Morgunblaðið - 30.03.1978, Side 13
MORGUNBLÁÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1978
13
Auóur Ólafsdóttir, Selfossi:
Svar við grein
Einars Pálssonar
Einar Pálsson heitir maður, var
hann um skeið útibússtjóri Lands-
banka íslands hér á Selfossi. Við
Selfyssingar, sem voru honum hér
samtímis, þekktum hann sem
prúðan mann og ljúfan í samskipt-
um við aðra. Eg kynntist honum
og konu hans gegnum afgreiðslu-
störf hjá KÁ sem sérstaklega
elskulegum viðskiptavinum og
manneskjum, og í samræmi við
framangreint var sá hugur sem
fylgdi þeim hjónum þegar Einar
lét af störfum hjá Landsbankan-
um vegna aldurs og flutti til
Reykjavíkur fyrir nokkrum árum.
niður penna er ekki sú að rökræða
kosti og galla við kaupstaðar-
réttindi Selfosshrepps. Þar verða
alltaf skiptar skoðanir um. Heldur
hitt að ég er afgreiðslukona í KÁ
sem brá sorta fyrir sjónir útibús-
stjórans fyrrverandi að hans sögn
með frumlegu svari í Árblaðinu í
vetur og undrast hann hvað
oddvitanum hafi tekist vel í áróðri
sínum í kaupstaðarmálinu að
jafnvel starfsfólk kaupfélagsins sé
því fylgjandi. Hvað varðar svar
mitt í Árblaðinu, sem áður er
nefnt, er það að segja að setningin
„að við Selfyssingar viljum ekki
Einar Pálsson fyrrv. bankaútibússtjóri:
Selfoss—hreppur
eða kaupstaður?
Þetta er mál. sem hefur átt sér
nokkurn aðdraganda. sem nauð-
synlegt er ad skýra fyrir ókunnug-
um. Af hálfu nokkurr* hrepps-
nefndarmanna var allt I einu sett
I gang svonefnd skoóanakönnun
8. janúar s.l., án þess almenningi
vari gefið fieri á aó kanna eóa
ræða þessi mál. Aðeins bornar á
borð órökstuddar fullyrðingar
fyrlr kaupstaðarhugmyndinni. en
skllnaður við sýsluna talinn nauð-
synlegur til að öðlast fullt frelsi.
Höfuðpaurinn I þessu öllu er Óli
t> Guðbjartsson. oddvtti hrepps-
nefndar.
Fékk ég áhuga á að kynna mér
undirbúning málsins heimafyrir,
fá mér þess vegna bækling um
málið. sem Magnús E. Guðjóns-
son, framkvæmdastjóri Sam-
bands isi. sveitarfélaga. samdi og
dreift var meðal almennlngs á
Selfossi 4. janúar. Hringdl ég þvl
til oddvita svona 10. janúar og bað
hann að senda mér þennan b*kl-
ing og lofaði hann þvf með Ijúfu
geðt. Nú leið vika, en ekki kom
treysti sér ekki, sem mér þótti til
þrautar reynt. þá skyldi ég snúa
mér til einhvers annars með þetta
efni. — En vitað var af þvf sem
áður hafði komið fram, að hann
einn hafði undir höndum allt sem
eftir var af ritinu. Fannst mér
þetta lítilsvirðing. í stað þess að
efna gefið loforð er hann eini
oddvitinn á Selfossi sem ekki hef-
ur efnt orð sfn við mig. Málflutn-
ingur han« allur er svo einhlfða
að ekkert annað kemst að en að
öðlast þessi „dýrmsetu" b*jar-
réttindi og það ekki seinna en I
vor. Rétt eins og hann vonaðist til
að verða sjálfkjörlnn einvaldur
forseti b*jarstjórnar.
En nú þarf að virða fyrir sér
kosti og galla við málið og mál-
flutning fyrirsvarsinanna. Verður
þá fyrst fyrir sjálf atkv*ða-
greiðslan. sem mér finnst ekkl
markt*k. þó meirihluti greiddi
atkvsðl með. aðetns 53% greiddu
atkvæði. A kjörskrá voru 1944, já
sagði 751 en nei 278 og auðir 16. A
kjörskrá voru hafölr 18 ára. ekkt
ykkt hrei '
Ef iL
lelðir I
stofmi
is md
Anes ,
stjórai
indi. s
við alll
ið nokl
á fót i
undin
fógetai
það enL
Ef brJ
skipta <L
I tvennf
til ó,—_
að málil
sem hr#
011 oddJ
viljandil
hlutlauf
manni.
m*li fr|
móti.
gerd urL
SelfossB
átti llkf
stað, ef
kv*ðat_
Votmúf
hluta I
og nú.J
dellu
Því var það, að ég og fleiri
Selfyssingar hrukkum við eftir
lestur greinar, sem fyrrnefndur
EP sendi frá sér, í Morgunblaðinu
18. márs sl. um væntanleg
kaupstaðarréttindi fyrir Selfoss-
hrepp. Virðist tilgangur hennar
vera að etja saman Selfyssingum,
og þá helst starfsfólki KÁ og
bændum Árnessýslu. Lætur hann
um leið í það skína, að við séum
velflest skoðanalausir aular,
semsefjist af hvers konar áróðri og
til vonar og vara gefur hann okkur
góð ráð um hverja við eigum að
losa okkur við úr hreppsnefnd-
inni, því ekki er okkar dómgreind
til að dreifa.
Ástæðan fyrir því að ég sting
vera með sveitirnar á herðunum",
voru og eru ekki mín orð, heldur
túlkun blaðamannsins á svari
mínu, sem ég því miður hirti ekki
um að leiðrétta strax, eins og þó
samstarfsfólk mitt hvatti mig til.
En burt séð frá því fæ ég
ómögulega skilið að Einari Páls-
syni komi það við hverju ég svara
þegar ég er spurð og jafnvel þó
rangfært sé eftir mér. Ég hélt að
það væri mitt mál en ekki hans. Ég
mun eftirleiðis sem hingað til gera
upp hug minn á eigin spýtur og
halda mig við þær niðurstöður sem
þannig fást og læt þær blífa, hvort
sem þær afla mér vinsælda eða
óvinsælda og út frá þeim svara ég
ef ég er spurð hvar og hvenær sem
er. Til þess tel ég mig háfa fullan
rétt án þess að fá leyfi hjá Einari
Pálssyni.
Hvort Selfoss verður kaupstaður
er mér ekkert sérstakt áhugamál
sem slíkt, og ekki meira en svo að
ég greiddi ekki atkvæði í skoðana-
könnun sem fram fór um það 8.
janúar sl. Ástæðan fyrir afstöðu
minni að vera því hlynnt er meðal
annars sú að mér finnst áhrifa-
hlutföll okkar óhagstæð í sýslu-
nefndinni. Þar höfum við Sel-
fyssingar aðeins einn mann, þó
íbúafjöldi sé rúmlega 3000. Sel-
vogshreppur hefur líka einn mann
í sýslunefnd en þar er u.þ.b. 20
íbúar. Annað sem veldur afstöðu
minni, eru samskipti þeirra kaup-
staða við sveitirnar, sem fyrir eru
hérlendis og verður þá Akureyri
fyrst fyrir valinu. Samanburð af
þessu tagi kallar Einar Pálsson
hégómaskap í grein sinni. Ég held
að engum detti í hug að segja að
Akureyri sé bölvaldur eyfirskra
bænda, heldur þvert á móti hafi
kaupstaðurinn óumdeilanlega
gerst dreifingar- og nýtingaraðili
landbúnaðarafurða þeirra og eru
bændur þar nyrðra stoltir af
sínum kaupstað. Er útilokað að
sama þróun ætti sér stað hér? Er
það árás á sunnlenska bændur að
telja slíkt æskilegt? Einar Pálsson
spyr hvort annað starfsfólk KÁ
muni eins illa þenkjandi og ég.
Ekki get ég svarað fyrir u.þ.b. 200
manna starfslið KÁ. Það hefur
áreiðanlega mjög mismunandi
skoðanir á þessu máli sem öðrum
og út í hött að tala um það sem
einingu hvað málefni varðar. Að
þyí er ég best veit er þaðfjarri
forráðamönnum kaupfélagsins að
skoðanakúga starfsfólkið.
Þá spyr Einar hvað kaupfélags-
stórinn hafi um málið að segja.
Ekki veit ég það, hann hefur ekki
opinberað hana við starfsfólkið
svo sem mér sé kunnungt. En hver
svo sem hún er, mun ekkert vera
fjarri þeim mæta manni en
krefjast þess að starfsfólk fyrir-
tækisins bergmáli hana með ein-
róma halelúja, hann er langtum
stærri karl en svo,
Svo vil ég láta Einar Pálsson
vita það, að starfsfólk KA, sem ég
þekki, er engir bændaóvinir, þvert
á móti vill það veita þeim sern
besta þjónustu og hag kaupfélags-
ins sem mestan. Ég hef unnið hjá
bændum Árnesþings frá árinu
1944 og hef ævinlega átt við þá
mjög ánægjuleg samskipti, tel
þeirra hag minn hag og öfugt. Því
þykir mér leitt til að vita að Einar
Pálsson skuli hafa valið sér þá
tómstundaiðju í ellinni að reyna
að vekja upp úlfúð og tortryggni
milli bænda Árnesþings og okkar
sem vinnum í Kaupfélagi Ár-
nesinga. Hann gæti áreiðanlega
varið tíma sínum betur.
Selfossi 26. mars 1978
Auður Ólafsdóttir.
Leikfélag Kópa-
vogs 20 ára
í tilefni 20 ára aímælis
Leikfélags Kópavogs hef-
ur það ákveðið að kynna
starfsemi sína með því að
bjóða fólki á sýninguna
„Vaknið og syngið“, eftir
Clifford Oedts í kvöld
klukkan 20.30 í félags-
heimili Kópavogs, meðan
húsrúm leyfir.
í hléi gefst gestum
kostur á veitingum í veit-
ingasal hússins, en þar
verður jafnframt sýning á
ljósmyndum frá fyrri
sýningum Leikfélagsins,
segir í frétt frá Leikfélagi
Kópavogs.
Þá segir að mikil gróska
sé nú í starfsemi félagsins
og má taka þaþ til marks
að Leikfélag Kópavogs
sýnir um þetta leyti þrjú
leikrit. Það er einsdæmi,
að áhugafélag sé með svo
margar sýningar í gangi á
sama tíma. Barnaleikritið
„Snædrottningin" hefur
verið sýnd við mjög góða
aðsókn síðan um miðjan
nóvember sl. og verða enn
nokkrar sýningar á þessu
vinsæla barnaleikriti.
„Jónsen sálugi" hefur
skemmt áhorfendum und-
anfarið. Framvegis mun
gamanleikurinn „Jónsen
sálugi“ verða sýndur á
miðnætursýningum á
föstudögum, jafnframt
því að vera sýndur á
venjulegum kvöldsýning-
um. Leikritið „Vaknið og
syngið“ sem sýnt verður á
fimmtudagskvöld var
frumsýnt fyrr í þessum
mánuði. „Vaknið og syng-
ið“ hefur vakið talsverða
athygli og orðið umdeilt.
Leikstjóri er Haukur J.
Gunnarsson og leikmynd
gerði Björn Björnsson.