Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NOVEMBER 1977 23 PROFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA I REYKJAVIK 19.. 20. OG 21. NOVEMBER: Tilgangur prófkjörsins er að auka áhrif kj ósenda — og því er mikilvægt að þátttakan verði almenn í DAG hefst prófkjör um skipan fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins i Reykja- vík við alþingiskosningarnar, sem fram eiga að fara næsta sumar. Hér er um að ræða mjög umfangsmikla kosningu og verður kosið á sjö stöðum víðs vegar um borgina. Allir sjálfstæðismenn, flokksbundnir og óflokksbundnir, hafa rétt til að kjósa i prófkjörinu. Þetta er í annað sinn, sem Sjálfstæðisflokkurinn efnir til prófkjörs vegna vals frambjóð- enda á lista flokksins við alþingiskosn- ingar i Reykjavík. Fyrra prófkjörið fór fram i september 1970 vegna þingkosn- inganna 1971 en-árið 1974 reyndist ekki unnt að efna til prófkjörs, þar sem þingkosningar bar mjög brátt að vegna þinrofs. Morgunblaðið hefur átt samtal við Björgvin Sigurðsson hrl., formann yfirkjörstjórnar prófkjörsins, og Vil- hjálm Þ. Vilhjálmsson, framkvæmda- stjóra Fulltriiaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík, í tilefni prófkjörsins, sem hefst í dag, þar sem þeir svara nokkrum spurningum um prófkjörið og framkvæmd þess. — Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var fyrst spurður um tilgang prófkjörsins. „Tilgangurinn er að gefa bæði flokksbundnum og óflokksbundnum sjálfstæðismönnum tækifæri til þess hafa áhrif á val frambjóðenda flokks- ins við næstu kosningar og þar með að velja þingmenn hans í Reykjavík fyrir næsta kjörtímabil. Ég tel að hér sé um að ræða lýðræðislegustu aðferð sem þekkist enda hefur reynslan sýnt að stuðningsmenn flokksins, jafnt flokks- bundnir sem óflokksbundnir, hafa kunnað að meta þá forystu, sem flokkurinn hefur haft í að velja fram- bjóðendur bæði til þings og borgar- stjórnar með opnu prófkjöri“. REYNSLAN AF FYRRI PRÓFKJÖRUM GÓÐ — Mbl. spurði þvi næst Björgvin Sigurðsson að því hvort reynslan af fyrri prófkjörum flokksins vegna þings- og borgarstjórnarkosninga hefði veriðgóð. „Ég tel tvímælalaust, að fyrri próf- kjör hafi sýnt að þetta sé rétt leið til þess að ná til borgarbúa til þess að gefa þeim kost að velja þá einstaklinga ú framboðslistann, sem þeir treysta bezt til þess að fara með umboð þeirra á Alþingi. Þvi er rétt að efna til próf- kjörs á nýjan leik. En því aðeins nær prófkjörið tilætluðum árangri að þátt- takan í því verði sem almennust og sem flestir stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins taki þátt í því. Ég vil nota tækifærið og hvetja til almennrar þátt- töku í prófkjörinu enda á með því að fást sterkasti og bezti framboðslistinn, sem valinn er af fólkinu sjálfu. Er sérstök ástæða til að ítreka að í próf- kjörinu geta bæði flokksbundnir og óflokksbundnir stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins greitt atkvæði". barAtta er EKKI ÓEÐLILEG — Nú hefur komið fram nokkur gagnrýni á prófkjör Vilhjálmur og tal- að hefur verið um að mikil og oft á tíðum óvægin barátta eigi sér stað milli frambjöðenda? „Það er alls ekki óeðlilegt þótt frarn- bjóðendur óski eftir stuðningi og kynni framboð sitt m.a. með þvi að gefa út pésa til kynningar á sjálfum sér og viðhorfum sinum til þjóðmálanna og efni til funda. Yfirkjörstjórn hefur ekki séð ástæðu til þess að setja ákveðnar reglur um það hvað mönnum sé heimilt og ekki heimilt í þessum efnum heldur treyst á það, að meðal frambjóðenda ríkti skilningur á því að drengilegum aðferðum yrði beitt. Kosningabarátta einstakra frambjóð- enda er algerlega á þeirra ábyrgð og yfirkjörstjórn óviðkomandi. Það er á valdi frambjóðendanna sjálfra á hvern hátt og í hve ríkum mæli þeir kynna sig og skoðanir sínar“. — Ýmsir virðast óttast að prófkjörs- baráttan kunni að leiða til óeiningar innan flokksins. Hver er þín skoðun á þvi Björgvin? „Það er rétt að vart hefur orðið ótta við að kosningabarátta einstakra fram- bjóðenda i prófkjörinu muni valda ein- hvers konar klofningi I liði stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins. Reynsla fyrri prófkjöra hefur sýnt að sá ótti er ástæðulaus þegar drengilega er barizt og er ég sannfærður um að svo mun einnig verðá að þessu sinni. Hins vegar er það ekki óeðlilegt að í jafnstórum flokki og Sjálfstæðisflokknum riki skoðanamunur um það hverjir skuli verða i framboði fyrir flokkinn og eðli- legt er að slíkt sé útkljáð fyrir opnum tjöldum". HVERNIG A AÐ KJÓSA? — Hvernig á að haga kosningunni Vilhjálmur ? „Reglur um framkvæmd kosningar- innar eru mjög svipaðar þeim er giltu við síðasta prófkjör við borgarstjórnar- helzt að sitji á Alþingi. Það er vissulega undir fólkinu sjálfu komið hvernig til tekst hverju sinni og að sjálfsögðu er mikilvægt að kjósendur í prófkjörinu merki þannig við frambjóðendur á kjörseðlinum, að þeir séu i raun að kjósa endanlegan framboðslista, lista sem bæði er í senn sigurstranglegastur og til þess fallinn að túlka sjónarmið hinnar breiðu fylkingar sjálfstæðis- KOSIÐ A SJÖ STÖÐUM — Því næst voru þeir Björgvin og Vilhjálmur beðnir að veita ýrnsar upp- lýsingar um framkvæmd prófkjörsins sem geta orðið þeim að gagni, sem hyggjast taka þátt í prófkjörinu. „Prófkjörið fer fram laugardaginn 19. nóvember, sunnudaginn 20. nóvem- ber og mánudaginn 21. nóvember. Kos- ið verður á sjö stöðum í borginni á laugardaginn og sunnudaginn og hefur henni verið skipt i kjörhverfi, sem nán- ar segir frá í þessum blaðaauka. í dag og á morgun verða kjörstaðir opnir frá klukkan 14 til 19 en á mánudaginn verður kjörstaður í Valhöll, Háaleitis- braut 1, opinn frá kl. 15.30 til 20.30 en aðrir kjörstaðir-verða ekki opnir þann dag. Við prófkjörið vinnur 81 kjör- stjórnarmaður og auk þess vinna 50 aðstoðarmenn við prófkjörið, þannig að hér er um að ræða mjög umfangsmikla kosningu. Prófkjörinu stjórnar yfir- kjörstjórn, sem stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna hefur skipað en hverfiskjörstjórnir verða yfir hverjum kjörstað. Formaður yfirkjörstjórnar er Björgvin Sigurðsson hrl. og aðrir í yfir- Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson (t.v.), framkvæmdastjóri Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík og Björgvin Sigurðsson hrl„ formaður yfirkjörstjórnar prófkjörsins. kosningaynar 1974. Kosningin fer þannig fram, að merkja skal með krossi fyrir framan nöfn minnst 8 frambjóð- enda og mest 12. Sérstök athygli skal vakin á þessu, því seðillinn telst ógild- ur ef ekki er farið eftir þessum regl- . um". — En tryggja prófkosningarnar nægilega breidd eða fjölbreýtni við skipan framboðslistans? „Prófkjörið er fyrst og fremst hugsað til þess að gefa öllu stuðningsfólki Sjálfstæðisflokksins tækifæri til þess að velja þá einstaklinga, sent þeir kjósa Ljósm. HAX. kjörstjórn eru Ingibjörg Rafnar lög- fræðingur, Jón G. Zoega hdl., Gunnar Helgason forstöðumaður og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson framkvæmdastjóri“. ATKVÆÐISRÉTTUR „Atkvæðisrétt í prófkjörinu hafa all- ir stuðningsmenn D-listans i alþingis- kosningunum, sem náð hafa 20 ára aldri. 25. júni 1978 og lögheimili eiga í Reykjavik, einnig meðlimir sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík, sem ná 18 ára aldri 25. júní 1978 eða fyrr og lög- heimili eiga í Reykjavík." BINDANDI URSLIT „Til þess að úrslitin geti orðið bind- andi fyrir kjörnefnd, þarf fjöldi þeirra. sem þátt tekur í prófkjörinu að vera !ó af kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins við siðustu alþingiskosningar eða minnst 8007. Auk þess þurfa einstakir fram- bjóðendur að hljóta minnst 50% greiddra atkvæða til þess að kosning þeirra verði bindandi". TALNING OG BIRTING ÚRSLITA „Talning atkvæða hefst strax að loknum kjörfundi á mánudagskvöld og rnunu 130 manns starfa við talninguna, sem fer fram i Valhöll við Háaleitis- braut. Munu úrslit væntanlega liggja fyrir á þriðjudagsmorgun. Ef þátttaka i prófkjörinu nemur !4 eða meira af kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins við al- þingiskosningarnar 1974 er yfirkjör- stjórn skylt að birta opinberlega upp- lýsingar um úrslit í prófkjörinu að þvi er tekur til 12 efstu sætanna. Hefur yfirkjörstjórnin þegar ákveðið að birta aðeins upplýsingar um atkvæðafjölda þeirra 12 einstaklinga, sem efstir verða i prófkjörinu". SKOÐANAKÖNNUN „Sú nýbreytni er nú tekin upp að samtimis prófkjörinu gefst þátttakend- um í því kostur á að taka afstöðu til firnnt eftirtalinna málefna: 1. Eruð þér hlynntur því að rekstur útvarps verði gefinn frjáls? 2. Teljið þér að lækka beri kosningaaldur i alþingis- og sveitarstjórnarkosningum í 18 ár? 3. Eruð þér hlynntur því, að varnarliðið taki þátt í kostnaði vegna þjóðvega- gerðar hérlendis? 4. Eruð þér hlynntur því, að leyfð verði bruggun og sala áfengs öls á Islandi? 5. Eruð þér hlynntur þvi, að aðsetur ráðuneytanna verði i gamla miðbænum svonefnda? Niðurstaða skoðanakönnunarinnar verður ekki birt um leið og úrslit próf- kjörsins heldur nokkru síðai '. UPPLYSINGAR „Á meðan kosning stendur yfir verður starfrækt sérstök upplýsinga- miðstöð í Valhöll. Þangað geta kjós- endur snúið sér og fengið allar þær upplýsingar unt framkvæmd prófkjörs- ins sem þeir óska eftir. Sinii upplýs- ingamiðstöðvarinnar verður 82900." RAÐLEGGING TIL KJÓSENDA „Að Iokum viljum við ráðleggja kjósendum að klippa út sýnishorn af kjörseðli og merkja hann eins og kjós- andi hyggst greiða atkvæði. Siðan er bezt að kjósandinn hafi úrklippuna með á kjörstað og krossi á hinn raun- verulega atkvæðaseðil samkvæmt úr- klippunni. Með þvi er stuðlað að greið- ari kosningu. Þá viljum vió sérstaklega hvetja fólk til þess að kjósa strax á laugardag eða sunnudag til þess að forðast þrengsli á kjörstað í Valhöll á mánudaginn, siðasta prófkjörsdaginn". Rœtt við Björgvin Sigurðsson formann gfirkjörstjórnar og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, framkvœmdastjóra Fulltrúaráðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.