Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1977 17 Guðmundur H. Garðarsson. Svava Jakobsdóttir. Guðmundur H. Garðarsson: Páil Pétursson. Magnús Torfi Oiafsson. Jóhann Hafstein. Aukið frjálsræði i fjölmiðlastarfsemi — Einokun ríkisútvarps aflétt Einkaleyfi útvarps — tjáningarfrelsi ■ Guðmundur H. Garðarsson (S) hefur mælt fyrir frumvarpi sínu til breytinga á útvarpslögum. t frumvarpsgrein segir: „Heimilt er menntamálaráðherra að veita sveitárfélögum, menntastofnun- um og einstaklingum leyfi til út- varpsrekstrar“ með tilteknum skilyrðum sem nánar kveður á í greininni. GHG sagði i framsögu: „Tilgangur frumvarpsins er að tryggja að eitt af grundvallar- atriðum stjórnarskrárinnar, tján- ingarfrelsins, sé virt með þeim hætti, að mönnum sé veitt frelsi til að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri ’með þeirri fjölmiðlunartækni, sem fyrir hendi er.“ Þá taldi GHG óeðlilegt að binda þessa nýju þró- un og tækni hljóðvarps og sjón- varps við ríkiseinokun, sem stjórnað er af fáum útvöldum stjórnmála- og embættismönnum. Slíkt stríði gegn grundvallaratrið- um lýðræðislegrar stjórnskipunar og standist ekki við nútíma að- stæður. Tilkostnaður og tækni eru ekki lengur hindrun i framkvæmd þessara mála, sagði GHG. Þessi Nýir þingmenn sr. Þorleifur Kristmundsson hefur tekið sæti á Alþingi um stundarsakir i fjarveru Tómasar Árnasonar (F). Björn Jónsson, forseti ASl, hefur einnig tekið sæti á Alþingi í fjar- veru Gylfa Þ. Gíslasonar um sinn. háttur, sem hér er lagður til, við- gengst viðast meðal lýðfrjálsra þjóða. Vitnaði hann til ýmissa þjóðlanda, m.a. Bretlands, þar sem væri mikill fjöldi sjálfstæðra útvarps- og sjónvarpsstöðva, er næðu til ákveðinna svæða. Hann vitnaði og til Svíþjóðar þar sem mál þessi væru í endurskoðun og ljóst væri að Svíar væru þreyttir á að rikisfjölmiðlar sætu einir að þessu sviði tjáningarforms. Til- lögur um breytt fyrirkomulag væru þar nú í brennidepli. Nú væri m.a. rætt um 200 sjálfstæðar svæðisbundnar útvarpsstöðvar. Sænska rikisútvarpið mun að sjálfsögðu starfa áfram. Allar til- lögur sænsku stjórnarnefndarinn- ar hniga i átt til aukins frjálsræð- is í rekstri útvarpsfjölmiðla. GHG vitnaði og til sænska rithöfundar- ins Astrid Lindgren. GHG sagði ríkisútvarp og sjón- varp hafa gegnt hlutverki sinu af mikilli prýði og þar hafi margir góðir starfsmenn verið. Tímarnir séu einfaldlega breyttir. Fólk vilji meira frelsi á þessu sviði, á sama hátt og nú gildir um dagblaðaút- gáfu. Rikisútvarpið starfi áfram, þótt einokun þess verði aflétt. Þá gat GHG þess að sér hefði borizt áskorun ungs áhugafólks um frjálsan útvarpsrekstur, und- irrituð rúmlega 600 nöfnum fólk á aldrinum 17—20 ára, þar sem þingmenn eru hvattir til að sam- þykkja frumvarpið. Umræður — skiptarskoðanir Páll Pétursson (F) taldi litlar líkur á þvi að efni umrædds fjöl- miðils myndi skána við tilkomu smærri stöðva og dreifingu starfs- krafta. Aukið frelsi á þessu sviði myndi hins vegar greiða „pen- ingafurstum" leið til að koma vissum skoðunum á framfæri um- fram aðra. Svava J:kobsdóttir (Abl) sagði tvennt há auknu lýðræði við nú- verandi rekstrarform útvarpsins. Að stjórnmálaflokkarnir skipuðu útvarpsráð (þingkjörið). I annan stað æviráðning embættismanna þess. Svava sagðist andvíg frum- varpinu eins og það lægi fyrir. Hins vegar væru i því „nokkur jákvæð atriði“. Koma ætti á fót á vegum RtU sjálfstæðum útvarps- stöðvum í einstökum landshlut- um. Eðlilegt væri og að sveitar- félög fengju að reka útvarpsstöðv- ar. Magnús Torfi Olafsson (SVF) tók undir þann rökstuðning GHG að timabært væri að athuga hvort ekki væri rétt að hverfa frá einka- leyfi Rikisútvarps. Hins vegar þyrfti að athuga mun betur þær leiðir, sem frumvarpið varðaði. Kanna þyrfti, hvernig bezt yrði fyrir komið sjálfstæðum útvarps- stöðvum á landsbyggðinni, sem hefðu ákvörðunarrétt um dag- skrárgerð. Jóhann Hafstein (S) studdi frumvarp GHG. Hann taldi og að afnot stjórnmálamanna af ríkisút- varpi hefðu og gætu verið varhugaverð, ef óeðlilegum þrýst- ingi væri beitt. Svo hefði m.a. virzt á tímum vinstri stjórnarinn- ar síðari. E.t.v. væri rétt að fram færi hlutlaus könnun á þvi, hvort fyllsta jafnréttis væri gætt í þess- um efnum. 7 þingmenn Reykjaness: Landbrot vegna ágangs sjávar á Suðurnesjum Sjö þingmenn Reykjaneskjör- dæmis flytja svohljóðandi þingsályktunar- tillögu: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram úttekt á ágangi sjávar á land á Suðurnesjum: Vatnsleysu- strönd, Hvaleyri við Hvalfjörð, Álftanesi og Seltjarnarnesi og gera áætlun um varnarráðstafan- ir“. Geir Gunnarsson (Ábl) sagði i framsögu að veruleg spjöll hefðu orðið á þessum svæðum af ágangi sjávar. Sjórinn brýtur landið jafnt og þétt, sagði hann, og í aftakaveðrum veldur hafrótið stórtjóni. Einstök sveitarfélög ráði naumast við kostnað af gerð nauðsynlegra varnargarða. Að- eins lítilsháttar rikjsfjárveitingar hafi fengist i varnaraðgerðir. Nauðsynlegt sé að gera úttekt á þessu máli og gripa til nauðsyn- legra varnaraðgerða til að vernda landið sjálft, dýrmætt land við eða i byggð. Geir minnist á að á næsta ári yrði um 2000 milljónum króna varið til landgræðslu og ræktunar. Aðeins tæplega 2% af þeirri upphæð er ráðgert til sjó- varnargarða í þvi skyni að verja land gegn ágangi sjávar. Land- brot við Faxaflöa mun halda áfram, sagði þingmaðurinn, ef ekkert verður að gert. Mál er að framkvæma þá úttekt, sem hér er lögð til, til að geta mætt vandan- um á sem skjótvirkastan, hag- kvæmastan og árangursríkastan » máta! s<» - nmimiiiinoi Sigurlaug Bjarnadóttir: Tónmenntafræðsla í grunnskóla Sigurlaug Bjarnadóttir (S) mælti ný- lega fyrir tillögu til þingsályktun- ar um tón- menntafræðslu i grunnskóla, er hún flytur ásamt Friðjóni'Þórðarsyni (S), Tómasi Árnasyni (F), Sighvati Björgvinssyni (A), Jónasi Árna- syni (álbl) og Magnúsi Torfa Ölafssyni (SFV). Tillagan gengur út á skipulegan undirbúning tón- menntafræðslu í formi námskeiða eða farkennslu í þeim grunnskól- um landsins, þar sem engin slik fræðsla er nú veitt og verður ekki viðkomið með venjubundnum hætti. Áherzla verði lögð á að tengja starf tónmenntafræðslu i grunnskóhmr: Þá Wít * "fón- menntafræðsla felld sem valgrein inn í nám kennaraefna við Kenn- araháskóla til viðbótar náms- kjarna. Sigurlaug sagði ömurlegt ástand ríkja í þessum efnum inn- an grunnskólans í dag, sem eigi einkum rætur að rekja til kenn- araskorts í tónmennt. I 60 grunn- skólum af 225 er engin tón- menntafræðsla veitt og að aukí séu fjölmargir skólar, þar sem slik fræðsla sé ónóg, jafnvel af skornum skammti. Ekki sé nógu vel að málum staðið í Kennarahá- skólanum. Síðan gamla söngkenn- aradeild Kennaraskólans lagðist niður, hafi þessum málum hrakað stórlega. Sigurlaug færði ýmis rök fyrir nauðsyn úrbóta i þessum efnum, sem hér verða ekki rakin frekar. Helgi F. Seljan (Abl) tók undir rl dúðsW ó f Rðfa' f þ éísU'tn bTh ti ht.; ÞESSÁR ungu stúlkur, sem heima eiga í Arbæjarhverfi efndu til hlutaveltu að Hraunbæ 106 til ágóða fyrir sundlaugarsjóð Bjarkaráss, vinnu- og dagheimilis Styrktarfél. vangefinna. Telpurnar heita Anný Margrét Eirfksdóttir, Guðný Jóna Guðna- dóttir og Hrönn Hilmarsdóttir. Söfnuðu þær 7200 kr. til sjóðsins. ÞESSÁR telpur: Guðrún Bjarnadóttir, Hulda Árnórsdóttir, Erna Árnórsdóttir, Valgerður Ósk Auðunsdóttir, Auður Ósk Auðuns- dóttir, Hjördfs Áuðunsdóttir og Berglind Bjarnadóttir, efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfél. vangefinna. Söfnuðu þær 4500 krónum. ÞESSAR telpur sem heima eiga I Breiðholtshverfinu, efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfél. vangefinna og söfnuðu þær tæplega 2000 krónum. Telpurnar heita Árný Björk Björnsdóttir, Magna og Oddný Sveinsdætur. ÞESSAR vinkonur úr Fossvogshverfi hafa fært Sjálfsbjörgu, landssambandi fatlaðra, 3370 kr„ sem var ágóði af hlutaveltu sem þær héldu til ágóða fyrir sambandið. Telpurnar heita: Áuður og Björg Jakobfna Þráinsdætur, Sigrún Aradóttir og Ulla Kára- dóttir. ÞESSAR stúlkur. sem allar eiga heima við Áratún í Garðabæ, efndu til hlutaveltu (il ágóða fyrir Sjálfsbjörgu landssamband fatlaðra og söfnuðu þa*r 10.400 krónutn. Stúlkurnar heita Hrönn og Hildur Benediktsda'tur, Lfna Jónsdóttir, Arna Ingibjarnar- dóttir og Birgitta Hilmarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.