Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1977 15 Haraldur Blöndal, Menn njóti þess, sem vel er gert Þingmenn Reykjavíkur hafa ætíð haft sérstöðu á Alþingi. Þeir hafa minna verið bundnir við kjördæmarig, og viðhorf þeirra hafa meira mótast af landssjónarmiðum en annarra þingmanna. Þingmenn Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavik hafa gætt hagsmuna kjósenda sinna með því að berjast fyrir sjálfstæði sveitarfélaganna og þar með rétti Reykvíkinga til þess að ráða málum sinum sjálf- ir. Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík hafa verið stuðningsmenn þess, að at- kvæðaréttur væri sem jafnast- ur, þannig að búseta mismun- aði ekki mönnum við kjörborð- ið. Um þess helgi fer fram próf- kjör í Reykjavík. Menn hafa vitanlega misjafnar skoðanir á þvi, hverjir eiga að skipa efstu sæti framboðslistans í Reykja- vik. Eru þar menn metnir eftir skoðunum sinum oggjörðum. ... Þá sleppi ég honum Undanfarna daga hefur þess orðið vart, að menn vilji „sleppa“ frambjóðendum, sem þeir raunve'rulega styðja, til þess að tryggja kjör einhvers eins. Þetta er mjög hættulegur leikur og getur haft alvarlegar afleiðingar. Það er undirstaða prófkjörs, að kjósendur fari eftir san-nfær- ingu sinni við val listans. Menn verða að kjósa þá, sem þeir treysta bezt til þess að vera í framboði fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, — bezt til þess að vinna stefnumálum flokks- ins fylgi, — bezt til þess að fylgja stefnunni fram á Al- þingi. Menn geta ekki sagt viðsjálfa sig: „Raunverulega styð ég A, en vegna þess að hann getur fellt B, þá sleppi ég honum.“ Kjósandi, sem þannig vinnur, getur í fyrsta lagi staðið frammi fyrir því, að þessi „ótti “ hafi reynzt árangurslaus, og eina afleiðingin verði sú að A falli fyrir þriðja manni. En jafnvel þótt grunnurinn væri réttur, þá verða menn að taka þvi. Það er tilgangur prófkjörsins að sjá fylgi frambjóðenda. Ef menn kjósa ekki þá, sem þeir fylgja, hvaða mark er þá tak- andi á prófkjöri! — Rétt að láta hann hvíla sig Menn heyra þvi oft fleygt, að þessi eða hinn sé búinn að vera nógu lengi á þingi, — að það sé kominn tími fyrir hann að hvíla sig. Þessi kenning ein út af fyrir sig er röng. Menn hafa aðeins einn mælikvarða á það, hvort þingmaður eigi að njóta áfram trausts, — það hvort hann sé traustsins verður. Ég fæ ekki séð, að íslendingum hafi verið skaði af því, að Pétur Ottesen sat á þingi fyrir flokk- inn óslitið frá 1916 til 1959, lengur en nokkur annar. Ég fæ ekki séð, að Alþingi hafi sett niður vegna þess að Jóhann Hafstein hefur verið alþingis- maður Reykvikinga síðan 1946, og þannig má lengi telja. En ég veit líka dæmi af þing- mönnum, þar sem hver þing- dagur hefur verið of langur tími. Einnig valdir varamenn Nú um helgina geta sjálf- stæðismenn kosið átta til tólf frambjóðendur. Ástæðan fyrir þvi, að fjölgað er frá árinu 1971 þegar aðeins mátti kjósa sjö eða þingmannatölu flokksins þá, er vitanlega sú, að eðlilegt er að menn geti valið allan framboðs- listann í aðalsætin tólf, ef menn vilja. Þannig velja kjósendur ekki aðeins efstu menn listans og væntanlega alþingismenn flokksins, heldur einnig vara- menn flokksins. Þetta er mjög mikilvægt atr- iði. Nú eru uppi raddir um að breyta kosningareglum þannig að menn velji sjálfir af fram- boðslistum eða ráði meiru en nú. Þá skiptir allur listinn máli. Eins getur verið að reglum um uppbótarsæti verði breytt, þá skiptir listinn lika máli. Þess vegna er nauðsynlegt að menn kjósi fulla tölu, — menn eiga aldrei að sleppa tækifæri til þess að hafa góð áhrif. Basar Kven- félags Hall- grímskirkju Arlegur basar Kvenfélagsins verður haldinn 1 safnaðarheimili kirkjunnar 1 dag, laugardaginn 19. nóv„ og hefst kl. 2. IVÍargt góðra muna verður þarna á boð- stólunum, og vænti ég þess að fólk fjölmenni, því að hægt er 1 senn að gera góð kaup og styrkja gott málefni. Eins og allir vita er verið að byggja Hallgrímskirkju og miðar þvf verki nokkuð áfram, en betur má ef duga skal. Kvenfélag kirkj- unnar hefir jafnan verið I farar- broddi í þvl af afla fjár til kirkju- byggingarinnar, og er svo enn. Margir vinir Hallgrímskirkju gefa og góðar gjafir. Nýlega var minnst 303. ártíðar Hallgrims Pét- urssonar, og er ártíðardagurinn einskonar kirkjudagur safnaðar- ins. Við guðsþjónustu þann dag er tekið á móti samskotum =og: gjöf- um. Bárust að þessu sinni margar góðar gjafir, sem þegar hefir ver- ið gerð grein fyrir. Vil ég nota þetta tækifæri til þess að þakka þær og allar gjafir, sem kirkjunni hafa borist fyrr og síðar. Hjálpumst að því að byggja Hallgrímskirkju. Ragnar Fjalar Lárusson. Gísla Sigurbjörnssyni forstjóra var nýlega sæmdur Stór- þjónustukrossi hinnar þýzku þjónustuorðu. Þýzki sendi- herrann Karlheinz Krug afhenti heiðursmerkið og var þessi mynd tekin við það tækifæri, en orðuna fékk Gísli fyrir sérstök þjónustustörf í þágu Þýzkalands. Iðnaðarbanka- útibú á Selfossi FÖSTUDAGINN 4. nóvember s.l. opnaði Iðnaðarbanki tslands h.f. útibú á Selfossi. Útibúið er til húsa að Austurvegi 38 en þar hef- ur bankinn keypt fyrstu hæð nýrrar skrifstofubyggingar. Hús- ið teiknaði Sigurður Jakobsson tæknifræðingur en innréttingar útibúsins teiknaði Pétur B. Lúthersson húsgagnaarkitekt. Útibússtjóri Iðnaðarbankans á Selfossi er Jakob J. Havsteen lög- fræðingur, en starfsmenn verða alls 5 talsins. Það mun verða veitt öll almenn bankaþjónusta, og verður opið alla virka daga frá kl. 9.30 til kl. 15.30. Auk þess verður síðdegisafgreiðsla opin á föstu- dögum frá kl. 7.00 til 18.30. I tilefni af opnun útibúsins á Selfossi samþykkti bankaráð Iðnaðarbankans að færa Iðn- skólanum á Selfossi að gjöf kvik- myndasýningarvél til notkunar við kennslu. Lystræning- inn á ferðinni UT ER komið 7. hefti af Lystræn- ingjanum í Þorlákshöfn. í ritinu eru m.a. ljóð eftir ýmis ljóðskáld, saga eftir Ölaf Hauk Símonarson, einþáttungur eftir Þorstein Mar- elsson, blýahtsteikningar eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur og fleira. Bazar Kven- félags Karla- kórs Reykja- víkur í dag í dag heldur Kvenfélag Karlakórs Reykjavíkur hinn árlega basar sinn aó Hallveigarstöðum við Tún- götu. Er þar margt góðra muna á boðstólum, svo sem fatnaður, jólavörur alls konar, kökur og margt fleira. Kvenfélagið hefur um árabil verið kórnum stoð og stytta, hafa konurnar m.a. lagt fram drjúgan fjárhagslegan skerf til tónlistar- starfa kórsins. Um 40 konur eru í félaginu og er formaður þess Jensína Jóbannsdóttir. Gisting í Reykjavík -sérstakt vetrarverð Hótel Loftleiðir býður sérstakt verð á gistingu að vetri til, tveggja manna her- bergi á 4.100.- kr. og eins manns á 2.800.-. Þar gefast fleiri kostir á að njóta hvíldar og hressingar en annars staðar: allar veitingar, hægt að snæða í veitinga- sal eða veitingabúð - fara i sauna bað og sund. Og innan veggja hótelsins er verslun, snyrti-, rakara- og hárgreiðslustofa. Strætisvagnaferðir að Lækjartorgi. Njótið þægilegrar dvalar og hagkvæmra kjara. m HOTEL LOFTLEIÐIR Sími 22322

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.