Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÖVEMBER 1977 Fínnskur dansflokkur á sviði Þjóðleikhússins Frá Styrkt- arfélagi vangefinna Áheit og gjafir til Styrktar- félags vangefinna og dagheimila þess mánuðina ágúst — október, 1977: Guðrún og Eyjólfur, Skóla- völlum 1, Selfossi kr. 40.000.-, Hólmfríóur J. Jóhannesd. Þórs- götu 8, 25.000.-, Erla og Helgi til minn. um Sigríði Sig. frá Vestm. 10.000.-, Kristján G. Þorvaldz og Guðlaug R. Skúladóttir 10.000.-, Margrét Guðjónsdóttir 5.000.-, G.E.S. 500.-, N.N. 5.000.-, Erla og Helgi til minningar um Sigríði Sig. frá Vestm. 1.500.-, R.E.S. 1.000.-, Lilja Pétursdóttir 1.000.-, S.Á.P. 1.000.-, P.Á. 1.000.-, V.P. 500.-, J.Þ.P. 500.-, Unnur Sigurðardóttir, W- Germany 100.000.-, Ónefndur 5.000.-, Halldóra Sigurgeirsdóttir 400.-, S.A.P. 500.-, P.A. 500. R.E.S. 500.-, Lilja Pétursdóttir 500.-, Þorgeir Jónsson 500. Lilja Pétursdóttir 1.000.-, S.Á.P. 1.000.-, R.E.S. 1.000.-, P.Á. 1.000.-, V.P. 1.000.-, J.Þ.P. 500.-, Bazar, sem 7'börn héldu f Hallgrímskirkju 43.300.-, Valdimar Guðlaugsson 15.000,- Erla og Helgi til minn. um Sigríði Sigurðard. Vestm. 1.500.-, Söfnun barna með hlutaveltum nam alls kr. 234.384.-. Stjórn Styrktarfélags vangefinna flytur gefendum beztu þakkir og metur mikils þann hlýhug, sem gjafirn- ar sýna. Minningar- sjóður Kvenfélags- ins Hildar KVENFÉLAGIÐ Hildur í Bárðar- dal stofnaði fyrir nokkrum árum sjóð, sem ber heitið Minningar- sjóður Kvenfélagsins Hildar. Þá var verið að safna fé til þess að gefa Lundarbrekkukirkju skírnarfont. Margir brugðust vel við og ýmist gáfu sjóðnum minn- ingargjafir um Iátna ástvini eða hétu á sjóðinn og virtist kirkjan verða vel við áheitum. Um leið og kvenfélagið Hildur þakkar öllum þeim mörgu sem á undanförnum árum, hafa lagt sitt af mörkum til þess að efla þennan sjóð, vill það benda á, að nú er 100 ára afmæli kirkjunnar framundan, nánar til- tekið í desember 1981. Þá er ætl- unin að gera ýmsar lagfæringar innan veggja í kirkjunni og mun fé úr sjóðnum lagt til þess svo langt sem það nær. Kvenfélagið Hildur vill þvf minna safnaðar- fólk núverandi og burtflutt á þennan sjóð, svo og alla aðra vel- unnara Lundarbrekkukirkju. Það þurfa ekki að vera stórar upphæð- ir, en með sameiginlegu átaki er hægt að koma miklu til leiðar. Gjaldkeri kvenfélagsins, Ingi- leif Ölafsdóttir, Bólstað, hefur umsjón með sjóðnum og mun veita gjöfum viðtöku. Hjördfs Kristjánsdóttir. — Stöðvum Framhald af bls. 1 ur, ef þeir snerta hár á höfði Shcharanskys,“ og átti hann þar við kornsölu Bandaríkj- anna til Rússlands, en talið er að Sovétstjórnin muni reyna að auka kornkaup sín á næsta ári, vegna lélegrar uppskeru í ár. Javits sagði, að Bandaríkja- forseti yrði að taka ákvörðun um að bannað yrði að selja Sovétríkjunum korn, en hann sagðist ekki vilja spá um hver viðbrögð forsetans yrðu. Auk þingmannanna sat Golda Meir fyrrum forsætisráðherra Isra- els fundinn. — Fyrsti Framhald af bls. 1 kveðjur. Tugir egypzkra blaða- manna og erlendir fréttaritarar i Kaíró fara með sérstakri flugvél til Jerúsalem. Egypzka stjórnin sendi í gær- kvöldi frá sér yfirlýsingu, þar sem Arabaleiðtogar voru hvattir til að sameinast um réttlátan freið í Miðausturlöndum, að berjast fyrir frelsi landsvæða þeirra, sem Israelar tóku í sex daga stríðinu 1967 og að tryggja lögmæt rétt- indi Palestínumanna. Segja stjórnmálafréttaritarar að yfirlýs- ingin hafi átt að róa aðra Araba- leiðtoga og sannfæra þá um að Sadat myndi ekki hvika frá sam- eiginlegri afstöðu í deilunni við ísrael. Fréttamenn í Israel segja að viðbrögð ísraela hafi yfirleitt ver- ið á þá leið, að þeir hafi ekki trúað því að Sadat væri raunverulega á leið til Israels. Hins vegar ríki nú gífurleg eftirvænting og spenna i landinu. Bandariska stjórnin er sögð hafa nokkrar áhyggjur af ferð- inni, þrátt fyrir að Carter forseti hafi lýst henni sem mjög jákvæðu skrefi. Hafa ráðamenn í Washing- ton áhyggjur af hvað muni gerast er ferðin verður árangurslaus. Óttast þeir að Sadat muni biða svo alvarlegan álitshnekki, að hann verði að segja af sér. Dobrynin, sendiherra Sovétríkjanna í Washington, gekk á fund Carters forseta i dag og afhenti honum bréf frá Brezhnev forseta Sovét- ríkjanna. Ekki hefur verið skýrt frá efni þess, en sendiherrann sagði við fréttamenn, að bréfið væri gott. Fregnir frá Moskvu herma að Sovétstjórn leggi alla áherzlu á það við skjólstæðinga sína í Arabaríkjunum, að ekkert megi gerast, sem varpað geti skugga á ferð Sadats meðan hann er i Jerúsalem og munu ráða- menn í Kreml svo og ráðamenn i Washington áhyggjufullir út af hugsanlegum aðgerðum öfga- manna úr hópi Palestínuaraba. Gífurlegar öryggisráðstafanir verða gerðar í Israel meðan á heimsókninni stendur og segja sumir fréttamenn að við liggi að hernaðarástand ríki. Sadat kemur til Jerúsalem í kvöld og ekur þá beint til Hótels Daviðs konungs, þar sem hann dvelur meðan á heimsókninni stendur, en gert er ráð fyrir að hann snúi heim á mánudagskvöld. Hápunktur ferðarinnar verður á sunnudagseftirmiðdag, er Sadat ávarpar Knesset, þing Israela, á arabísku og Begin forsætisráð- herra svarar á hebrezku. Leið- togarnir munu annars nota allar stundir til að ræða deiluatriðin í kvöldverði á sunnudagskvöld og fundi I þinghúsinu á mánudag. Búizt er við að leiðtogarnir haldi sameiginlega blaðamannafund áður en Sadat heldur heimleiðis. — Algert Framhald af bls. 1 arabískra píslarvotta. Yasser Ara- fat, leiðtogi PLO, sagði á mót- mælafundi: „Mér er tregt tungu að hræra vegna þess að Sadat hefur ákveðið að taka í hönd hinna sviksamlegu zíonistaóvina. Eg vara ykkur við að verið er að undirbúa ný fjöldamorð á palest- inskum byltingarmönnum og þjóðernissinnum í Libanon." I öðrum löndum heims voru við- brögðin einnig mjög mismunandi, en margir leiðtogar á Vesturlönd- um og dagblöð þar töldu að ferðin myndi hafa úrslitaáhrif á friðar- umleitanir. Brezka blaðið Daily Telegraph sagði I dag að augljóst væri að Sadat gerði sér grein fyrir áhætt- unni samfara ferðinni, er litið væri á hve snöggt hann keyrði málið í gegn. Sagði Telagraph í leiðara: „Spurningin er aðeins hvort Begin forsætisráðherra verði maður til að leggja sitt af mörkunum eða hvort Sadat legg- ur allt í sölurnar og ef hann kem- ur heim með báðar hendur fullar mun hann í sögunni verða leiðtogi Arabaríkjanna, en ef hann kemur tómhentur verður hann að láta af forystu sinni í friðarumleitunum Araba.“ Adam Malik, fyrrum utanríkis- ráðherra Indónesíu, sagði að ferð- in sýndi jákvætt vióhorf Sadats og ef viðbrögð ísraela yrðu já- kvæð gæti það orðið til að tryggja frið I 100 ár. Talsmaður v-þýzku stjórnarinnar sagði að stjórnin liti mjög jákvætt á ferðina sem skref i friðarátt. t desemberbyrjun er væntanleg- ur hingað finnskur dansflokkur, á vegum Þjóðleikhússins. Þetta er Raatikko-flokkurinn, sem svo heitir, en flokkur þessi þykir bera með sér alveg nýtt yfirbragð, þó að bæði sé byggt á klassískri hefð og nútimaþjálfun hins Framhald af bls. 1 sætum á þingi Portúgals og hann hefur neitað ,að mynda stjórn með kommúnistum eða flokkunum til hægri við jafnaðarmann. Hann sagði á þingi í gær að menn skyldu hafa það hugfast, að það hefði verið hann, sem tryggði er- lend lán til að halda efnahags- kerfi landsins gangandi og að ef hann yrði felldur með vantrausti myndi Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn ekki vera til viðræðu um rek- ari Ián fyrr en ný stjórn hefði verið mynduð og þaó gæti tekió allt að 6 mánuðum. — Bændafundir Framhald af bls. 2 þess að stemma stigu við aukinni mjólkurframleiðslu og reyndar til þess að minnka hana. Við leggjum meðal annars fram hugmynd um gjald á innflutt kjarnfóður, sem mögulega leið til þess að minnka mjólkurframleiðsluna, þvi þá yrðu bændur að gefa minna af þvi. Einnig er rætt um mismun- andi útborgunarverð til bænda þar sem verð yrði lækkað ef þeir auka framleiðsluna. Hins vegar er útilokað að koma þessu við varð- andi kjötframleiðsluna vegna fastrar tölu í ásetningi. Þetta er auðveldara í mjólkurframleiðsl- unni.“ Um ástæðuna fyrir þessum samdrætti svaraði Gunnar: „lík- lega eru tvær ástæður sem skipta mestu máli í þessu sambandi, í fyrsta lagi hátt verðlag, sérlega á smjöri þegar borið er saman við verð á smjörlíki og í öðru lagi er það áróðurinn sem hefur verið rekinn að undanförnu gegn neyzlu dýrafitu. Sá áróður hefur haft mikil áhrif á þessu ári og má t.d. nefna að framleiðsla undan- rennu hefur aukizt um 130% á fyrstu 9 mánuðum ársins." „Bændur taka þessum hug- myndum mjög illa,“ sagði Gunnar þegar Mbl. spurði hann um þá hlið málsins, „þetta þýðir eins og ég sagði áðan tekjuskerðingu hjá þeim og þeir segja að ríkið eigi að leysa þeirra vanda eins og frysti- húsanna tii dæmis. Það væri að sjálfsögðu auðvelt að minnka frjálsa dans. En flokkurinn var alveg óþekktur fyrir 2—3 árum. Raatikko-flokkurinn kemur og sýnir á stóra sviðinu i Þjóðleik- húsinu 6.—7. desember n.k. Verk- in sem sýnd verða, eru Fólk án valds, eftir Marjo Kuuselg, sem mjólkurframleiðsluna með þvi að minnka þann 36 þús. kúa stofn sem er í landinu, en okkar hug- myndir beinast fremur að þeim möguleika að minnka nyt hverrar kýr.“ — Landsfundur Alþýðu- bandalagsins Framhald af bls. 3. vanda og taldi jafnvel að hún gæti komið málunum I baklás. Þá tók Svava Jakobsdóttir til máls og sagði að sér fyndíst tillagan bera þv! vitni, að lýðræði væri einhver einfaldur hlutur og að það hefði komizt á i einni svipan. Hún kvað einmitt sósialista eiga að vita að slik hefði ekki orðið raunin á. Forsendan fyrir lýðræðislegum ákvörðunum kvað hún vera viðræðurog skoðana- skipti, þar sem menn hlýddu af sanngirni á málflutning andstæð- inga sinna. Þessi tillaga gerði ekki ráð fyrir sliku — allt aðrar reglur giltu um hana og t.d. forvalið i Reykjaneskjördæmi, þar sem um- ræða hefur farið fram i félögunum. Hún kvað tillöguna hafa það eitt i för með sér að draga félagana i dilka og stimpla þá lýðræðislega eða ólýð- ræðislega Hún spurði jafnframt, hvort fulltrúar hefðu umboð til þess að taka þátt i slikri tilnefningu sem tillagan gerði ráð fyrir og kvaðst efast um það Er Svava hafði lokið máli sinu tók til máls Hlöðver Sigurðsson. sem kvaðst lita svo á, að tillagan hefðí verið borin fram i góðri meiningu og sem betur fer væri Alþýðubandalag- ið liklegast eini stjórnmálaflokkurinn á Islandi, þar sem menn sæktust ekki eftir formennsku og að komast i ábyrgðarstöður. Öfgar á hinn bóg- inn væru þó heldur ekki góðar. Hann kvaðst hafa heyrt að þrir menn kæmu til greina. allt góðir menn, en hann kvaðst ekki tilbúinn til að taka þátt í slikri skoðanakönnun. Kjartan Ólafsson sagði að það skipti miklu máli, hvernig tillagan yrði afgreidd. Hann kvað mikinn mun á því. hvort fara ætti þessa leið eða t.d. þá, sem Reyknesingarnir hefðu valið. Kjartan sagðist heizt hafa kosið að tillagan yrði dregin til baka og kvaðst ætla að jákvæð af- staða til tillögunnar yki vandann Þá tók til máls Jón Hannesson, sem kvaðst ekki hafa reiknað með þvi að þessi tillaga yrði aðalmál landsfundarins Hér hefði öll forysta flokksins staðið upp og mælt gegn byggt er á frægu skáldverki Vániö Linna og fjallar um þjóð- frelsisbaráttu Finna — og Salka Valka, leikdans byggður á sögu Halldórs Laxness. Ballett þessi var nýlega frumsýndur í Helsinki og fékk þar ágæta dóma: Þennan dans samdi Marjo Kuusela einnig. tillögunni. talað um skripaleik, gervilýðræði og sitthvað fleira án þess að láta svo litið að skilgreina, hvað væri lýðræði. Hann kvað það fyrir neðan virðingu þessara manna að bera flytjendur tillögunnar slíkum ásökunum, en að lokum spurði Jón: Hvers konar flokkur er það, sem reiknar með þvi, að fólk taki ekki að sér þær kvaðir, sem félagsaðild fylg- ir? Sigurður Tómasson tók i sama streng og Jón Hannesson Hann kvaðst vilja spyrja Svövu Jakobs- dóttur, hvort kjörnefnd miðstjórnar hefði meira vald en hver og einn fulltrúi. Öll forystan kæmi upp i ræðustól og mælti gegn tillögunni, en segði ekki neitt um hinn raun- verulega vanda Þvi væri engin leið önnur fyrir „hinn litla, umboðs- lausa" fulltrúa en að samþykkja til löguna. Að lokum tók fyrri flutningsmað tillögunnar til máls, Erlingur Si urðsson Hann kvaðst lengi hara beðið eftir linunni frá Flokksforyst- unni um hvern skyldi kjósa til for- ystu — gallinn væri bara sá að linan hefði ekki komið og þvi hefði hann i fyrrakvöld fengið þessa hugljómun, sem birtist i tillögunni Hann kvaðst ekki vera neinn mafiuforingi, eins og hann hefði frétt utan af sér að menn hefðu verið að tala um H : nn kvaðst ekki geta orðið við þeim tilmælum að draga tillöguna til baka, en lýsti vonbrigðum með málflutning Svövu Jakobsdóttur. Mælendaskrá hafði verið lokað áður en þrir siðustu ræðumenn tóku til máls Er umræðunni um tillöguna var lokið var tekið til við dagskráratr- iði, sem raunar átti að taka til við þegar i fundarbyrjun klukkan 10 i gærmorgun Var þá Adda Bára Sig- fúsdóttir fengin tíl þess að flytja skýrslu um lifeyrismál. en að henni lokinni var gengið til atkvæða um tillöguna um skoðanakönnunina. Var hún samþykkt með 70 atkvæð- um gegn 62 eins og áður er skýrt frá. Um leið og Ijóst var að tillagan hefði hlotið samþykki kvaddi sér hljóðs Úlfar Þormóðsson, starfsmað- ur Þjóðviljans, og bar fram þá tillögu að nú yrði fundi lokað og formaður flokksins gæfi skýrslu um tilraunir flokksforystunnar til þess að velja sér eftirmann Var lokunartillaga Úlf- ars samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. nema tveimur, sem voru á móti. Var þá klukkan orðin 1 2 20 Fundur var siðan lokaður i rúmlega hálfa klukkustund, en á meðan var gerð þessi skoðanakönnun, þ.e að hver fulltrúi skrifaði nöfn þriggja manna á bréfmiða, nöfn þeirra, sem hann vildi að skipuðu forystu flokks- ins — Stjórn Soaresar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.