Morgunblaðið - 23.03.1978, Síða 7
frelsishetjur fyrri tíma, sem urðu
honum fyrirmynd. Hann var aðeins
níu ára að aldrier leiðtoginn Parnell
hvarf af sjónarsviðinu. Hinn ókrýndi
konungur hafði skilið hásætið eftir
autt.
En rík þjóðerniskennd var ekki
það eina, sem uppvaxtarárin í kotinu
skildu eftir sig. Þar var honum
einnig innprentuð guðhræðsla í
kaþólskum anda, sem setti æ síðan
sterkan svip á lífsviðhorf hans,
persónuleika og stjórnmálaafstöðu.
Slíkum tökum náðu trúarbrögðin á
honum að hann hugleiddi lengi vel
að læra til prests.
Skyldur við búskap gerðu að
verkum að de Valera sótti skólann í
Bruree stopult. Hann náði engu síður
afburða árangri og sýndi mikla
hæfni í stærðfræði. Aflaði hann sér
styrks til náms við kaþólska háskól-
ann í Dyflinni þar sem hann nam
undir handleiðslu víðkunns prófess-
ors í stjörnufræði. Hann kenndi um
skeið í æðri menntastofnunum og
sótti um prófessorsstöðu í Galway og
Cork, þótt ekki bæri það árangur. A
þessum árum, frá 1898 til 1910,
nýttist de Valera sitt gífurlega
starfsþrek til hins ýtrasta, ekki
aðeins við nám heldur einnig í
íþróttum og var m.a. kappsamur
„rugby“-leikari. Brennandi áhugi
hans á írskri menningu kom honnum
til að ganga í Gelíska bandalagið,
sem stofnað var til að halda vörð um
keltneska menningararfleifð. Það
var á þessum tíma, sem leiðir hans
lágu saman með fagurri og bráð-
greindri stúlku, Sinead Flanagan,
sem hann kvongaðist þrátt fyrir
harða samkeppni tveimur árum
síðar. Með afskiptum sínum af
bandalaginu komst hann einnig í
kynni við einn af forystumönnum
írskrar þjóðfrelsisbaráttu, MacDon-
agh, en það var sá hinn sami
MacDonagh, sem fimm árum síðar
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978
71
kom því til leiðar að de Valera gekk
í raðir Irsku sjálfboðaliðanna,
framvarðasveitar gegn brezkum
yfirráðum og opnaði honum leiðina
til áhrifa.
Dæmdur til dauða
Það var fyrst í páskauppreisninni
1916 að bein hernaðarleg afskipti de
Baleras af þjóðfrelsisbaráttunni
hófust. Hópur áhugahermanna hjó
stórt skarð í setulið Breta í Dyflinni
og lét í engu deigan síga gegn
ofureflinu. Það var fyrst eftir að
foringi uppreisnarmanna, Pearse,
skipaði uppgjöf eftir að brezka
drottningarskipið Helga hóf skot-
hríð að borginni á Dyflinnarflóa að
de Valera ákvað með semingi að
leggja niður vopn. Stoltur og ögrandi
gekk hann fram með mönnum sínum
undir hvíta fánanum. Aðeins fjórir
manna hans höfðu týnt lífi í
átökunum, en Bretar höfðu alls
misst 234. Hann var samstundis
tekinn höndum og dæmdur til dauða.
I páskauppreisninni hafði de
Valera reynst bæði dugandi og
hugvitsamur og lagði hann á ráðin
með stærðfræðilegri gaumgæfni.
Frammistaða hans hafði orðið til
þess að MacDonagh bauð honum að
gerast félagi í Irska lýðveldis-
bræðralaginu, ólöglegri og leynilegri
skæruliðahreyfingu, sem hafði það
að marki að hnekkja yfirgangi Breta
með oddi og egg. De Valera færðist
í fyrstu undan því að gerast aðili að
samsærinu en lét síðan til leiðast
þótt hann neitaði að sækja fundi
bræðralagsins. Það þótti koma á
daginn að hann var traustsins
verður og þraukaði herdeild hans
lengst allra í uppreisninni.
Þegar yfir lauk var de Valera þess
fullviss sjálfur að hans hinsta stund
væri runnin upp. Vekur furðu hve
kveðjubréf hans úr fangelsinu voru
glaðvær. Dauðadómur var kveðinn
upp 8. maí 1916. Dómnum var
skömmu síðar breytt í ævilangt
fangelsi og mun þar hafa komið til
að hann var ennþá með bandarískt
vegabréf. Hermaðurinn tók dómnum
með stakri rósemi.
Sennilega er erfitt að ofgera þátt
páskauppreisnarinnar í næsta dul-
mögnuðum töfrum leiðtogans, sem
átti eftir að fara með æðstu völd í
landinu í aldarfjórðung og veita
ráðamönnum aðhald með nærveru
sinni í annan. Eftir atburð þennan,
sem hefur verið eins konar helgi-
dómur írskri þjóðarsál æ síðan, varð
hann ósjálfrátt orðinn tákn fyrir
innstu þrár og hugsjónir írsku
þjóðarinnar.
De Valera var laus úr fangelsi ári
síðar og var um leið hafinn til skýja
af fylgismönnum sem maðurinn, sem
ruddi þeim veginn. Hann sneri sér
jafn skjótt að stjórnmálum og bauð
sig fram í þingsæti í austanverðu
Clare-héraði. Það var táknrænt fyrir
þann stíl, sem einkenndi stjórnmála-
starfsemi de Valeras upp frá því, að
hann háði kosningabaráttu sína í
uppreisnarbúningnum frá árinu áð-
ur, sem bannaður hafði verið af
yfirvöldum.
Hann var nú á þrítugasta og
fimmta aldursári með fjölskyldu og
satt að segja litla undirstöðu í
stjórnmálum, þótt hann væri þegar
orðinn mikilsvirtur leiðtogi í landi
þar sem mörg ólík flokksbrot eltu
grátt silfur saman. Hann setti sér
það markmið að sameina öll þessi
brot í eina þjóðfylkingu, að sætta
byssuglaða lýðveldissinna við hinn
hægfara Sinn Fein og hið leynilega
lýðveldisbræðralag við lýðræðislega
skipan. Þetta var ekki árennilegt
verkefni, en reyndist de Valera þó
ekki ofviða. Náði hann að sætta hina
stríðandi hópa innan vébanda Sinn
Fein og undirrituðu aðilar yfirlýs-
ingu þess efnis að Sinn Fein væri
De Valera bar höfuö og heröar yfir aöra írska stjórnmálamenn í
heimalandi sínu á öldinni. Þessi mynd er tekin í London 1932. De
Valera til vinstri.
í Fíat 132. Fíat hefur ekki aðeins gert miklar
og jákvæðar breytingar til þæginda fyrir ökumann
og farþega heldur einnig stóraukið öryggið með
endurbættu bremsukerfi, öryggisgrindum og
stálbitum sem finnast vart í dýrustu gerðum
bifreiða. Fíat 132 er Luxus bíll í sérflokki hvað
verð og sparneytni snertir.
Ef þú skoðar Fíat132 að innan og utan
þá kemstu að því að hér er á ferðinni
bíll sem heillar.
¥F/i;a, ti
FÍAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI
DAVÍÐ SIGURÐSSON hf.
SÍÐUMÚLA 35, SÍMI 85855