*v Mmtjdfhlnrtfl TÓNABIO: ÁSTOG DAUÐI LOVE AND DEATH Handrit og leikstjórn: Woody Allen. Aðalhlut- verk: Allen, Diane Keaton. Bandarísk, frá United Artist. Gerð árið 1975. ,,Ef þér laagar til aC sjá mig eins og ég get verið skemmtilegast,ir, þá fylgstu meé ér nóttina fyrir aftöl ina „Svo lét háðf iglinn A len ein- hv ;tima:) un mælt. Og þao er frá [■ ssu hástigi kvíðans, sem Allen segir söguna LOVE AND DEATH, sem er forkostu- leg blanda létts og alvar- legs gríns og gamans, sem á rætur sínar að rekja til jafn blandaðra stofna og Dostoevski, Ingmars Berg- man, Tolstoy og Kierkegaard. Og, sam- kvæmur sjálfum sér, þá er Allen hér i sínu besta formi — taugavelklaðri, örvæntingarfyllri, og fyllri af innblæstri en nokkru sinni fyrr. Og ef hlátur okkar er eitthvað hjáróma á köflum, þá er það af þvi að Allen, í þessu mein- fyndna svari hans við hræðslunni við dauðann, er að fást við alþekkt vandamál. Að útlti og innihaldi minnir ÁST OG DAUÐI á það tímabil Allens er hann gerði myndirnar BANANAS og TAKE THE MONEYAND RUN. Hún er mjög ,,bókmenntaleg“, og sem slík á ÁST OG DAUÐI geislandi augna- blik. Allen hefur heilmikið fræðst um hvernig á að gera fallegar kvikmyndir siðan hann lauk við hinar tvær fyrrnefndu, svo að hér eru brandararnir full- komnaðir með sannfær- andi, sjáanlegum raun- veruleika. Atriði þar sem ungir Rússar leggja af stað í Napoleons-styrjöldina, getur staðið undir sér sjálft — án hins ruglaða Allens sem lætur vel að fiðrildasafninu sínu. Allen tekst best upp þegar hann brýtur niður viðteknar reglur — að þessu sinni hinar róman- tísku ýkjur í nitjándualdar skáldsagnagerð Rússa. Hann er gegn vilja sínum, skikaður í herþjónustu og ber vinlausa ást í brjósti til frænku sinnar (Diane Keaton), — sem á hinn bóginn elskar flesta aðra. Að sjálfsögðu giftist hún illa, vellríkum síldarkaup- manni, sem m.a. sést bregða fyrir á leiðinni í rúmið — með fisk í fang- inu. Á meðan Allen kvelst yfir fjarlægð sinnar laus- gyrtu draumadísar, á hann ævintýri með greifynju, hverri viðbrugðið er fyrir kynorku. Hann útskýrir karlmennsku sína með því að tjá henni að hann æfi sig heilmikið i einrúmi. Þessir samfundir leiða til hins óhjákvæmilega ein- vígis uppá líf og dauða. AU- en hleypir af, uppí loftið, særir sig, og veltir því síð- an fyrir sér hvort blóð- blettirnir hverfi ekki við þurrhreinsun! Þrátt fyrir sitt gamal- kunna hlutverk sem hinn hryggbrotni elskhugi, þá er Allen í ÁST OG DAUÐA ekki næstum eins móður- sjúkur og sjálfselskufullur og i sínum fyrri myndum. Reyndar vinnur hann hér ástir Keaton að lokum. þrátt fyrir að til að byrja með svari hún öskum hans í hjónarúminu með orðun- um.....ekki hér“. Seinna meir ákveða þau að gerast banamenn Napoleons, en svikráðin og undirferlið við hirð hans er svo marg- víslegt, að ráðabruggið endar með því að Allen er sakiaus dæmdur sem bana- maður tvífara Napoleons. Þá er hann fluttur i dauða- klefann, þaðan sem hann segir söguna. Fram að þessu hefur ímynd dauð- ans brugðið fyrir i mynd- inni, annaðhvort sem ein- mana kornskurðarmanni, eða framliðnum, dansandi þjónum. Jafn einfeldnings- og broslegar og þessar ímyndir eru, þá auka þær samt á spennu myndarinn- ar gera hana þandari og fyndnari. Og þegar engill af himnum sendur kemur í heimsókn til hins dauða- dæmda Allens til að full- vissa hann um náðun, þá léttir okkur uns við kom- umst að því að þessi sendi- boði drottins er ófyrirleit- inn lygari. Hin löngu, uppstríluðu, yfirgengilegu heimspeki- legu samtöl á milli Keaton og Allens,' finna endanleg- an tilgang í ávarpi Allens til okkar — þegar hann er kominn „yfirum". I löngu eintali ræður hann okkur að ganga ekki, heldur hlaupa gegnum skuggadal dauðans, svo við komumst útúr honum fyrr og lítum ekki á dauðann sem endi alls, heldur leið til þess að skera niður útgjöldin! Atriðið er gegnumsýrt af kvíða Allens og vekur um leið svipaðar tilfinningar í brjóstum okkar allra. Fram til þessa hafa kvik- myndahúsgestir notið þess munaðar að henda gaman að lánleysi söguhetjunnar. En nú fylgjast þeir með lokadansi hans við dauð- ann; þar er háðfuglinn að búa áhorfendur undir stefnumót þeirra sjálfra við sláttumanninn mikla. VÍTITIL VARNAÐAR Undirritaður tók sig til I síðastliðinn sunnudag og hélt með afkvæmi sín á þrjúsýningu í Hafnarbíó. Hin stóra stund rann upp og salurinn myrkvaðist. Hróp og köll kváðu við, hrindingar og handaupp- réttingar í algleymingi: allt gekk semsagt eftir áætlun hinnar venjulegu barnasýningar. Salurinn hálffullur af efirvænting- ar- og ærlsafullum barns- andlitum, auk nokkurra, hálfraunamæd^ra, sem til- heyrðu okkur foreldrun- um. Gamalkunnar fígúrurnar birtust á tjaldinu og ánægjukliður fór um sal- inn. Duffy, Mr. Magoo og kattarskelfirinn ódrep- andi, senor Speedi ! Gonzales rétt nýbyrjaður að hrella fjendur sina. Þá dundi ógæfan yfir. Sýning- arvélin stöðvaðist, salifrinn var lýstur, enginn vissi sitt rjúkandi ráð í nokkur augnablik og ráðþrota barnsaugun litu skelfd í kringum sig. Þá brá fyrir löggæslumönnum við út- ganga hússins, og nú var ástandið orðiö enn ískyggi- legra. Skyldu þeir enn vera að rembast við að hafa hendur í hári þeirra Bísa og Krimma? En málið reyndist svo mun alvar- legra. Það var nefnilega kviknað í hjallinum. Eldurinn getur verið fljótur að breyta skemmt- un i skelfingu, og það sem ég vil fyrst og fremst gagn- rýna í þessu sambandi eru viðbrögð starfsmanna kvikmyndahússins og jafn- vel lögreglunnar. Þrátt fyrir að ljóst væri að engin alvarleg hætta var á ferð- um, bar þeim skylda til þess að láta gestina vita hvað á gengi, þvi það vissi enginn fyrr en út var kom- ið. í tilfellum sem þessum er það frumskilyrði að gestirnir • séu látnir vita hvað sé á ferðinni og hvernig þeir eigi að bregð- ast við; í þessu tilfelli hefði nægt að tilkynna okkur að ekkert alvarlegt væri á seyði og áhorfendur beðnir um að yfirgefa salinn í rólegheitunum. Af þvi að því verður ekki neitað að nokkur uggur greip um sig á meðal hina ungu gesta og ekki þurfti mikið til að allt færi i handaskolum. Þvi dæmin sanna i tilfellum sem þessum, að óttinn og múgsefjunin getur jafnvel orðið eldinum hættulegri. Ekki bætti úr skák að neyðarútgöngudyr reynd- ust óopnanlegar þegar til kastanna kom. Þessi atburður er víti til varnaðar skemmtihúsat ig- endum, því enginn er kom- inn til að segja að ástand öryggismála sé no<kuð frekar ábótavant-í Hafnar- bíói en á öðrum samkomu- stöðum. Þar var aðeins eld- urinn laus. Að þessu sinni varð eldurinn kæfður i tæka tið og engín slys urðu á mönnum. En í ljós konj, að starfsfölkið var ekki undirbúið vágesti sem þessunt og grundvallar- öryggisatriðum var ábóta- vant. Þetta eru alvarlegri misbrestir en svo að þeim beri að taka með þegjandi þögninni. Það væri t.d. fróðlegt að vita hvort það sé í rauninni nokkurt ábyrgt eftirlit af hálfu kvikmyndahúsanna i sýningarsölunum meðan á sýningu stendur, allavega hverfa sætavísurnar skjót- lega á braut eftir að sýning hefst. Og hversu vel eru þær undirbúnar ef voða ber að höndum? Sýningar- menn eru jú staddir i klefa sínum og dæmin sanna aó oft virðast þeir hafa yfrið nógan starfa við það að vera vakandi yfir því s’em þeim ber. Og víst væri fróðlegl að fá upplýsingai um starfsháttu öryggis- eftirlitsins á samkomustöð- unt. A.m.k. hafði það sjáan- lega enga hugmynd um áðurlýst ástand „neyðarút- göngunnar" í Hafnarbíó. Þessi mál þarf að endur- skoða sem fyrst, svo að klaufaskapurinn hinn 13. nóv. endurtaki sig ekki. Það er forsjóninni aó þakka að þar fór ekki verr. Tvímælalaust þarf ábyrg- ari og strangari öryggis- vörslu, sem helst þyrfti aó vera í höndum einhvers sem kóminn er af tánings- árunum. Þann útgjaldalið mætti greiða með hærra miðaverði en við búum við eitthvað lægsta aðgöngu- miðaverð sem um getur á vesturlöndum — og þá hækkun mundu allir greiða möglunarlaust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.