Morgunblaðið - 06.01.1978, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 06.01.1978, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANUAR 1978 15 Barbra Streisand Robert Redford Streisand og Redford vinsaelust Los Angeles. 5. jan. Reuter. ROBERT Redford og Barbra Streisand voru f gær kosin vin- sælustu leikarar ársins 1977 og er þetta í þriðja sinn, sem bæði hljóta þennan titil. Kosn- ingin fór fram á grundvelli könnunar, sem gerð var af er- lendum fréttastofum. Redford var kosinn vinsæl- asti karlleikarinn annað árið í röð. Hann var einnig kosinn árið 1974. Streisand var kosin árin 1970 og 1974. Könnunin fór fram 1 sextíu löndum á vegum Reuters- fréttastofunnar. Kvikmynda- leikararnir fá styttur í verð- Iaun vió formlega athöfn 28. janúar n.k. Vörður efld- ur við sendi- ráð í London London 5. jan. Reuter ARABtSKIR og ísraelskir diplómatar í London hafa fengið aukna lögreglu- vernd eftir morðið á aðal- fulltrúa Frelsissamtaka Palestínu (PLO) í London í gær. Tilræðismaðurinn er talinn vera ættaður frá Miðausturlöndum að áliti brezkra yfirvalda en eng- inn hefur verið handtek- inn grunaður um aðild að morðinu. Fljótlega eftir morðið var tekið upp sérstakt eftirlit með farþeg- um flugvéla, sem fljúga til Mið- austurlanda á Heatrow-flugvelli. Sérþjálfaðir verðir hafa tekið sér stöðu við israelska sendiráðið, sendiráð og ræðismannsskrifstof- ur Arabaríkja og skrifstofur ísraelskra og arabískra flugfélaga og ferðaskrifstofa. Jafnframt stendur yfir rann- sókn á dauða tveggja starfsmanna sýrlenzka sendiráðsins og . á sprengingunni i bíl þeirra. Yfir- völd segja að enn sé ekki sannað að nokkurt samband sé é milli þessara mála. Sendiráð Iraks vis- ar á bug þeirri frétt að komin sé til London sveit atvinnumorð- ingja, sem hafi verið þjálfaðir í Irak .og fengið það verkefni að myrða kunna Araba, sem styðja friðarumleitanir Egypta. 10 ár frá valdatöku Dubceks: Þjáðist af mikilmennsku- br jálæði — segir Rude Pravo Prag 5. janúar AP. MALGAGN tekkóslóvak- íska kommúnistaflokksins, Rude Pravo, birti í dag leiðara í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá því að Alex- ander Dubcek var kjörinn formaður kommúnista- flokks landsins og byrjaði þar með „Pragvorið“. t leiðaranum er ráðizt harkalega á Dubcek, sem steypt var af stóli með inn- rás sovézka hersins og Var- sjárbandalagsríkjanna í landið 21. ágúst 1968, þótt honum væri ekki endan- lega varpað út í kuldann fyrr en í apríl árið eftir. Sagt er að Dubcek hafi þjáðst af mikilmennsku- brjálæði og að hann hafi svikið málstað hinna vinn- andi stétta og kommúnista- rfkisins. Segir blaðið að Dubcek hafi orð- ið fyrir þrýstingi frá hægri, sem hann hafi algerlega látið undan og traðkað niður allt það, sem hann hefði áður unnið að. Hann hefði afvegaleitt þúsundir heiðar- legra manna, sem trúað hefðu á hann og sem hann hefði valdið miklum vonbrigðum. Sú hætta, sem sósíalisma í landinu hafi staf- að af gerðum Dubceks, hafi einn- ig steðjað að öðrum sósíalistaríkj- um svo og einingu og stöðugleika í hinum kommúnistiska heimi. Því hafi verið nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að bægja þess- ari hættu frá og koma i veg fyrir að innlendir og erlendir endur- Alexander Dubcek skoðunarsinnar næðu að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd. Segir blaðið að lokum: „Þetta skildu kommúnistar og það fólk í landinu, sem hélt tryggð við hug- sjónir kommúnismans og sem sneri sér til bandamanna okkar og vina með hjálparbeiðni." Bankastræti 14, Sími 25580

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.