Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1977 13 Gréta Sigfúsdóttir. sem einkenndu lifsstilinn á þeim mismunandi tímaskeiðum sem sagan nær yfir. Þó þetta sé býsna yfirgripsmikil saga eru það fyrst og fremst meinsemdirnar í samfé- laginu sem Gréta gerir uppskurð á. Olukka aðalsöguhetjunnar frá | fyrstu tíð til hinstu stundar á ræt- ur í súrum og söltum jarðvegi þess mannlifs sem hún er sprottin úr. Sem barn fær hún enga eða ranga fræðslu um lifið sem bíður hennar. Þegar t.d. forvitnin rekur hana til að spyrja um æxlun og kynlif er þess konar opinská hnýsni lamin niður i eitt skipti fyrir öll með því fororði að allar hugrenningar í þá áttina séu^ syndsamlegar. Þetta veldur henni' ‘ heilabrotum og geðflækjum og af- skræmir það lítilfjörlega ástarlíf sem hún fær notið um ævina. Þegar hún svo, gömul orðin, horf- ir til baka, yfir samasem ólifað líf, lítur hún svo á að »í stað þess að velja sér maka við sitt hæfi hafði hún kastað sér fyrir fætur manns sem stóð henni langtum ofar i þjóðfélagsstiganum.«Eigi að síður hefur hún eytt öllu sinu lifi i að sakna þessa manns. Svo mjög hef- ur hún hengt sig i minninguna um hann að hún átti enga bliðu aflögu handa hinum manninum sem þó fórnaði sér fyrir hana. Harðast þykir henni þó að son- urinn skuli afrækja hana og skammast sín fyrir hana aldraða eftir allt sem hún hefur fyrir hann gert. Að lokum hlýtur hún samt að játa að hún eigi sjálf nokkra sök á því. Hún hafði ekki feðrað hann rétt, meira að segja haldið leyndu fyrir honum sínu rétta faðerni þegar hann vildi sjálfur komast að hinu sanna og þar með alið hann upp í skugga yfirhylmingar. Var það einvörð- ungu til að hlífa mannorði hins rétta föður? Nei, það stafaði einn- ig af hinu að hún vildi eiga hann ein. Sjálf var hún ekki — i alls- leysi sínu — laus við draug eigin- girninnar. Þannig geta mein- semdir nútimans rakist til eldri tíðar enda þótt lifið í gamla daga bæri yfir sér saklausari yfirsvip. Saga þessi er sérstæð að því léyti að hún er sögð ýmist í fyrstu eða þriðju persónu, ýmist »ég« eða »hún«. Þetta verk er afrakst- ur lífsreynslu og íhugunar, verk þroskaðs höfundar sem er búinn að sjá fyrir sér nógu mörg dæmi lífsins til að vega það og meta hleypidómalaust. Þeim, sem ámælir samtiðinni, hættir stund- um við að gylla fortíðina, bæði viljandi og óviljandi, telja mest- allt heimsins böl nýtilkomið, sakna fornra dygða. Gréta skoðar þetta allt i samhengi, nútíma og liðinn tíma, orsök og afleiðing. Þó hún velji til þessarar frásögu nokkuð öfgakennd dæmi úr lifinu er saga hennar — yfir heildina lítið — öfgalaus. Allt, sem segir frá í þessari sögu, hefur gerst ótal sinnum þó það hafi ekki komið fyrir hvern mann. Og allt hefur það markað svipmót þjóðlífsins á undanförnum áratugum. Þarna blasir t.d. við hinn þrúgandi heimilisagi fyrri tíðar en hins vegar upplausn heimilisins á okk- ar tíð. Þegar óhöpp hafa hent er gjarnan spurt um aðdragandann. Hvað hefur farið úrskeiðis? Sól rís í vestri er ein samfelld skýrsla um þá atburðarás. Með þvi að lesa söguna alla og staldra síðan við niðurstöður hennar getur maður sagt sem svo: þannig hlaut að fara. Arfurinn sem gamla konan lætur eftir sig er að ýmsu leyti táknrænn og þá ekki síður hvern- ig erfingjarnir spila úr honum: Hún lætur Biblíuna sina ganga til sonarsonar síns i þeim vændum að guðsorðið verði honum leiðar- ljós á hálli lífsbraut. En gamla konan hafði líka geymt peninga milli blaða í bókinni. Þá finnur ungi maðurinn og kaupir fyrir þá — brennivin! Af Biblíulestri hans fara hins vegar færri sögur. Þessi saga er skrifuð af lipurð og þrótti, en fyrst og fremst af einurð og heiðarleika. Erlendur Jónsson. Fyrirlestur um Pompidou- safnið í Franska bókasafninu PHILIPPE Bidaine frá Frakk- landi heldur fyrirlestur um Beu- bourg listamióstöðina (Pompidou-safnið) í París á mánudag 21. nóvember kl. 20.30. Fyrirlesturinn verður haldinn í Franska bókasafninu, Laufásvegi 12 á vegum Alliance Francaise á lslandi. Fyrirlesarinn Philippe Bidanine, er fæddur 1942 í Laval og hefur starfað sem blaðamaður, ritstjóri og rithöfundur. Frá árinu 1972 hefur hann gegnt starfi upplýsinga- og fræðslufull- trúa við Beaubourg- listamiðstöðina í Paris. (Centre National d’Art et de Culture Georges Pompidou.) Beaubourg- safnið er stærsta listamiðstöð, sem reist hefur verið hin síðari ár og án efa ein sú umdeildasta. Við opnun safnsins 1977 var 4 íslenzk- um listamönnum, þeim Hreini Friðfinnssyni, Kristjáni Guðmundssyni og Sigurði Guðmundssyni, sem starfa í Amsterdam, ásamt Þórði Ben Sveinssyni, sem starfar í Þýzka- landi, boðið að sýna verk sín þar. Fyrirlesturinn á mánudags- kvöld verður á frönsku og er öllum heimill aðgangur. Jóhann Hjálmarsson: Frelsi orðsins og mikilvægi skáldskap- ar í tækniþ jóðf élagi Ein eftirsóttustu bókmennta- verðlaun Vestur-Þýskalands eru kennd við leikritaskáldið Georg Búchner sem fæddist I Darmstadt 1813. Það er þýska akademían sem veitir þessi verðlaun, en hún var stofnuð 1950. Verðlaunin eru veitt i heimaborg Búchners á haustin og meðal þeirra sem hafa notið þeirra eru höfundar á borð við Gottfried Benn, Erich Kástner, Max Frisch, Ingeborg Bach- mann, Helmut Heissenbúttel, Peter Handke, Paul Celan, Heinrich Böll, Gúnter Grass og Hans Magnus Enzensberger. Að þessu sinni fékk austur- þýska Ijóðskáldið Reirier Kunze verðlaunin. Reynt hefur verið að segja frá Reiner Kunze í Morgunblað- inu og birta sýnishorn ljóða hans, en eins og kunnugt er var hann rekinn úr austur-þýsku rithöfundasamtökunum í fyrra vegna bókar sinnar Die Wunderbaren Jahre (Árin un- aðslegu). Bókin var gefin út í Frankfurt af S. Fischer Verlag og hefur verið þýdd á mörg mál. Eftir að Wolf Biermann var synjað um að snúa aftur til Austur-Þýskalands hefur Kunze ekki verið vært þar. Hann ákvað þvi að setjast að i Vestur-Þýskalandi og býr nú i Obernzell, Erlau. Bókin Árin unaðslegu er einhver harðasta gagnrýni á ómennsk stjórnvöld sem fram hefur komið. Kunze lýsir því einkum hvernig misk- unnarlausar kröfur kerfisins i Austur-Þýskalandi bitna á börnum og unglingum, þess er gætt líkt og í þriðja ríkinu forð- um eð engar óhreinar hugsanir fái að búa um sig í viðkvæmum brjóstum. Meðal fjölmargra dæma um þetta úr Árunum un- aðslegu er Skólafélagar: ,,Henni þótti að fjöldinn, vin- ir hennar, yrðu að sjá póstkort- ið litríka sem hún fékk frá Jap- an: verslunargata í Tókió um kvöld. Hún fór með kortið i skólann og fjöldinn lét smá tyggjóblöðrur springa á vörun- um við þessa framandi sýn. í frímínútum var hún aðvör- uð af umsjónarkennaranum. Einn skólafélagi hennar hafði skýrt honum frá að hún ræki auðvaldsáróður í skólanum.“ í Darmstadt þótti mörgum það viðeigandi að Heinrich Böll hélt ræðu til heiðurs Kunze. Böll sem orðið hefur fyrir of- sóknum í Vestur-Þýskalandi vegna samúðar sinnar með upp- reisnarhópum lagði út af frels- isskerðingu bæði í Vestur- og Heinrich Böli Kunze og Böll i Darm- stadt Reiner Kunze Austur-Þýskalandi. Kunze var ekki hávær að vanda. Inntak ræðu hans var mikilvægi skáld- skapar i tæknivæddu þjóðfélagi þar sem efnishyggja ræður ríkj- um. í Böll og Kunze sáu menn fulltrúa húmanisma sem nauð- synlegt er að standa vörð um, ekki síst þegar öfgar á báða bóga, vinstri og hægri, virðast sameinast um að kæfa raddir gagnrýni og manneskjulegra viðhorfa. Á það verður ekki of oft minnt að rithöfundurinn er ekki málpípa stjórnmálasam- taka sem hafa lausnir allra vandamála á takteinum, heldur hlýtur hann að snúast til varnar fyrir þá sem hætta er á að verði undir. Ég þekki ekkert skáld sem hefur verið trúara slíkri hugsjón en einmitt Reiner Kunze. Og ekki skal gleyma þætti Heinrichs Bölls sem hef- ur fengið menn til að hugsa ráð sitt þegar gamlar erfðir þýskrar valdbeitingar hafa sagt til sin. Böll hefur með skrifum sínum sannað mikilvægi orðsins í heimi þar sem fólk, einkum ráðamenn, stefna að þvi að gera orðið marklaust. Skáld eins og Reiner Kunze hafa aftur á móti með lágværu tali sínu kennt mörgum að orð hafa merkingu og í riki þar sem þegnarnir eru aðeins númer verður orð skáldsins verðmæt- ast, jafnvel fögnuður skóla- stúlku sem hefur fengið fallegt póstkort frá .útlöndum er var- hugaverður. En hættulegastur er boðskapur skáldsins sem yrkir líkt og Kunze um hinn eilífa harmleik, sem fer fram í þjóðfélagi þar sem leiðsögnin ræður ferð, einhverjir aðrir vita alltaf betur en þegnarnir: Hve mörjí tré verða felld, hve mörgum rótum bylt innra með okkur (Úr Ijóðinu (Iljúpur jarðvegur) En eins og Böll hefur bent á berist þetta ekki eingöngu i rikjum Austur-Evrópu. I Vest- ur-Þýskalandi verða þeir æ fjöl- mennari sem heimta aðgerðir gegn frjálsu orði, rithöfundur- inn á að samsinna skoðunum sem hafna breytingum. En slikt er varla i anda Georgs Búchners sem á sinum tíma stofnaði félag til að berjast fyr- ir mannréttindum. Ekki er heldur liklegt að Heinrich Böll muni láta að stjórn eftir alla þá tortryggni sent beinst hefur gegn honum að undanförnu og meðal annars kornið fram í þvi að virða einkalíf hans einskis. Fyrir þár sem fara fram á meira en bara lit á skjáinn aBMBmwir TILBOÐ : 100.000 út og rest 6 m. NORDMENDE og BANG & OLUFSEN 40% allra sjónvarpa i landinu. TILBOÐ: 25—30.000, staðgr. Sjónvarp til ísl. Transistora. Línu myndskerminn. System Kal 2 Varanleg litgæði 26 ár í fararbroddi ORYGGI YÐAR! VIÐBJÓÐUM 3ja ára ábyrgð á myndlampa og ár á öllu hinu 7 daga skilafrest ef tækið uppfyllir ekki kröfur yðar. Þér standið með pálmann í höndunum. BYLTING! Varanteg tilgæði tryggja að litgæðin haldanst meðan tækið endist. Aðeins i Bang & Olufsen og Nordmende! VARANLEG LITAGÆÐI PANTIÐ STRAX í DAG! ÞJONUSTA Verzlun og verkstæði vort er það fullkomnasta sem þekkist norðan Alpafjalla Yðar og okkar hagur Skipholti 19 R. BÚÐIN S 29800 (5 línur)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.