Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÖVEMBER 1977 21 ivegursta kona heims er sænsk, Mary Katrfn Stavins, og sést hún hér fyrir miðju ásamt þeim, sem komu næstar. T.v. fyrir aftan er ungfrú Bandarfkin, sem varð nr. 5, en t.h. ungfrú Brazilfa nr. 4. T.v. við Katrfnu er ungfrú V-Þýzkaland nr. 3 og t.h. ungfrú Holland nr. 2. Sænsk stúlka varð ungfrú Alheimur London, 17. nóvember, Reuter. UNGFRtl Svfþjóð, hin tvftuga og ljóshærða Mary Stamins, var f dag krýnd Ungfrú Alheimur 1977 af Cindy Breakspeare frá Jamaika sem hlaut titilinn 1976. Kjökraði sænska stúlkan af gleði og sagðist ekki getað trúað út- nefningunni. Að venju stóð nokkur styr um keppnina, sérstaklega var mót- mælt þátttöku Suður-Afríku í henni og einnig haft við orð að litarháttur mismunaði keppend- um þegar dómarar bæru saman bækur sinar. Við krýningarathöfnina í Royal Albert Hall í London tróðu 30 námsmenn upp, veifuðu áletruð- um spjöldum og hrópuðu ýmis vígorð, flest á þá leið að kvenfólk væri ekki kyntákn sem nota ætti í annarlegum tilgangi. Nokkrir mótmælenda sprengdu ólyktar- sprengjur en voru fjarlægðir áður en til teljandi óláta kom. Söngvarinn Andy Williams skemmti sér vel á krýningar- athöfninni, en hann skemmti gestum með söng á milli þess að stúlkurnar 63 voru kynntar. Sagði hann það hafa góð áhrif á sig að vera innan um svo margar fagrar stúlkur og laumaði kossi á nokkr- ar þeirra þegar færi gafst. í öðru og þriðja sæti urðu Ineke Berends frá Hollandi og Dagmar Winkler frá Vestur-Þýzkalandi. Aðrar úrslitastúlkur voru frá Brazilíu, Bretlandi, Bandaríkjun- um og Astralíu. Fleiri Gyðingum leyft að yfirgefa Sovétrikin Genf 18. nóv. AP EITT þúsund Gyðingum var heimilað að fara frá Sovétrfkjun- um til Vfnar fyrri hluta þessa mánaðar samkvæmt upplýsingum talsmanns alþjóðlegrar nefndar, er fjallar um fólksflutninga i Evrópu. Tala þessi bætist við tölu þeirra 13.254 útflytjenda, sem komu til Vinar frá Sovétrfkjunum á tíma- bilinu frá janúar til október, samanborið við 10.914, sem fluttu á sama tfmabili sl. ár. í hópnum voru 6,388 sem héldu beint til tsraels, en afgangurinn, 6.866, fór aðallega til Bandarikj- anna. I skýrslu frá fertugasta og fyrsta fundi nefndarinnar kemur fram, að enn fremur sé áætlað að 21.000 öðrum verði hjálpað af nefndinni til að flytja frá Sovét- ríkjunum árið 1978. Stærsti hóp- urinn sem greitt verður fyrir. samkvæmt áætluninni, er þó í Indókina, en 22.000 flóttamenn munu fara þaðan næsta ár. Áður en fundi nefndarinnar lauk á fimmtudagskvöld, hvatti sendimaður Bandaríkjanna, Jam- es L. Carlin, til að fleiri þjóðir „opnuðu dyr sínar“ fyrir flótta- mönnum frá Indókína, einkum „bátafólkinu". „Astandið í málum flóttamanna hefur óvíða verið hörmulegra og meira aðkallandi," sagði sendimaðurinn. Sudur-Kórea: Innflutningsbanni aflétt Seoul, 18. nóvember. Reuter. VERZLUNAR- og iðnaða- ráðuneyti Suður-Kóreu af- létti í dag innflutnings- banni og höftum á ýmsum nauðsynjavörum. Er þetta neyðarráðstöfun til að fá í landið ýmsar vörur sem þar skortir. Ráðuneytið tilkynnti að fyrri takmarkanir hefðu náð til 60 vörutegunda, þ.á m. brotajárns, kemískra efna, prentvéla, bílvéla og túrbína til orkufram- leiðslu. Kvótatakmörkun- um var aflétt á 13 vöruteg- undum til viðbótar, svo sem sykurreyr, sýrópi, kindakjöti og kakói. Ráðuneytið tilkynnti að þessar neyðarráðstafanir þýddu 100 milljón dollara aukningu á innflutningi landsmanna sem ráðgert er að nemi um 11 milljörðum dollara í ár. Reiknað er Bankaræningi iðraðist Montreal, 18. nóv. Reuter. OÞEKKTUR bankaræningi i Montreal í Kanada hefur fengið bæði lögreglumönnum og starfs- mönnum Hins konunglega kana- díska banka ærið umhugsunar- efni, því að hann hefur skilað aftur 115 þús. dollurum, sem hann sagðist hafa stolið. öryggisverðir bankans fundu peningana í skáp á strætisvagna- miðstöð skömmu eftir að hringt var í bankann og skýrt frá hvar peningarnir væru niður komnir. 1 símanum baðst ræninginn fyrir- gefningar og sagðist sjá eftir að stela peningunum. Hefur þessi yfirbót ræningjans valdið lögreglu og bankamönnum miklum áhyggjum þar sem hann sagði ekki frá því hvenær hann stal peningunum eða á hvern hátt hann komst yfir þá. Eru lögreglu- menn og starfsmenn bankans því önnum kafnir við að fara yfir skýrslur um rán, falsanir og fjár- drætti til að reyna að komast að þvi hver á peningana. með að útflutningur lands- ins nemi um 10,5 milljörð- um dollara í ár. Gjaldeyrisvarasjóður Suður-Kóreu nam 4255 milljónum dollara í lok október en um síðustu ára- mót nam sjóðurinn 2960 milljónum dollara. Aukinn innflutningur mun halda þessari aukningu í skefjum og minnka verðbólguþrýst- ing, að sögn ráðuneytisins. Soares endurnýj- ar vináttusamning við Spánverja Madrid, 18. nóv. AP. VON ER á forsætisráðherra Portúgals, sósfalistanum Mario Soarez til Madridar á mánudag. Kemur Soarez þangað í þriggja Jardskjálfti í Belgrad Belgrad 18. nóv. AP. MEÐALSTERKUR jarð- skjálfti mældist í Belgrad kl. 6,28 að íslenzkum tima í morg- un, en upptök hans voru um hundrað kilómetra suðaustur af Belgrad samkvæmt upplýs- ingum vísindamanna á jarð- skjálftarannsóknastöðinni i Sofia. Þetta var haft eftir júgó- slavnesku fréttastofunni Tanjug. Jarðskjálftinn, sem átti upp- tök sin miðja vegu milli borg- anna Velingrad og Jakoruda, skráðist 5 stig á Mercallimæii, en ekki fylgir fréttinni að slys hafi orðið. Mælirinn tekur mið af mældum styrkleika á til- teknum stað í stigum frá 1 til 12. daga opinbera heimsókn, m.a. til að endurnýja vináttu- og sam- vinnusamning fberisku þjóðanna beggja. Samningur þessi mun leysa af hólmi hinn svokallaða „íberiu- samning“, er gerður var 1939 og undirritaður af Franco og þáver- andi forsætisráðherra Portúgals, Antonio Oliveira Salazar. Féll hann úr gildi eftir uppreisn hers- ins, er kollvarpaði stjórn Salazars i april 1974. Samskiptum landanna hrakaði mjög eftir liflát fimm Spánverja i september 1975, er sakaðir voru um pólitísk hryðjuverk. Tengsl nágrannalandanna tveggja styrktust þó á nýjan leik er Franco hershöfðingi féll frá tveimur mánuðum siðar og Juan Carlos konungur hófst til valda. ERLENT Grunaðir Baader-Meinhofmenn: Fjórir gefa hungur- verkfaU upp á bátiirn Hamborg 18. nóv. Reuter. FJÓRIR menn sem grunaðir eru um aðild að Baader- Meinhof hryðju- verkasamtökunum og hafð- ir eru í varðhaldi í Ham- borg, hafa bundið enda á tveggja daga hungurverk- fall sitt. Var hugmyndin með verkfallinu að knýja yfirvöld til að láta átta öfgamenn lausa að því er haft var eftir talsmanni þýzka dómsmálaráðu- neytisins i dag. Alls eru níu manns, er grunaðir eru um að vera í hópi hryðjuverka- manna undir lás og slá í Hamborg. Embættismenn í Stutt- gart sögðu einn fanganna, ungfrú Becker, sitja enn við sama keip í hungur- verkfallinu. Ungfrú Becker er ein þeirra 11 er ræningjar Schleyers kröfðust að látn- ir væru lausir í síðasta mánuði. Ungfrúin var færð aftur til Stammheim- fangelsisins í Stuttgart í gær eftir að hafa verið í umsjá lækna á sjúkrahúsi. Mynd þessi var tekin á þriðjudag er til ryskinga kommilli lögreglu og mótmælenda f Parfs. Unga stúlkan var I hópi þeirra sem mótmæltu framsali Vestur-Þjóðverjans Klaus Croissant, lögfræðings hrvðju- verkamannsins Andreas Baaders. Hafði mótmælafundur og ganga vegna Croissant verið bönnuð af yfirvöldum. AP-mvnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.