Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NOVEMBER 1977 f Mummi þjálfar hjá Fram næsta sumar FRAMARAR hafa ráðið Guð- mund Jönsson til að þjálfa meist- araflokk félagsins í knattspyrnu næsta sumar. Guðmundur er sá maður, sem beztum árangri hefur náð með lið Fram á undanförnum árum, og má vænta þess að Guð- mundur nái eins miklu og mögu- legt er út úr Framliðinu næsta sumar. Má benda á að 1972 urðu Framarar Islandsmeistarar, 1973 bikarmeistarar, 1975 og 1976 í 2. sæti 1. deildarinnar. Öll þessi ár hefur Guðmundur verið við stjórnvölinn, ýmist einn eða með Jóhannesi Atlasvni. Að sögn Sveins Sveinssonar, formanns Knattspyrnudeildar Fram, höfðu Framarar f huga að ráða erlendan þjálfara og þá jafn- vel tékkneskan. t Ijós hefðu kom- ið ýmsir ókostir og óöryggi sam- fara því og þegar Guðmundur hefði verið fús til starfans hefði ekki verið erfitt að taka ákvörðun um þjálfaramálin. Árni Stefánsson, hinn snjalli markvörður Fram, hefur tilkynnt félagaskipti úr Fram yfir f KA. Sagði Sveinn að þau félagaskipti hefðu farið fram f mesta bróð- erni. Arni hefði tilkynnt félögum sfnum að hann hygðist fara á ný til Akureyrar og ekki verið nein leiðindi samfara skiptunum. Þætti Frömurum sárt að missa Arna, en gætu ekki annað en sætt sig við það og aðeins þakkað Árna fyrir félagsskapinn og góða frammistöðu undanfarin ár. Sagði Sveinn að hann hefði ekki haft fregnir af öðrum félagaskipt- um Framara og leiddist eilffar sögusagnir um þennan eða hinn leikmanninn, sem væri að skipta um félag án þess að þær sögur hefðu við nein rök að styðjast. Fá Frakkar sæti Egypta í úrsiitum HM í Danmörku? EGYPTAR hafa dregið til baka þátttökutilkynningu liðs síns í úrslitum HM í handknattleik, sem fer fram f Danmörku í janúar og febrúar á næsta ári. Kom skeyti þessa efnis frá Egyptum í fyrradag, aðeins einum degi eftir að þeir höfðu staðfest að lið þeirra myndi mæta i úrslitakeppnina. Egyptar áttu að vera fulltrúar Afríku i úrslitunum og hafa Danir nú tilkynnt afríkanska handknattleikssambandinu að þeir verði að til- kynna þátttökulið í stað Egypta fyrir morgundaginn. Egyptar stungu upp á þvi að Túnis tæki sæti þeirra í urslitunum, en Túnisbúar eru í banni Alþjóða handknattleikssambandsins þar sem þeir neituðu að leika í heimsmeistaramóti unglinga í Svíþjóð á síðasta ári, vegna þess að Israel var þar á meðal þátttökuþjóða. Talsmaður danska handknattleikssambandsins sagði að gætu Afriku- menn ekki fundið Iið í stað Egypta yrði Frökkum boðið sætið sem losnar. Myndu þeir þá leika í einum erfiðasta riðli mótsins, með Rúmeníu, Ungverjalandi og A-Þýzkalandi. 37 keppendur frá 5 löndum á júdómóti FIMMTÁN útlendingar frá fjórum löndum veröa meðal keppenda á „opna skandi- navíska meistaramótinu" í júdó, sem fram fer í Laugardalshöllinni um helgina. tslenzkir keppendur á mótinu veröa 22 og má búast við skemmtilegri keppni í flestum flokkum. Erlendu keppendurnir á mót- inu koma frá Danmörku (6), tsrael (7), Svíþjóð (1) og Japan (1). Japanski keppandinn, sem hingað kemur stundar nám við Háskólann, auk þess 'sem hann kennir júdó, Er hann mjög sterk- ur júdómaður og er þetta í fyrsta skipti, sem japanskur júdómaður keppir á opinberu móti hér á landi. Svíinn Wolgang Bidro kemur til keppninnar hér, én hann varð fyrstur Norðurlanda- búa til að hljóta verólaun á Evrópumeistaramóti, er hann varð þriðji í 65 kg flokki á síðasta EM. ísraelsmennirnir, sem hingað komu í fyrradag, höfðu beðið um sérstaka gæzlu meðan þeir yrðu hér á landi. Var ekki hægt að verða við óskum tsraelsmann- anna að öllu leyti, en þeirra mun þó betur gætt en íþróttahópa almennt, sem hingað koma. Attu ísraelsmenn pantað með flugvé frá Kaupmannahöfn síðdegis í gær og báðu forystumenn Júdó- sambandsins um að þeir yrðu látnir vita er flugvélin með tsraelsmennina innanborðs væri komin í loftið. Skömmu eftir að vélin var komin í loftiö fengu júdómenn tilkynningu um að liðið frá Israel væri ekki með vélinni. Voru því engir ,fulltrúar JSl á Keflavíkurflugvelli til að taka á móti gestum sínum, en þeir voru með vélinni þrátt fyrir tilkynn- ingu um að svo væri ekki. Kom það þó ekki að sök, þar sem einn af stjórnarmönnum íþróttasambandsins, Hannes Þ. Sigurðsson, tók á móti ísraels- mönnum og lóðsaði þá inn á hótel. Astæðan fyrir því að tilkynnt var að ísraelsmenn létu tilkynna að þeir væru ekki með vélinni, mun vera sú „að þeir eru enn ekki búnir að gleyma Múnchen 1972 og óttast hryðjuverkastarfsemi," eins og Eysteinn Þorvaldsson, for- maður Júdósambandsins, orðaði það í gær. Þátttökurétt í „opna skandi- navíska meistaramótinu“ hafa all- ir júdómenn, sem eru i löglegum samtökum innan Alþjóðajúdó- sambandsins. Er þetta fyrsta mótið af þessu tagi sem haldið er hér á landi og var það auglýst meðal júdósamtaka austan hafs og vestan. Er mótið haldið árlega til skiptis á Norðurlöndunum og stendur Júdósamband Norður- Ianda að mótinu eins og NM. Islendingar áttu einn sigurveg- ara á síðasta móti, var það Viðar Guðjohnsen. Hann getur þó ekki varið titil sinn að þessu sinni, þar sem hann á enn við meiðsli að stríða, en hann meiddist illa á siðasta Evrópumóti. Viðar æfir þó af krafti og er óðum að jafna sig af meiðslunum og hyggst hefja keppni upp úr áramótum. Vegna meiðslanna. varð hann að fresta Japansför sinni, sem hann hafði fyrirhugað í vetur. Keppt verður i sjö þyngdar- flokkum á mótinu. A laugardag klukkan 14 verður mótið form- lega sett, en keppnin í 4 léttari þyngdarflokkunum hefst klukkan 10 árdegis á laugardag. A sunnu- dag hefst keppnin klukkan 14 og verður þá keppt i 3 þyngri flokkunum. Yfirdómari á mótinu verður Manfred Jurs, alþjóðlegur dómari frá V-Þýzkalandi. Þá verður um helgina og á mánudag dómaranámskeið á vegum JSt en kennslu annast Svíinn Karl Wöst. Meðal íslenzku keppendanna á mótinu verða Sigurður Pálsson, Halldór Guðbjörnsson, Gunnar Guðmundsson, Benedikt Pálsson, Gísli Þorsteinsson og Svavar Carl- sen, svo einhverjir séu nefndir. Flestir þessara kappa verða meðal keppenda á fyrsta stðrmóti vetrarins í júdð nú um helgina. Víkingargerðu út um leikinn í byrjun í GÆRKVELDI fóru fram tveir leikir í Reykjavíkurmótinu i handknattleik. Fyrri leikur kvöldsins var leikur Ár- manns og Vikinga. Vikingar fóru geyst af stað og i fyrri hálfleik sáust tölur eins og 6—0, 9—3 og 12—6, en staðan i leíkhléi var 12—7. Framan af síðari hálfleik var oft lítið vit í því sem Víkingar gerðu og gengu Ármenningar á lagið og tókst þeim þrívegis að minnka muninn í tvö mörk Stóð þá 14—12, síðan 18—16 og að lokum 19—17 En nær Víkingum komust þeir ekki, þeir misstu móðinn og lokatölurnar urðu 26—19 Viking- um i vil Hjá Vikingum var markvörðurinn Eggert Guðmundsson bestur og varði hann vel allan timann Auk hans voru þeir Ólafur Jónsson, Sigurður Gunnarsson, Magnús Guðmundsson og Skarphéðinn Óskarsson mjög góð- ir Bestu menn Ármanns i þessum leik voru þeir Þráinn Ásmundsson og Björn H. Jóhannesson Mörk Vikings skoruðu: Ólafur 8, Magnús Guðmundsson 4, Sigurður Sveinsson, Skarphéðinn Óskarsson, Þórður Hjaltested, Steinar Georgs, Sigurður Gunnarsson og Páll Björgvinsson tvö mörk hver og Jón G Sigurðsson eitt mark Mörk Ármanns skoruðu Þráinn Ásmundsson 7 (2 víti), Björn H Jóhannesson 5, Einar Þórhallsson 3, Vilberg Sigtryggsson 2 og Jón Ást- valdsson eitt mark Dómgæslan var fyrir neðan allar hellur og blátt áfram hlægileg á köflum c£) það væri synd að segja, að Ármenn- ingar hafi hagnast á henni —gg Auðveldur sigur Þróttara gegn KR SÍÐARI leikur kvöldsins var leikur Þróttar og KR. Um hann er það að segja, að Þróttarar náðu strax góðum tökum á leiknum. Þeir höfðu 2—3 marka forystu allan fyrri hálf- leik, ef frá er talið, er staðan var 4—3 Þrótt i vil. Staðan i leikhléi var 19—9. KR-ingar skoruðu fyrsta mark síðari hálfleiks, en þá skoraði Konráð Jóns- son fjögur mörk í röð og breytti stöðunni þannig í 16—10 fyrir Þrótt Úrslitin virtust ráðin. Svo var þó ekki, því nú tóku KR-ingar sig á i fyrsta skiptið í leiknum og tókst með mikilli hörku og töluverðri heppni að minnka muninn niður í eitt mark, 16—15 en þá datt líka allur botninn úr liðinu, það hreinlega gafst upp og lokakaflann skoruðu Þróttarar níu mörk gegn tveimur og sigruðu verðskuldað 25—17 Bestir í liði Þróttar voru þeir Konráð Jónsson, Sigurður Sveinsson, Svein- laugur Kristjánsson og markvörðurinn Sigmundur Guðmundsson, en bestir KR-inga voru þeir Símon Unndórsson og Þorvarður Höskuldsson Pétur Hjálmarsson varði einnig þokkalega i fyrri hálfleik Annars léku flestir KR- inga langt undir getu Mörk Þróttar skoruðu Konráð Jóns- son 1 1, Sigurður Sveinsson 5, Jóhann Frímannsson, -Halldór Bragason og Sveinlaugur Kristjánsson þrjú mörk hver Mörk KR skoruðu: Simon Unndórs- son 9, Þorvarður Höskuldsson 3, Ólafur Lárusson og Haukur Ottesen tvö mörk hver og Jóhannes Stefánsson eitt mark

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.