Morgunblaðið - 26.02.1978, Side 20

Morgunblaðið - 26.02.1978, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1978 Að toknu Reykjavíkur- skákmóti Við setningarathöfn 8. Reykjav íkurskákmótsins fór- ust forseta Skáksambands ts- lands, Einari S. Einarssyni, m.a. svo orð: „Enn „stöndumst við ekki mátið“ og efnum til meirihatt- ar skákmóts hér á landi, þess sterkasta sem hér hefur verið haldið með völdu liði marga af öflugustu skákmeisturum heims og fremstu skákmanna okkar Islendinga, f þeirra hópi Jón L. Árnason, heimsmeistari sveina og stolt okkar uppvax- andi skákæsku. Til að „bæta úr skák“ er nú áformað að innleiða nýtt keppnisform, „íslenska nýskip- an“, sem vonir eru bundnar við að verði til þess að marka viss þáttaskil í skákmótahaldi í heiminum, sem mörgum finnst orðið staðnað og komin full þörf fyrir að reyna eitthvað nýtt. Aræði hefur afkomendur vfkinganna ekki skort hingað til. I hverri skák verða nú tvö tfmamörk f fyrstu setu. Leika ber 30 leiki á 90 mínútum og sfðan 20 leiki á 60 mfnútum eða alls 50 leiki fyrir bið, í stað 40 leikja áður. — Með þessu er stefnt að þvf að glæða skákina meira Iffí og spennu, fækka biðskákum og stuðla á þann hátt að þvf að skákin verði meiri persónulegri viðureign, jafnframt þvf að auka að- dráattarafl mótsins fyrir áhorf- endur. Þá verða nú f fyrsta skipti hér á landi teknar upp bónusgreiðslur til keppenda, til að hvetja þá til dáða og hvassari taflmennsku og draga úr hinum hvimleiðu stór- meistarajafnteflum.“ Hvernig reyndist nýja fyrirkomulagið? Astæða er til að rifja upp þessi ávarpsorð og reyna að draga nokkrar ályktanir að loknu þessu 8. Alþjóðlega Reykjavíkurskákmóti sérstak- lega með tilliti til hins nýja fyrirkomulags og hver áhrif það hafði á keppendur og áhorfendur. Stjórn Skáksambandsins tók ákvörðun um þessa nýbreytni í samráði við Friðrik Ólafsson og lýsti m.a. Bent Larsen þegar yfir ánægju sinni með fyrir- komulagið og var hann einna fyrstur til að tilkynna þátttöku sína í mótinu. Lengi hafa verið uppi raddir um að breyta þyrfti þessum hefðbundnu tímatak- mörkunum og hafa ýms skák- sambönd riðið á vaðið og reynt fyrir sér með annað fyrirkomu- lag en þetta mun vera fyrsta alþjóðlega mótið í þessum gæðaflokki sem reynir þessi tímamörk. Unglingamót í Nor- egi um áramótin síðustu var haldið með nákvæmlegu sömu tímatakmörkum og gafst það vel. (Nýlega birti Hort athuga- semdir við eina af skákum sín- um við Spassky sem hann tefldi hér á landi i fyrra. Þar rekur hann ástæður fyrir því að hann valdi ekki þaulkannað afbrigði vegna þess að með því móti gæti Spassky sparað sér tima í byrjuninni. Hort lýsir þeirri hugmynd sinni að keppendur þurfi að Ijúka fleiri leikjum á hinum hefðbundna um- hugsunartíma í þeim tilgangi að gera skákirnar meira aðlað- andi og skemmtilegri. Hann kom meira að segja með þá frumlegu uppástungu að bezt bæri að brenna allar byrjana- bækur (sbr. bókabrennur Jesúíta forðum) vegna þess hversu skákbyrjandafræði væri orðin neikvæð á stundum! Hann tók sem dæmi að sumir keppendur gætu leikið allt að 20 leikjum á 4 mínútum um- hugsunarlaust). Keppendur gengu til leiks í þessu móti með taisverðum ugg í brjósti vegna óvissunnar um hvernig þeir mundu mæta þessu nýja fyrir- komulagi. Að sjálfsögðu tók það keppendur nokkurn tíma að samlagast þessu nýja fyrir- komulagi og var það áberandi í fyrstu umferðunum sem reynd- ist mörgum þungar í skauti. Þeir Polugajevsky og Browne tefldu saman í 1. umferð og komst Plougajevsky í heiftar- legt tímahrak og sömuleiðis Browne, sem átti öllu minni tíma þegar hann fórnaði ridd- ara sem Polugajevsky gleypti þegar við og tapaði. Auðvitað var Polugajevsky fyrstur til að lýsa yfir óánægju sinni með tímamörkin. Browne átti líka greinilega erfitt með að samlag- ast nýja kerfinu enda lenti hann einna oftast i tímahraki allra keppenda í mótinu. Að vísu er Browne þekktur fyrir sitt tímahrak jafnvel undir venjulegum aðstæðum og á sennilega eins og sumir ákaf- lega erfitt með að venja sig af. Tilburðir Brownes í tímahrak- inu voru áhorfendum og sum- um keppendum mikil upplifun því sjaldan hafa menn séð aðra eins andlitsafskræmingu eða búkhreyfingar: Browne tekst allur á loft við slíkar aðstæður og til þess að einbeita sér sem mest við skákina beitir hann öllum lifs- og sálarkröftum með tilheyrandi grettum og geiflum og poti og prikki í andlitið. Þess utan gengur Browne ákaflega hratt um sali og stikar stórum með bægslagangi. Þegar líða tók á keppnina fundu béeði hann og aðrir keppendur smátt og smátt hinn gullna meðalveg og nýttu betur tímann og varð tímahrak képp- enda ekki nándar nærri því eins mikið seinni hluta keppn- innar eins og þann fyrri. Frammistaða keppenda I 2. umferð endurtók sama sagan sig varðandi tímahrak Browns. Þá tefldi hann við Smejkal en hann er líka þekktur fyrir tímahraksvand- ræði. í fyrstu stóð Smejkal ákaflega vel og var með góða stöðu þegar tímahrakið byrjaði en þá tókst Browne að snúa á hann og sigra. Þessir tveir sigr- ar juku mjög á sigurvissu Brownes og sagði hann eftir Walter Browne, sigurvegari Reykjavíkurskákmótsins. Ljósm.: Kon- ráð S. Konráðsson. mótið að þeir hefðu veitt sér mikinn styrk og trú á sigur i mótinu. í annarri umferðinni varð ennfremur sá sögufrægi at- burður að Friðrik lagði Bent Larsen að velli í glæsilegri skák í aðeins 26 leikjum — sannköll- uð snilldarskák af hálfu Friðriks. En Larsen lét það ekki á sig fá og lét ekki deigan síga heldur vahn eftir þetta hverja skákina á fætur annarri og eftir 10 umferðir var hann kominn Skák eftir GUNNAR GUNNARSSON meó 8 vinninga eða 1,5 vinningum meira en þeir sem næstir honum voru, þeir Hort, Browne, Miles og Friðrik. Virtist nú sigurinn blasa við Larsen og voru flestir sem spáðu honum öruggum sigri um þessar mundir. En í 11. um- ferðinni tókst Polugajevsky að stöðva sigurgöngu Larsens og það svo um munaði því Larsen vann ekki fleiri skákir í mót- inu. Hann tapaði ennig í næstu umferð fyrir Smejkal og í þeirri síðustu og kom mönnum mjög á óvart: fyrir Margeiri Péturssyni. Telfdi Margeir þá skák mjög vel og var vel að þeim sigri kominn. En Larsen virtist í þessum siðustu þremur skákum gjörsamlega heillum horfinn og tefldi langt undir sínum venjulega styrkleika. Larsen er mjög afkastamikill skákdálkahöfundur og ritar skákdálka fyrir mörg blöð. Var sú tilgáta uppi að hann hefði ofþreytt sig við skriftir og þreyst er á mótið leið. Browne gerði sér hinsvegar lítið fyrir og vann tvo Islendinga í 11. og 12. umferð, þá Guðmund Sigur- jónsson og Jón L., og skaust þar með upp fyrir Larsen. Þegar ein umferð var eftir átti Friðrik möguleika á 2. sæti ef hann ynni Helga Ólafsson. Sú skák varð hinsvegar strax eftir 9 leiki mjög jafnteflisleg og komst Friðrik ekkert áleiðis og endaði hún með jafntefli. Urslitaskák mótsins tefldu þeir Browne og Miles í síðustu umferðinni og tefldi Miles stíft til vinnings því sigur fyrir hann táknaði sigur í mótinu og fyrsta sætið. Browne nægði hinsvegar jafntefli til að hreppa 1. sætið og það tókst honum eftir að hafa hrundið vasklega öllum vinningstilraunum Miles og lyktaði skákinni um síðir með jafntefli. Þar með hafði Browne hlotið 1. sætið með 9 vinninga en Miles hlaut 2. sæt- ið með 8,5 vinninga. Verður ekki annað sagt en Browne hafi verið vel að þessum sigri kominn þrátt fyrir tvo „ódýra“ vinninga í upphafi mótsins eins og áður var vikið að, en heppni fylgir oft þeim sterka. Líka má segja að með „heppni“ hefði hann getað bjargað báðum tapskákum sin- um fyrir þeim Larsen og Lombardy í jafntefli. Það er ákaflega erfitt að tala um heppni i skák og eitt er vist að enginn vinnur mót í þessum styrkleikaflokki með heppni einni saman. Browne, sem er VIII. Reykjavíkurskákmótið 1978 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 V. 1. Helgi ólafsson X 0 0 Vt 14 V2 V2 Vt 0 0 V2 0 Vt Vz 4 2. W. Lombardy (Bandaríkin) . . 1 X 0 0 l', 1 1 1 1 V2 1 Vt V2 0 8 3. B. Larsen (Danmörk) 1 1 X 1 Vi 1 1 % 0 0 0 1 0 1 8 4. V. Hort (Tékkóslóvakía) % 1 0 X 1 0 1 % % V2 1 V2 V2 1 8 5. L. ögaard (Noregur) % % % 0 X 0 Vt 0 Vt 1 % 0 0 0 4 6. W. Browne (Bandaríkin) Vt 0 0 1 1 X 1 V2 1 1 1 % y2 1 9 7. Jón L. Árnason v2 0 0 0 % 0 X 0 0 % 0 1 % y2 3>/2 8. A. Miles (England) V2 0 % % 1 y2 1 X y2 1 1 1 y2 Vt 8% 9. L. Polugaevsky (Sovétríkin) . . 1 0 1 y2 v2 0 1 v2 X 0 1 % y2 1 7Vt 10. J. Smejkal (Tékkóslóvakía) . . 1 Vz 1 % 0 0 Vt 0 1 X 1 V2 0 Vt 6% 11. Margeir Pétursson , Vt 0 1 0 V2 0 1 0 0 0 X 0 V2 Vt 4 12. G. Kuzmin (Sovétríkin) 1 Vt 0 V2 1 v2 0 0 Vt Vt 1 X v2 1 7 13. Friðrik Ólafsson V2 v2 1 % 1 v2 V2 % V2 1 % Vt X ya 8 14. Guðmundur Sigurjónsson , V2 1 0 0 1 0 % Ví 0 Vt Vt 0 Vt X 5 þrefaldur Bandaríkjameistari í skák, hefur margsýnt það og sannað að hann er á uppleið sem skákmaður og hefur náð mjög góðum árangri undanfar- ið. Miles tapaði einungis einni skák, fyrir Lombardy, og tefldi mjög sannfærandi allt mótið. Hann er aðeins 23 ára gamall og er fyrsti stórmeistari Breta og vaxandi skákmaður. Þessi árangur undirstrikar enn einu sinni styrkleika hans og er bæði hann og Browne vissulega menn framtíðarinnar. Þeir Larsen, Friðrik, Hort og Lombardy deildu með sér 3.—6. sæti í mótinu og kom eins og áður segir á óvart hin slaka frammistaða Larsens undir lok- in. Friðrik varð jafntefliskóng- ur mótsins, gerði 10 jafntefli og er það óvenjumikið hjá Friðrik. Jafntefli hans við alla landana, bæði háa sem lága, er merkilegt rannsóknarefni og virðist í fljóti bragði gefa til kynna veik- leika hjá Friðrik. Má vera að hann eigi erfiðara með að komast í keppnisskap á móti þeim en öðrum en á hinn bóg- inn má lika Iita á það sem ánægjulegan styrkleika hjá ungu mönnunum, og raunar máttu sumir útlendinganna sætta sig við að tapa fyrir þeim. Engu að síður má Friðrik vel við þessi úrslit una og er þetta mun betri árangur en hann náði í síðustu mótum sínum í Þýzkalandi og Hollandi á sið- asta ári. Friðrik tefldi 3 mjög fallegar skákir i mótinu, á móti Larsen, Smejkal og Polugajevsky, en sú siðasttalda lyktaði með jafntefli eftir fjörugar sviptingar. Friðrik var hætt kominn á móti Miles en bjargaði þeirri skák í jafntefli með ótrúlegri varnartækni og útsjónarsemi. Lombardy byrjaði mótið mjög rólega og hafði ekki hlotið meira en tvo vinninga eftir 6 umferðir en þá tók hann fjör- kipp sem fleytti honum upp að hliðinni á fyrrnefndum köpp- um. Margir höfðu spáð Polugajevsky einu af toppsæt- unum fyrir mótið því eins og kunnugt er var Polugajevsky með i baráttunni um heims- meistaratitilinn á s.l. ári. En „Polu“ var eitthvað miður sín i mótinu, sérstaklega framan af, ög kunni hann einna verst við nýja fyrirkomulagið eins og fyrr segir. Guðmundur Sigurjónssson stóð sig verr en vonir stóðu til en hann átti góða vinningsskák á móti Lombardy sem sýndi hvað í honum býr. Ungu mennirnir, þeir Helgi, Margeir og Jón, stóðu sig hins vegar vonum framar og tókst að koma nokkrum sinnum skemmtilega á óvart eins og þegar Jón L. vann Kuzmin með Kóngsbragði og þegar Margeir vann Larsen eins og fyrr er getið. Helgi þarf að fá önnur tækifæri til þess að endurtaka seinni hluta árangur sinn til alþjóðlegs titils en Helga skorti 1,5 vinning til þess í þessu móti. Þetta mót hefur eflaust verið þeim ölfum góð reynsla og eiga þeir allir eftir að bæta sig örugglega í framtíð- inni. Hvernig líkaði áhorfendum fyrirkomulagið? Aldrei hefur aðsókn að Reykjavíkurskákmóti verið jafnmikil og nú og sýnir það eitt að áhorfendur hafa hrifist af taflmennsku keppenda enda voru hér saman komnir margir af fremstu skákmönnum heims- ins. A tímabilinu frá 20. leik að þeim 30. voru keppendur æði oft komnir i vissa tímaþröng og léku gjarnan mjög hratt. Kom þá oft fjörkippur í skákirnar og réðust meira að segja býsna oft úrslit á þessu timabili. Var það óneitanlega skemmtilegt fyrir áhorfendur að horfa á þennan harðvítuga slag þá. Gerviklukkur þær sem áttu að sýna tíma keppendanna voru Framhald á bls. 46.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.