Morgunblaðið - 01.03.1978, Side 33

Morgunblaðið - 01.03.1978, Side 33
fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1978 M. Ekki eru allar ferðir til fjár + Lester Martin, sem af- plánar dóm í Floyce- fangelsinu í Georgia í Bandaríkjunum varð heldur betur á í mess- unni nú nýlega er hann reyndi að flýja úr fang- elsinu. Hann festist svo kyrfilega milli fangelsis- rimlanna að hann gat sig hvergi hreyft og varð að hrópa á hjálp. Á efri myndinni sést hvar Lest- er Martin er skoraður mmilli rimlanna en á hinni neðri sést hvar haldið er undir fætur hans til að létta honum biðina á meðan rimlarnir eru teknir sundur, en björgun hans tók nokkr- ar klukkustundir. Góö ending + Charlie Smith er 135 ára gamall blökkumaöur, sem búsettur er í Flor- ida í Bandaríkjun- um. Hann kom inn á sjúkrahús fyrir skömmu íklæddur kúrekafötum og heimtaði stóran whiskysjúss. Ann- ars smakkar gamli maöurinn aldrei áfengi. Ástæðan fyrir því að hann vildi fá áfengi var sú að læknirinn ætlaði að skera hann upp og hann þorði ekki að gang- ast undir aðgerð- ina allsgáður. Charlie gamli þýr nú á elliheimili í Florida, en hann vann við appelsínu- tínslu þangað til hann varð 115 ára gamall. Ungir Kópavogsbúar! Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sem eru á aldrinum 16— 20 ára, hafa atkvæðissrétt í prófkjörinu 4.—5. marz, ef þeir eru félagar í Tý. Þeir geta gerzt félagar með því að hringja í síma 40708 kl. 17 — 19 alla virka daga fram að prófkjörinu. TÝR, félag ungra Sjálfstæðismanna í Kópavogi, Hamraborg 1, 3. hæð. Tísku- sýning Föstudag kl. 12.30—13.30. Sýningin, sem verður í Blómasal Hótels Loftleiða er haldin á vegum Rammagerðarinnar, íslensks Heimilisiðn- aðar og Hótels Loftleiða Sýndir verða sérstakir skartgripir og nýjustu gerðir fatn- aðar, sem unnin er úr íslenskúm ullar- og skinnvörum. Módelsamtökin sýna. Hinir vinsælu réttir kalda borðsins á boðstólum. Verið velkomin. HÓTEL LOFTLEIÐIR Simi 22322 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.