Morgunblaðið - 20.01.1978, Side 28
28
MORGUNBI 4ÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978
V»M>
\A09GÚU-
KArPINU
%
I - 0 <7_ £5'
GRANI göslari
Látið yður ekki bregða,
prestur, hann lætur til sín
heyra nú strax, vatnið er orðið
ískalt.
500 krónur á tfmann fyrir þetta er ekki of mikið!
Geturðu ekki fundið þér neitt
til dundurs unz Húsbændur og
hjú byrja?
BRIDGE
Afengisbann ?
„Það hefur verið mikið rætt um
áfengisvandamálið í fjölmiðlum
og er það vel, þar hafa mörg
sjónarmið komið fram. Það er
mfn skoðun að eina rétta lausnin
á þessum málum er að setja á
algjört vínbann. Flestir lands-
manna vita það að við Islendingar
græðum ekkert á áfenginu, langt
því frá, heldur töpum við stórum
upphæðum á ári hverju vegna
áfengisins. Það er staðreynd að
áfengi er mjög mikill skaðvaldur
og hversu mörg skyldu dauðaslys-
in hafa orðið vegna áfengisneyzlu
og neyzlu annarra eiturlyfja hér á
landi.
Komin er upp stofnun fyrir
drykkjusjúklinga hér á landi og
kostnaðurinn við hana skiptir tug-
um milljóna á ári. Þá er ónefndur
sá stóri hópur aðstandenda þessa
fólks en sorgir og erfiðleikar
þeirra eru mjög miklir. Ég tel
fráleitt að bæta eigi bjórnum ofan
á allt saman. Hann yrði bara
viðbót og kveikjan að drykkju
sterkara áfengis, en það er dálítið
athyglisvert að margir af þeim
sem sent hafa bréf til Velvakanda
og sagst vera með bjórnum eru
meira og minna hlutdrægir, þvi
mörgum finnst þeim bjórinn góð-
ur og þeir hugsa bara um sjálfa
sig, en ekki velferð þjóðarinnar
að ég tel. Að lokum vil ég segja að
áfengið er einn mesti óvinur
þjóðarinnar. Gróðinn af áfengis-
sölu er enginn þegar allt kemur
til alls, en samt sem áður er þessi
óþarfa drykkur til sölu hér á
landi. Hvenær endar þessi saga?
0 Frjáls útvarps-
rekstur?
Velvakandi bað einhvern
tima lesendur sina að segja álit
sitt á frjáisum útvarpsrekstri hér
á landi og á hann þakkir skilið
fyrir það. Ég skora á alla lesendur
Velvakanda og fleiri að taka nú
höndum saman og senda Velvak-
anda undirskriftalista til stuðn-
ings frjálsum útvarpsrekstri og
verum nú allir með i þvi.
E.K. 1730—6804.“
• Ekkilítil
Danmörk?
„Á annan i jólum 1977 var í
útvarpinu samtalsþáttur við tvo
Færeyinga búsetta hér á landi, þá
Ragnvald Larsen og Chuman
Didriksen um jólahald i Færeyj-
um bæði fyrr og nú. og er ekki
nema gott eitt um það að segja.
Nema það að ég hef aldrei heyrt
það áður að siginn fiskur væri á
jólaborðinu. Þar seiri ég þekki til
var það jólagæs og vindþurrkað
kjöt og nýtt kjöt en það var ekki
þetta sem nefnt var.
Chuman sagði að Suðureyingar
væru alltaf fljótir til að tileinka
sér danska siði og að Suðureyjar
væru kallaðar Litla Danmörk.
Umsjón: Páll Bergsson
SPILIÐ í dag kom fyrir í fjöl-
mennri tvímenningskeppni. I
flestum tilfellum varð lokasamn-
ingurinn 4 hjörtu og baráttan
snerist um tilraunir suðurs til að
ná yfirslag.
Gjafari var vestur og austur-
vestur voru á hættu.
Norður
S. K4
H. K865
T. K9432
L. ÁK
Vestur
S. D10985
H. 107
T. D7
L. DG32
Austur
S. G762
H. G4
T. AG10
L. 10965
Suður
S. Á3
H. ÁD932
T. 865
L. 874
Yfirleitt spilaði vestur út
trompi og þeir sem spiluðu spilið
beint af augum töpuðu þrem slög-
um á tígul en áttu síðan afgang-
inn, slétt unnið.
En eftir að hafa tekið útspilið
tóku vandvirkari spilarar á ás og
kóng í laufi, fóru inn á höndina á
tromp og trompuðu lauf í blind-
um. Nú gátu þeir tekið spaðaslag-
ina og spilað síðan Iágum tígli frá
báðum höndum. Austur gat þá
verið enedaspilaður eða liturinn
orðið blokkeraöur og annarhvor
andstæðingurinn þá neyddur til
að spila út í tvöfalda eyðu.
Staðan var þessi.
Norður S. — H. 8 T. K9432 L. —
Vestur Austur
S. D109 S. G7
H. — H. —
T. D7 T. ÁG10
L. D Suður S. — H. 932 T. 865 L. — L. 10
En vestur gat forðað yfirslagn- um með því að láta drottninguna hvort sem sagnhafi spilaði tígl-
inum frá hendinni eða frá blind-
um. Þá voru þrír tígulslagir ör-
uggir og spiliö aðeins slétt unnið.
Framhaldssaga eftir
HUS MALVERKANNA Sr—
49
Jensen áfram. — Hann gengur
á milli fólks og biður að gefa
sér blöð og síðan sezt hann ró-
lega inn í stofuna sína og klipp-
ir myndirnar út og limir þær
snyrtilega inn í stórar bækur.
Hann skrafar við ráðherrana
sina eins og gamla kunningja.
Segir þeim hvað honum finnst
þeir eigi að gera fyrir land sitt,
og svo syrgir hann þá inniiega
þegar þeir deyja.
Þegar sljórnarskipti verða i
löndunum og aðrir taka við er
hann harmi lostinn þeirra
vegna. Honum þykir vænt um
ráðherrana sina. Hvort sem
þeir eru hægri- eða vinstri-
menn. Hann lifir fyrir þessar
myndir sínar og myndi aldrei
hafa áhuga á að snerta dauðan
kött, hvað þá heldur með blóm
hak við eyrun.
— Gætu einhver börn hafa
tekið upp á þessu?
Birgitte horfði niður á tærn-
ar á sér þegar hún spurði.
Henni leið vægast sagt alltaf
verr og verr og vissi ekki hvern-
ig þessi sérkennilegu funclir
hennar og Jensenhjónanna
myndi enda.
— Ég get ekki hugsað mér
annað... Einhverjir krakkar
sem hafa ætlað að stríða yður.
— Ég bið afsökunar að ég
skyldi vekja yður. Birgitte
yppti öxlum vandræðalega.
— Ég hugsaði ekki út í að
hér væri ekki opið alla nóttina
eins og I almennilegum bæjum.
— Aimenniiegum bæjum...
Hann endurtók orð hennar og
lyfti brúnum.
— Eftir því sem ég bezt veit
er þetta nú eins konar bær og
ég fæ ekki betur séð en við
höfum opnað fyrir yður þótt
nótt sé...
— Afsakið mig... það var
ekki svoleiðis meint. Nú fer ég
og svo læt ég setja lás fyrir
dyrnar mfnar f fyrramálið. Þér
hafið sjálfsagt haft á réttu að
standa. Þarna hafa börn verið
að reyna að gera mér gráan
leik.
Rödd hennar dvfnaði og hún
fann kökk í hálsinum ásér.
— Ég kem með yður og að-
gæti hvort ekki er allt í lagi.
Egon Jensen tók frakka af
herðátré.
— Fyrst ég er kominn á fæt-
ur er eins gott að við athugum
það.
— Og þennan dauða kött,
endilega að skoða hann.
Ruth Jensen hreytti út úr sér
oróunum, tók trefil af snaga og
vafði honum umhyggjusamlega
um Jiáls eiginmanns síns og
kyssti hann f kveðjuskyni.
— Ef hann er þá til...
Augnaráð hennar var illskulegt
þegar hún skellti dyrunum á
eftir þeim.
20. kafli
Egon Jensen horfði hugsi á
ungu stúlkuna með Ijósa hárið.
Fyrst hafði hún þótzt vera
dauðhrædd út af dauðum ketti.
Hafði dregíð hann út úr rúm-
inu um miðja nótt vegna svona
smámáis. Og nú lézt hún verða
enn hræddari vegna þess að á
rúminu var auðvitað enginn
dauður köttur.
Hún hafði sigri hrósandi opn-
að svefnherbergisdyrnar og
sagt:
„Þér getið séð það sjálfur
hvort þessi hefur ekki verið
vandlega fyrir komið...“
Og svefnherbergið hafði
verið tómt... auðvitað var
hvergi kött að sjá, þaðan af
síður dauðan kött með blóm á
bak við eyrun.
Snyrtiiegt blátt rúmteppi
sem virtist ekki hafa verið
hreyft sfðustu klukkutímana.
Engir dauðir kettir... Og
sjálfsagt höfðu þeir aldrei
verið þarna... hann fékk bara
ekki botn í hvað vakti fyrir
stúikunni með þessum láta-
látum.
Hún staðhæfði að hún væri
sakamálasagnahöfundur, en
hann sem gleypti í sig allar
slfkar sögur hafði aldrei séð
nafn hennar á neinni bók. Þcg-
ar hann hafði sagt það við hana
hafði hún sagt eins og annars
hugar: