Morgunblaðið - 04.01.1978, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 1978
óraunverulega ! verki þar
sem höfundur vill sýnilega
leggja áherslu á raunsæi.
Dæmi um einhliða persónu-
lýsingu er einnig lýsing Páls
Melsteðs í höndum Þorsteins
Gunnarssonar og túlkun Sig-
urðar Karlssonar á dusil-
menninu Ólafi manni Rósu.
Sterk persónugerð er aftur á
móti Agnes Margrétar Helgu
Jóhannsdóttur, enda skilar
Margrét Helga hlutverki sínu
af reisn.
Ragnheiður Steindórsdótt-
ir er Skáld-Rósa og túlkar
hana eins vel og kostur er.
Athyglisvert er til dæmis
hvernig skáldkonan Rósa
nýtur sín þegar hún fer með
visur sínar. Túlkun Ragn-
heiðar er í senn hógvær og
festuleg og tvímælalaust er
hér um að ræða merkan
áfanga á leikferli hennar. En
vegna þess hve umgjörðin
utan um persónuleika Rósu
er fyrirferðarmikil kemur hún
veikari út úr verkinu en efni
stóðu til
Það er ekki sanngjarnt að
miða verk Birgis Sigurðsson-
ar við þær sögulegu stað-
reyndir sem við þekkjum.
Birgir hefur vinsað úr þeim
og er ekki eingöngu háður
þeim. En þegar um sögulegt
efni er að ræða hlýtur mat
áhorfandans að mótast nokk-
uð af þvi sem hann best veit
um Skáld-Rósu og tíma
hennar. Verk Birgis nýtur
ekki slíks mats, heldurgeldur
þess Þótt leikritið um Skáld-
Rósu sé verk um einstakling-
inn og samfélagið, samfélag-
ið gegn einstaklingnum eða
öfugt, er Brynjólfur frá
Minna-Núpi og ýmsir sögu-
menn aðrir að vefjast fyrir
áhorfandanum.
Ég spái því að Skáld-Rósa
muni verða vinsælt verk þrátt
fyrir ýmsa augljósa galla þess
sem listaverks. Hér er eitt-
hvað af því ..þjóðlega" and-
rúmslofti sem íslenskir leik-
húsgestir geta ekki án verið
Rómantík verksins þolir ef-
laust ekki gagnrýni, en það
hefur ýmsa kosti sem eru
líklegir til að fleyta því áfram
Ragnheidur Steindórsdóttir (Skáld-Rósa), Margrét Ólafsdóttir og
Þorsteinn Gunnarsson (Páll Melsted sýslumaður).
Ragnheiður Steindórsdóttir sem Skáld-Rósaog Harald G. Haraldsson sem Natan Ketilsson.
Pétur Einarsson sem Blöndal sýslumaður og Harald G. Haraldsson sem Natan.
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
hennar og Natans Ketilsson-
ar verður mynd Natans einna
eftirminnilegust. Harald G.
Haraldsson leikur Natan af
sannri innlifun. Örlög Natans
og síðar aftaka Friðriks og
Agnesar eru söguleg minni
þar sem einstaklingurinn
Rósa virðist furðusmár. Þar
kemur til sögu í verki samfé-
lagsmynd sem teflt er fram
gegn mannlegum kenndum
og breyskleika. Þáttur Björns
Blöndals sýslumanns verður
eins og áður þar sem um
hann er fjallað ýktur. Lýsing
höfundar og túlkun Péturs
Einarssonar gera persónuna
ógeðfellda og umfram allt
Lelklist
Einstaklingur
og samfélag
SKÁLD-RÓSA
Leikrit í þrem þáttum eftir
Birgi Sigurðsson
Leikstjórn: Jón
Sigurbjörnsson
Leikmynd: Steinþór
Sigurðsson
Búningar: Björg
ísaksdóttir
Lýsing: Daniel
Williamsson
SKÁLD-RÓSA Birgis Sigurðs-
sonar er í raun og veru safn
þjóðlífsmynda frá döprum
timum. Þessu myndasafni
hefur oftsinnis verið brugðið
upp. I hug okkar koma kunn
leikverk höfunda eins og
Matthiasar Jochumssonar,
Davíðs Stefánssonar og Jó-
hanns Sigurjónssonar og fjöl-
margar skáldsögur. Skáld-
Rósa er i þremur þáttum, en
mörgum atriðum; sum þeirra
eru nokkuð löng, önnur ör-
stutt. Hér eru dregnar fram
ógnir og skelfingar fátæktar
og annarra hörmunga, en inn
á milli er leikið á strengi sælla
ásta í faðmi náttúrunnar.
Birgir Sigurðsson rekur
ekki alla sögu Skáld-Rosu
eins og við kynnumst henni i
frásögn Brynjólfs frá Minna-
Núpi, enda yrði það leikrit
líklega einum of langt. Engu
að siður skortir verk hans
hnitmiðun. Það er eins og
hanp ætli sér of stóran hlut á
kostnað lýsingar Rósu sjálfr-
ar. Því ber aftur á móti að
fagna að sum atriði leikritsins
eru skrifuð af sannri íþrótt
vaxandi höfundar, samtöl, en
þó einkum einstakar myndir,
gefa verkinu táknræna merk-
ingu og dýpka það. Hér er
verið að fjalla um frelsið eins
og Birgir hefur bent á, ein-
staklinginn Rósu sem er trú
tilfinningum sinum, býður
rangsnúnu umhverfi byrginn
og fer sinu fram hvað sem
hver segir. En jafnvel hin
frjálsa Rósa verður að lúta
hinum samfélagslega ramma
sem löngum hefur verið
þröngur. í verki Birgis er hún
engu að síður sigurvegari og
um hana leikur birta í lokin
þegar myrkt er allt um kring.
í þjóðlifsmyndasafni Birgis
Sigurðssonar þar sem sagt er
frá ástum þeirra Rósu og Páls
Melsteðs og siðar ástum