Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1977
36
Kristófer Pétursson
gullsmiður—Minning
Þann 6. ágúst s.l. hittust á heim-
il okkar hjónanna börn, afkom-
endur, venslafólk og vinir Kristó-
fers Péturssonar gullsmiðs og
konu hans Emilíu sálugu Helga-
dóttur en þann dag átti minn kæri
tengdafaðir níræðisafmæli. Dag-
urinn var bjartur og fagur, lang-
þráður heyþurrkur var kominn
eftir mikla vætutíð. Afmælisbarn-
ið, öldungurinn níræði, var sem
endranær kátur og glaður, ræddi
um smíðar og löngu liðna daga og
menn sem voru uppi á hans æsku-
árum. Minnið var svo trútt að þar
skeikaði engu í frásögn. Vissulega
hafði hann oft á þeim rúmum
þrjátíu árum sem við dvöldum í
nábýli norðan heiðar og mönnum
sem hann hafði kynnst, bæði þeg-
ar hann var afgreiðslumaður við
verslunina á Borðeyri og síðar
sem smiður, því margir leituðu til
hans af þeim ástæðum allt frá því
að hann var ungur maður heima á
Stóru-Borg. Stundum gætti í frá-
sögninni glettni með smáathuga-
semdum um menn og málefni en
þó þannig að engan gat það sakað.
Smiðshæfileikarnir voru honum í
ríkum mæli meðfæddir, enda fór
það svo að þrátt fyrir sveitabú-
skap I 28 ár, mátti segja að hann
hefði smfðaáhöldin jafnan I ann-
arri hendinni og við hin erfiðustu
skilyrði smíðaði hann fallega og
vandaða gripi sem margir vildu
eiga. Enn minnist ég þess þegar
við systkinin fórum norður til
Hvammstanga árið 1932 I heim-
sókn til móðursystur okkar Guð-
rúnar að maður hennar, Stefán
Eggertsson, vildi endilega fara
með okkur austur að Litlu-Borg
svo að við gætum séð fallega smíð-
isgripi hjá Kristófer.
Kristófer Pétursson var fæddur
að Stóru-Borg I Víðidal árið 1887,
þann 6. ágúst. Foreldrar hans
voru þau hjónin Elísabet Guð-
mundsdóttir Vigfússonar prests á
Melstað í Miðfirði og konu hans,
Guðrúnar Finnbogadóttir, og Pét-
ur Kristófersson Finnbogasonar
bónda á Stóra-Fjalli og konu hans
Helgu Pétursdóttur Ottesen
sýslumanns frá Svignaskarði.
Kristófer Pétursson andaðist
hinn 9. nóvember s.l. og varð
þeirrar náðar aðnjótandi að þurfa
ekki að liggja rúmfastur eða þjást
eins og margra verður hlutskipti.
Við hjónin heimsóttum hann síð-
asta daginn sem hann lifði og datt
mér að minnsta kosti ekki í hug
að svo væri lífsþráður hans upp-
brunninn sem raun varð á. Nokk-
ur siðustu árin hafði hann dvalið
á Elliheimili Akraness, þar sem
hann undi hag sínum vel.
Þau hjónin Emilia Helgadóttir
hjúkrunarkona frá Litla-Ösi í
Miðfirði og Kristófer Pétursson
gullsm. hófu búskap á jörðinni
Litlu-Borg í Viðidal árið 1918. Þar
bjuggu þau til ársins 1946 en
hættu þau þá búskap og fluttu
suður í Borgarfjörð að Kúludalsá
þar sem elsta dóttir þeirra Mar-
grét Aðalheiður réð húsum ásamt
undirrituðum. Hafi einhver kvíði
verið i mér út af þessari breyt-
ingu var hann ástæðulaus. Þessir
elskulegu tengdaforeldrar mínir
ásamt börnum þeirra reyndust
mér frá fyrsta degi sannir vinir
sem mátu hag míns heimilis i öllu
jafnt sinum eigin.
Emiliu tengdamóður minnar
naut ekki lengi við eftir að þau
fluttu suður. Hún andaðist á
Sjúkrahúsi Akraness þann 26.
febrúar 1954 eftir þunga legu.
Með henni missti konan mín þá
aðstoð sem ekki varð bætt og
börnin okkar þrjú sem þá voru
fædd og komin nokkuð á legg,
ástríka ömmu sem leiddi þau og
leiðbeindi, gekk með þeim um
Krlstján Guðbjartsson:
Breytta stefnu
í banka- og
skattamálum
Draga þarf úr útgáfu ríkis-
skuldabréfa. Með útgáfu þeirra
hefur rikið raunverulega verið
að draga sparifé frá bönkunum
og til sín. Þannig hefur ráðstöf-
unarfé það, sem bankarnir
höfðu til frjálsra útlána verið
að minnka af þessum völdum.
Þetta hefur svo leitt til hærri
og hærri vaxta og meira kapp-
hlaups um það litla fjármagn,
sem bankarnir hafa til al-
mennra útlána. Þannig hafa
ríkisskuldabréfin raunverulega
leitt til aukinnar verðbólgu.
Það verður líka að teljast
óeðlilegt að vera með marga
ríkisbanka, sem eru að keppa
um sama markaðinn, en skyn-
samlegra væri að rikið samein-
aði sína banka og hætti þar með
innbyrðiskapphlaupi, en reyndi
frekar að sýna sparnað með
sameiningu og innri hagræð-
ingu. Þá verður að telja vald
Seðlabankans óeðlilegt, þær
hömlur, sem hann leggur á
frjálsa bankastarfsemi er nán-
ast eins og nokkurs konar fjár-
nám.
Eins er sú spenna sem Seðla-
bankinn heldur þjóðinni i með
stöðugum vaxtabreytingum, al-
veg óviðunandi, menn geta ekki
selt vörur með greiðsluskilmál-
um til lengri tíma en þriggja
mánaða, vegna ótta um vaxta-
breytingu og taps af þeim sök-
um. Með þessu er verðbólgan
alltaf að aukast, dansinn að
verða hraðari og hraðari, uns
allt fjármálakerfi þjóðarinnar
hrynur.
Það þarf að færa vald Seðla-
bankans til ríkisstjórnar og al-
Kristján Guðbjartsson
innheimtustjóri.
þingis, og grípa til raunhæfra
aðgerða, sem eru eins og áður
sagði fólgnar í því að draga úr
útgáfu ríkisskuldabréfa, stór-
felldum samdrætti í ríkisbú-
skapnum. Ríkisvaldið verður að
ganga á undan með niðurskurð
framkvæmda. Utflutnings-
uppbætur á landbúnaðarvörur
verða að minnka. Umsvif ríkis-
ins sjálfs er megin ástæða verð-
bólgunnar og hárra vaxta. Af-
nema verður vörugjald samfara
réttri gengisskráningu, en þá
myndi gengisbreytingn ekki
leiða til verðhækkana. Afnema
þarf verðjöfnunargjald og sölu-
skatt af rafmagni, afnema þarf
söluskatt af sem flestri inn-
lendri framleiðslu og þjónustu,
með þeim hætti yrði dregið
verulega úr skattheimtu og
hægt mjög á verðbólgunni.
— Minning
Ingibjörg
Framhald af bls. 39
svo: Hann var fremur stór vexti,
herðabreiður, fríður sýnum og
fyrirmannlegur á velli; greindur
maður og hógvær í framkomu og
hafði skemmtilega kimnigáfu.
Vísur eru til um hann, sem benda
á dugnað hans i sjósókninni og
formannshæfileikum. Ingibjörg
átti þessa skemmtilegu kimnigáfu
eftir föður sinn. í Gerðum fædd-
ist Jóhönnu og Bjarna sitt fyrsta
barn; en vorið 1893 fluttu þau að
Vatnsnesi við Keflavík. Þar eru
svo fjögur börn þeirra fædd, og
þar bjuggu þau svo alla tið sínum
myndabúskap. — Þau voru falleg
í sumarsól, litlu býlin á Suður-
nesjum, þar sem þau stóðu við vel
hirta matjurtagarðana — Bjarni
aflaði oft'vel, og voru þá allir á
heimilinu kallaðir til vinnu, jafnt
ungir sem eldri.
Systkini Ingibjargar eru: 1)
Guðrún Maria, fædd 28. febrúar
1892, gift Sigurði Bjarnasyni
verkstjóra í Keflavík. Börn þeirra
eru: Þórdís, Jóhann og Kristinn.
2) Una Ágústa, fædd 18. ágúst
1893, giftist Valdimar Sigurðssyni
skósmíðameistara. Börn þeirra
eru: Bjarni, Jóhann, Erla og Est-
er. 3) Jónas, fæddur 5. október
1894, í mörg ár fiskimatsmaður i
Vestmannaeyjum, kvæntist Ragn-
heiði Þorvaldsdóttur. Dóttir
þeirra er Jóhanna. 4) Ingibjörg.
5) Yngstur systkinanna er Krist-
inn Ottó, fæddur 23. nóvember
1901, kvæntur Helgu Hallsdóttur.
Börn þeirra eru: Nína Björg og
Jóhanna Berta.
Ég, sem þetta færi i letur, minn-
ist fyrst Ingibjargar, þegar ég var
smáangi, er hinn kunni skipstjóri,
Geir Sigurðsson (sem bjó í næsta
husi) spurði mig: „Hvaðan koma
þessar gullfallegu stúlkur?" Og
ég svaraði: „Gangandi frá Kefla-
vík.“ Það voru systurnar, Ágústa
og Ingibjörg. Þá var enginn vegur
um Suðurnes og lítið þar um
hesta og því oft farið gangandi, og
tók ferðin 12 klukkutíma. En þá
var Faxaflóabáturinn S/S Ingólf-
ur, sem aðallega var í ferðum til
Borgarness, og ég held hálfs-
mánaðarlega til Keflavíkur. Á
yngri árum Ingibjargar eftir að
hún fór að vera í Reykjavik, bjó
hún lengst af hjá móður minni og
tókst innileg vinátta með þeim,
sem entist alla tið, meðan báðar
lifðu.
Árið 1919 starfaði Ingibjörg í
Hljóðfæraverslun Reykjavíkur
hjá hinni kunnu athafnasömu
kaupkonu, frú Thoru Friðriks-
son; fór mjög vel á með þeim, og
hvatti frú Thora Ingibjörgu til að
leita sér menntunar og frama í
Kaupmannahöfn til að „notfæra
sér sinar góðu gáfur og hæfi-
leika," eins og hún orðaði það.
Varð svo af því að Ingibjörg sigldi
til Kaupmannahafnar og dvaldist
þar við nám og störf.
Tvær dömur búa i Hafnarfirði,
sem voru samtíma Ingibjörgu í
Kaupmannahöfn, þær frú Guð-
finna Sigurðardóttir, koma Emils
Jónssonar ráðherra og frú Sigur-
laug Einarsdóttir, kona Ólafs Ein-
arssonar héraðslæknis í Hafnar-
firði.
Frú Guðfinna minnist með mik-
illi hlýju og gleði Ingibjargar og
samverunnar í Kaupmannahöfn.
„Þó þá væru ekki mikil efni (fyr-
ir rúmri hálfri öld) og vinna yrði
á daginn og skólí á kvöldin, höfð-
um við margt okkur til ánægju —
og áttum okkár gleðistundir. En
við hittumst oft, íslenzku stúlk-
urnar, sem þá vóru við nám í
Kaupmannahöfn, og höfðum okk-
ar skemmtilegu samkomur."
Og ekki má gleyma að minnast
frú Margrétar Símonardóttur frá
Brimnesi í Skagafirði. Frú Mar-
grét var ekkja og hafði rúm efni,
— eftir því sem þá gerðist. Hún
hélt hús fyrir dætur sinar, sem þá
voru við nám i Höfn. Þær systur
urðu seinna landskunnar á ís-
landi fyrir sínar hannyrða-
kennslu sem Brimnessystur.
Flestar íslenzku stúlkurnar,
sem þá gistu Kaupmannahöfn,
lærðu saum og matreiðslu, svo og
dönsku og erlend mál. Ingibjörg
átti mjög létt með að læra mál; en
saumanámið og matreiðslan tók
gróandi jörðina á vorin og kenndi
þeim að þekkja blómin, grösin og
fuglana. Eftir að Kristófer og fjöl-
skylda hans fluttu hingað suður,
sat hann löngum við smíðaborð
sitt, þar sem hann óf úr dýrum
málmum hina fegurstu gripi,
kvensilfur í margs konar mynd-
um, fingurgull og nálar ásamt
fjölmörgu sem hér verður ekki
talið upp og þ: r leyndi sér ekki að
nú þegar hann gat unnið að hugð-
arefnum sinum áhyggjulaus nutu
smiðshendurnar sin betur en áð-
ur. Þessir sundurleitu minningar-
þankar eiga að sýna þakklæti mitt
til tengdaforeldra minna sem alla
stund meðan lif entist reyndust
mér sem góðir foreldrar. Ég bið
guð að blessa hinn aldna vin minn
sem hefur lagt upp í ferðina
löngu sem enginn maður fær um-
flúið.
Skjöldur hans var hreinn og
vopnin hans — trú, von og kær-
leikur, voru það einnig. Hjartans
kveðja frá okkur hjónunum, fóst-
ursyni okkar og börnunum okkar
sem hann var alltaf hlýr og góður
afi.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi.
Þorgrímur Jónsson.
mest af hennar tfma. Frú Guð-
finna minnist Ingibjargar með
virðingu og þökk. Og það sem frú
Guðfinnu er efst í huga frá Hafn-
arárunum er hið hjartanlega
þakklæti, sem hún og íslenzku
stúlkurnar báru til frú Margrétar
Simonardóttur. Hjá henni hittust
þær sem á Sinu heima heimili.
Margrét skapaði þeirra kynni og
vináttu. Hún var þeim eins og góð
móðir, um hana á frú Guðfinna
vart nógu góð og falleg orð.
Ingibjörg hélt alla tið tryggð við
sitt vinafólk frá Kaupmannahafn-
arverunni, bæði islenzka og
danska. Á striðsárunum var hún
boðin og búin til að greiða götu
Dana, sem lent höfðu í hrakn-
ingum vegna hernáms í D: nmerk-
ur, og var þá rausnarleg að vanda.
Ingibjörg bjó lengst af á tveim
efri hæðum hússins Bárugötu 10.
Eitt sumar eftir striðið hafði Ingi-
björg danskt vinafólk sitt hér um
tíma. Danska frúin sagði við mig:
„Einhver Dag í Island, er en Fest-
dag. Nú skal vi igen op i den
pragtfulde herskapligi Lejlighed,
med de udsögte Malerier eftir Is-
lands förende Kunstnere, og
træde í de dyre Tæpper. Og saa
bliver við præsenteret for det
smukt -dækkede Madbord, með
Sölvtöj, Kristal, og Kongelig
Dansk Porcelin — og al den gode
dejlige Mad. De kan tro vi har
lært at sætte Pris paa den gode
islandske Mad.“
Þegar vinnugleðin fór að dvína,
og þreytan að gera vart við sig,
naut Ingibjörg umhyggjú Jónasar
bróður síns og Jóhönnu dóttur
hans. En Ingibjörg og Jónas
höfðu alla ævi verið mjög náið
tengd.
Eftir að Jóhann Sigurðsson í
London (systursonur Ingibjarg-
ar) kvæntist, dvaldist Ingibjörg
oft hjá þeim, tíma og tíma. Henni
fannst hún hefði gott af hinni
mildu, góðu veðráttu Suður-
Englands. En svo kynntist hún
einnig ættfólki frúarinnar, sem
hún mat mikils.
Langt út yfir hring nánustu
fjölskyldu munu fjölmargir hér
og erlendis lengi minnast Ingi-
bjargar fyrir hennar tryggð og
hjartagæði; og hennar lifandi
góðu gáfur og sérstæða persónu-
leika.
Ársæll Jónasson.
— Minning
Fanney
Framhald af bls. 39
einkum viðmótið hlýja, sem seint
gleymist. Oft þurfti .hún að koma
fram við hlið manns síns við
margs konar tækifæri og sómdi
sér ævinlega vel. Mér er minnis-
stæð koma Friðriks þáverandi
ríkisarfa Danmerkur, sem Jón
bæjarstjóri og frú Fanney tóku á
móti við skipshlið. Það sópaði að
þessum hjónum. Þá man ég hana
vel í fögnuði í Alaborg sumarið
1939 þegar gömlu Esju var hleypt
af stokkunum. Þar vakti hún at-
hygli fyrir glæsimennsku og
fagra framkomu.
Það var eitthvað tigið við Fann-
eyju, eitthvað sem er meðfætt eða
eðlislægt, kurteisi hjartans, hóg-
værð sem þó ber höfuðið hátt,
gæði og umfram allt hlýtt hjarta
og hlýtt viðmót. Allt þetta samein-
aðist í þessari konu og það geisl-
aði frá henni til okkar barnanna.
Þessir geislar verma enn og ná til
innstu hjartaróta og fyrir það er
þakkað um leið og hún er kvödd
hinstu kveðju og ástvinum henn-
ar vottuð einlæg samúð.
Anna Snorradóttir
— Minning
Jóhannes
Framhald af bls. 39
lýsir það vel hugarfari Giljár-
bræðra. „Þeir höfðu ekki skap til
að skulda," en „döfnuðu á hverj-
um degi af drengskap og hetju-
lund.“
Ég drap á það að Stóru-
Giljárheimilið hefði jafnan verið
fjölmennt. Gestrisni bræðranna
var við brugðið. Giljá er í þjóð-
braut og var gestagangur ætíð
mikill. — Ekki kvæntust Giljár-
bræður og enga eignuðust þeir
afkomendur en á heimili þeirra
dvöldust oftast börn og sum lang-
dvölum. — Jósefina, systir þeirra,
dó ung frá níu börnum. öll áttu
þau löngum athvarf á Stóru-Giljá
og það elsta þeirra ólst þar upp.
Veit ég að Giljárheimilið var
traustur bakhjarl þessum móður-
lausa stytkinahópi. Þar réð amma
þeirra innanstokks og eftir að
hún lést réðst þangað sem ráðs-
kona Sigurbjörg Jönasdóttir frá
Litladal, einstök mannkostakona.
— Giljárheimiiið var traust af því
að húsbændurnir voru heiðarleg-
ir menn og atorkusamir, heilir
menn og sannir.
Jóhannes Erlendsson var glað-
ur maður og hýr. Spaugsyrði léku
honum jafnan á tungu. Það var
dauft samkvæmi sem hann gat
ekki lífgað með hressilegri at-
hugasemd eða kringilyrði. En þó
var hann umfram allt búmaður-
inn. Þess vegna geri ég ráð fyrir
að honum hafi þótt vænt um að
sjá Stóru-Giljá í höndum bróður-
sonar síns sem heldur í horfinu
hvað atorku snertir, rausn og
höfðingsbrag.
Giljárbræður settu um langan
aldur svip á byggð sína. Þeír voru
búnir ýmsum þeim kostum sem
munu hafa prýtt hina bestu Is-
lendinga um aldir. — Nú hefur
yngri bróðurinn kvatt. Útför hans
var gerð frá Þingeyrarkirkju
laugardagtnn 29. október. Kveðj-
ur fylgja honum og þakkir.
Blessuð veri minning bóndans
og þjóðhagans góða.
Olafur Haukur Árnason.
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera I sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
línubili.