Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1978 „Ég fæddist í Hamp- stead." „Nei, elskan, þú fæddist í Hendon.“ „Það var i Hampstead, Richard.“ „Þvi miður, ástin, það var í Hendon.“ Þannig skemmtu Burton- hjónin vinum sinum. Rich- ard Burton, sonur námu- verkamanns, leit á Eliza- beth Taylor sem stúlku úr efri millistétt. Þess vegna var hægt að hiæja að því. þegar hann striddi henni með fæðingarstaðnum, að bæði höfðu hálfvegis á réttu að standa. Þegar Elizabeth Taylor fæddist í London í febrúar 1932. bjuggu foreldrar hennar í glæsilegu húsi í Hamp- stead, en heimilisfang þeirra í ófínna hverfi og fæðingin var skráð I Hend- on. Ég hélt alltaf, eins og all- ir aðrir, að Elizabeth Taylor væri ensk. Þannig vildi Metro-Goldwyn May- er líka hafa það. En þegar ég tók að rita um þessa furðulegu manneskju, sem verið hefur i sviðsljósi heimsins i 30 ár. komst ég að raun um. að báðir for- eldrar hennar væru amer- ískir — og mjög amerískir meira að segja. Þau voru frá Mið-vesturríkjunum, og það var á sinn hátt enn merkilegra en upphefð dóttur þeirra einni kynslóð síðar. að þau Sara og Francis Taylor skvldu klifa brattan frá uppruna sinum tii fínasta fólksins í Englandi á fjórða áratugn- um. Þeim tókst það með útliti sinu — þau báru af að glæsileik og þokka. Þau voru bekkjarfélagar i menntaskóla i Arkansas City um 1912, en hvorugt þeirra virðist hafa lokið stúdentsprófi. Um það leyti sem þau giftust, 1926, var Sara Warmbrodt (af þýzkum ættum) orðin þekkt leikkona undir nafn- inu Sara Sothern. Francis Taylor var listaverkasali, sem hafði hlotið þjálfun í starfi i þjónustu frænda síns, Howard Young. Young var auðugur og ráð- rikur maður, sem rak myndhús (gallery) f New York. Hann sendi hin ný- giftu hjón til Evrópu til að afla „góðra hluta, þ.e. verka eftir gömlu meistar- ana, til að prýða ameriska veggi. Hann lét þau bera sig ríkmannlega en jafn- framt vita af því, að þau væru bara fátækir ættingj- ar. Sara Taylor lék aldrei meir. Taylor-hjónin settust að i London, og Francis Tavlor setti á fót listaverkaverzl- un i Old Bond Street. Þau eignuðust tvö börn. sem voru jafnvel enn fallegri en foreldrarnir. En hinn Ijóshærði Howard, sem fæddist 1929, þótti þó enn fríðari en systirin Eliza- beth. Listaverkasali frá Liverpool segir: „Fólki, sem kom inn i málverkasal- inn, varð starsýnt á börnin vegna fegurðar þeirra. En flestir, sem sáu þau bæði, dáðust meira að drengn- um.“ Segja má, að Taylor- fjölskyldan hafi komizt undir verndarvæng Vict- ors Cazalet, auðugs þing- manns. Hann gaf Elizabeth fyrsta litla hestinn, sem hún eignaðist og lánaði fjölsk.vldunni 16. aldar hús á landareign sinni í Kent. F.vrir henni varð það tákn hinna ensku lifshátta — bæði fyrir kvikmyndir og fyrir stríð — sem þau gætu aldrei notið aftur. Taylor-hjónin voru trúað fólk og í sama trúflokki og Cazalet. Þegar Elizabeth var þriggja ára, varð hún i fyrsta skipti af mörgum lifshættulega veik. Sara Taylor var þess fullvissr að þáttaskipti hefðu orðið til hins betra, þegar Victor Cazalet kom, hélt barninu í örmum sér og talaði um Guð. Vegna yfirvofandi styrj- aldar hélt Taylor- fjölskyldan frá Englandi til Bandarfkjanna árið 1939 og settist að i Los Angeles. Þegar Elizabeth litla kom heim, var ýmsum veigamiklum spurningum ósvarað varðandi hana sjálfa. Var hún ensk eða amerisk, veik eða frísk, rfk eða ekki. Cazalet varð ekki var við neinar hugleiðing- ar í sambandi við leiklist. „Bæði börnin voru alger- lega óspillt og blátt áfram.“ Tveim árum sfðar var Elizabeth Taylor samningsbundin Universal kvikmyndafélaginu. Við lok striðsins var hin fín- gerða. vel uppaida telpa barnastjarna. sem hafði þúsund dollara vikulaun. Hvernig gerðist það? Sara Taylor stóð á bak við það, segir Hollywood. Metnaðargirnd hennar, sem hún varð að bæla niður i London, blossaði upp, þegar heim kom. Það er mál manna, að hún hafi verið einarðasta og ákveðn- asta leikaramamma. sem nokkurn tíma hafi komið í skrifstofu kvikm.vndaleik- stjóra. Hún reyndi einnig að koma syni sínum að, en hann brást henni. Daginn, sem hann átti að koma til prófunar, rakaði hann af sér allt hárið. Þegar samningurinn við Universal rann út, felldu forstjórarnir svofelldan úr- skurð: „Hún hefur ekki lengur barnsandlit. Augu hennar eru of köld.“ En Sara hélt sinu striki. Og nú kom enski hreimurinn til hjálpar, þvf að þetta var. Eftir Brendu Maddox Goð- sögnin um Elizabeth Taylor þegar samvinna Breta og Bandarikjanna var sem nánust á striðsárunum. Og svo fór fyrir þrákelkni og einbeitni Söru, að Metro- Goldwyn-Mayer gerði samning, sem meira að segja fól í sér, að Sara Taylor komst á launaskrá líka. í myndinni „Lassie Come Horne", 1943, gat hún sér gott orð, en sinn mikla sigur vann hún með myndinni „National Velv- et“ 1945. Sú mynd fjallar um sam- band ungrar stúlku og hests, sem hún vinnur í happdrætti. Síðan vinnur hún gífurlegar kappreiðar á hestinum, en þegar upp kemst, að knapinn er kven- kyns, er hún dæmd úr leik og svipt verðlaununum. En hún lætur sig það engu skipta, þvi að hún hefur sigrað samt, látið drauma sína rætast. Fyrstu meiri háttar kynni heimsins af Eliza- beth Taylor eru þau, að hún elskar hest og faðmar hann að sér af miklum ástriðuþunga. Margir aðdá- enda hennar eru sagðir aldrei hafa getað fyrirgefið Fyrri grein Fyrir tveimur mánuðum kom út í Bretlandi bókin „Hver er hrædd- ur við Elizabeth Taylor?" Höfund- ur hennar fjallar þar um einkalíf og hina almennu goðsögn einnar frægustu konu heims um áratuga skeið. Hún er nú aðeins 45 ára, en hefur verið stjarna í meira en þrjátíu ár. Mbl. birtir hér útdrátt úr bókinni. henni, að hún skipti yfir í karlmenn. Elizabeth Taylor ólst upp hjá Metro- Goídwyn-Mayer. Hún er sennilega eina barna- stjarnan, sem lifði sitt gelgjuskeið alveg fyrir allra augum. Ef hún hefði fengið húðsjúkdóma, bólur eða nabba, hefði hún kannski náð að eiga nokk- urra ára eigið líf. En hún var alltaf fegurðardís. „Elizabeth á vorkunn skil- ið“, er haft eftir fortstjóra nokkrum. „Hún hefur aldr- ei komizt i snertingu við venjulegt líf.“ Kvikmyndaverið mennt- aði hana, útvegaði henni fótboltahetju sem „bo.v- friend" og seldi hana heim- inum sem táningadrottn- ingu. Uppreisn gegn mömmu Sjötti áratugurinn var tfmi, þegar fegurð hafði til- gang — þann að ná sér i eiginmann. A sjötta ára- tugnum giftist Elizabeth Taylor fjórum sinnum: þeim Conrad Hilton, jr.. Mjchael Wilding, Mike Todd og Eddie Fisher. Hilton, sonur hóteljöf- ursins, var óþroskaður og óefnilegur eiginmaður. En jafnvel á þessum tímum tvöfalds siðgæðis voru ekki margar brúðir, sem héldu í brúðkaupsferðina við svo miðaldalegar aðstæður. „Sara hafði gætt þess af svo mikilli hörku, að engir Hollywood-flagarar kæm- ust nálægt Elizabeth," seg- ir kvikmyndastjórinn Sam Marx, „að henni tókst það of vel. Elizabeth gekk í hjónaband algerlega reynslulaus og ósnortin.“ Hjónaskilnaðurinn var áfall fyrir Elizabeth. En hvað sem þvi líður, þá hélt hún brúðargjöfunum og þar á meðal 100 hlutabréf- um í Hilton- hótelhringnum, minka- kápu, kádilják, hring, sem var 50.000 dollara virði og loðhundi, sem samsvaraði augnalit hennar. Hún gerði uppreisn gegn móður sinni, sem hafði reynt að hindra hjónaskilnaðinn, og sneri ekki heim aftur. Umboðsmaður Eliza- bethar útvegaði henni rit- ara og félaga til að fylla skarð Söru, og var það Peggy Rutledge. Hún seg- dir, að Elizabeth Taylor hafði orðið það æ betur ljóst, að hún væri aðeins innantóm fegurð. „Hver myndi kæra sig um mig, ef ég hefði ekki þetta and- lit?“ Hún leysti sinn vanda með því að biðla til Micha- el Wilding og giftast hon- um. Hann var brezkur og helmingi eldri en hún. (Hans vegna hryggbraut hún Howard Hughes, sem gekk með grasið i skónum á eftir henni). Fjórum árum og tveimur sonum síðar var hjóna- bandið í rústum. Wilding hafði farið með henni til Hollywood, þar sem allt fór úrskeiðis hjá honum en upp á við hjá henni. „Ris- inn“ frá árinu 1956 mark- aði upphaf óslitinnar raðar af metsölumyndum, sem vart nokkur stjarna hefur afkastað síðan. XXX Hafi Metro- Goldwyn-Meyer lagt grunnin að goðsögninni um Elizabeth Taylor, þá hafa vinir hennar lagt drjúgan skerf til hennar líka. Með því er ekki sagt, að þeir hafi ekki sagt satt. Það er vegna þess að þeir hafa sagt sömu hluti með sömu orðum, þannig að sagan hefur fengið á sig trúverðugan helgiblæ svona álika og sögurnar af Öskubusku og Mjallhvíti. Hún hljóðar eitthvað á þessa leið: „Elizabeth er mjög siðsöm manneskja. Stjórnunarfélag íslands Áttu í vanda með bókhaldið? Bókfærsla I Vegna mikillar eftirspurnar endurtekur Stjórnunarfélag Islands í annað sinn á þessu misseri námskeið i bókfærslu I, dagana 6.—9. mars n.k. Á námskeiðmu verður fjallað um sjóðbókarfærslur, dagbókarfærslur, færslur við viðskiptamannabók og vixlabækur og sýnf verður uppgjör fyrirtækja Námskeiðið er sniðið fyrir stjórnendur smáfyrirtækja, fólk sem annast bókhald slíkra fyrirtækja, fólk sem ekki hefur bókhalds- menntun en vinnur eða hyggst vmna viö emhvers konar rekstur Ennfremur er tilvalið fyrir konur eða karla sem vilja aðstoða maka sinn við rekstur svo og konur sem eru að halda út á vinnumarkaðinn eftir að hafa sinnt heimilisstörfum um lengri eða skemmri tima að koma á námskeiðið Námskeiðið stendur i 22 klst samtals og leiðbeinandi verður Kristján Aðalsteinsson Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa SFÍ að Skipholti 37, simi 82930 og þar fer einnig fram skráning þátttakenda Stjórnunarfélag Islands Lóubúð Úrval af kápum. Ullarkápur (Camel) Regnkápur, Kápur með skinnkraga og slár, Fínflauelsdragtir. Úrval af blússum og pils- Lóubúð, Bankastræti 14. 2. hæð. Sími 13670. íiI.VslNííASlMINN KR: 22480 JRorflimblflbib Stjórnunarfélag íslands ER KERFIÐ í LAGI? Framleiðslustýring og verksmiðjuskipulagning Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir nám- skeiðí i framleiðslustýringu og verk- smiðjuskipulagningu dagana 1 —3. mars nk. Á námskeiðinu verður faríð i; framleiðsluáætlanir, skipulagstækni (minnislístar, Knattkort, örvarit, notkun rafreikna o.fl ), staðsetningu fyrirtækja, heildarskipulagningu á nýju fyrirtæki og endurskipulagningu vinnustaðar. Námskeiðið á erindi til forst|óra, framleiðslustjóra og verkstjóra. sem umhugað er um að auka hagræðingu i fyrirtæki sinu. Leiðbeinandi verður Helgi G. Þórðarson verkfræðingur Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til skrifstofu félagsms að Skipholti 3 7, i sima 82930 _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.