Morgunblaðið - 20.01.1978, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.01.1978, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978 m 5IMAK |P 28810 car rental 24460 bíialeigan GEYSIR BORGAPIIJNI 24 LOFTLEIDIR -E- 2 1190 2 11 38 Ekkja Chous til Kambódíu Tokyo. Belgrad. Peking, Bangkok. 18. jan. AP — Reuter. TENG Ying Chou, ekkja Chou En Lais fyrrum forsætisráðherra Kína, varaforseti kínverska þingsins og meðlimur miðnefnd- ar kommúnistaflokks Kína, hélt í dag með sérstakri flugvél til Kambódíu. Herma fregnir að hugsanlega sé ferð Teng upphaf diplómatískra tilrauna til að koma á samningaviðræðum milli Vfetnama og Kambódíumanna í deilu landanna, en þau slitu stjórnmálasambandi á gamlárs- dag. 1 fylgd með Teng Ying Chou eru tveir háttsettir embættis- menn, Han Nien-Lung aðstoðar- utanríkisráðherra Kína og Shen Ping deildarstjóri i deild þeirri í utanrikisráðuneyti Kína sem fer með málefni Asíu. Herma áreiðanlegar fregnir að aðstoðar- utanríkisráðherra Víetnams Phan Nien, sé nú í-Peking, en hann er sérfræðingur í landamæradeilum. Segja þessar heimildir að Phan Nien sé þangað kominn til að fá Kínverja til að koma á ný sam- bandi á milli Vietnams og Kambó- díu. Talsmaður sendiráðs Kambó- díu í Peking sagði í dag að engar viðræður hefðu átt sér stað i Peking við Víetnama, en talið er að Phan Nien hafi verið í Peking frá 9. janúar. Víetnamar hafa skýrt frá að þeir vilji þegar í stað hefja við- ræður til lausnar deilu landanna, en Kambódíumenn segjast ekki tala við Víetnama fyrr en þeir síðarnefndu hafi farið með herlið sitt á brott úr Kambódíu. Kínverj- ar hafa lýst því yfir að þeir vonist til að friðsamleg lausn deilunnar fáist með samningaviðræðum. Opinberlega hafa Kínverjar ekki tekið málstað annars aðilans, en af skrifum kínverskra blaða að undanförnu má draga þá ályktun að samúð þeirra sé með Kam- bódiumönnum, skýrði júgóslav- neska fréttastofan í Peking Tanjug frá í dag. I útvarpssendingu Phnom Penh útvarpsins í dag sagði Pol Pot forsætisráðherra Kambódíu að herir landsins hefðu unnið nýja sigra í átökum við víetnamskar hersveitir. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU W <.I,YSI\(, V SIMIW KK: 22480 Útvarp Reykjavík FÖSTUDKGUR 20. janúar MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og furustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Guðrfður Guðbjörns- dóttir les söguna Gosa eftir Carlo Collodi f þýðingu Gfsla Ásmundssonar. (6). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Það er svo margt kl. 10.25: Einar Sturluson sér um þátt- inn. Morguntónleikar kl. 11.00: Tékkneska fflharmonfusveit- in leikur „Óð Hússíta", for- leik op. 67 eftir Dvorák; Karel Ancerl stj. / Alicia de Larrocha og Fflharmonfu- sveit Lundúna leikur Fantasfu fyrir pfanó og hljómsveit op. 111 eftir Fauré; Rafael Friihbeck de Burgos stj./ Sinfónfuhljóm- sveit Lundúna leikur Sinfónfu nr. 2 eftir William Walton; André Previn stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. SÍÐDEGIÐ 14.30 Miðdegissagan: „Á skönsunum“ eftir Pál Hall- björnsson. Höfundur les. (17). 15.00 Miðdegistónleikar Sinfónfuhljómsveit útvarps- ins f Banden-Baden leikur Sinfónfu f d-moll eftir Anton Bruckner; Lucas Vis stjórn- ar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Hottabych“ eftir Lazar Lagfn. Oddný Thorsteinsson lýkur lestri þýðingar sinnar (18). 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Viðfangsefni Þjóð- félagsfræða. Dr. Svanur Kristjánsson lektor flytur er- indi um rannsóknir á fslenzk- um stjórnmálaflokkum. 20.00 Beethoventónleikar finnska útvarpsins f septem- ber sl. a. „Prometheus“, forleikur op. 43. b. Pfanókonsert nr. 5 f Es- dúr op. 73. Emil Gilels leikur með Fflharmonfusveitinni f Helsinki; Paavo Berglund stjórnar. 20.50 Gestagluggi. Hulda Val- týsdóttir stjórnar þætti um listir og menningarmál. 21.40 Kórsöngur. Hollenski útvarpskórinn syngur lög eftir Brahms, Hauptmann, Gade o.fl. Stjórnendur: Anton Krelage og Franz Múller. 22.05 Kvöldsagan: „Sagan af Dibs litla“ eftir Virginfu M. Alexine. Þórir S, Guðbergs- son les þýðingu sfna (2). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Afangar. Umsjónar- menn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.40 Fréttir Dagskrárlok. SKJflHUM FÖSTUDAGUR 20. janúar 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Vorflugan og silungur- inn Bresk fræðslumynd um líf- rfki árinnar. Myndin er að nokkru leyti tekin neðan vatnsborðs og lýsir lifnaðarháttum sil- ungsins, og fleiri dýr koma við sögu. Þýðandi og þulur Guðbjörn Björgólfsson. 20.55 Kastljós (L) Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Helgi E. Helgason. V_____________________________ 21.55 Háski á hádegi (High Noon) Einn frægasti „vestri“ allra tfma, gerður árið 1952. Leikstjóri Fred Zinnemann. Aðalhlutverk Gary Cooper og Grace Kelly. Myndin gerist f smábænum - Hedleyville árið 1870. Lög- reglustjórinn er nýkvæntur og ætlar að halda á brott ásamt brúði sínni. Þá berast honum þau boð, að misindis- maðurinn Frank Miller, sem þykist eiga lögreglustjóra grátt að gjalda, sé laus úr fangelsi og væntanlegur til bæjarins með hádegislest- inni. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 23.15 Dagskrárlok _____________________________> til bæjarins með hádegis- lestinni og ætli þorpar- inn sér að launa lögreglu- stjóranum lambið gráa. Lögreglustjórinn sem hafði kvænst fyrr um daginn verður því að berjast við þorparann í stað þess að halda í brúð- kaupsferð sína, eins og hjónakornin ætluðu sér. „Háski á hádegi“ er tal- in einn bezti vestri sem gerður hefur verið, og hefur kvikmyndin hlotið mörg verðlaun, þar á meðal Óskarinn. Hún gerist öll á 80 mínútum, og er atburðarásin mjög hröð og spennandi. Kvik- myndahandbókin okkar, sú lúna skrudda, gefur henni hæstu mögulegu einkunn og hvetur sjón- varpsáhorfendur til að berja hana augum. Gary Cooper og Grace Kelly í hlutverkum sfnum f „Háski á hádegi“. „Vorflugan og silungurinn" nefnist bresk fræðslu- mynd um lífríki ár einnar, sem sýnd verður í kvöld klukkan 20.30. Þessi sérkennilegi fiskur er eitt þeirra vatnadýra sem við sögu koma í þeirri mynd. Myndin fjallar um lög- reglustjóra í smábæ í Bandaríkjunum. Honum er tilkynnt að þorpari einn, sem ber mikinn hat- urshug til hans sé á leið Þorparinn og lögreglustjórinn „Háski á hádegi“ (High noon) heitir kvik- myndin sem sjónvarpið sýnir í kvöld klukkan 21.55. Hún er vestri gerð- ur árið 1952 með leik- stjóranum Fred Zinne- mann, en í aðalhlutverk- um eru þau Gary Cooper og Grace Kelly.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.