Morgunblaðið - 30.03.1978, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.03.1978, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1978 staðan er ekki ýkja burðug. En það er ekki að sama skapi auðvelt að lækna meinið á þessari fámennu eyju. Það er svo lítill markaður fyrir tónlist- arvörur." BLM: En hefur markaðskönn- un farið fram í raun? „Það held ég. Fólk hefur reynt það mikið fyrir sér í þessum efnum. Ég tek sem dæmi tón- leikaferðir út á landsbyggðina. Maður hringir gjarnan til að boða komu sína, og þá gætir alltaf mikillar bjartsýni á meðal staðarbúa, sem segjast lang- soltnir á tónlistarsviðinu. I svona símtölum erum við tón- listarmenn gjarnan nefndir „elskurnar mínar“ og því um líkt. En þegar til á að taka er aðsókn oft dræm. Ég lék einu sinni í 500 manna þorpi, þar sem 8 hræður mættu á tónleikana." BLM: En hvað um höfuðborg- ina, hefur allt verið reynt? „Ég skal ekki segja. Það er hugsanlegt að tónlistarmenn hafi ekki notað hugmyndaflugið í undirbúningi og framkvæmd tónleikahalds. Kannski er varan ekki borin fram á nógu girnileg- an hátt. Nú, svo hafa flestir hópar þjóðfélagsins hærra en tónlistarmenn, held ég. Þetta, ásamt almennu áhugaleysi, hjálpast allt að.“ BLM: Hvað er óreynt? „Mér dettur í hug, að nefna tónlistarkynningar af ýmsum toga, til að koma almenningi nær því sem við erum að gera. Hið ritaða orð, og hið talaða, getur þjónað tónlistinni, ef slík aðleiðsla er ekki tæknileg um of, eða háfleyg. Þetta mætti reyna. Það er hugsanlegt að þá heyrði maður ekki oftar athugasemdir um tónleika á við þessa: „Þetta voru fúgur eða einhver fjárinn." Fólk er oft á tíðum hrætt við hið óþekkta, hleypur í baklás og varnarstöðu þegar tónlistaryrði ber á góma. En hvað um það, við verðum að halda áfram að berjast fyrir framgöngu tónlist- ar í landinu. Auðvitað yrði það til bóta ef tónlistarmenn gætu staðið meira saman. En tónlist- armenn er dulítið eigingjarn þjóðflokkur, ég hef oft orðið var við það. Við virðumst aldrei geta komið okkur saman um eina allsherjar baráttuaðferð. Bandalag íslenskra listamanna á sér þó ýmsa drauma á þessu sviði." BLM: Er Bandalag íslenskra listamanna rétti aðilinn til að stuðla að viðgangi þessarar sérstöku listgreinar? „Ég er ekki frá því. En auðvitað værum við tónlistar- menn miklu betur settir ef við hefðum sterkari menn, og meira leiðandi, á oddinum. Það er af sem áður var. Hér fyrrum áttum við ýmsa mæta menn á bakvið tjöldin er létu mikið til sín taka. Þetta voru ekki endilega tónlist- armenn að atvinnu, heldur eins Framhald á hls. 26. Farandsöngvarinn Fyrir skömmu gerðist það í kyrrþe.v, að lið íslenskra tónlist- armanna lagði leið sína til Nýju Jórvíkur á Víniandi til tónleika- halds. Þessi stórmerki komu uppúr dúrnum er blaðamaður rakst á Olaf Vigni Albertsson píanóleikara á förnum vegi, en Ólafur, þessi ljúflingur, er fyrir löngu þjóðkunnur fyrir þá alúð er hann hefur lagt við listgrein þá er kölluð er undirleikur, en heitir réttu nafni samleikur. Þeir eru ófáir söngvararnir er notið hafa fulltingis Ólafs Vign- is, enda ber hann Vignis nafnið með rentu. Blaðamaðurinn innti Ólaf eftir tildrögum ferðarinnar: . „I New York er starfrækt tónlistarfélag, undir for- mennsku prófessors Edwards Weiss, er Liederkranz Foundat- ion nefnist. Félag þetta hefur staðið fyrir tónleikum í borginni um árabil, og gjarnan boðið uppá tónleika er miðast við ákveðin tímabil tónlistarsög- unnar, eða einstök þjóðlönd og tónlistararf þeirra. Þeir höfðu víst gert öllum Norðurlöndunum skil, nema Islandi. Fyrir for- göngu Ivars Guðmundssonar, aðalræðismanns í New York, var fjórum ísienskum tónlistar- mönnum boðið að flytja íslenska tónlist á þrennum tónleikum víðsvegar um borgina. I ferðinni voru þau Sigríður Ella Magnúsdóttir, Kristinn Halls- son, Hafliði M. Hallgrímsson, og ég sjálfur. Tvö önnur tónlistar- félög voru með í ráðum: Leif Eriksson Society, og National Arts Club. Það síðarnefnda kallaði tónleika sína „Salute to Iceland". Við vorum þarna í tíu daga, og notuðum frístundir til kynnisferða um borgina; komum m.a. í Metropolitan óperuna og á fleiri merka staði." BLM: Vakti eitthvert hinna íslensku tónverka sem þið flutt- uð sérstaka athygli? „Við lékum og sungum verk eftir Hafliða M. Hallgrímsson og Pál ísólfsson, auk þjóðlaga í útsetningu Sveinbjörns Svein- björnssonar, Jóns Asgeirssonar, Jórunnar Viðar, Karls 0. Run- ólfssonar og Markúsar Kristjánssonar. Einnig voru ýmis alþjóðleg tónverk á efnis- skránni. Ég held ég megi segja, að verk Hafliða, Solitaire, fyrir einleiks-cello, hafi kannski vak- ið mesta athygli. Blaðadómar? Nei, ég varð ekki var við þá.“ Renta fylgir nafni. Sigríður E. Magnúsdóttir. RÆTT VIÐ OLAF VIGNI ALBERTSSON Skólastjórinn Ólafur Vignir er skólastjóri Tónlistarskóla Mosfellshrepps. Blaðamanninum fannst til hlýða að spyrjast fyrir um hvernig reksturinn gengi: „Alveg prýðilega. Við höfum starfrækt skólann í 14 ár, höfum um 170 nemendur, og 11 kenn- ara. Nemendur eru á öllum stigum, allt frá byrjendum, og uppí 7. stigs nema. En nú nýverið var tekin í notkun samræmd kennsluskrá í píanó- leik, sem virðist ætla að koma að miklum notum.“ BLM: Hvernig heldurðu að henni verði tekið af öðrum tónlistarskólum? „Ég vona að námsskránni verði vel tekið, enda stóð ég að henni að hluta, og á því hagsmuna að gæta. Annars stendur til að samræma náms- skrá annarra hljóðfæra, og hafa ýmsir færir menn verið fengnir til að annast það. Það var Tónlistarskólastjóra félagið er hafði forgöngu í þessu máli. Námsskráin í píanóleik var sniðin eftir breska kerfinu, sem kennt er við Associated Board, en á því er áratuga reynsla, og auðvelt að nálgast hin ýmsu kennslugögn sem Bretarnir hafa þróað í kringum þessa náms- skrá, svo sem kennslubækur í tónfræði og tónheyrn." BLM: Er á einhvern hátt érfitt að starfrækja skóla svo nærri höfuðborginni, t.d. hvað samkeppni áhrærir? „Á vissan hátt. Byggðin er sífellt að þenjast út, en húsnæði okkar og kennsluaðstaða ekki að sama skapi. Svo er fremur súrt í broti að sjá á eftir nemendum sínum strax að loknu grunn- skólaprófi, þegar þeir eru að ná hvað mestum þroska. Nemendur okkar fara flestir í framhalds- skóla í Reykjavík, og stunda þá tónlistarnám sitt þar. Það er hins vegar gleðilegt, að nú starfa við skólann fjórir fyrr- verandi nemendur, sem sannar- lega standa fyrir sínu í kennslustörfum." Píanóleikarinn BLM: En hvað er helst á döfinni í píanóleik þínum? „Upptökur eru ætíð fjölmarg- ar hjá Otvarpinu, eins og gengur. Ég hef nær eingöngu haldið mig við undirleikinn, svo þess er vart að vænta, að ég haldi sjálfstæða píanótónleika. Ég hef, frómt frá sagt, engan áhuga á þvílíku. Undirleikurinn „Fugur og einhver fiárinn’ Tónhvisl eftir GUÐMUND EMILSSON er yfirgripsmikil listgrein — mér veitir ekki af tímanum til að anna henni.“ BLM: Finnst þér þú aldrei falla í skuggann af söngvaran- um? „Jú, en það tilheyrir faginu, ég tek því sem sjálfsögðum hlut og er fyllilega sáttur við það. Hins vegar finnst mér á stundum, eins og menn líti niður á þetta sérsvið tónlistarinnar, og haldi að aðeins uppgjafa píanóleikar- ar snúi sér að því. Þetta er firra, enda margir frábærir listamenn um heim allan er getið hafa sér frægðarorð fyrir undirleik ein- göngu. Til skamms tíma gætti þessa sama misskilnings hjá söngvurum hér heima. Þeir álitu, að þessi eina laglína þeirra væri undantekningar- laust mikilvægari en þær tíu er undirleikarinn varð að annast. Þetta er að breytast.“ Félagsveran BLM: Sumir hafa kvartað hástöfum undan samstöðuleysi á meðal tónlistarmanna; vilja bjarga heiminum! Hvað segir þú um þetta? „Já, þetta er hárrétt. Sam- Kristinn Hallsson. Ilafliði M. Ilaligrimsson. Tónleikar framundan 30. marz Kl. 20.30 FosNvuKxkirkia. Npmrndur Sönxxkólanx flytja l’ákumrxxu J. Ilaydnx. St jórnandii (iaróar Cortex. 1. aprfl Kl. 11.30 lláxkólabfó. Illjómxvrit Tón lixtarxkólanx í Rrykjavfk. 2. apríl Kl. H.30 llúxtaóakirkja. Rrykjavfk En Semhlc Irikurá vrKUm Kammormúxik- klúbhxinx, Kvartrtta rftir Mozart (k. 375). Srhumann (up 11) ok Bartok (no «). 5. aprfl Kl. 20.30 Nnrra'na húxið. Krtil lljiirnxtad. fi. aprfl Kl. 20.30 lláskólahfó. Sinfónfuhljómxv. Ixlandx. Stjórnandii Karxtrn Andrrxrn. Kinlrlkari, llanx Rirhtrrllaasrr. Vrrk- rfnii Mozart — Korlrikur að „Töfra- flautunni-. Jón Nordal — Rjarkamál. Ilrahmx — l’íanóknnxrrt nr. 1. 8. apríl Kl. 17.00 FrlaKxxalur xtúdrnta. Vortón- Irikar lláxkólakórxinx. Rut MaKnúxxon xtjórnar. 9. apríl Kl. 17.00 llorKarbíó. Akurryri. Rrykja vík Knxrmhlr. vrrk rftir liindrmith. Ilartok. Srhumann ok Mozart. Kinlrikur á klarínrtti SÍKuróur I. Snorraxon. Kl. lfi.00 Norra*na húxió. Ki'til lljiirnxtad. Kl. 17.00 Mrnntaxkólinn við llamrahlíó. Kammrrxvrit Krykjavfkur. 12. aprfl Kl. 20.30 Nurra'na húxið. Kammrrtón- Irikar á vrKum Tónlixtarxkólanx í Krykiavík. 15. apríl Kl. 17.00 KólaKxxtofnun xtúdrnta. Guðný Guómundxdóttir. fióla. Axdíx Þurxtrinx- dóttir Stroxx. liðla. Mark Rrrdman. láKfióla »k Nfna Klyrr. xrlló flytja kvartrtta rftlr Mozart. Srhumann ok Bartók. 19. aprfl Kl. 20.30 Norrtrna húxió. lnK«lf Olxrn — Kftarlcikari. Kl. 19.00 Auxturba'jarbfó. I’íanótón- Irikar Guórúnar SÍKurðardóttur á vrtr um Tónlixtarxkólanx í Rrykjavík. 27. aprfl Kl. 20.30 lláxkólahfó. Sinlónfuhljóm xvrit íxlandx. xtjórandi, Martrinn IIunKrr Kriórikxxon. Kílharmónfu- kórinn. Vrrkrlnii SÍKurxvrinn I). Krixtinxxon — C.rrnixkÓKurinn Z. Kodaly — Tr I)rum. Brahmx — Triumphlird. 29. apríl Kl. 17.00 KrlaKxxalur xtúdrnta. Tónlixt rftir Gunnar Rryni Svrinxxon. Axta Thorxtrnxrn xvnKur. kammrrkvintrtt undir xt jórn hiilundar Irikur. Alfaríma við Ijóó Áxtu SÍKuróardóttur. Kvrópxk miðaldamúxik í útxrtninKU (iunnarx. Á Valhúxaha"óinni ok nýtt tónvrrk fyrir xönKriidd ok kammrrjazzkvintrtt við Ijóó SÍKuróar 1’áLxxonar. 30. apríl Kl. 11.00 Tónlixtarxkóli KópavoKx Nrmrndatónlrikar. Akurryri Klíxahct KrlinKxdóttir ok (iuórún Krixtinxdi'ittir. Staóur. xtund ok vrrkrlnaval auKlýxt xíóar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.