Morgunblaðið - 04.01.1978, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 1978
19
Brynjólfur á Ekkju-
felli - afmæliskveðja
Þeir eru fáir Héraðsbúar sem
ekki þekkja Brynjólf á Ekkju-
felli, og mun víst óhætt að segja
að vel flestir Austfirðingar, jafnt
þeir sem búa við sjávarsíðuna, og
til sveita og komnir eru til vits og
ára, kannast að minnsta kosti við
manninn í sjón eða þá af afspurn.
Samt hefur hlédrægnin alla tíð
verið eins konar lífsstefna Bryn-
jólfs út á við; hann hefur jafnan
forðast vegtyllur, þótt sveitungar
hans hafi oft fyrr á árum leitað
fast eftir því, að hann tæki að sér
opinber störf í sveitarstjórn. Um
skeið sat Brynjólfur þó í hrepps-
nefnd Fellahrepps og fóru þau
störf honum vel úr hendi. En
öllum góðum og gagnlegum mál-
efnum sveitarfélags sins og
Héraðsins veitir hann jafnan full-
tingi sitt og liðsinnir ótrauður við
að hrinda i framkvæmd.
Hann er maður hins nýja, unga
Islands, maður sem Einar skáld
Benediktsson átti erindi við í
aldamótaljóði sínu: framfarasinn-
inn, hinn bjartsýni, sjálfstæði at-
orkumaður, sem af hinum mörgu,
mörgu undangengnu íslenzku
kynslóðum var kjörinn til að um-
breyta aldagömlum draumsýnum
i veruleika, — gera ísland að
betra og byggilegra landi. Djúpar
eru rætur hans á hinu gamla
hefðarbýli Ekkjufelli, þar sem
sonur hefur í margar kynslóðir
tekið við búi eftir föður og fært
Prófkjör A-lista til
bæjarstjómarkosn-
inga á Reykjanesi
PRÓFKJÖR Alþýðuflokksins
vegna bæjarstjórnarkosninga í
Reykjaneskjördæmi hafa verið
ákveðin í Kópavogi, Hafnarfirði
og Keflavfk og fara þau fram dag-
ana 28. og 29. janúar næstkom-
andi. Kosningarétt hafa i'lir sem
orðnir eru 18 ára eða eldri og eru
ekki félagar í öðrum stjðrnmála-
flokkum. Kjörgengi hafa allir,
sem orðnir verða 20 ára, er sveita-
stjórnarkosningar fara fram að
vori.
I Kópavogi verður kosið um
fjóra efstu menn A-listans og skal
framboðum hafa verið skilað fyrir
9. janúar. Þeir sem fá 90%
greiddra atkvæða fá bindandi
kosningu.
I Hafnarfirði er kosið um fjögur
efstu sætin og eiga framboð að
hafa borizt fyrir 9. janúar og í
Keflavík verður kosið um sex
efstu sætin, úrslit bindandi og skal
tilnefningu vera lokið fyrir 18.
janúar næstkomandi.
Landrisið í Mývatns-
sveit komið í kyrrstöðu
LANDRISIÐ, sem staðið
hefur í Mývatnssveit síðan
gaus 26. apríl sl. virðist nú
vera að komast í kyrrstöðu.
Það kemur fram í mæling-
um, sem Sigurjón Rist fékk
á gamlársdag.
Mælingar, sem ná að föstu merki
við Laxárbrú við Arnarvatn,
benda til þess að land hafi risið um
2 sm. hjá Álftagerði á sl. ári.
Vatnshæðarmælar og föst merki
eru við Mývatn. Sé gengið út frá
því að land hafi risið um 2 sm. frá
Álftagerði, þá sýna vatnshæðar-
mælingarnar að land hefur risið
um 18 sm. hjá Grímsstöðum og 36
sm. i Vogum, að sögn Sigurjóns.
Voru örlitlar en óverulegar hreyf-
ingar á botni Mývatns allt frá gos-
inu 20. des 1975, þar til í gosinu og
jarðskjálftunum 26. apríl á sl. ári.
Má heita að nú fáist sama niður-
staða og 10. nóvember sl. að þvi er
Sigurjón sagði, og virðist þvi risið
að stöðvast.
Eins og áður hefur verið haft
eftir Sigurjóni, varð landsig hjá
Grimsstöðum í byrjun árs 1976. En
um áramótin 1976 og 1977 var allt
komið í jafnvægi, að undanskildu
því að Vogar sýndu þá um 4 sm.
landris. Þvi hefur landrisið, sem
fyrr er nefnt allt orðið á sl. ári.
Birgir Sigurðsson rithöfundur:
Röng sagnfræði
um Skáld-Rósu
30. desember síðastliðinn birtist
grein i Dagblaðinu eftir Ölaf
Jónsson. Þessi grein virðist eiga
að þéna sem gagnrýni á sýningu
Leikfélags Reykjavikur á Skáld-
Rósu.
Ég hafði ekki hugsað að halda
uppi vörnum fyrir sagnfræði þar
sem þetta leikrit mitt er skáld-
skapur. En sem almennum áhuga-
manni um sagnfræði rennur mér
nú blóðið til skyldunnar. Eg vil
því leiðrétta það sem fram kemur
í þessari klausu í áðurnefndri
grein. Þar segir svo:
„1 þessuni hlula leiksins víkur
líka Birgir þvert frá aðalheim-
ildinni um þessa athurði alla,
sögu Natans Ketilssonar og
Rósu eftir Brynjólf á Minna-
Núpi, og snýr beinlínis við at-
burðarásinni frá því sem er f
frásögn Brynjólfs. Þar var
Rósa frilla sýslumanns á Ket-
ilsstöðum uns hann óforvar-
endis færir heim eiginkonu í
búið.“
Þetta er röng sagnfræði Brynj-
ólfs frá Minna-Núpi sem hefur
verið margleiðrétt, síðast i bók
Guðrúnar P. Helgadóttur; Skáld-
konur fyrri alda. — Rósa var ekki
á Ketilsstöðum þegar Páll Melsteð
fluttist þangað með konu sinni.
Rósa var þá á Svalbarði i Þistil-
firði svo sem kirkjubækur votta.
Frásögn Brynjólfs um þetta er
einber þjóðsaga og ágæt sem slík,
en sagnfræði er hún ekki.
Með nýárskveðjum og þökk fyr-
ir birtinguna.
Birgir Sigurðsson.
það stöðugt fetum fram með þrot-
lausri elju og yrkt jörðina í sveita
síns andlits. Störf bóndans hafa
verið Brynjólfi bæði kvöð og
köllun, og einmitt hann fær að
upplifa þá tíma, þegar tæknin
heldur loks innreið sína í þetta
land og veldur m.a. byltingu í
öllum búskaparháttum. Tækninni
tók hann sannarlega tveim
höndum við hinar miklu og marg-
vislegu jarðarbætur, sem hann
hefur unnið sleitulaust að alla
sína búskapartið: stórgrýtt ber-
angursholt, rýrir móar, hólar og
slakkar eru undir hans hendi
orðnir að arðmiklum töðuvöllum,
og hin forðum skuggalega Ekkju-
fellsblá hefur í hans tið breytzt i
valllendi. Brynjólfur er einnig
hagur vel á tré sem járn og hefur
unnið nfargan hlutinn til búsins í
smiðju sinni. Sjálft íbúðarhúsið á
Ekkjufelli hefur hann endurnýj-
að og styrkt og hýst staðinn að
nýju að vönduðum útihúsum.
Fyrir mörgum áratugum raf-
lýsti hann bæinn með dieselvél
löngu á undan flestum öðrum þar
um slóðir. I Freysnesi á bökkum
Lgarfljóts dafnar á nokkrum ha.
lands vænn og vöxtulegur skógar-
lundur, sem Brynjólfur hefur
látið planta til minningar um
Baldur bróður sinn og Þórunni
systur sína, en þau létust bæði
langt um aldur fram og voru ætt-
mennum sinum mikill harm-
dauði.
Austurtand með tignarháa tinda,
trausta dali, fimbulsterka vinda,
' þér ég helga þennan litlaóð.
Blföa land med firði fagurbláa,
fossasöng og blómaskrúðið smáa,
blessað land með bernsku minnar slóð.
Þó aðskýin falli að fótum þinum,
feli allt í úðafaðmi sínum,
þínar herðar gyllir geislakrans.
Þar sem Fljótið bakkafagra. breiða
blikar, niðar, — l.vgnt frá sæ til heiða,
unaðs-strengir óma’ í brjósti manns.
(Brynjólfur Sigurðsson)
Brynjólfur á Ekkjufelli er
fæddur hinn 4. janúar 1898, sonur
þeirra merkishjónanna Margrétar
Sigurðardóttur og Sigbjörns
Björnssonar. Börn þeirra hjóna
Margrétar og Sigbjörns voru alls
tíu talsins og var það glaðvær
hópur, fríður og mannvænlegur.
Heimilið var mjög fjölmennt, því
oft var margt vinnufólk á Ekkju-
felli og þar var búið rausnarbúi
en Sigbjörn taldist til hinna
efnaðari bænda á Austurlandi.
Rúmlega tvítugur heldur
Brynjólfur utan til Danmerkur og
lagði þar stund á búvisindi á
árunum 1922 og ’23. Nokkrum
árum eftir heimkomuna festi
Brynjólfur ráð sitt og kvæntist
hinn 31. mai 1927 Solveigu Jóns-
dóttur Hnefils frá Fossvöllúm.
Solveig er búin miklum mann-
kostum og hefur sem húsfreyja á
Ekkjufelli í hálfa öld varpað
ljóma á það heimili og gætt það
sérstakri hlýju. Börn þeirra
Brynjólfs eru fimm: Vignir bif-
vélavirki, kv. Ásdísi Þórðardóttur
frá Hvammi, Sigbjörn kaup-
maður, kv. Kristinu Jónsdóttur
ÚT EK komin bókin Kringutn
húsið læðast vegprestarnir, þýdd
ljóð eftir Einar Braga. I henni eru
30 ljóð eftir 10 lettnesk samtíma-
skáld, sum búsett í ættlandi sínu,
önnur í útlegð. Einar Bragi getur
þess í inngangi, að þýðingarnar
séu gerðar i samstarfi við lett-
neska ljóðskáldið Andrejs Irbe
sem er búsett í Stokkhólmi. Mun
frá Gjögri og Grétar Þór bóndi,
kv. Þórunni Sigurðardóttur frá
Sólbakka í Borgarfirði eystra. All-
ir þrír synirnir tóku sér búsetu
rétt utan við túngarðinn á Ekkju-
felli, þegar þeir stofnuðu heimili.
Dæturnar eru Þórunn hjúkrunar-
kona, gift Magnúsi Guðmannssyni
bæjarverkfærðingi í Njaróvíkum,
og Sigrún vefnaðarkennari, gift
Sigurjóni . Gíslasyni trésmiða-
meistara og búa þau hjónin á
Lagarfelli örskammt frá Ekkju-
felli. Barnabörnin eru 17 og lang-
afabörnin eru 11 talsins.
Sumarbörnin þeirra Solveigar
og Brynjólfs eru orðin æði mörg
og skipta víst orðið tugum.
Ekkjufell liggur i þjóðbraut og
fáeinir gestkomandi á degi hverj-
um þykir hreint og beint sjálf-
sagður hlutur á heimili Brynjólfs
og Solveigar. Þar er ekki stunduð
greiðasala en öllum gestum tekið
opnum örmum, hvernig sem á
stendur, enda harla algengt að
gestir dvelji þar nokkra daga eða
þá nokkur misseri ef því er að
skipta. Viðmót húsráðenda hefur
ætið verið hið sama hýra og hlýja
við hvern sem að garði bar, hvort
sem gesturinn hét Ölafur Thors
eða Bjarni Arnason.
Hið fjölmenna ættlið lítur
gjarnan á Ekkjufell sem sitt ann-
að heimili og er alltaf á leiðinni
heim, jafnt í draumi sem veru-
leika. Og bezt er að koma um
hásláttinn.
Á áttræðisafmælinu mun
Brynjólfur gera sér dagamun í
hópi sinna nánustu heima á
Ekkjufelli. Lifðu heill frændi, og
megi þú verða allra karla elztur.
H.V.
þetta vera í fyrsta sinn sem lett-
nesk ljóðlist er kynnt hér á landi.
Áður hafa komið út eftir Einar
Braga þrjú söfn þýddra ljóða:
Hrafnar i skýjum 1970, Hljóm-
leikar í hvítu húsi 1973, Létta
laufblað og vængur fugls 1975.
Útgefandi lettneska ljóðasafnsins
er bókaútgáfan LETUR.
Lettnesk ljóð í þýð-
ingu Einars Braga
Fífa er fundin lausn
ELDHÚS OG
KLÆÐASKÁPAR
Fifu skáparnir eru vandaöir, fallegir, ódýrir og henta hvar sem er.
Fífu skáparnir eru islensk framleiösla.
Þeirfástíþremviöartegundum, hnotu, álm og antikéik.
Haröplast á boröplötur í mörgum fallegum litum allt eftir yöar
eigin vali. Komið og skoöiö, kynnið ykkur
okkar hagstæöa verö. Látiö okkur teikna og fáið tilboö.
Fífa er fundin lausn.
Auöbrekku 53, Kópavogí.
Simi43820