Morgunblaðið - 04.01.1978, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 1978
f-----------------------
Fárviðri í
Bretlandi
*
Þar sem 33.000 þúsund slökkvi-
liðsmenn eru i verkfalli í Bret-
landi urðu lögreglumenn og her-
menn að ganga í störf þeirra og
hreinsa til eftir fárviðrið.
Víða snjóaði í landinu og tor-
veldaði snjókoma allar samgöng-
ur á landi. Þá fylgdu þrumur og
eldingar víða í kjölfar veðurofs-
ans.
Vindhraðinn komst í tólf vind-
stig og urðu mörg skip að leita
vars við ströndina meðan veðri9
gekk yfir.
London, 3. janúar. AP.
OFSAVEÐUR gekk yfir Bretland
í dag og í nótt. Einn maður lét
lífið í ofviðrinu, en það þeytti
þökum af húsum og veki bíium.
Maðurinn sem lézt var í bíl sín-
um er tré rifnaði upp með rótum
og lenti á bílnum, með fyrr-
greindum afleiðingum.
Mestar skemmdir urðu í New-
market i austurhluta Englands.
Þar skemmdust yfir hundrað hús,
og járnbrautarmerki og bílar
eyðilögðust.
Fölsun í pólskri
sjónvarpsmynd
Varsjá, 3. janúar. Reuter.
PÓLSK blöð hafa gagnrýnt fram-
haldskvikmynd I póiska sjónvarp-
Notadi
uppskrift
Agöthu
og byrlaði
frænda
eitur
Creances, Frakklandi.
3. jan. Reuter.
HLJÓÐLATUR, miðaldra
Frakki hefur játaö að hafa not-
að eituruppskrift úr sögu eftir
Agöthu Christie til að koma
fyrir eitri í vínflösku og varð
áttræðum frænda hans þannig
að bana. Maðurinn sem heitir
Roland Roussel og er 58 ára
hefur alla tíð verið hinn prúð-
asti borgari, en hefur nú verið
ákærður fyrir morð á frændan-
um á jóladag.
„Eituruppskriftin" var úr
sögunni „The Tuesday club
murder" og fann lögreglan
eintak af bókinni, þar sem
vendilega var strikað undir
hvernig að morðinu þar var
staðið. I íbúð Roussels fundust
einnigýmis eiturefni.
Lögreglan segir að Roussel
hafi gefið frænda sínum og
frænku rauðvínsflösku með
eitrinu sl. sumar, en þau hafi
geymt sér til jólanna að bragða
á því. Þegar þau veiktust var
talið að ostrur sem þau höfðu
verið að snæða væru eitraðar
en síðan kom í ljós að vínið var
banvænt. Eiginkona hans mun
væntanlega ná sér. Grunsemd-
ir vöknuðu fyrir alvöru þegar
Framhaid á bls. 18
Kosiðí
Chile
Santiago, 3. janúar. Reuter.
RUMLEGA sex milijónir Chile-
manna taka þátt í þjóðaratkvæði
um stuðning við herforingja-
stjórn Augusto Pinochets forseta
á morgun.
Þar með ganga Chilebúar I
fyrsta skipti að kjörborðinu sfðan
herinn tók völdin í septemher
1973. Þjóðaratkvæðið er haldið
þrátt fyrir andstöðu sjóhers, flyg-
hers, kaþólsku kirkjunnar og
stjórnmálaflokka sem verið hafa
bannaðir.
inu þar sem þar séu kommúnist-
um og vinstrihópum eignuð afrek
sem aðrir hópar andspyrnu-
manna hafi unnið í stríðinu.
Framhaldsmyndin heitir
„Pólskir vegir" og fjallar um Pól-
land undir hernámi Þjóðverja á
stríðsárunum. Myndin er í 11
þáttum og henni lauk á jóladag
með þvf að flestar hetjurnar biðu
bana.
Einn þriggja sagnfræðinga sem
kvöldblaðið Kurier Polski birti
viðtal við sagði að í kvikmyndinni
væri kommúnistum ranglega
eignuð fyrsta baráttan til varnar
smábændum sem nazistar hröktu
frá Zamosc-svæðinu í Suðaustur-
Póllandi.
I raun og veru var barátta á
þessu svæði háð af bændahópum
sem ekki er minnzt á einu orði í
kvikmyndinni segir Waldemar
Tuszynski ofursti við hersagn-
fræðistofnunina.
Hann segir að í kvikmyndinni
komi ekki fram hve andspyrnu-
hreyfingin í Póllandi hafi verið
flókin.
Annar sérfræðingur, Tomasz
Szarota við sagnfræðistofnunina,
segir að tilræðið við Kurt Hoff-
mann, yfirmann atvinnumála,
hafi verið verk Heimahersins sem
hélt tryggð við pólsku útlaga-
stjórnina í London en ekki
vinstrisinnaeins og sagt sé í kvik-
myndinni.
VEÐUR
víöaumheim
Amsterdam 7 rigning
Aþena 10 sól
Berlfai 6 skýjaS
Brússel 8 skýjað
Kairó 17 sól
Cbicago 6 bjart
Kaupmanna-
höfn 7 rigning
Frankfun 5 rigníng
Genf 9 skýjaS
Helsinki 1 skýjað
Jerúsalem 8 rigning
Lissabon 15 rigning
London 9 rigning
Los Angeles 19 skýjað
Madrid 9 skýjað
Miami 24 skýjað
Montreal -11 snjókoma
Moskva - 3 þungbúiS
New York 1 bjart
Ósló 3 bjart
París 8 skýjað
Rómaborg 4 skýjað
San Francisco 14 rígning
Stokkhólmur 5 sól
Rel Aviv 14 rignmg
Vancouver : skýjað
Vfatarborg 7 skýjað
Við hér á norðurhjaranum kippum okkur ekki upp við myndir af þessu tagi, en Madrid-búar urðu
dolfallnir þegar kafaldsbylur skall á milli jóla og nýárs. Þetta var í f.vrsta sinn í 7 ár, sem snjóar að ráði í
borginni.
Börnin urðu að vonum himinlifandi og þ.vrptust í almenningsgarða til að leika sér í snjónum, en sú
sæla varð skammvinn því að um hádegisbilið hafði hlýnað svo í veðri að nýnæmið var á bak og burt.
Umferðaröngþveiti varð í Madrid þennan morgun, og járnbrautarlestir voru yfirleitt tveimur klukku-
stundum á eftir áætlun.
Dularfullt skjal frá
Austur-Þýzkalandi
Bonn, 3. janúar. AP.
ANDSOVÉZK yfirlýsing sem
sögð er samin af andófsmönnum í
austur-þýzka kommúnistaflokkn-
um hefur komið upp á yfirborðið
í Vestur-Þýzkalandi, en sérfræð-
ingar eru ekki vissir um hvort
hún endurspeglar meiriháttar
klofning f flokknum eða ekki.
Austur-Þjóðverjar segja að
starfsmenn vestur-þýzku leyni-
þjónustunnar hafi falsað skjalið
sem er 30 síður og sagt er að
háttsettir starfsmenn flokksins
hafi samið.
Vestur-þýzka tímaritið Der
Spiegel hóf birtingu skjalsins í
þessari viku og heldur þvi fram
að það sé ófalsað og marki upphaf
meiriháttar andstöðu gegn Rússa-
hollri stefnu flokksforingjans Er-
ich Honeckers.
Vestrænir diplómatar sem
náðst hefur til segjast enn vera að
rannsaka skjalið og vilja ekkert
um það segja hvort það er ófalsað
eða ekki.
Höfundar skjalsins kalla sig
„samband 'lýðræðissinnaðra
kommúnista" og hyetja til mál-
frelsis, frelsis blaða og trúfrelsis,
brottflutnings alls erlends herliðs
frá báðum hlutum Þýzkalands og
sameiningar landsins undir for-
ystu framfarasinnaðra flokka.
Þeir veitast líka harkalega að
Sovétríkjunum og halda því fram
að fleiri Austur-Evrópubúar hafi
dáið fyrir hendi rússneskra
kommúnista en hermanna Hitl-
ers.
„Við teljum hugmyndir Leníns
um flokk, lýðræði og ríki óviðeig-
andi,“ segja höfundarnir. Þeir
segjast vera undir áhrifum frá
„evrópukommúnistum" í Vestur-
Evrópu og hvetja til þess að endi
verði bundinn á „einræði eins
fiokks" í Austur-Evrópu. Þeir
hvetja líka til „afnáms ríkistrúar
marxisma-leninisma".
Austur-þýzka stjórnin hefur
Honecker
sakað tvo vestur-þýzka blaða-
menn í Austur-Berlín um að hafa
haft samstarf við vestrænar leyni-
þjónustur um að dreifa skjalinu.
Birting ávarpsins fylgir í kjöl-
far orðróms í Bonn um klofning i
stjórn austur-þýzka flokksins
vegna ágreinings um samskipti
við Vesturlönd. Flokksleiðtoginn
Erich Honecker er fremstur í
flokki þeirra sem vilja bæta sam-
búðina við Vestur-Þýzkaland.
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum er erfitt að meta hvort
andófsmenn í forystu austur-
þýzka kommúnistaflokksins séu
fjölmennir eða áhrifamiklir.
Talsmaður Bonnstjórnarinnar
hefur neitað því að vestur-þýzka
leyniþjónustan hafi komið nálægt
yfirlýsingunni. Hann sagði að
ekkert væri vitað um skipulögð
samtök í Austur-Þýzkalandi sem
talið væri að hefðu samið ávarpið.
Flugslysið á Indlandi:
Neitað að um
skemmdaverk
hafi verið að ræða
ERLENT
Bomba.v 3. jan. AP.
LlK aðeins þrettán af 213 mönn-
um sem munu hafa verið um borð
í Boeing 747 vélinni frá Air India
sem fórst um helgina, hafa fund-
izt. Aðeins hefur fundizt hluti
flaksins og þrátt fyrir mikla leit
hefur ekki fundizt meginhluti
vélarinnar og er talið að hún hafi
sokkið í sæ.
Með Boeing 747 vélinni voru
190 farþegar og 23 manna áhöfn.
Vélin sprakk skömmu eftir flug-
tak frá Bombayflugvelli á sunnu-
dagskvöldið að því er sjónarvottar
skýróu frá. Vélin átti að fara frá
Bombay til Dubai og flestir um
borð voru Indverjar, en með vél-
inni voru einnig nokkrir Arabar.
Mjög umfangsmikil leit var haf-
in strax eftir slysið þar sem vélin
féll í sjóinn norðvestur af Bom-
bay. Fljótlega komust og á kreik
sögusagnir um að vélin hefði
sprungið af manna völdum og
hefði sprengingin verið svo kröft-
ug að vélin hefði sprungið í tætl-
ur og því væri ekki við því að
búast að brak úr henni fyndist,
hvað þá líkamsleifar farþega eða
áhafnar. Indversk blöð gáfu þessa
kenningu í skyn i gær og opinber-
ir fulltrúar sögðu í fyrstu ekkert
um málið. Síðdegis í gær, mánu-
dag, var birt opinber yfirlýsing
þar sem hugmyndum um
skemmdarstarfsemi var vísað á
bug. Vakin var þó athygli á því, að
fyrir flugtak hefði verið dæld í
öðrum væng vélarinnar eftir flug
en það hefði verið Iagfært.
Vélin var fyrsta Jomboþota í
eigu Air India. Þetta er alvarleg-
asta slys Air India, en árið 1966
fórst Boeing 707 vél í svissnesku
Ölpunum og létust þá 117 manns.
V