Morgunblaðið - 04.01.1978, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 1978
3
Skíðastaðir opnir um allt land:
N ægur sn jór á Akureyri
9g Húsavík en lítill á
ísafirði og i Reykjavík
NÚ MEÐ hækkandi sól
mun fólki gefast kostur á
að stunda skíðaíþróttina af
kappi þ.e.a.s., þar sem
snjór er nægur. Vídast
hvar á Vestfjörðum,
Norðurlandi og Austfjörð-
um er nú nægur snjór til
skíðaiðkana, en í nágrenni
Reykjavíkur er ekki enn
kominn nægur snjór til að
hægt sé að hafa lyftur í
gangi, hins vegar er gott
færi fyrir gönguskíði.
annars kæmist fullur rekstur á í
Hlíðarfjalli undir mánaðamót og
þáyrði hótelið opnað.
Húsavík
Einar Olgeirsson hótelstjóri á
Húsavík sagði þegar Morgunblað-
ið hringdi i hann, að þar væri nú
kominn góður skíðasnjór, og lyft-
ur verið settar í gang í fyrradag.
Allt hefði gengið að óskum og
væri fólk þegar farið að hópast á
skíði, enda stutt að fara.
ísafjörður
Birgir Valdimarsson á Isafirði
sagði í samtali við Morgunblaðið
að snjór á Seljalandsdal væri ekki
tiltakanlega mikill, en þó hefði
átandið batnað siðustu daga og
keppnisfólk væri farið að nota
lyfturnar. Sagði Birgir að menn
vonuðust til að hægt yrði að opna
lyfturnar fyrir almenning ein-
hvern næsta daga. Þá kvað hann
góðan snjó vera kominn á Selja-
landsdal fyrir þá sem vilja ganga
á skíðum.
Bláfjöll
I Bláfjöllum er kominn nokkur
snjór, þannig að hægt er að
stunda þar skíðagöngur og einnig
er hægt að renna sér í stöku sköfl-
um í hlíðum. Þó er ekki nægur
snjór enn til að hægt sé að hafa
sfciðalyftur í gangi, að því er As-
geir Eyjólfsson starfsmaður í Blá-
fjöllum tjáði Morgunblaðinu.
I gær var skálinn í Bláfjöllum
opnaður, og önnnur sú þjónusta
sem skíðafólki er veitt. Er opið
frá kl. eitt á daginn, og er allt
starfsfólk komið til starfa, en það
er ráðið frá og með áramótum.
Stefán Kristjánsson hjá Blá-
fjallanefnd sagði í gær, að i sumar
hefði verið unnið á lagfæringu og
gerð nýrra bílastæða. Þá hefur
verið bætt við einni skiðalyftu
fyrir almenning og lýsing í brekk-
um endurbætt. A næstunni eru
væntanleg tæki, sem tengja má
við snjótroðarann og auðvelda
lagningu göngubrauta og sléttun
svigbrauta.
I vetur verður opið í Bláfjöll-
um, sem hér segir:
Mánudaga kl. 13.00—19.00
Þriðjudaga kl. 13.00—22.00
Miðvikudaga kl. 13.00—22.00
Fimmtudaga kl. 13.00—22.00
Föstudaga kl. 13.00—19.00
Laugardaga kl. 10.00—18.00
Sunnudaga 10.00—18.00
Akureyri
1 skíðahótelinu á Akureyri varð
Júlíus Björgvinsson fyrir svörum.
Sagði hann, að gott skíðafæri væri
nú í Hlíðarfjalli og lyftur opnar
frá 10 árdegis til kl. 15.30 siðdeg-
is. A næstu dögum yrði opnunar-
tíminn lengur fram á kvöld, en
Fyrsta barn
ársins fædd-
ist á Sauðár-
króki
ÞAÐ HEFUR nú komið í Ijós
að fyrsta barn ársins hefur að
öllum líkindum fæðzt á
sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.
María Magnúsdóttir ljós-
móðir á staðnum veitti Mbl.
þær upplýsingar i gær, að
klukkan 18 mínútur yfir tólf
aðfaranótt nýársdags ■ hefði
Alda Valgarðsdóttir, Asi
Hegranesi, fætt stúlkubarn í
sjúkrahúsinu. Fæðingin gekk í
:lla staði vel og heilsaðist móð-
ur og barni vel. Sfúlkan var
rúmar 12 merkur og 51 sm á
lengd. Maria var ljósmóðir og
læknir var Bjarni Jónasson.
fjórða hvern miða i ár.
Það kostar aðeins 600 kr. á
mánuði að gera eitthvað
i því aö fjölga happadögum
sínum i ár.
Benz 250 - að verðmæti
yfir 5 milljónir króna -
sem aukavinning i júni. Og
heila og hálfa milljón sem
hæstu vinninga í hverjum
mánuði. En alls eru vinn-
ingar 18.750 og falla á
Happdrætti má haga á
marga vegu. Hafa fáa háa
vinninga eða marga smærri
sem koma sér þó vel.
Við höllumst að þeirri
skipan. En féllum þó i
freistni að bjóða Mercedez
Happdrættisáriö 1978 - Happaárió þitt?