Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1977 Ný pólsk grafík Steinn heitinn Steinarr sagði á sinum tima, að Rússar hefðu unnið það afrek, að gera friðinn að útflutningsvöru. Pólverjum hefur einum austantjaldsþjóða tekist að gera myndlist að út- flutningsvöru. Póiverjar hafa jafnan staðið framarlega í myndlist, og mætti því til sönnunar benda á fram- lag þeirra til evrópskrar listar á árunum milli heimsstyrjald- anna, en þá var stór hópur Pól- verja búsettur i París og átti mikinn þátt í þvi, sem Parísar- skólinn svokallaði afrekaði á þeim árum. Eftir heimsstyrj- öldina síðari voru þeir einnig athafnasamir í Parísarborg og eru raunar enn. Samt held ég, að það hafi verið heima fyrir, sem þeir unnu mest og best eftir seinni heimsstyrjöldina. Það var ekkert smáafrek að stunda myndlist, sem var ein- hvers virði, með rússneska stalínista yfir höfði sér. Öll þekkjum við þá sögu, og ekki skal hún rifjuð upp hér. Sú sýning, sem nú getur að líta á Kjarvalsstöðum, sannar það stórkostlega afrek, sem unpið hefur verið í myndlist i Póllandi á seinustu árum, og grafík stendur þar með svo miklum blóma, að ótrúlegt er. En það er fleira en grafík, sem Pólverjar eru frægir fyrir. Þeir hafa til dæmis skapað nýtísku- legastan vefnað i álfunni, og einnig stendur málverk þeirra Nlyndlist eftir VALTÝR PÉTURSSON væru þar á ferð í ríkara mæli? Væri ekki gerlegt að reka stað- inn með meiri krafti en hingað til hefur verið gert. Til að svo megi verða, verður þó að söðla heldur betur um. Þetta er mál, sem athuga verður sem fyrst, og vonandi verður rekstur þessa húss okkur öllum til ánægju og eflingar á komandi timum. Auðvitað á ég hér við, að það besta jafnt innlent sem erlent yrði sýnt. Þannig mundi húsið fyrst verða að lifandi menningarsetri, sem við gætum státað af engu minna en til að mynda af Þjóðleikhúsi og sym- fóníu. Það eru rúmlega 130 lista- verk eftir 34 listamenn á þess- ari pólsku sýningu. Þeir eru sannast að segja hver öðrum betri tæknilega og myndrænt séð. Þeir hafa að baki sér langa og merkilega hefð, sem var að nokkru endurlífguð, eftir að her Hitlers hafði verið rekin úr landi. Pólverjar hafa verið sér- lega iðnir við að krækja sér í verðlaun fyrir grafík á alþjóð- legum sýningum um heim all- an, og þegar þessi sýning er skoðuð, finnst manni það mjög eðlilegt. Alþjóðlegur grafíkbi- ennale hefur verið haldinn í borginni Kraká um árabil og hefur án nokkurs efa haft sin áhrif á þarlenda listamenn. Og ekki má svo fjalla um pólska list í fáum línum, að ekki verði nefnt, hve mjög pólsk plaköt (veggspjöld) hafa vakið aðdá- un um allar lendur. Enda fylgir og mjög fallegt veggspjald þess- ari sýningu. Það voru margir listamenn á þessari sýningu, sem vöktu áhuga minn, og nefni ég aðeins nokkur nöfn, sem mér fannst mikið um. Bielawski er ungur maður, sem á þarna stórbrotin verk. Chrostowska er með mjög sterk og einföld verk. Grabowski sýnir sériega yfir- vegaða og persónulega stílteg- und. Haska á þarna lifandi steinprent. Kalezynska sýnir tréristur, sérlega eftirtektar- verðar á áhrifamiklar. Kraupe- Swiderska er með dúkristur f litum, sem eru hárfin listaverk. Kunz er eins viðkvæmur í grafík sinni og Chopin í etud- um sínum. Lutomski notar sterka myndbyggingu á nútíma- 1 vísu. Malina á með bestu verk- um á þessari sýningu: Prófill með sígarettu, er verk, sem stendur sannarlega fyrir sinu. Paprocka gerir stórbrotnar dúkristur. Otreba á þarna gips- Marian Malina. Maria Wasowska. Jerzy Grabowski þrykk, sem sópar að. Pietsch gerir frábærar litætingar. Starczewski nær mjög góðum árangri með blönduðum tækni- brögðum. Szmatloch er mjög hefðbundinn í ætingum sínum og nær miklum árangri. Szysko er sérkennilegur og viðkvæmur i verkum sínum. Wasowska nær sérkennilegum áhrifum í lituðum dúkristum sínum. Þetta hefur orðið lengri upp- talning en ég ætlaðist' til í upp- hafi, en sannleikurinn er sá, að hér er svo margt að minnast á, að mér verður það á í messunni að verða langorðaði en venju- lega, og mundu þeir, sem sjá þessa sýningu, skilja hvers vegna. Það var gleðilegt að sjá, að mikið var selt á þessari sýn- ingu strax i upphafi, og er það gott að vita, að sumt af þessum ágætu verkum verða eftir í landinu. Það má fullyrða, að þeim krónum er ekki illa varið, sem goldnar verða fyrir þessi verk. Listráð og framkvæmdastjóri þess eiga miklar þakkir skilið fyrir að hafa fengið þessa sýn- ingu til landsins. Þá verður Pól- verjum ekki nógsamlega þakk- að fyrir þessa ágætu sendingu, og sannarlega var tími til kom- inn, að við hér á landi vissum, að meira væri flutt úr því iandi Póllandi en Prince Polo kex og Vodka. Það fylgir þessari sýn- ingu mjög vönduð sýningar- skrá, sem hefur að geyma góða grein um pólska grafík, og bendi ég á hana sem gott les- mál. Hafi allir þeir, er að þess- ari sýningu standa minar bestu þakkir fyrir mikinn listviðburð, sem seint mun úr minni líða. Valtýr Pétursson. framarlega. Eitt má fullyrða, en það er, að ekkert land aust- an tjalds stendur Póllandi jafn- fætis i myndlist, enda er pólsk list mikils metin, hvar sem menning hefur skapast í mynd- list um víða veröld. Sama verð- ur því miður ekki sagt um önn- ur austantjaldslönd. Sýning á Kjarvalsstöðum á nýrri pólskri grafík er meðal ágætustu sýninga, sem hingað hafa borist. Þar er á ferð stór hópur listamanna, sem ræður yfir ótrúlegri tækni og vinnur á mjög breiðum grundvelli. Stil- brögð eru af margvíslegu tagi og aðferðir ólíkar, en eiga það eitt sameiginlegt að vera fyrsta flokks. Þessi sýning er vissu- lega einn mesti reki, sem borið hefur hér á fjörur, og enn einu sinni sanna Kjarvalsstaðir til- verurétt sinn, en þessi sýning hefði verið óhugsandi, ef það umdeilda hús stæði ekki á Klambratúni. Sýningar sem þessi gefa tilefni til heilabrota um, hvort ekki sé tímabært að breyta nokkuð rekstri Kjarvals- staða. Væri ekkí mikill fengur að og menningarbætandi fyrir þjóðina, ef sýningar sem þessi Halina Chrostowska. Ryszard Otreba. Eðli manns og sam- félags Gréta Sigfúsdóttir: SÖL RlS 1 VESTRI. Skáldsaga. 216 bls. AB. Rvík, 1977. »List er ekkert annað en póli- tík,« segir ein söguhetjan í Sól rís í vestri. Vist er þessi nýjasta skáldsaga Grétu Sigfúsdóttur pólitisk — ekki i þá veru að þar sé rekinn áróður fyrir tiltekinni stefnu heldur i þeim skilningi að pólitíkin er þar áhrifaafl, bæði beint og óbeint. En Gréta er ekki svo glámskyggn að hún kenni samfélaginu um öll mein, sum eiga sér orsök í manninum sjálf- um, eðli hans og skaphöfn. Þetta er einstaklingsbundin íslands- saga síðustu áratugina: líf þjóðar- innar sýnt í hnotskurn með því að rekja æviþráð fáeinna einstakl- inga. Þar með sýnir Gréta okkur lagskiptinguna i þjóðfélaginu og þróunina frá frumstæðu bænda- og fiskimannaþjóðfélagi til sam- félagsins eins og það lítur út i Bðkmennllr eftir ERLEND JÓNSSON dag. Aðalsöguhetjan er kona sem ýmissa orsaka vegna verður sí- fellt þolandi, annarra gagn. Fædd er hún af snauðu foreldri, verður munaðarlaus á barnsaldri, kemst á unglingsaldri undir áhrifavald ungs manns og elur honum síðar barn þó ungi maðurinn vilji ekki einu sinni sýna sig með henni á almannafæri, hvað þá kvænast henni. Með striti og sjálfsafneitun — og raunar einnig hjálp annars manns sem leggur á hana ást sína þó hann fái haha aldrei endur- goldna — tekst henni að koma barninu til mennta. En að því búnu endurtekur sagan sig: menntamaðurinn ungi vill þá ekk- ert með móður sína hafa fremur en faðir hans áður, nema þá hirða af henni sparifé það sem hún aur- ar saman. Konan má þvi i ellinni horfa fram á dauðann jafn ein- mana og hún hafði forðum í æsku horft fram á lífsleiðina. Fína fólkið í sögunni hæfir líka hvert sínum tíma. í kringum fyrra striðið: kaupmannsfjöl- skylda úti á landi og ámóta familia i Reykjavík. Nú: vinstri sinnaðir lýðskrumarar sem ávinna sé bæði fé og frama með atkvæðum þeirra mörgu sem þeir látast starfa fyrir þó svo að áhugi þeirra beinist að því einu að skara eld að sinni köku. Sonurinn t.d. kýs fremur að halda kosninga- ræðu fyrir málstað gamla fólksins en að uppfylla síðustu ósk móður sinnar gamallar: vitja hennar á banabeði. Og fínu frúrnar efla ekki lengur hefðarstand Sitt inn- an eigin veggja heldur skunda þær út á vinnumarkaðinn — sem félagsráðgjafar eða viðlíka — og fara háðulegum orðum um karl- menn og þeirra brambolt. Yngsta kynslóðin veltist í eitur- lyfjum og brennivíni. En þegar það nægir ekki lengur til æsilegr- ar upplifunar kemur röðin að kynvillu og »hinu fullkomna morði«. Sem svo aftur kann að enda með »slysi« á flótta undan lögreglu. Ýmsir þekktir stóratburðir standa í bakgrunni þessarar sögu. fyrra stríðið, spænska veikin, seinni heimsstyrjiildin, afbrot og mannahvörf á seinni árum; að ógleymdum mörgum smáatriðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.