Morgunblaðið

Date
  • previous monthMarch 1978next month
    MoTuWeThFrSaSu
    272812345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 23.03.1978, Page 8

Morgunblaðið - 23.03.1978, Page 8
72 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 herrann meira að segja til að fallast á að landskiptingin væri „óeðlileg" en það var meira en nokkur brezkur stjórnarleiðtogi hafði fengizt tii að játa fyrr. Baráttan var þó fjarri því að vera einber sigurför og var á þessum tíma fram komin ný kynslóð lýðveldis- sinna, arftakar ofbeldisarms lýð- veldishersins frá 1922, sem vílaði ekki fyrir sér að svipta lífi saklausa borgara í brezkum borgum og heimafyrir. Hlutleysis gætt Burtséð frá meðhöndlun for- mannsins á Norður-Irlandsmálinu eða menningar- og félagslegum málefnum, er de Valera e.t.v. kunn- astur á erlendri grund fyrir eitil- harða hlutleysisstefnu í heims- styrjöldinni síðari. Þrátt fyrir þrá- látar hótanir og íhlutan banda- manna og Þjóðverja á víxl tókst honum með fádæma stjórnkænsku að standa afsíðis í átökunum. í raun má segja að alvarlegustu ógnuninni hafi verið að mæta á heimavígs- stöðvunum, gagnvart írska lýðveld- ishernum, sem mjög var á bandi Þjóðverja. Sýndi stjórn de Valeras honum enga miskunn og voru yfir eitt þúsund félagar hans teknir höndum og 6 dæmdir til dauða fyrir morð. Á árum þessum tókst de Valera engu síður að varðveita vinsamleg sambönd við Breta. Enda þótt hann hnikaði í engu gagnvart Churchill taldi hann ekki eftir þótt brezkir flugmenn, sem brotlentu á írlandi, færu um landið norður yfir landa- mærin til að geta snúið heim. Ennfremur leyfði hann um 50,000 írum að ganga í brezka herinn og mörgum þúsundum að starfa í brezkum verksmiðjum eða á sjúkra- húsum. Einnig féllst hann á varnar- áætlanir, sem brezkir og írskir herforingjar unnu saman. Hann var fús til að veita viðtöku konum orr börnum frástöðnm, nart höfðu orðiö áf völdum loftárása en þvertók fyrir að sjá Bretum fyrir birgðum, vopnum eða að leyfa þeim aðstöðu í höfnum. Þá brást hann harkalega við og tókst að afstýra, er Bretar hugðust leggja herþjónustu á Norður-íra, en það hefði að öllum líkindum ausið olíu á ófriðarbálið. Eftirminnilegasti þátturinn í úti- stöðum Breta og íra á stríðstíman- um er þó e.t.v. orðaskipti leiðtoganna Churchills og de Valeras undir lokin. í sinni frægu' „Sigurræðu" fór Churchill hörðum orðum um hlut- leysisstefnu nágrannanna. Hann sagði þar m.a.: „Vegna ákvörðunar de Valera, sem gekk í berhögg við hug og vilja þúsunda Suður-íra, sem höskuðu sér til vígstöðvanna til að sanna forna hreysti, var írskum höfnum lokað með fjandsamlegum kafbátum og flugvélum. Þetta ver vissulega örlagarík stund í lífi okkar. Hefðum við ekki notið hollustu og vinsemdar Norður-íra hefðum við neyðzt til að sýna de Valera hörku eða þurrkazt út ella“. Að kvöldi dags 16. maí 1945 beið írska þjóðin í andakt við útvarps- tækin. Umferð stöðvaðist á götum og allt varð undarlega hljótt. Irski þjóðarleiðþoginn var um það bil að snúast til varnar gegn ósvífinni árás á sjálfsforræði smáþjóðar. De Val- era hóf ávarp sitt með inngangi á írsku og fór síðan lofasmlegum orðum um baráttuþrek brezku þjóðarinnar. Síðan sagði hann: „Churchill er stoltur af því að Bretar stóðu einir eftir að Frakkland féll og áður en Bandaríkjamenn komu til skjalanna. En því skyldi Örlátt hjarta hans varna honum að sjá að ein er sú þjó, sem stóð ein og yfirgefin, ekki aðeins í eitt ár eða tvö ár heldur í nokkur hundruð ár gegn yfirgangi og þoldi rán, hallæri og fjöldamorð óslitið? Sú þjóð, sem margsinnis var lamin þróttlaus en brátt að því að hann náði raunveru- legum völdum á sínu fimmtugasta aldursári. Árið 1932 vann de Valera stórsigur í þingkosningum og varð með stuðningi Verkamannaflokksins leið- togi stjómar fríríkisins, þess sama ríkis, en hann hafði barizt gegn. Sigurvegararnir úr borgarastríðinu sögðu af sér hljóðlátlega. Þegar þessi sjálfkjörni forystu- maður írskrar þjóðfrelsisbaráttu hafði loks stjórntaumana í höndum lék mönnum eðlilega forvitni á að vita hvernig hann myndi nota sér þá. Menn veltu fyrir sér hvaða þjóð- félagsskipun hann myndi miða að, hver stefna hans yrði með tilliti til landsskiptingarinnar, kaþólsku kirkjunnar, Breta í stjórnmálum almennt. Margir báru kvíðboga fyrir fram- tíðinni, þ.á m. eignamenn og mót- mælendaminnihlutinn. Brátt kom þó á daginn að engin meiriháttar straumhvörf voru í aðsigi. Afstaða hans í þjóðfrelsismálinu var þegar skýrt mörkuð. Ein fyrsta ákvörðun hans í ráðherrastól var að útmá hollustueiðinn og önnur þvingandi ákvæði sáttmálans við Breta frá 1921. Varð þetta til þess að Bretar hertu mjög snöruna að Irum á vettvangi efnahagsmála og beittu þá innflutningshöftum, sem bitnuðu mjög hart á bændum og verkalýð. Má geta þess að allt fram til þess tíma að Irar gengu í Efnahags- bandalag Evrópu fóru sjötíu hundraðshlutar alls útflutnings landsmanna til Bretlands. Varð nú mikill úlfaþytur í röðum andstæð- inga de Valeras, sem leiddi til þess að hann efndi til þingkosninga, sem tryggðu honum yfirgnæfandi meiri- hluta. Tók hann og flokkur hans helming allra atkvæða í landinu. Á árunum 1932 til 1938 vann de Valera ósleitilega að því að purpa sundur ánauðarhlekki Breta. í þessu efni vann hann mikinn sigur ‘38, er undirritaður var samningur, þar sem ráðið var niðurlögum viðskiptá- stríðsins, eiðurinn formlega afnum- inn og Bretar í raun neyddi'1 tíi aö viðurkenna tilvptu írska lýðveldisins „í yiri tengslum við brezka heims- veldið". I einkaviðræðum við Chamberlain, forsætisráðherra Breta, fékk de Valera forsætisráð- Breyttur stíll Nú urðu merkileg straumhvörf í lífi de Valeras. Hann var ekki lengur sá harðvítugi þjóðbyltingamaður, sem hann hafði áður verið, reiðubú- Ein kunnasta myndin úr lífí foringjana, tekin viö lok avefnlauarar viku páakauppreianarinnar. Var hann tekinn höndum og aíöan daamdur til dauða. flokkur sem setti sér það takmark að koma á fót lýðveldi með þeim fyrirvara að almenningi væri frjálst að kjósa hvaða fyrirkomulag, sem hann vildi þegar einu sinni markinu væri náð. Sjálfur var de Valera kjörinn forseti þessarar fylkingar, þeirrar víðtækustu og mestu, sem þjóðin hafði orðið vitni að fram að þeim tíma. Stofnað þing Sinn Fein vann stóran kosninga- sigur í kosningunum 1918 og fékk 73 sæti af 105 á írlandi öllu. Það átti sinn þátt í sigri þessum að brezki forsætisráðherrann Lloyd George hafði um líkt leyti reynt að skylda íra til herþjónustu. Var de Valera handtekinn ásamt öðrum forystu- mönnum það sama ár á tilbúnum forsendum í þá átt að þeir væru aðilar að þýzku samsæri. Árið eftir, meðan de Valera sat enn undir lás og slá, komu 27 af 73 kjörnum þingmönnum Sinn Fein saman í Dyflínni og stofnuðu eigið þing og hlaut það nafnið Dáil Eireann, sem það hefur enn í dag. I fjarveru formannsins staðfesti þingið stofnun lýðveldis frá því tveimur árum áður. Skömmu síðar tókst de Valera að flýja úr fangelsi og komast aftur til írlands. Hann hætti á að fara í þingið og var þar einróma kosinn forseti lýðveldisins. Hann setti á fót eigin ráðuneyti og var ekki tekinn höndum á ný. Frejsisstríðið hélt áfram og kom þar, að Lloyd George boðaði de Valera til fundar við sig í Downing Street. írski leiðtoginn var enn ekki orðinn þrautreyndur samninga- maður en hafði þó öðlazt eiginleika, sem síðar urðu til þess að honum var lýst sem „miklum erni með ylblíða klóglófa". Hann hélt einnig fyllilega sínum hlut fyrir „galdramanninum frá Wales" sem komst svo að orði eftir á að það væri eins og að reyna að halda kvikasilfri á gafli að semja við hann. De Valera er kunnari fyrir annað en hnyttin tilsvör en er hann heyrði orð Lloyds er sagt að hann hafí svarað: „Af hverju reynir hann ekki skeið.“ De Valera sneri í þetta sinn heim tómhentur frá London. Skömmu síðar sendi Dáil Eireann fimm menn til London og undirrit- uðu menn þessir sáttmála við Breta eftir mikið þóf. De Valera tók ekki þátt í þessum viðræðum og lýsti andstöðu sinni við sáttmálann, sem kvað á um tvískipt írland, hollustu- eið þingmanna við krúnuna og stjórnartengsl við brezka heimsveld- ið. Varð klofningur í stjórninni og brauzt út borgarastyrjöld eftir að þingið samþykkti sáttmálann með sjö atkvæða meirihluta. Á þennan hátt var endi bundinn á hið merka tímabil frá 1917 til 1921. Síðan hefur de Valera legið undir ákúrum fyrir afstöðu sína til samn- inganna við Breta og hefur honum jafnvel verið kennt um upptök stríðsins. Þegar hann var gagnrýnd- ur fyrir að hafa ekki forystu í viðræðunum sjálfur bar hann því jafnan við að nálægðar hans hefði verið krafizt á Irlandi til að halda hreyfingunni saman og í öðru lagi til að gefa sendimönnunum tækifæri til að tefja undirritun sáttmálans unz samþykki forsetans, hans sjálfs, lægi fyrir. Kenndi hann þeim um að hafa skrifað undir í andstöðu við gefin fyrirheit. Eftir að þannig hefði verið gengi frá stofnun írska fríríkisins var de Valera sviptur völdum og hann fangelsaður enn einu sinni. Hann var þó laus 1924 ári síðar, og stofnaði þá flokk þann, sem hann átti eftir að leiða unz hann varð foreti lýðveldis- ins þrjátíu og þremur árum síðar. Eitt sterkasta einkenni de Valera sem foringja var kapólskur trúarpróttur hans og samlyndi viö kirkjuna. Hann sést hér meö Jóni péfa XXIII og er myndin tekin 1962. inn til að grípa til róttækra aðgerða og ofbeldis hvenær sem færi gafst. Hann sneri sér nú að lýðræðislegri stjórnmálabaráttu og tók að gæla við hugmyndir um að komast á þing. Hann lagði nýja stefnuskrá fyrir ársþing Sinn Fein sem kvað á um afnám hollustueiðsins svo allir lýðveldissinnar gætu haft möguleika á að fara á þing. Um þetta atriði var þó ágreiningur, sem varð til þess að de Valera greip til kænskubragðs, sem síðar átti oft eftir að hrífa, og hótaði að segja af sér. Klofnaði nú flokkurinn og fór de Valera nú á stúfana í þriðja skipti á fimm árum til að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Það leið ekki á löngu unz nýi flokkurinn var kominn af stað og hlaut nafnið Finanna Fail. Má líta svo á að með því að stuðla að stofnun stjórnarandstöðuflokks, sem lagði fyrir sig stjórnlist frekar en vopna- skak, hafi de Valera markað tíma- mót í írskri stjórnarfarssögu. Flokk- ur þessi átti ekki einungis eftir að færa de Valera sjálfum völd og frama heldur átti stofnun hans eftir að laða nær heila kynslóð íýðvddls- sinna til betri siðar, frá skálmöld til nýrrar stjórnskipunar, sem kom til með að festa rætur um að minnsta kosti hálfrar aldar skeið. Flokkurinn nýi vann 44 sæti í kosningunum 1927 á móti 47 sætum stjórnarinnar. Hann gekk í þingsalinn ásamt öðrum þingmönnum flokksins í ágúst það sama ár. Stjórntaumum náð Formaðurinn áttaði sig nú á því að atkvæði voru gjaldmiðillinn sem keypt gátu honum völd. En það sem það útheimti fyrst og fremst var sátt við kirkjuna, sem honum hafði ekki lynt mjög vel við fram að þessu. í því skyni andmælti hann því að mót- mælendur væru gjaldgengir til opinberrer embættisþjónustu, krafð- ist þess að þingið hvídist á helgidög- um og að fram færi bænagjörð við upphaf hvers þingfundar. Mikilvæg- asti liðurinn í þessari baráttu hans var þó e.t.v. stofnun málgagnsins „Irish Press“ árið 1931. Veittist hann að stjórnarherrunpi fyrir hvers kyns awarsköft og yfirsjónir í stjórnmálum og efnahagslífi og kom

x

Morgunblaðið

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Language:
Volumes:
111
Issues:
55740
Registered Articles:
3
Published:
1913-present
Available till:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Locations:
Editor:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-present)
Haraldur Johannessen (2009-present)
Publisher:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-present)
Keyword:
Description:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Supplements:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 61. tölublað - III (23.03.1978)
https://timarit.is/issue/117074

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

61. tölublað - III (23.03.1978)

Actions: