Morgunblaðið - 30.03.1978, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1978
Árni Valdimarsson:
Skíðaiðkun í
Bláfjöllum
Svo sem kunnujít er hefur áhujri
fyrir skíðum aukist mikið á seinni
árum, samkvæmt upplýsingum
þeirra sem versla með sportvörur
hefur orðið mikil aukning í sölu á
skíðavörum nú í vetur. Margt
bendir til að áhugi fólks eigi eftir
að aukast enn meir og á mynda-
þátturinn í sjónvarpinu vafalaust
eftir að hafa mikil áhrif í þá átt.
Allt þetta fólk mun sækja á
skíðasvæðin og þá fyrst og fremst
í skíðal.vfturnar, sú er þróunin
bæði hér og erlendis. Þá kemur í
ljós að uppbygging svæðanna er
langt á eftir, ástandið er þannig nú
að biðraðirnar við lyfturnar eru
svo miklar að fólk gefst hreinlega
upp á að bíða. Það er oft grátlegt
f.vrir vinnandi fólk sem ekki á frí
nema um helgar að loksins þegar
kemur gott veður og gott skíða-
færi, þá fer allur tíminn í að
standa í biðröðum, fólk, sem getur
gripið gæsina þegar hún gefst og
farið á skíði þá fáu góðviðrisdaga
sem koma, hefur sér aðstöðu.
Svæðaskipting!
Þegar vegurinn var lagður inn í
Bláfjöll á sínum tíma, mátti í
fyrstu ekki byggja neitt á svæðinu
fyrr en búið væri að skipuleggja
svæðið. Síöan eru liðin 6 eða 7 ár
og skipulagið ekki komið enn, að
vísu voru byggð þarna mannvirki
án skipulags og það er ef til vill
ástæðan fyrir því að ekki hefur
tekist að skipuleggja svæðið. Það
hafa verið lagðar fram tillögur að
skipulagi en þær höfðu að sjálf-
sögðu mið af þeim mannvirkjum
sem búið var að byggja án
skipulags. Skipulagið er svo stutt
á veg komið að það stendur til að
tveir aðilar byggi lyftur næsta
sumar, þar sem liggur við að hver
byggi um annan þveran án
nokkurs samkomulags um svæða-
skiptingu. Áður en borgin byggði
lyfturnar í Bláfjöllum var Í.R. búið
að reka spjaldalyftu þar sem ytri
borgarlyftan er nú, þá voru
iðulega lagðar þar brautir og æft
af kappi. Eftir að borgin byggði
lyftu á þessum stað ætlaði þetta
fólk að halda áfram að leggja
þarna brautir, þar með byrjuðu
árekstrar í Bláfjöllum milli þeirra
sem vilja vera að æfa í brautum
og þeirra sem vilja ekki láta skera
sundur brekkurnar með æfingum
og keppnisbrautum, sem endaði
með því að ekki eru lagðar þar
brautir lengur.
Siðan hafa komið upp árekstrar
vegna brauta sem hafa verið
lagðar innst í Kóngsgili, sem hafa
orðið til þess að nú æfir þetta fólk
aðallega í Efra-Kóngsgili, einmitt
á þeim stað sem Bláfjallanefnd
ætlar að byggja stólalyftu, þar
með, ef að líkum lætur, mun verða
farið að amast við þessu áhuga-
sama fólki þar.
Hvert á þetta aumingja fólk,
sem á vissulega að hafa góða
aðstöðu fyrir sínar æfingar, að
hrökklast þá?
Er ekki ljóst að það er full
ástæða að taka austurríska sér-
fræðinginn alvarlega, sem er
enginn smákarl þvi hann mun
hafa skipulagt stóran hluta af
uppbyggingu í Ölpunum, en hann
varar við að svæðið sé byggt í
miklu samkrulli. Sem dæmi um
hvernig haldið er á þessum málum
erlendis má geta þess, að fyrir
áramót ráðgerði hópur keppnis-
fólk úr Ármanni að fara til
ákveðins staðar í Austurríki sem
það þekkti og æfa af kappi um
hátíðarnar. Pöntuninni var svarað
þannig að því væri velkomið að
koma en það væri bannað að
leggja brautir á þessu svæði. Þá
var ákveðið að fara á annað mikið
svæði í ítölsku Ölpunum, þar æfði
þetta unga fólk um hátíðarnar.
Undirritaður fór einnig í þessa
ferð og fór víða um þetta mikla
svæði og varð aldrei var við
keppnisfólk eða æfingarbrautir, að
vísu vissi maður hvar þetta fólk
var að æfa, en þangað fóru ekki
aðrir en þeir sem fóru sérstaklega
til að æfa. Af framansögðu ætti
að vera ljóst að það er nauðsynlegt
að koma á svæðaskiptingu áður en
Stólalyfta í Ölpunum.
byggðar verði fleiri lyftur í
Bláfjöllum. Ekki síst vegna þess að
ef þessar tvær lyftur verða
byggðar eins og fyrirhugað er
verður svæðaskiptingin miklu
erfiðari.
Vcrkefnaskiptingi
Svo sem kunnugt er eru tveir
aðilar að byggja upp aðstöðu fyrir
skíðafólk í Bláfjöllum, annars
vegar skíöafélögin og þá aðallega
skíðadeild Ármanns, en hins vegar
sveitarfélögin. En það er líka
tvenns konar uppbygging sem þarf
að stefna að, annars vegar upp-
bygging fyrir keppnisfólk og fólk
sem vill vera í bröttum og
margbreytilegum brekkum, hins
vegar fólk sem lætur sig skíða-
félögin engu skipta, vill vera í
þægilegum lyftum og temmilega
bröttum brekkum. Mikill meiri-
hluti þeirra, sem fara á skíði,
sækÍF í brekkur sem eru um 12 til
16 gráður, þannig brekkur eru
mest stundaðar í Skálafelli, á
Akureyri og ísafirði og þannig leið
velur fólkið sér niður brekkuna við
lvftuna sem mest er aðsókn að í
Lítið bréf til
Sveins
í Miðhúsum
Kæru stéttarbræður og félagar.
Oft hef ég í vetur hugleitt framvindu
okkar mála og satt að segja ekki
orðið yfir mig hrifinn, en það er mér
nú ekkert nýtt. Mér fundust t,d.
bændafundirnir í fyrra ekki gefa til
uppgjafarinnar á Eiðum í sumar,
enda sannaðist það á bændafundun-
um í vetur að bændur voru almennt
sárir og reiðir og kröfðust stefnu-
breytingar, enda varð allt annar
bragur á samþykktum aukafundarins
á Sögu í haust. Bændur stóðu eftir
það uppréttari og vonbetri. Hélt ég
að eftir svo öfluga sókn yrði tekið
mannlega á okkar málum, þar sem
nú eru við völd þeir tveir stjórnmála-
flokkar sem fyrst og fremst hafa fylgi
bænda. En því miður er nú ekki þeim
svörum að gefa. Vandamálin eru látin
hrannast upp, aöeins gerðar óveru-
legar kákráöstafanir til aö mæta
aðsteöjandi vanda. Þó er ein breyting
umtalsverð. Þaö er aö segja aö
viöurkenndur var réttur okkar til
færslu útflutningsbóta milli ára og
það ber aö þakka. Að ööru leyti
sýnist mér þetta svipað og þegar
stungiö er snuði upp í barn svo þaö
hætti að sífra. Meir að segja eru
óheilindin svo mikil aö þingmenn láta
sig hafa þaö að greiöa atkvæöi á
Alþingi gegn þeim málum er þeir hafa
sjálfir samþykkt í stjórn stéttarsam-
bandsins og meginþorri bænda tekið
einhuga undir. Þar á ég viö t.d. tillögu
um nióurfellingu söluskatts á kjöti og
kjötvörum. Því tel ég að viö þessir
óbreyttu bændur verðum að láta til
okkar heyra það rösklega að eftir
verði tekið og munað.
í landbúnaöi verður að koma algjör
stefnubreyting. Við verðum að hverfa
frá stækkun búa og aukinni fram-
leiðslu sem aöeins eykur vinnu okkar
og útgjöld án þess aö tekjur vaxi aö
sama skapi, vegna þess að þjóðfé-
lagið hefur hirt aukninguna. Því til
sönnunar: Nú allmörg undangengin
ár hefur verðlagsgrundvallarbúið
alltaf verið aö stækka, en tekjur
okkar bænda fariö lækkandi í hlutfalii
við' tekjur viömiöunarstétta. Þannig
hefur þessi nauövörn snúist gegn
sjálfum okkur. Við verðum að lækka
framleiðslukostnaö. Það er hægt að
gera á margan hátt, ég nefni sem
dæmi:
1. Beina samninga um kaup og
kjör við ríkisvald.
2. Niður verði felldur söluskattur,
tollar og aöflutningsgjöld á vélum og
tækjum til landbúnaðar
3. Raforka til heyverkunar bæði
hjá bændum og graskögglaverk-
smiðjum verði seld á álverksmiðju-
verði.
4. 10% útflutningsbótarétti land-
búnaðar verði breytt þannig, að
Opið
bréf til
bænda
frá Magnúsi
á Lágafelli
viöurkennt veröi aö landbúnaöur eigi
rétt á sama hlutfalli þjóðartekna og
10% bótaréttinum nemur nú.
En greiðslum verði breytt þannig
að þær gangi beint til bænda sem
búa á lögbýlum og hafa sitt lífsfram-
færi af landbúnaði. Hæst verði
greiðsla til þeirra sem hafa meöalbú-
stærö, síðan lækki greiöslan bæöi
upp og niður og falli alveg niður á
þær afurðir sem koma frá búum yfir
vissri stærð eða með öðrum oröum
framleiðslutoppur stóru búanna sæti
heimsmarkaðsverði. í staðinn komi
að bændur taki á sig þann halla er
verður á útflutningsframleiðslu. Ég
geri mér Ijóst að þessu síöasta atriði
náum við ekki í einu vetfangi, heldur
yröi þetta að vinnast eftir t.d. 5 ára
áætlun. Það sem bændur vinna á
þessari breytingu er það: T.d. sala
búvöru innanlands eykst vegna
verölækkunar og það sem mest er
um vert, bændur fá möguleika á
sanngjörnu kaupi fyrir eölilega vinnu
í staö þess að nú fáum við lítið og
stundum ekkert kaup fyrir alltof
langan vinnudag, og innbyrðis
keppni í bústækkun eyðileggur þá
möguleika að fá sanngjarnan samn-
ingsgrundvöll vegna of mikils fram-
boðs. Hagur neytenda af þessari
breytingu er sá að þeir njóta sjálfir
allra hagsbóta af þessu fé í lækkun
vöruverös, í staö þess aö nú greiða
þeir niöur verð fyrir erlenda neytend-
ur og gætu þeir þá aukið kaup sín á
þessum vörum eöa öðrum í þeirra
staö.
Búnaðarþingi er nýlega lokið. Þetta
er gömul og merk stofnun sem mikil
áhrif hefur á stefnur og stööu
landbúnaðarins á hverjum tíma. Ég
efast um aö bændur geri sér nógu
Ijóst hvað miklu lykilhlutverki búnaö-
arþing getur gegnt fyrir stéttina.
Tiltölulega hljótt hefur verið um störf
búnaöarþings að þessu sinni, þó
komu í þinglok viðtöl í sjónvarpi, m.a.
viö Hjalta Gestsson ráðunaut á
Selfossi, þar sem hann taldi að því
mér skildist baráttu fyrir þvi aö leggja
á kjarnfóðurskatt eitt af brýnustu
hagsmunamálum bænda. Hélt ég þó
aö bændur heföu í haust sagt álit sitt
á kjarnfóöurskatti svo ekki yröi um
villst. Þetta hugarfóstur örfárra
forystumanna bænda, þ.e. kjarnfóð-
urskatturinn, viröist því miöur ætla
að veröa þeim steinfóstur, sem þeir
"kki geta losnaö við og er það illa
farið. En þar sem nú stendur fyrir
dýrum aö kjósa til búnaðarþings vil
ég varpa fram þessari spurningu til
ykkar bændur góöir: Finnst ykkur
líklegt aö hag okkar bænda sé best
borgiö meö því að á búnaöarþingi
sitji sem kjörnir fulltrúar hópur
ráðunauta, sem eru opinberir starfs-
menn og þiggja laun óháð því sem
búnaöarþing ályktar um hag og kjör
bænda eöa þá aö hópur þeirra
bænda, er þar sitja, sé ellilífeyrisþeg-
ar. Ég efast ekkert um góöan vilja
þessara manna, en eru ekki flestir
farnir að slævast þegar þeim aldri er
náð? Ég held það. Sá er alltaf
heitastur eldurinn er á sjálfum
brennur. En nóg um það.
Þá kem ég aö því sem er aöalerindi
þessa bréfs. Við höfum orðið þess
áþreifanlega varir bændur að samn-
ingsstaöa okkar er veik vegna þess
að viö getum ekki stöövaö og sett
hnefann í borðið eins og aörar stéttir.
Nú gerðist það í haust aö ullar- og
skinnakaupendur kröföust verölækk-
unar á þessum hráefnum á sama
tíma og 'allt er að hækka. Þetta er
enn nöturlegra fyrir þá sök að flestar
þessar verksmiöjur eru stofnaðar og
starfræktar af samtökum okkar
bænda til þess m.a. aö bæta okkar
hag. Þannig voru verksmiöjurnar
stofnaöar fyrir okkur en nú er svo
komið að verksmiðjurnar viröast telja
aö bændur séu til fyrir þær og þá er
nú langt gengiö. Því skora ég á ykkur
bændur: Seljið ekki einn einasta
ullarlagö í vetur og sumar, haldið allri
ull heima og geymið vel fram yfir
Stéttarsambandsfund. Við skulum
svo færa Stéttarsambandsfund. Viö
skulum svo færa Stéttarsambands-
fundinum þetta amboö í haust, hann
getur tekið ákvöröun um framhaldiö
enda rétti aöiljinn til þeirra hluta, þó
mér finnist ekkert óeölilegt aö
upphafs slíkra aögeröa sé aö leita
utan Bændahallar. Því aö ef þetta
mistækist skoðast þetta sem eins
manns frumhlaup og veikir því ekki
samtök okkar. Gerum viö þetta mun
væntanlega koma í Ijós hvort þaö eru
bara bændur einir sem á landbúnaöi
Framhald á bls. 26.
Sæll vertu Sveinn.
Ég hefði ekki trúað því að
óreyndu, að örlítili fréttastúfur
gæti fengið mig til að gera
athugasemdir á opinberum vett-
vangi, en svo fór þó þegar mér var
bent á frétt frá þér í Morgunblað-
inu 5. marz, en mér hafði sézt yfir
hana við lestur blaðsins. Ég vona
þó, að ég verði búinn að segja þér
mína skoðun augliti til auglitis
áður en þessi athugasemd birtist í
Morgunblaðinu.
Rétt er það Sveinn, að ein
vikuleg læknisferð til Reykhóla
féll niður 28. febrúar vegna
ófærðar, en þetta er eina ferðin,
sem fallið hefur niður frá 1975
a.m.k. Þannig að frá því sjónar-
miði var þetta kannski fréttnæmt,
þótt ég efist um að slíkt fréttamat
hafi fyrir þér vakað.
Þetta er þó ekki ástæðan fyrir
skrifum mínum, heldur það, sem á
eftir kom. Þú segir í frétt þinni:
„Þegar valdamenn lögðu niður
Reykhólalæknishérað, var því lof-
að, að læknir skyldi hafa vetursetu
að Reykhólum, en það hefur
gleymst eins og svo margt annað.“
Við þessa málsgrein vil ég gera
eftirfarandi athugasemdir:
1) Þessir „valdamenn" sem
lögðu niður Reykhólalæknishérað
var alþingi, sem gerði þetta með
lögum um heilbrigðisþjónustu nr.
56/1973. Þessi lög eru stórmerk og
með þeim mun, innan mjög fárra
ára, Islendingum öllum jafnt í
þéttbýli sem dreifbýli verða séð
fyrir beztu læknisþjónustu, sem
þekkist í heiminum, hvað varðar
heimilislækningar.
2) „.. .var því lofað, að læknir
skyldi hafa vetursetu á
Reykhólum...“. Hver lofar slíku?
Ég trúi ekki, að nokkur maður hafi
gefið slíkt loforð, enda ekki á
nokkurs manns færi að gefa slíkt
loforð.
3) Er æskilegt að endurreisa
Reykhóialæknishérað? Að mínu
mati — nei, og nú veit ég, að
ýmsum Austur-Barðstrendingi
blöskrar. Hér á eftir fara nokkur
rök:
a) í hinu gamla Reykhólalækn-
ishéraði búa nú (1. des. 1977) 383
íbúar, sem er u.þ.b. V4 af þeim
íbúafjölda, sem þarf að vera til
þess, að næg verkefni séu fyrir
lækni. Eins og þú veist Sveinn
hefur gengið nægjanlega illa að fá
lækni við Heilsugæslustöðina í
Búðardal enn sem komið er,
þannig að Reykhólalæknishérað
mundi aðeins skipa bekk læknis-
lausu héraðanna, sem ég hélt, að
Vestfirðingar væru búnir að fá sig
fullsadda af.
b) Væru íbúar Gufudalshrepps
(66 íbúar) einhverju bættari þótt
læknir sæti á Reykhólum. Ég held
ekki. Ég veit ekki dæmi þess, að
fært hafi verið frá Reykhólum í
Gufudalshrepp ef ófært hefur
verið frá Búðardal til Reykhóla.
c) Hvað heldur þú Sveinn, að
það kosti að koma upp sæmilegri
aðstöðu fyrir lækni á Reykhólum.
Ég er sannfærður um, að það
kostar töluvert yfir 100 milljónir.
Nægjanlegur er kostnaðurinn við
heilbriðgisþjónustuna þótt fjár-
munum sé ekki hent í slíka óráðsíu
og þessari upphæð af sköttum
okkar betur varið í eitthvað annað,
t.d. virðast mér vegir ykkar í
sýslunni alveg þola nokkrar krón-
ur.
Lengra verður þetta ekki, en ég
vil að lokum færa þér og fjölskyldu
þinni mínar beztu kveðjur.
Búðardal 12. marz, 1978
Skúli Bjarnason, læknir.