Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. NOVEMBER 1977 35 GM-fólksbíll með dieselvél Ein af þeim fjölmörgu nýjungum sem General Motors kynnir í 1978 módelum sínum er að nú fæst Oldsmobile med V8 dieselvél. Dieselvélin hefur hingað til ekki verið notuð í fólksbíla frá Bandaríkjunum svo teljandi sé en með þessari kynningu má segja að brotið sé blað í bandarískri bíiaframleiðslu. Eins og myndin ber með sér þá er hér ekki um neinn smábíl að ræða enda er veðrið áætlað um 5 milljónir fyrir bíl sem þennan kominn á götu í Reykjavík. Ný leið til spamaðar Oft er mikið deilt um f járhag einstakra ríkisfyrirtækja. Al- þingi reynir að kreppa að eða þenja út allt eftir hvað við á, á hverjum tíma. í mörg ár hefur danska þjóðþingið þrengt svo að dönsku rfkisjárnbrautunum að forstöðumenn þessarar stofnunar voru komnir f algjör vandræði með að finna upp nýj- ar aðferðir til sparnaðar. Þar sem þessi leið til sparnaðar hafði auðsjáanlega verið geng- in til enda þá kom upp sú hug- mynd að fara hina leiðina inn- an fyrirtækisins, þ.e.a.s. að fá hugmyndir frá starfsfólki fyrirtækisins. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 21000 manns og er efnt til hugmyndasamkeppni meðal þeirra um nýjar leiðir til sparnaðar og mun hún standa frá desember til apríl á næsta ári. Verðlaunin eru 5\1000 D. kr. (um 33.000.- íslenskar) á hverjum mánuði en þó er heim- ild fyrir hærri verðlaunum ef mjög góðar hugmyndir koma fram. Gott þykir í tilfelli sem þessu ef hugmyndir ieiða til sparnaðar sem nemur einur eyri pr. járnbrautarkílómetra en það myndi nema um 700.000.— d. kr. pr. ár og fyrir slíkar hugmyndir er hugsan- legt að veitt verði 50.000.- d. kr. verðlaun. Takið eftir að sagt er hugsanlega og er það vegna þess að eitt skilyrði þarf að uppfylla af hálfu DSB, en það er að tillögurnar feli ekki f sér neina skerðingu á þeirri þjón- ustu sem viðskiptavinum fyrir- tækisins er veitt í dag. Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VEÐSKULDABRÉF:x) 1 ár Nafnvextir 12% — 20% p a 2 ár Nafnvextir 12% — 20% p a 3 ár Nafnvextir 20% p a. x) Miðað er við fasteignatryggð veðskuldabréf HLUTABRÉF: Verslunarbanki islands hf Sölutilboð óskast Iðnaðarbankinn hf Sölutilboð óskast Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr. 1 00. — 1973 1 flokkur A 415 88 1974 1 flokkur 266 99 1975 1. flokkur 218 31 1976 1. flokkur 1 58 57 1977 2 flokkur. Nýtt útboð 100 00 + dagvextir Kaupgengi pr. kr. 1 00. — 75 00 — 80 00 64 00 — 70 00 63.00 — 64 00 HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS: Sólugengi pr. kr. 1 00. - 1973 — D HLUTABRÉF: Eimskipafélag íslands hf Flugleiðir hf 304 82 (10% afföll) Kauptilboð óskast Kauptilboð óskast PIÁRPEfTlflGARPClAG ÍflAADS HP. VERÐBRÉFAMARKAÐUR Lækjargötu 12 — R (iðnaðarbankahúsinu) Sími 2 05 80 Opið frá kl. 13.00 til 1 6.00 alla virka daga. 1 UU Ljúsm. Kri(U?ji)í'ur Rauða kross konur stilltu út nokkrum þeim munum. sem verða til sölu á basarnum f útstill- ingarglugga Sportvals um s.I. helgi, og var þá þessi mynd tekin. Basar Rauða kross kvenna á morgun HINN árlegi basar kvennadeildar Rauða kross tslands verður á morgun. sunnudag 20. nóvember kl. 14 f Félagsheimili Fótrbræðra við Langholtsveg. Á boðstólnum verða leikföng, kökur o.fl. Allur ágóði af sölu rennur til kaupa á bókum fyrir bókasöfn sjúkrahúsanna. Kvennadeild Rauða korssins starfar með miklum blóma og koma konurnar saman einu sinni í viku allt árið um kring, að undanskildum smátjma yfir sumarið og um jól. Kaffisala vegna kristnibods FÉLAGAR í Kristniboðsfélagi karla í Reykjavík selja kaffi i kristniboðshúsinu Betaníu, Lauf- ásvegi 13, á sunnudag. Hefst kaffisalan kl. 3 siðdegis og stendur allt til kl. 11 um kvöldið. Alj.ur ágóði rennur til kristniboðs- ins. Myndin er af litlum afriskum dreng, sem notið hefur starfs kristniboðsins, með annan minni á baki. Bridgedeild Rangæingafélagsins Þremur umferðum af fimm er lokið f tvfmenningskeppn- inni hjá okkur. Staða efstu para: Sigriður Ottósd. — Ingólfur Böðvarsson 400 Margrét Helgad. — Hersveinn Þorsteinss. 382 Anton Guðjónss. — Stefán Gunnars. 368 Jón L. Jónss. — Jónatan Jakobss. 356 Pétur Einarss. — Sigurleifur Guðjónss. 343 Þorsteinn Sigurðss — Gunnar Helgas. 333 Guðmundia Pálsdóttir — Árni Pálss. 331 Jón Sigurjónss. — Sigurður Haraldss. 330 Aðrir hafa ekki náð meðal- skor sem er 324. Fjórða umferð verður spiluð á miðvikudag 23. nóvember í Domus Medica. Bridgefélagiö Ásarnir Kópavogi Sl. mánudag lauk hjá okkur hraðsveitakeppni BAK 1977—78. Mótið er kennl við Þorstein Jónsson, fyrsta for- mann fél.. og var einnig haldið f fyrra. Alls tóku 11 sveitir þátl f keppninni, og að þessu sinni bar „feðgasveitin" svonefnda sigur út býtum. Hún er undir stjórn Olafs Lárussonar. en auk hans eru f sveitinni: Hermann Lárusson. Rúnar Lárusson og Lárus Hermannsson. Röð efstp sveita var þessi: Ölafur Lárusson 858 Sævar Þorbjörnsson 836 (Guðm. Hermannsson. Sigurð- ur Sverrisson, Egill Guðjohn- sen og Skafti Jónsson) Kristján Blöndal 834 (Valgarð Blöndal, Georg Sverrisson, Friðrik Guðmunds- son og Baldur Kristjánsson) Ármann J. Lárusson 832 (Sverrir Ármannsson. Einar Þorfinnsson og Sigtryggur Sigurðsson) Vigfús Pálsson 830 (Skúli Einarsson, Haukur Inga- son og Þorlákur Jónsson) Og næsta keppni Asanna. er aðalsveitakeppni félagsins, og er skráning þegar hafin í hana. i s: 41507 Ölafur Lár., og 81013 Jón Páll. Væntanlegir keppend- ur eru hvattir til að láta skrá sig hið fyrsta. Stjórn Ásanna veitir alla þá aðstoð, sem mögu- leg er, til myndunar sveita og para. sé um það beðið. Spilað er í Félagsheimili Kópavogs, efri sal og hefst keppni kl. 20.00. Keppnisstj. er Sigurjón Tryggvason. Barðstrendinga- félagið Reykjavík 2. umferð I 5 kvöida keppni. Röðin er þessi. Sveit Ragnars Þorsteinss. 591 Sveit Sigurðar Kristjánss. 548 Bridge Umsjón ARNÓR RAGNARSSON Sveit Guðbjartar Egilss. 547 Sveit Sigurðar Isakss. 534 Sveít Ágústu Jónsdóttur 532 Sveit Kristins Oskarss. 523 Sveit ViðarsGuðmundss. 505 Bridgefélag Hafnarfjarðar 2. umferð sveitakpnni félags- ins var spiluð sl. mánudag. Ur- slit urðu sem hér segir: Sveit Sævars Magnúss. vann sv.Ölafs Ingimundars 16:4 Sveit Ólafs Gíslas. vann FlensborgB 20:0 Sveit Óskars Karlss. vann sv. Drafnar Guðmundss. 13:7 Sveit Þórarins Sófuss. vann sv. Alberts Þorsteinss. 12:8 Sveit Björns Eysteinss. vann Flensborg A 20:0 Þess skal getið að Flensborg- ararnir voru aðeins 2 impum frá því að krækja f stig af Birni og Co. 3. umferð verður spiluð nk. mánudag. Bridgeféiag Breiðholts Fimmtán umferðum af sautján er lokið i Butlertvi- menningnum og hafa tvö pör tekið afgerandi forystu i keppn- inni og munu væntanlega berj- ast um efsta sætið. Aftur á móti er keppnin um þriðja sa*tið mjög hörð. Röð efstu para: Kristján Blönd. — Valgarð Blönd. 283 Guðlaugur Karlss. — öskar Þráinss. 262 Finnbogi Guðniundss. — Sigurbjörn Armannss. 238 Eiður Guðjohns. — Kristinn Helgas. 237 Baldur Bjartmarss. — Helgi Magnúss. 234 Hæstu skor sl. þriðjudag tóku Óskar og Þráinn 67 stig. Tvær siðustu umferðirnar verða spilaðar á þriðjudaginn kemur i húsi Kjöts og fisks i Seljahverfi. Keppnin hefst kl. 20 stundvíslega að venju. Næsta keppni félagsins verður svo hraðsveitakeppni sem standa mun i þrjú kvöld. Verður keppnin nánar auglýst siðar. — Enn um zetuna Framhald af bls. 14. fjárann varðar Sverri Hermannsson um uppruna orða? Því er til að svara, að allt sem varðar islenzka tungu, mælta, skráða og orta, varðar hvern einasta íslending. Hvað segir ekki skáldið á bls. 11 í Þjóð- hátíðarrollu: „í tungu landsins, mæltri skráðri og ortri, hefur líf og reynsla skilið eftir nákvæmari vitnisburð um sig en lesinn^ verður af spjöldum sögunnar." Mér er spurn: Hver myndi bera hinn efra skjöld i áflogum við þágufallssýkina, ef nemend- urn væri leyft að rita eins og þeir tala? Halldór Laxness hef- ir farið ómildum orðum um þágufallssýkina; „skrílmenn- ing“ „sem risið hefur eins og pestarbylgja úr göturæsum höfuðstaðarins", sjá greinina „íslenskan á sextugsafmæli i < > »Iions« •Helgiisnnan li.i »lö<v >í> * Upphaf mannúðarstefnu. Halldór Laxness lýkur grein sinni með því að spyrja hvort ekki sé tími til kominn að hætta að skrifa y. Bið kann að verða á þvi nema hérvillingar nái undirtökum. Rithöfundurinn hefir svo sem vikið að þessu áður. Umbi fékk bréf frá heimspexaranum og oddvitan- um á Torfhvalastöðum, þar sem sagði m.a. „Þrátt fyrir maskin- iri mun díexelixis sigrast á dyxexelixís, í mun sigrast á ypsilon, það er vor trú. Mun þá vel fara. Mun þá heimur heill verða. Og ég mun kaupa stóra hesta. Helgi." (Kristinhald1 undir Jökli bls. 232). Ef einhverjum dettur i hug að það sé af fordild eða pex- náttúru að undirritaður sækir fast fram í stafsetningarmálum þá er það ntisskilningur. Mér er rammasta alvara. En nú er mál að linni og reynt verði til hins ítrasta að ná sáttum. Þess vegna er nú flutt sáttatillaga á > < Aiþírifflf < Þ<'<i« • sem* •efíKhf • fit • ■ þessa ófriðar og frömdu siðferðisbrot gegn samþykkt Alþingis ættu að hugsa sig um tvisvar áður en þeir slá á út- rétta hönd. Þá gengur þeim eitthvað annað til en umhyggja fyrir islenzkri tungu. Auk þess ætti maður á borð við Halldór Laxness sizt af öllum að þola að landinu sé stjórnað með til- skipunum en um það snýst þetta mál ekki sizt. Nú væri það ekki ný bóla þótt ég í lokin ítrekaði aðdáun mína á rithöfundinum Halldón Laxness. Fyrir því le.vfi ég mér að gleðja hann, þótt i litlu sé. með þvi að lýsa yfir stuðningi við þennan háttvirta fyrsta sjálfkjörinn sérfræðing i mýr- um og mógröfum, enda er ég mikill vinur vaðfugla og svo hennar Gunnu stóru sem var á dögum í Mossvellssveitinm tyr- ir margt löngu. Heimild: Islenzk tunga, I. aig. 1959. Jón Aðalsteinn Jónsson: • ■ SBgaíílt'tirkrai* trwfnétTrtfitíbr* *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.