Morgunblaðið - 04.01.1978, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 1978
íslenzk fyrirtæki taka þátt í
20—25 erlendum vörusýningum
RAÐGERT er að íslenzk fyrir-
tæki taki þátt í um 20—25 erlend-
um vörusýninjíum á árinu 1978,
að því er fram kemur í desember-
hefti fréttabréfs (Jtflutningsmið-
stöðvar iðnaðarins.
1 fréttabréfinu kemur fram að
nú þegar er skipulagsvinna vegna
KVENNADEILD Reykjavfkur-
deildar Rauða kross Islands
færði 29. desember s.l. Land-
spítalanum góða gjöf. Var þar
um að ræða hjartagæzlutæki,
þ.e. móðurstöð fyrir bjarta-
gæzlukerfi. Stöðin samanstend-
ur af sveiflusjá og skrifara.
Skrifarinn fer sjálfvirkt í gang
og skrifar niður mynd af hjart-
slætti sjúklinga, þegar hjart-
sláttur þeirra verður óregluleg-
ur.
Þetta hjartagæzlutæki er
meðal fullkomnustu slíkra
kerfa, sem völ er á í dag og var
I grein, sem birtist í Mbl. 30.
des. 1977 um fjárframlag
Bandaríkjanna til eyja nokk-
urra í Kyrrahafinu urðu mér á
þau mistök að nefna eyjarnar
Kúrileyjar. Eyjar þær, sem
greinin átti við, eru á erlendu
máli nefndar einu nafni Micro-
nesia, sem á íslenzku mætti
þýða með orðunum „litlu
eyjar“. í íslenzkum landabréfa-
Bokum eru þær nefndar Mikró-
nesia. Mikrónesia eða litlu eyj-
ar eru á hafsvæðinu vestan við
Hawai-eyjarnar og teygja sig
suður fyrir Japan. Til þessara
eyja heyra m.a. Marshall-eyjar,
Marian-eyjar, Karolinu-eyjar,
auk mikils fjölda annarra eyja,
en samtals eru þær um tvö þús-
und talsins. Kúril-eyjar eru
hins vegar eyja-klasi norður af
Japan og því máli óskyldar, sem
greinin fjallaði um. Leiðréttist
þetta hér með.
Þá er rétt að vekja athygli á
því, að við setningu greinarinn-
ar féll niður orð og línubrengl
urðu, þar sem fjallað er um
hugsanlega afstöðu sumra til
aðildar Islands að Nato, ef
fjögurra sýninga langt komin.
Þessar sýningar eru: Heimtextil-
en í Frankfurt 11.—15. janúar
nk., en hér er um að ræða stærstu
textilsýningu í heiminum. Þátt-
takendur verða Alafoss og Ullar-
verksmiðjan Gefjun, en Útflutn-
ingsmiðstöðin verður einnig með
kostnaðarverð þess um 4 millj-
ónir króna. Þá hefur Kvenna-
deild Reykjavíkurdeildar
Rauða kross Islands einnig gef-
ið til bókasafns sjúklinga Land-
spítalans bækur fyrir 350.000 á
árinu 1977, segir í frétt frá
Stjórnarnefnd ríkisspítalanna f
gær.
Stjórn Landspítalans færir
Kvennadeild Reykjavíkurdeild-
ar Rauða kross Islands einlæg-
ar þakkir fyrir þann mikla
stuðning, sem deildin hefur
veitt Landspítalanum nú sem
fyrr segir að lokum í frétt frá
Stjórnarnefnd spítalanna.
ákveðnar aðstæður innlendar
sköpuðust. Umrædd setning
átti að hljóða, sem hér segir:
Undir þessi orð er hægt að
taka heilshugar og því má bæta
við að við, sem höfum margir
hverjir verið meðal ákveðnustu
fylgismanna þess, að Island eigi
að vera aðili að Nato, höfum
einnig barist hvað harðast gegn
því, að sú þátttaka yrði gróða-
lind á innlendum vettvangi. Sú
stund gæti jafnvel runnið upp,
að ef við héldum, að íslenzku
þjóðerni og menningu væri
meiri hætta búin af annarleg-
um innlendum ástæðum í
tengslum við varnirnar, heldur
en af hættunni frá austri, að þá
myndu sumir okkar frekar vilja
taka áhættuna af hinu síðar-
nefnda, þótt ég geri mér fulla
grein fyrir að í þeirri aðstöðu
felist neikvæð og varhugaverð
afstaða til heildarhagsmuna
þeirra ríkja, sem mynda At-
lantshafsbandaiagið. Vonandi
þarf ekki að koma til þess.
2. janúar 1978.
Guðmundur H. Garðarsson.
upplýsingabás á þessari sýningu.
Gavemessan heitir sýning á gjafa-
vörum í Ösló 15.—18. janúar og
mun Glit taka þátt í henni.
Prjónavörusýningin Internat-
ional Knitwear Fair verður háð í
London 19.—23. febrúar og munu
Prjónastofan Iðunn, Les-prjón og
Röskva hf. taka þátt í henni. Þá
munu 6—8 íslenzk fyrirtæki taka
þátt í Scandinavian Fashion
Week í Kaupmannahöfn 16.—19.
marz og mun Utflutningsmiðstöð-
in verða með sýningarbás þar.
Veitt prófessorsem-
bætti í guðfræðideild
DR. theol. Einari Sigurbjörnssyni
hefur verið veitt prófessorsem-
bætti við guðfræðideild Háskóla
Islands. Var setning hans í em-
bættið afgreidd á fundi ríkisráðs
á gamlársdag.
— Áfrýja ekki
Framhald af bls. 32.
unar hvort það áfrýjaði dóminúm
yfir fyrrnefndu fólki. Erla fékk
þriggja ára fangelsisdóm og Al-
bert 15 mánaða dóm.
Dómunum yfir Sævari
Ciesielski, Kristjáni Viðari Við-
arssyni, Tryggva Rúnari Leifs-
syni og Guðjóni Skarphéðinssyni
ber samkvæmt lögum að áfrýja til
Hæstaréttar vegna þess hve þung-
ir þeir voru. Þessir fjórir menn
eru nú í gæzluvarðhaldi. Einangr-
un þeirra hefur verið rofin og
hafa þeir verið fluttir úr Síðu-
múlafangelsinu að Litla-Hrauni, I
Hegningarhúsið í Reykjavík og til
Kvíabryggju.
— Fyrsta
úttektin
Framhald af bls. 32.
sem Morgunblaðið fékk í Utvegs-
bankanum í gær hefur enn ekki
komið til að tekið hafi verið út af
reikningum þar. Slíkt er yfirleitt
ekki hægt fyrr en að hálfum
mánuði liðnum frá innleggi, þar
sem þau eru yfirleitt í ávísunum
og bíða þarf staðfestingar erlend-
is frá, þegar um ávísanir væri að
ræða. Því bæru innstæður, sem
stofnað væri til með ávísunum,
ekki vexti fyrr en hálfum mánuði
frá innleggi.
— Pundið
Framhald af bls. 1
2.0850 mörk, lægsta verði sínu
til þessa, og talið er i Frank-
furt að þróuninni verði ekki
snúið við nema bandaríski
seðlabankinn komi dollaran-
um til hjálpar.
Viðskiptaþjóðir Bandaríkj-
anna leggja æ fastar að banda-
rískum stjórnvöldum að
endurvekja tiltrúna á dollar-
ann sem hefur aðallega lækkað
vegna uggs sem stafar af gífur-
legum viðskiptahalla Banda-
ríkjanna.
I London spá sumir því að
pundið haldi áfram að hækka,
ef til vill í tvo dollara, þótt á
það sé bent að Englandsbanki
kunni að skerast í leikinn ef
hækkunin verður of ör.
Pundið hækkaði um 10 cent í
desember fyrir aðeins einu ári
þurfti að treysta gengi þess
með láni frá Alþjóðagjaldeyr-
Nokkrar konur f Kvennadeild Reykjavfkurdeildar Rauða kross
tslands við hið nýja tæki.
Landspítalanum f ært
h j ar tagæzlutæki
Leiðrétting:
Mikronesía en
ekki Kúrileyjar
— Staksteinar
Framhald af bls. 7
sömustu ábyrgðarstörf og
komast frá þeim með
sóma. Kannski er leyndar
dómurinn sá, að þeir
höfðu sjálfir stælt sig á
þvi ungir að glíma við
margvísleg úrlausnarefni,
án þess að vera mataðir al
öðrum nema að litlu leyti.
Vitaskuld er þjóðfélagið
nú miklu margbrotnara en
það var áður og engin be<
brigður á nauðsyn góðrar
menntunar eða þörf þjóð-
arinnar á sérfræðingum á
fjölmörgum sviðum. En
hitt er vafasamara, hvort
skyldunámið er ekki kom-
ið út i öfgar að magni
námsefnis og lengd skóla
tima og geri svo miklar og
einhliða kröfur til nem-
enda án tillits til upplags
þeirra, að þeim sé ofboð-
ið Þeir, sem hentar nám-
ið sizt, kikna undir þvi,
fyllast vanmati á sjálfum
sér og andúð á umhverfi
sinu og þeim siðalögmá!
um, er það vill i heiðri
halda. Spurningar um
þessi mál leita á hugann
Kannski spretta þær af
vanþekkingu manns. En
ég held nú samt, að þessi
málefni séu ihugunarverð.
Hættir okkur ekki við að
apa of mikið eftir útlend-
um, bæði á þessum svið-
um og öðrum? Gleypum
við ekki of mikið hrátt af
þvi, sem aðflutt er? Þetta
eru ef til vill óþarfar
áhyggjur. En vis maður
spyr: Hefur ekki einhvers
staðar einhver hlekkur
brostið í uppeldis- og
menntakerfi okkar?
Hvað sem um það er, vil
ég leggja áherzlu á, að við
leggjum rækt við okkar
þjóðmenningararf. Köst-
um ekki fyrir róða þvi
manngildismati, sem vel
hefur dugað okkur. Vörp-
um ekki kjölfestunni fyrir
borð. Og um leið er ekki
úr vegi að minna á, að það
eru meiri sannindi fólgin i
máishættinum, að það
þurfi sterk bein til að þola
góða daga, en menn al-
mennt hugleiða, þótt þeir
taki sér þau orð i munn.
Fyrirhafnarlitið lif getur
leitt til úrkynjunar og eins
geta ofurnægtir orðið
kveikja hruns, bæði ein-
staklinga og þjóða. "
issjóðnum. Nú er pundið 10
centum hærra en flestir sér-
fræóingar töldu að það mundi
seljast hæst 1978.
Gullið hækkaði í dag um-
þrjá dollara únsan í 169.30
dollara. Dollarinn lækkaði
einnig gagnvart svissneskum
frönkum í dag og seldist á
1.9525 svissneska franka,
lægsta verðinu til þessa.
— Innrásarlið
Framhald af bls. 1
landamærunum, en lét um leið í
ljós þá skoðun að deilurnar mætti
jafna með friðsamlegum viðræð-
um.
Sovétstjórnin hefur látið í ljós
ánægju sína með frumkvæði Víet-
nama að sáttaviðræðum, en varast
þó að láta stuðning sinn við
Hanoi-stjórnina í ljós berum orð-
um.
— Ráðherralisti
Framhald af bls. 1
legar heimildir herma að ráð-
herrastólum verði fjölgað nokkuð
frá því sem verið hefur í stjórn
Demirels, en þar voru ráðherrarn-
ir 26 að tölu. Muni flestir stuðn-
ingsmenn stjórnarinnar á þingi,
sem ekki eru í flokki Ecevits,
hljóta ráðherraembætti, en flokk-
urinn muni þó hljóta ráðherraem-
bætti, en flokkurinn muni þó fara
með mikilvægustu málaflokka,
eins og t.d. varnarmál, innanríkis-
mál og fjármál.
— Portúgalir
Framhald af bls. 2
Reyndar er saltfiskur dýr vara, en
próteininnihald hans miðað við
t.d. nautakjöt er tvöfalt hærra og
þótt smásöluverðið sé nokkuð
svipað í Portúgal, þá fær
kaupandinn helmingi meiri fæðu
við kaup á saltfiki en nautakjöti.
Einar Benediktsson sagði að
jafnvel þótt það væri staðreynd
að illa stæði á fyrir Portúgölum
efnahagslega, þá væri það heldur
ekki umflúið, að Portúgalir þurfa
að flytja inn til landsins um það
bil helming þeirra matvæla, sem
þeir þurfa og gera því góð kaup í
þessari vöru. Portúgalar halda
því hins vegar fram að efnahagur
þeirra og gjaldeyrisástand sé
mjög bágt og þeir treysti sér ekki
til þess að eiga þessi viðskipti við
Islendinga nema til komi mjög
aukin innkaup á portúgalskri
framleiðslu. Einar kvaðst sjálfur
hafa skilið þetta svo að ekki yrði
mikil bót í þvi að kaupa þær vör-
ur, sem þeir hvort sem eru seldu
annars staðar, þannig að um yrði
að ræða nýjan framleiðsluútflutn-
ing. Fyrir eða um mitt þetta ár
munu Portúgalir taka í notkun
nýtt olíuver og hafa Islendingar i
því efni óskað eftir hugmyndum
um hvað Þeir geti selt úr því og
hver væri hugsanlegur viðskipta-
grundvöllur á því sviði. Einnig
hefur komið í ljós við athugun að
Portúgalir eiga kvartsnámur, sem
athugað verður með nánar eins og
raunar kom fram í Morgunblað-
inu í gær. Einhvern tíma kemur
og að því að íslendingar þurfa aó
láta smiða fyrir sig skip, þótt slík
þörf sé ekki fyrir hendi núna. Eru
þar talsverður möguleikar, þótt
beztu skipasmíðastöðvar Portú-
gala virðist bókaðar eitthvað fram
í tímann.
Loks er um hinar hefðbundnu
vörur að ræða, sem allir vita
hverjar eru og talið er að unnt sé
að auka kaup á hér innanlands.
Ekki hefur verið rætt um það að
fara út í jafnkaupasamninga við
Portúgali. Löndin eiga aðild að
friverzlun í EFTA og auk þess
fleiri alþjóðlegum samningum. Er
því um að ræða vörukaup á sam-
keppnisgrundvelli frá Portúgal.
Efnahagsástand Portúgals er
slæmt og hefur heldur farið
versnandi undanfarið. Verðbólg-
an þar er um 30% oggreiðsluhalli
og atvinnuleysi afar mikið. Portú-
gal er þróunarland og hlutfalls-
lega er ekkert annað land jafn
háð Portúgal og við Islendingar
— sagði Einar. Er það m.a. vegna
þess að það virðist ómögulegt að
fá saltfiskmarkað, sem komið get-
ur í stað Portúgalsmarkaðarins.
Því er mikill áhugi hjá öllum við-
komandi að sýna þá viðleitni að
auka viðskipti við landið. Pólitísk
kreppa, sem kom upp í lok síðasta
árs, stendur enn, þar sem ekki
hefur tekizt að mynda ríkisstjórn.
Islendingar hafa lagt sig alla fram
— annaó geta þeir ekki — sagði
Einar og bætti þvi við að erfið-
leikarnir hafi ekki verið frá hendi
íslendinga, heldur hefðú vand-
kvæðin verið frá Portúgölum,
sem ef til vill svöruðu ekki bréf-
um og annað. Stafár það af því að
erfiðleikar þeirra eru ekki hvað
sízt á sviði stjórnunar fyrirtækja
eftir byltinguna 1974. Þá fluttist
úr landi brott fjöldi sérmenntaðra
manna vegna þess að hagur
þeirra var ekki nógu góður. Hefur
þetta valdið erfiðleikum. Auðvit-
að verða báðar þjóðir að leggja sig
fram — sagði Einar — þeir þurfa
að framleiða það sem við þurfum,
t.d. veiðarfæri, en þá verða þau
einnig að vera samkeppnisfær í
gæðum, verði, afhendingartíma
o.s.frv.
— Jón tapaði
Framhald af bls. 2
ekki að fara út í nein fórnarævin-
týri.
Af toppbaráttunni er það að
segja, að taugastriðið er komið í
algleyming og menn tapa skákum
af taugaspennunni einni. Þannig
tapaði Búlgarinn Borgiev fyrir
Bretanum Taulbut, Foisor frá
Rúmeníu tapaði fyrir Skotanum
Upton, Goodman frá Englandi
vann Norðmanninn Tiller og þeg-
ar Rússinn Dolmatov sá helztu
keppinauta sína tapa unnvörpum
gerði hann snarlega jafntefli við
Ungverjann Grospetter.
Fyrir síðustu umferðina, þá 13.,
hafa Georgiev, Dolmatov, Good-
man, Taulbut og Upton allir 8
vinninga og spennan er í algleym
ingi.
— Skák-
unglingar
Framhald af bls. 2
bandarísk, náðu jafntefli í fjöl-
teflinu gegn stórmeisturunum
Friðriki Ölafssyni og William
Lombardy í húsi Taflfélags
Reykjavikur við Grensásveg.
Þetta voru þau Arni Armann
Árnason, 14 ára, Arnór Björns-
son, 11 ára, Hrannar Jónsson,
Ragnheiður Þorsteinsdóttir, 9
ára (systir Guðlaugar Norður-
landameistara i skák), Joh
Geljnas og Stanislav Rosen-
feld. Teflt var á 58 borðum, á
16 þeirra voru bandarisk ung-
menni og fjórir Húsvíkingar
komu sérstaklega til mótsins.
Arnór Björnsson tefldi beztu
skákina að mati stórmeistar-
anna og hlaut sérstök fegurð-
arverðlaun, bók frá John W.
Collins.
I frétt Mbl. í gær af skákmót-
um bandarísku ungmennana
slæddust nokkrar villur. Sagt
var að eitt félaganna á mótinu
í Kópavogi hefði verið úr Mos-
fellssveit. Það er ekki rétt, hér
var átt við Skákfélagið Mjölni,
sem átti sex keppendur á mót-
inu. Þá var sagt að Björgvin
Guðmundsson, SH, hefði á
þessu móti tapað fyrir Banda-
ríkjamanninum Burton Carp-
enter. Þetta kom fram í fjölrit-
uðum úrslitum sem Mbl. bár-
ust af mótinu, en er rangt.
Björgvin vann Carpenter og
hlaut sérstök fegurðarverð-
laun fyrir tafimennsku sina.
— Skyldu-
sparnaður
Framhald af bls. 5.
nóvember það ár er greiðsla hans
fer fram.
I auglýsingu fjármálaráðuneyt-
isins er eigendum skyldusparnað-
ar skírteina bent á að skirteinin
séu innleysanleg hvenær sem er
fram til 15. desember 1990 og
bera vexti og verðbætur til þess
tíma.
— Notadi
Framhald af bls. 14.
tengdasonur gamla mannsins
og líkmaður þorpsins veiktust
alvarlega eftir að hafa dreypt á
víni til að hressa sig eftir að
þéir höfðu komið öldungnum
fyrir í kistu sinni.