Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÖVEMBER 1977 47 Blikarnir flytja heimaleiki sína í nýja íþróttahúsið í Mosfellssveit IÞRÓTTAHÚSIÐ Ásgarður í Garðabæ þykir í það minnsta til hand- knattleiksiðkana og hafa félögin, sem þar hafa haft heimavöll, lengi haft í huga að flytja heimavöll sinn þaðan. Um helgina leika Breiða- bliksmenn sinn fyrsta leik á nýjum heimavelli og verður það gegn Njarðvíkingum í þriðju deild karla. Nýi heimavöllurinn verður í hinu nýja íþróttahúsi í Mosfellssveit og leikurinn á sunnudag verður fyrsti opinberi handknattleiksleikurinn sunnudaginn. Að öðru leyti verða leikir í elztu aldursflokkunum í handknattleik sem hér segir um helgina: LAUGARDAGUR: Akureyri: kl. 14 3. d. karla Dalvík — Þór, Vm. kl. 15.30 1. d. kvenna Þór, AK — KR kl. 17 2. d. karla Þór — Fylkir Njarðvík: kl. 14.10 2. d. kvenna UMFG — KA kl. 15.10 2. d. kvenna UMFN — Þróttur kl. 16.10 2. d. kvenna IBK — IR ar. Hefst leikurinn klukkan 18 á SUNNUDAGUR: Akureyri: kl. 14 2. d. karla KA — Fylkir Hafnarfjörður: kl. 16.05 1. d. kvenna FH — Armann kl. 17.05 l.d. kvenna Haukar — Vikingur Garðabær: kl. 15 2. d. kvenna UBK — KA kl. 17.10 2. d. karla Stjarnan — Leiknir Laugardalshöll: kl. 21.15 2. d. karla Þróttur — Grótta Tveir leikir í körfunni UM HELGINA verða tveir leikir í L deild karla í Islandsmótinu I körfuknattleik, og fara þeir báðir fram í Iþróttahúsi Hagaskólans á morgun, sunnudag. Kl. 13.30 leika Fram og Þór og að þeim leik loknum eða kl. 15.00 leika IR og UMFN. Búast má við, að leikur fram og Þórs geti orðið fjörugur og spennandi og erfitt er að spá um úrslit. Hins vegar ættu Njarðvíkingar ekki að verða í erf- iðleikum með tR-inga, ef dæma má eftir fyrri leikjum Iiðanna í mótinu. Ron Greenwood tókst að leiða enska landsliðið til 2:0 sigurs gegn Itölum og nú vill hann halda áfram með liðið, að minnsta kosti til áramóta. Landsleikur Englands og l'talíu sýndur - enski boltinn á sínum stað LEIKUR Englendinga og Itala í undankeppni heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu, sem fram fór í London á miðvikudags- kvöldið, verður sýndur í heild í iþróttaþætti sjónvarpsins í dag. Verður leikurinn i litum þar sem hann kemur hingað á myndsegul- bandi. Iþróttaþátturinn hefst kl. 16.30. Enska knattspyrnan er á sínum stað í dagskránni kl. 19 og verður þá sýnd viðureign Derby og Ever- ton. Brokey þakkar fyrir sig FYRR 1 mánuðinum var haldinn aðalfundur í Siglingaklúbbnum Brokey. Svofelld ályktun var þá samþykkt einróma: „Aðalfundur Siglingaklúbbsins Brokeyjar haldin 12. október 1977 færir Iþróttabandalagi Reykjavíkur sérstakar þakkir vegna stuðnings við félagið á liðnu ári. Má þar sérstaklega nefna gjafabátinn Ólaf og svo stuðning við gerð dráttarbrautar í Nauthólsvík. Hvort tveggja hefur bætt aðstöðu og eflt starf félagsins, svo um munar.“ I stjórn félagsins voru kosnir Sigurður Einarsson, formaður, Guðjón Magnússon, Hróbjartur Hróbjartsson og Jóhann Gunnarsson. Oleg Blokhin, einn hinna sterku leikmanna Dynamo Kiev. Leikmenn Dynamo Kiev sterkastir í Rússlandi DYNAMO KIEV’ sigraði í sovézka meistaramótinu í knattsp.vrnu í áttunda skipti. en keppninni er nýlega lokið þar eystra. Þetta sterka lið frá Kænugarði, sem meira og minna hefur einnig ver- ið landslið Sovétríkjanna á und- anförnum árum, tekur því þátt í Evrópukeppni meistaraliða á næsta ári. I síðasza leik sínum í 1. deild- inni sovézku vann Dynamo Kiev lið Ararat Yerevan með 2 mörk- um gegn engu. Dynamo Tiblisi varð í 2. sæti og Moskva Torpedo varð í 3. sæti. Dynamo Kiev hlaut samtals 43 stig í leikjunum 30, Tiblisi fékk 39 stig og Törpedo frá Moskvu fékk 36 stig. Blakað um helgina TVEIR Ieikir verða í 1. deildinni í blaki um helgina. Á Laugarvatni hefst Ieikur UMFL og IS klukkan 14 í dag og á Akureyri byrjar viðureign UMSE og Þróttar í Glerárskóla klukkan 17. I 1. deild kvenna verða þrír leikir um helgina. Mímir leikur við Víking á Laugarvatni klukkan 17 í dag, Völsungur mætir Þrótti á D.lvík klukkan 13 og á morgun leika IMA og Þróttur klukkan 13 í Glerárskóla. I 2. deildinni leika b-lið UMSE og Þróttar á Dalvík klukkan 14 og á sama tima á morgun mætast lið IMA og Þróttar í Glerárskóla. Aft- urelding mætir Breiðablik i Varmárskóla i dag og Mímir leik- ur gegn Víkingi á Laugarvatni í dag klukkan 15.30. Leikir í Reykja- víkurmótinu á mánudags- kvöldiö 1 Reykjavíkurmótinu i hand- knattleik verða engir leikir um helgina, en á mánudag verða tveir leikir í meistaraflokki karla. Klukkan 20 hefst I Laugardals- höll viðureign Vfkings og KR, en strax að þeim leik loknum mætast Fram og Ármann. A þriðjudaginn klukkan 20 hefst leikur Vals og lR í Laugardalshöllinni og síðan mætast Leiknir og Fylkir. Norsku meist- ararnir áfram NORSKA liðið Refstad er nær öruggt með að komast I þriðju umferð í Evrópukeppni meistara- liða I handknattleik. Um helgina vann Refstad sænska liðið Hellas með 19 mörkum gegn 17 og var þó leikið í Svíþjóð. Þeir Harald Tyr- dal, sem leikið hefur 125 iands- leiki fyrir Noreg, og Morgan Juul, bezti markvörðurinn á Norður- landameistaramótinu, voru beztu menn Refstad að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.