Morgunblaðið - 30.03.1978, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1978
5
Aformum um
diskótek mótmælt
SVO SEM getiÖ var í
Morgunblaðinu 10. marz
síðastliðinn hafa aðilar, sem
hyggjast setja á stofn diskó-
tek eða skemmtistað fyrir
ungt fólk, sótt um leyfi til
borgaryfirvalda fyrir
rekstri slíks fyrirtækis í
húsakynnum Alþýðubrauð-
gerðarinnar við Laugaveg
og Vitastíg. Nú hafa íbúar
og atvinnurekendur í ná-
grenninu unirritað mótmæli
við því að leyft yrði að reka
slíkan skemmtistað á þess-
um stað og hafa undir-
skriftalistar þegar verið
afhentir borgarstjóra.
Þeir, sem undirritað hafa
mótmælin, eru á annað
hundrað einstaklingar og
fyrirtæki, sem óttast að
fylgifiskur slíks skemmti-
staðar verði svipaður og verið
hefur við Tónabæ og á
svokölluðu Hallærisplani.
Segja þeir, að reynslan sýni,
að ekki takist að halda uppi
reglu við slíka staði og að af
stafi bæði mikið ónæði og
eignatjón. Verði slík
starfsemi leyfð, sé það alveg
ljóst, að það sé í fullri
andstöðu og móti vilja nær
allra þeirra, sem búa og
starfa við nálægar götur.
Húsnæðið, sem um ræðir
og nota á undir þessa starf-
semi, var áður húsnæði Al-
þýðubrauðgerðarinnar á
Laugavegi 63.
Ilelga Bachmann og Gunnar Eyjólfsson í hlutverkum sínum.
Sýninguin á Ödipúsi
konungi að ljúka
SÝNINGUM á gríska harmleikn-
um Ödipúsi konungi lýkur senn, en
hann verður næst sýndur í Þjóð-
leikhúsinu á laugardagskvöld. Eru
þá eftir tvær sýningar á verkinu,
en þetta er í fyrsta skipti sem
leikritið er sýnt hérlendis og í
fyrsta sinn sem Þjóðleikhúsið
sýnir grískan harmleik.
Þýðinguna gerði Helgi Hálf-
danarson og Helgi Skúlason er
leikstjóri. Titilhlutverkið, Ödipús,
leikur Gunnar Eyjólfsson og
Jóköstu leikur Helga Bachmann.
Líflegt starf KÍM
í RAÐI er að í haust komi hingað
til lands dansflokkur á vegum
Kínversk-íslenzka menningarfé-
lagsins. Er dansflokkurinn frá
Tíbet og á árinu er einnig fyrir-
hugað að minnast 25 ára afmælis
KIM á ýmsan hátt.
A aðalfundi félagsins, sem
haldinn var fyrir stuttu, kom m.a.
fram að starfsemin var með mesta
móti s.l. ár, kínversk vináttusendi-
nefnd kom til landsins, kvik-
myndasýningar voru haldnar og
félagið efndi s.l, haust til ferða til
Kína sem tæplega 50 manns tóku
þátt í.
Félagsmenn í Kínversk-íslenzka
menningarfélaginu eru nú um 300
og er Arnþór Helgason formaður
þess.
Fundur um
áhugaflug
á Islandi
FLUGMÁLAF’ÉLAG íslands
gengst á fimmtudagskvöld fyrir
fundi í ráðstefnusal Hótels Loft-
leiða og er efni fundarins áhuga-
flug á Islandi í nútíð og framtíð.
Framsögumenn eru tveir, Leifur
Magnússon varaflugmálastjóri,
sem talar um svifflug, og Jóhannes
Georgsson flugmaður, sem ræðir
um vélflug. Auk þeirra tala
Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor
og Garðar Gíslason tannlæknir og
gera þeir grein fyrir smíði vél- og
sviffluga hér á landi. Einnig
verður sýnd kvikmynd sem tekin
var á flugdegi á Sandskeiði árið
1938. Fundurinn hefst kl. 20:30
••
Okumaður
gefi sig fram
KLUKKAN 19,30 á þriðjudaginn
varð 8 ára drengur fyri drapplit-
aðri Volkswagenbifreið á planinu
fyrir framan Breiðholtskjör. Öku-
maðurinn fór af staðnum án þess
að athuga hvort drengurinn hefði
meiðzt. Er það ósk slysarann-
sóknadeildar lögreglunnar að öku-
maðurinn gefi sig fram svo og
sjónarvottar ef einhverjir eru,
Nohab-dísilvélar hala nú verið pantaðar í nokkur skip á íslandi. Hér sjást fslenzku
vélskólanemendurnir fyrir framan vélina, sem sett verður í Sigurð RE 4.
Vélskólanemar
á ferð um
Evrópulönd
NEMENDUR 4. stigs Vélskóla ís-
lands hafa að undanförnu verið á
ferðalagi um nokkur Evrópulönd og
í ferðinni hafa þeir heimsótt nokkr-
ar vélaverksmiðjur og verksmiðjur,
sem framleiða tæki tengd vélum.
Dagana 15. og 16. marz s.l. voru
nemendurnir ásamt kennurum sín-
um gestir hjá Bofors-Nohab í
Tröllháttan í Svíþjóð, en áður höfðu
þeir heimsótt Alfa-Laval í Stokk-
hólmi og ASEA í Vasterás. Þegar
nemendurnir yfirgáfu Trollháttan
fóru þeir til Kaupmannahafnar,
Munehen og London og þaöan til
Reykjavíkur.
MARGIR I1ALDA AÐ
M HÁTALARAR
SÉL) AÐCINS CYRIR
ATVINNIJMCNN...
.
mk
■
en auðvitað geta allir þeir sem vilja vandaða og nákvæma hátalara,
notið þess að hlusta á AR hátalara í stofunni heima hjá sér.
Það eru góð meðmæli að atvinnumenn eins og Judi Collins, Miles
Davis og Herbert von Karajan skuli velja sér AR til einkanota, því þeir
vilja aðeins það besta, hin þjálfaða heyrn þeirra krefst þess.
AR hátalarar eru á góðu verði - gæðin getur þú verið viss um -
VELJIÐ AR HÁTALARA.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
SENDUM
BÆKLINGA