Morgunblaðið - 26.01.1978, Side 13

Morgunblaðið - 26.01.1978, Side 13
MTTRcTUN’BLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. JAXCAR 1978 '» r 7 / / .T. .rlV; /t , , 13 Hugleiðing um gagnrýni Hugleiðing þessi var rituð fyrir fimm árum af gefnu en gleymdu tilefni. — G.E. I samfélagskró vorri á norðurhjara, þar sem listbrölt er haft í frammi öllum stund- um, þar sem skútukarlar, kaupamenn og hámenntuð „séní“ sigla samsíða um mynd- listarmarkaðinn (öllum til óblandinnar ánægju), þar sem pípulagningamenn, stórbænd- ur og Nóbelsverðlaunahafar nefnast einu nafni rithöfundar, þar sem opinbert tónleikahald er ýmist í höndum erlendra snillinga eða innlendra „áhuga- manna“ um tónlist, vefst eitt eilífðar vandamál fyrir þeim mönnum, sem falið er af fjöl- miðlum að leggja dóm á iðju þessa sundurlausa hóps ,,lista- manna": Hvaða mælistika er nothæf? Brauðstritiö Er gagnrýnendum skylt að hafa ætíð i huga að listamenn hafa misgóða aðstöðu til að stunda list sína? Er gagnrýn- endum t.d. skylt að taka tillit til þess að íslenzkar söngkonur eru allflestar húsmæður, sem baka lummur og skúra gólf? Er gagnrýnendum skylt að hafa það hugfast að íslenzkir hljóð- færaleikarar hafa hlaðið á sig hvers konar aukastörfum til að vera samkeppnisfærir í lifs- þægindakapphlaupinu? Er það gagnrýnendum viðkomandi hvort íslenzk tónskáld semja tónverk sín þegar aðrir sofa, eður ei? Tvímælalaust — segir einhver. Hér er um að ræða sjálfsagða réttlætiskröfu „áhuga-tónlistarmanna“ á hendur gagnrýnendum. Það er m.ö.o. ekki sanngjarnt að gera sömu kröfur til íslendinga, sem ævinlega eru illa haldnir af tíma- og aðstöðuleysi, og gerðar eru til listamanna af öðrum kynþáttum, erida vinnuaðstaða þeirra síðarnefndu va'Falaust betri bæði fyrr og síðar — eða hvað??? Dans á rósum Gjóum augum á lífsferil nokkurra þekktra tónskálda og hljóðíæraleikara. Var tilvera þeirra og daglegt líf dans á rós- um? Var það hlutskipti Pader- ewski, sendiherra Póllands i Bandaríkjunum, og síðar for- sætisráðherra Póllands, að helga tónlistinni kráfta sina einvörðungu? Eða kaffi kaffi- húsaspilarans Erik Satie, eða bókavarðarins Berlioz, eða hershöfðingjans Céser Cui, eða ritstjórans Schumanns, eða sölumannsins John Field, eða prófarkalesarans Anton We- bern, eða barnapíunnar J.S.Bach? Jók berklaveikin af- kastagetu Chopin, eða geðveik- in afkastagetu Schumanns, eða heyrnarleysið afkastagetu Beethovens, eða sárasóttin af- kastagetu Schuberts? Það er raunar umhugsuriarvert að Vínarbúar reistu Schubert minnisvarða, er kostaði marg- falt það fé, er tónskáldinu áskotnaðist um ævina. Telst það ekki frekar til undantekn- inga þegar listamaður kemst í þá' aðstöðu að geta helgað ákveðinni listgrein krafta sína einvörðungu? Tryggingasölumaðurinn Nefnum dæmi sambærilegt við íslenzkar aðstæður(?). Tón- skáldið Charles Ives fæddist i Tónllst eftir GUÐMUND EMILSSON smábænum Danbury í Conn- ecticutríki á austurstrond Bandarikjanna árið 1874. Kynni hans í æsku af svokall- aðri æðri tónlist voru harla lítil. Hann segir sjálfur, að orgei- ræksnið í Danbyry, rammfalskt og indælt, hafi þrátt fyrir allt orðið til að vekja áhuga hans á tónlist. Þegar organistanum og kirkjukórnum lá hvað mest á hjarta var sem himinn og jörð ættu eitthvað sameiginlegt. Önnur „inspírasjóns upp- spretta“ var þorpslúðrasveit Danbury, sem faðir hans stjórn- aði í hjáverkum. Var það haft til marks um gæði sveitarinnar að sumir lúðurþeytararnir kynnu að lesa nótur. Að há- skólanámi loknu gerðist Charl- es Ives tryggingasölumaður, þar eð tónlist var siður en svo lífvænleg starfsgrein um þær mundir. Tónstundir voru því fáar en vel nýttar. Tilraunir Ives seinna meir, í þá átt að fá tónsmíðar hans fluttar, voru flestar árangurslausar og þær fáu tónsmíða hans, er birtust á Guðmundur Emilsson. prenti. voru gefnar út á kostnað höfundarins. Sjötíu og eins árs að aldri auðnaðist Charles Ives loks að heyra eitt verka sinna flutt af sinfóníuhljómsveit. Hafði það tónverk, eins og reyndar fles't verka hans. legið óhreyft í þrjátiu ár. Þannig var búið að tryggingasölumannin- um Charles Ives, tónskáldinu er einna hæst rís í bandarískri tónlistarsögu. Leitum ekki larigt yfir Skamijit. Minnumst einnig listamannánna, er ís- lenzka þjóðin hefur alið á und- anrennu en lifðu þó. Ólík skilyrði Að þessu athuguðu vaknar spurningin hvort tiltækur sé nema einn og aðeins einn mæli- kvarði á listgæði. Einhver óskil- greinanlegur en þó raunveru- legur mælikvarði mótaður af starfi mikilhæfra listamanna við hin ólíkustu skiiyrði. Hann sést ekki, hann verður ekki handleikinn, en hann liggur i loftinu. Þeir, sem af alhug stunda list sina, finna því til samvitundar með öðrum lista- mönnum, hvar sem þeir kunna að vera- niðurkomnir á jarð- kringlunni. Allir keppa þeir að sama marki, og þó að leikregl- urnar séu óskráðar eru þær öll- um ljósar. Stigi nú einhver á fjöl til tónleikahalds, á Islandi eða annars staðar, er viðkom- andi, hvort sem honum líkar það betur eða verr, ósjálfrátt orðinn þátttakandi í alþjóðleg- um darraðardansi með öllum þessum sigrum og brostnu von- um, sem honum eru samfara. Hvernig má annað vera á tím- um geysilegra samgangna þjóða í millum, þegar yfir hinn almenna borgara rignir blað- meti, hljómplötum. kvikmynd- um og sjónvarpsefni hvaðan- æva úr heiminum kvölds og morgna? Ertil nema einn mæli- kvarði? Stoppað í götin Í opinberri tónlistargagnrýni á islandi hafa myndazt allsér- kennilegar hefðir, sem virða hin óskráðu en sjálfsögðu al- þjóðalög að vettugi og vitna ef til vill um þann afdalahugsun- arhátt, sem enn blundar j okk- ur eyjarskeggjum þrátt fyrir nýmóðins yfirbragð. Erlendir listamenn eru miskunnarlaust dæmdir og bornir saman við fremstu núlifandi starfsbræður þeirra, en innlendir listamenn aftur á móti hjúpaðir helgiáru, er forbýður að við þeim sé hróflað, víggirtir verndartolli til styrktar innlendu menning- arlífi. Svo rammt kveður að þessari landlægu verndarviðleitni að menn hika ekki við að stofna til blaðadeilna „álpist" gagnrýn- andi til að tjá hug sinn allan og ómengaðan um islenzkan lista- mann, enda eru gagnrýnendur farnir að líta á sig sem félags- fræðinga fremur en annað. Þeir rita alls ekki um islenzkan listamann nema á undan sé gengin ítarleg rannsókn á ævi- ferli hans og þarf sannast margs að gæta. Einu máli gegnir hvort lista- maður er af þessu þjóðerni eða hinu, frá þessari borg eða hinni, tónlist gengur jafnt yfir alla, ef ekki áður þá nú. Menn ættu að hafa það hugfast að „listframi" er ekki stríð ein- staklingsins við aðstæður held- ur stríð einstaklingsins við sjálfan sig. Vettvangur þeirrar baráttu getur verið sveitaþorp- ið Danbury, menningarplássið Vínarborg, eða kaupstaðurinn Reykjavík. Þeir einir, er ganga með sigur af hólmi, eiga lof skilið. Eftirspil Menn geta svo endalaust deilt um það sér til skemmtunar á síðkvöldum hvort einstaka gagnrýnendur hafa til brunns að bera nægilega þekkingu og hæfni til að handleika og túlka þann alþjóða „mælikvarða" sem áður er vikið að. Reykjavík 10.05. 1973. wr ■iw J. ] ■ . f’ • fci Hópur veitingafólks og annarra námsmanna frá Bandarikjunum og viðar ásamt fararstjórum sinum og fulltrúum Flugleiða er ónnuðust móttöku hópsins. Bandariskir stúdentar kynntu sér málefni ferðamanna hérlendis Fyrir stuttu var staddur hérlendis hópur fólks er kom frá Bandarikjun- um, fólk er stundaði nám aðallega i hótel og veitingaskólum þar i landi. Var þetta 46 manna hópur, nemend ur og kennarar, en nokkrir úr hópn- um voru þó jarðfræðinemar. Stjórn- andi hópsins var David C. Dorf en hann er framkvæmdastjóri fyrir „Hotel Sales Management Associ- ation" i New York sem er nokkurs konar samband hótelfólks i Banda rikjunum. Á fundi með fréttamönnum nýverið rakti David C Dorf nokkuð aðdraganda þess að ísland varð fyrir valmu til að kynna nemendum í hótelskólum mál- efni ferðamanna — ísland er litið land og við viljum reyna að sýna þessu fólki sem mest, og hér er að finna allt sem skiptir máli í sambandi við hótel- og veitingarekstur, og hér er eiginlega allt á sama stað Það er að visu mjög óvenjulegt að fara með ferðafólk til íslands á þessum árstíma, en i janúar eru margir skólar í Bandarikjunum i frii og þvi er timinn nokkuð hentugur með tilliti til þess David C Dorf sagði að ferðahópur- inn hefði kynnt sér hótel- og veitinga- rekstur, móttöku ferðamanna, víðs vegar i Reykjavík og nágrenni, var m a farið austur til Víkur í Mýrdal svo og til Akraness Sem fyrr segir voru nokkrir jarðfræðistúdentar með i hópnum og sagði Dorf að hópurmn hefði því skipt sér, t d er hótelfólkið skoðaði hótel fóru jarðfræðinemarnir í leiðangur Hópurinn dvaldi hérlendis i fimm daga og var námsförinni þannig háttað að fyrirlestrar voru að morgni, en síðan Framhald á bls. 26. TILBOl)! SEM ÞÚ GETUR EKKI HAFNAÐ NÚ BJÓÐUM VIÐ FLAUELSBUXUR vmil) Kll. 4.000.-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.