Morgunblaðið - 26.02.1978, Page 17

Morgunblaðið - 26.02.1978, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1978 17 Elizabcth Tavlor hefur verið lýst sem „feg- urstu konu heims“. En sem barn (til vinstri með móður sinni og Hovvard bróður sínum) var meira tekið til fríðleika unga drengsins. Hún getur ekki gengið í rekkju með manni, sem hún ekki er gift." Ein af ástæðunum til þess, að þeir vilja láta fólk vita þetta, er sú, að það er i mótsögn við aðra algenga sögu um hana og er til leiðréttingar á því, sem þeir telja ósanngirni. Sjálf hefur hún sagt sér til varnar: „Það siðferði, sem mér var kennt heima, krafðist hjónabands. Ég gat einfaldlega ekki haft lausasambönd. Þess vegna giftist ég öll skiptin, og nú er ég ásökuð fyrir að vera hórkona.'" Það fyrirbæri, sem heim- urinn þekkir núna sem Elizabeth Taylor, er verk Mike Todds. Á þeim stutta tima, sem þau áttu saman, áður en flugvél hans fórst i fárviðri yfir Nýju Mexikó 1958, breytti hann Eliza- beth Taylor úr sljórri kvik- myndadis i heimsfræga persónu, sem ávaflt er í blaðafregnum, hvað sem hún gerir, ástalíf hennar og óhofslifnaður er dagleg- ur blaðamatur. Umbreytingin, sem Mike Todd annaðist, var algjör. Hann hleypti fjöri í hana, hvað snertir kynlíf, starf og fjármál. Hann breytti trú hennar, þótt hann gerði það ekki af ásettu ráði. Hún snerist ekki formlega til Gyðingatrúar fvrr en eftir lát hans. Hann kenndi henni að njóta iburðar og tildurs, og hún var góður nemandi í þvi efni. Hann gaf henni fyrsta Rolls-Royceinn. Og útgjöld- in voru færð á kostnaðar- hliðina vegna kvikmvndar- innar „Umhverfis jörðina á 80 dögum." Taylor og Todd giftu sig í Acapulco í febrúar 1957. Það var hennar fyrsta gyð- inglega brúðkaup, en brúð- arkjóllinn var hinn þriðji, sem Helen Rose hannaði á hana. Michael Wilding tók nú að sér hlutverk bróður og annaðist undirbúning brúðkaupsins. Bezti vinur Todds, Eddie Fisher, söng brúðkaupsserenöðu. Kona Fishers, Debbie Reynolds, var brúðarmær. Elizabeth Teylor gat varla gengið vegna skurðaðgerða í hryggnum. Catinflas, mezi- kanski gamanleikarinn frægi úr „Umhverfis jörð- ina á 80 dögum", aðstoðaði brúðgumann við að lyfta brúðurinni upp og setja hana niður. Flugeldar v mynduðu upphafsstafi brúðhjónanna á himnum, og hvenær sem Todd vék- frá brúðurinni, æpti hún „Mike", skrækri röddu. 1 marz 1957 hlaut „Um- hverfis jörðina á 80 dög- um“ Academy Award sem bezta mynd ársins, og hún fékk re.vndar fjögur önnur verðlaun. I sama mánuði tilkynnti Todd, að kona sín væri barnshafandi, og síð- an hófst ferðalag þeirra hjóna og tveggja sona frú- sem hafði notíð mikilla vinsælda á Broadwav. Pandro Berman. sem stjórnaði töku myndarinn- ar „The National Velvet". sem áður er getið, segir svo frá: „Við fengum Mike til að fá hana til að gera það. Við þurftum alltaf að leita til Mikes, ef eitthvað þurfti að gerast. Hún var vax i höndum hans. Hún hafði engar sjálfstæðar hugsanir á þessum tíma." Hún féllst' á þetta, en lýsti þvi yfir, að: þetta yrði endanlega síð- asta m.vnd hennar — þessi- og svo „Don Quixote". en það var næsta verkefni Todds, og hún var búin að lofa að leika I henni. Todd beitti áhrifum sín- um til þess að tryggja. að myndin yrði góð, en það átti ekki að taka hana i lit, þar sem það hefði tvöfald- að kostnaðinn. Richard Brooks, sem leikstýrði „Kettinum", minnist þess með ánægju. hvað gerðist, þegar Todd kom til að ná i konu sina eftir fvrsta dag- inn við upptökuna. Það var um fimm leytið. þegar Todd kom og heilsaði Brooks og sagði: „Er eitt- hvað að, karl minn?" „Ö, þetta bvrjaði ekki vel. Mvndin á að ver.a i svart-hvítu," sagði Brooks. „Og finnst þér það heimskulegt?" „Já. Þetta er fólk. sem á að teljast vel efnuð fjöl- skylda i Suðurrikjunum. og hér er ein af fegurstu konum i heimi. og þetta á allt að verða i svörtu og hvítu." „Hvað verðurðu hérna lengi?" „Til klukkan sex." Todd hljóp upp á loft. og tuttugu minútum fyrir sex komu þeir niður þrír helztu menn hjá MGM. Þeir gengu beint til Brooks og spurðu: „Af hverju tek- urðu ekki myndina í lit?" Mánuði síðar var Todd allur. Hann var að reyna að gera það, sem margur arinnar um Evrópu í aug- lýsingask.vni fyrir kvik- mvndina. 1 ágúst 1957 eignaðist Elizabeth þriðja barn sitt, meybarn, sem andaði ekki fyrstu 15 minúturnar, en þá var tilkynnt, að allt væri I lagi. Hún var skirð Liza Todd. Það tisti í Todd, þeg- ar hann skýrði blaðamönn- um frá þvi, að i saman- burði við hina nýju dóttur sina „liti móðirin út eins og Frankenstein". En á sama tíma neitaði hann að fall- ast á þá bón Elizabethar að mega draga sig i hlé frá kvikmyndaleik og helga sig fjölskyldunni. Hún þrumaði og sagði, að Todd ætti að kaupa hana út úr samningnum við Metro- Goldwvn-Maver. Þess i stað rak hann hana í það að fara' að vinna aftur i febrúar 1958. Kvikmyndin, sem um var að ræða, var „Köttur á heitu blikkþaki" eftir leik- riti Tennessee Williams, hefði betur látið ógert — sérstaklega árið 1958 — að fljúga frá Los Angeles til New York .i litilli leiguvél til að vera þar yfir helgina. Elizabeth Taylor átti að fara með honum, en varð eftir heima með slæmt kvef. Richard Brooks hafði einnig neitað henni um eins dags aukaley.fi frá upptökunni af ótta við af- stöðu tryggingarfélaganna, en þegar til kom gat hún ekki farið hvort eð var. Það var engin leið fyrir hana að eiga sina eigin sorg út af fyrir sig. Brooks minnist þess, að Dick Han- ley, sem hafði verið ritari Todds, hafi hringt i sig og sagt: „Blessaður komdu hingað. Hún öskrar eins og brjáluð manneskja." Brooks fór á vettvang, og þar var hópur af kvik- myndafólki. sem hafði streymt þangað, eftir að fréttin barst út um flug- slysið. Hún hafði tekið illa Framhald á bls. 31 RENAULT BÍLASÝNING Sýnum laugardag og sunnudag frá kl. 1-6 Flestar gerðir Renault bíla. Komið og skoðið vinsælu Renault bílana i húskynnum okkar að Suðurlandsbraut KMSTIHN GUÐNASON Hf. SUÐURLANDSBSAUT 20. SÍMI 86633 RENAULT 20.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.