Morgunblaðið - 30.03.1978, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1978
15
Agnar Guðnason:
Mataræði og
hjartasjúkdómar
Bláfjöllum. Nú virðist eiga að
ráðstafa fast að 100 milljónum í
tvær lyftubyggingar í Bláfjöllum
næsta sumar, hvorug þessara
framkvæmda á að þjóna meiri-
hlutanum. Þetta þýðir sem sagt
það að það verður engin aukning
í lyftum fyrir fólk sem vill vera í
temmilegum brekkum, nú er hætt
við að eftir svona mikið átak verði
hlé á lyftubyggingum í jafnvel
nokkur ár. Bjóða svona vinnu-
brögð ekki bara hættunni heim?
Neyðist ekki fólk sem hefur ekki
getu til að vera í bröttum brekkum
til að fara í þær vegna þess að það
á ekki annarra kosta völ. Væri
ekki eðlilegt að þessir tveir aðilar,
sem eru að byggja upp skíðaað-
stöðu í Bláfjöllum, hefðu með sér
verkaskiptingu?
Lyftubyggingar>
Það er mikið rætt um byggingu
stólalyftu í Bláfjöllum og þá helst
vangaveltur um hvort stólalyfta
henti íslenskri veðráttu eða hvort
ekki væri heppilegra að byggja
heldur fleiri diskalyftur fyrir
sama pening. Það mun sennilega
vera búið að panta þessa lyftu svo
það þýðir lítió að vera með
vangaveltur út af því. En það
hefur minna verið rætt um
staðsetningu á henni og annarri
lyftu sem skíðadeild Armanns
ætlar að byggja næsta sumar. Það
er það sem ég held að menn ættu
að hugleiða meir, vegna þess að
mér finnst vera alveg öfugt að
staðið, það er að byggja á diska-
lyftu þar sem frekar ætti að
byggj a stólalyftu og öfugt. Það er
aðeins á einum stað upp úr
Efra-Kóngsgili sem ekki er of
bratt fyrir diskalyftu en það er í
rananum vinstra megin í gilinu,
þar sem Ármann hefur verið með
traktorslyftu nú i vetur í fyrsta
skipti, á þessum staö á að byggja
stólalyftu. En Ármenningar ætla
að byggja sína diskalyftu hægra
megin, þar sem brattinn er of
mikill fyrir diskalyftu. Það er
margt athugavert við þessa lyftu-
byggingu, fyrir utan það að geta
verið slysavaldur er til dæmis
staðsetning hennar, alveg að
óþörfu, þannig að hún skemmir
notagildi innri borgarlyftu. Þeim
sem finnst þessi fullyrðing ótrúleg
ættu að athuga það sjálfir, það
getur hver sem er, það þarf engan
sérfræðing til þess, það er hægt að
fá upplýsingar um hvar neðri
endastöð verður. Þeir sem fara
upp í innri borgarlyftu renna sér
út á móts við botn gilsins og reyna
að vera eins ofarlega og mögulegt
er til að fá sem lengsta brekku
niður.
Þegar fyrirhuguð lyfta
Ármenninga verður komin, verður
að krækja fyrir endastöð hennar,
þannig að brekkan sem fæst niður
styttist til muna. Ef lyfturnar
verða byggðar eins og fyrirhugað
er, verður svæðaskipting í Kóngs-
gili óframkvæmanleg, en ef
staðsetningu lyftanna verður víxl-
að verður svæðaskiptingin miklu
auðveldari, svo það mælir raunar
allt með því að lyftan verði frekar
byggð vinstra megin. Áður en
Ármann fór að reka traktorslyftu
á þessum stað höfðu menn ekki
neinn áhuga fyrir að lyftan yrði
byggð þar, en nú hef ég orðið var
við að mönnum finnst miklu
heppilegra að byggja hana þarna.
Árni Valdimarsson.
í Morgunblaðinu 18. marz s.l.
birtist stutt grein eftir Gunnar
Sigurðsson lækni, sem hann kallar
athugasemd við umræður um
mataræði og hjartasjúkdóma.
Tilgangur með þessari athuga-
semd Gunnars er eflaust sprottinn
af mikilli umhyggju fyrir bættu
heilsufari þjóðarinnar og er það
virðingarvert.
Þar sem Gunnar Sigurðsson
víkur með lítilsvirðingu að pró-
fessor Paul Astrup, sem Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins bauð
hingað til að halda fyrirlestur um
mataræði og hjartasjúkdóma, þá
tel ég mér skylt að svara þessum
skrifum Gunnars lítillega.
Gunnar skrifaði m.a. „Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins virðist
ekki hafa hampað honum (Astrup)
mikið eftir þennan fund. Ástæð-
una fyrir því vita þeir, sem sóttu
áðurnefndan fund í Súlnasalnum."
Gunnar gefur í skyn að frammi-
staða Astrups hafi verið slík á
fundinum, að þeir er stóðu að boði
hans hingað, vildu helst gleyma
komu hans og fundinum.
Þessu vil ég mótmæla, þótt
skoðanir Astrups og Gunnars fari
ekki saman á orsökum fyrir
hjarta- og æðasjúkdómum. Þá ætti
að vera ástæðulaust fyrir Gunnar
eða aðra lækna annað en að sýna
Paul Astrup fulla kurteisi. Það
tókst ekki hjá þeim 4 félögum sem
skipt höfðu með sér verkum að
Sögufundinum. Þar var frammi-
staða og framkoma þeirra, er álíta
að mesta hætta mannkynsins stafi
af neyslu búfjárafurða, slík, að
hún var þeim til lítils sóma.
Dr. Bjarni Þjóðleifsson, skoð-
anabróðir Gunnars, hélt því fram
á fundinum, a- dr. Paul Astrup
hefði verið fenginn hingað til
landsins til að selja búvörur, að
hann væri nokkurs konar sölu-
maður. Þessi staðhæfing var fjarri
lagi og ósvífin, þar sem Astrup
hefur engra hagsmuna að gæta
varðandi sölu íslenskra landbún-
aðarafurða, hann kom hingað
eingöngu vegna áhuga á þvi
málefni, sem um var fjallað og tók
enga greiðslu fyrir. Það mætti
halda því fram með álíka rökum,
að þeir, sem telja neyzlu dýrafitu
hættulega heilsu fólks, séu gerðir
út af framleiðendum smjörlíkisins.
Ég vil þó taka fram að það hefur
mér ekki dottið í hug, en álít að
þeir boði sínar kenningar í góðri
trú.
Hvers vegna hefur ekki verið
meira fjallað um erindi Astrup í
fjölmiðlum? Ég get ekki fullyrt
neitt um það nema hvað snýr að
áhrifaríkasta fjölmiðli landsins,
Sjónvarpinu, en fréttastofa þess
neitaði að eiga viðtal við Astrups.
Það getur fréttastjóri Sjónvarps
staðfest.
Sennilega erum við heldur léleg-
ir áróðursmenn, þessir sem störf-
um fyrir bændasamtökin, að hafa
ekki notfært okkur komu Astrups
betur.
Það vakti ekki fyrir okkur með
þessu boði að hefja einhverja
allsherjar-gagnsókn gegn fitu-
kenningunni, heldur aðeins að
vekja athygli á, að til eru læknar
sem hafa aðra skoðun á þessum
málum, en þær, sem helst hefur
verið hampað hér á landi. Það
tókst okkur og vonandi er þetta
aðeins upphaf að því, sem koma
skal, það er að koma í veg fyrir að
fólk verði fyrir varanlegu tjóni á
heilsunni vegna einhliða leiðbein-
inga um mataræði.
Það eru margir læknar fullir
efasemda um réttmæti kenningar-
innar um breytt mataræði til að
forðast hjarta- og æðasjúkdóma
og það skaðar ekki að þeirra
raddir heyrist einnig.
(R.vík. 19. mars.)
Herdís
ALMENNIR STJORNMALAFUNDIR
Landssamband Sjálfstæðiskvenna og sambandsfélög þess
efna til almennra stjórnmálafunda í aprílmánuði sem hér segir:
Akranes: Laugardaginn 1. apríl kl. 4 síðd. í Sjálfstæðishúsinu.
Ræður og ávörp flytja: Margrét Einarsdóttir.
Salóme Þorkelsdóttir.
Emilía P. Árnadóttir.
Guðný Jónsdóttir.
ísafjörður: Sunnudaginn 2. apríl, kl. 4 síðd. í Félagsheimilinu Hnífsdal.
Ræður og ávörp flytja: Ragnhildur Helgadóttir.
Sigurlaug Bjarnadóttir.
María Haraldsdóttir.
Geirþrúður Charlesdóttir.
Stykkishólmur: Laugardaginn 8. apríl kl. 4 síðd. í Félagsheimilinu.
Ræður og ávörp flytja: Elín Pálmadóttir.
Kristjana Ágústsdóttir.
Hulda Vilmundardóttir.
Soffía Þorgrímsdóttir.
Akureyri: Laugardaginn 8. apríl kl. 4 síðd. í Sjálfstæðishúsinu.
Ræður og ávörp flytja: Erna Ragnarsdóttir.
Ragnhildur Helgadóttir.
Margrét Kristinsdóttir.
Þórunn Sigurbjörnsdóttir.
Eskifjöröur: Laugardaginn 15. apríl kl. 4 síðd. í Valhöll.
Ræður og ávörp flytja: Áslaug Friðriksdóttir.
Sigurlaug Bjarnadóttir.
Herdís Hermóðsdóttir.
Sigríður Kristinsdóttir.
Selfoss: Laugardaginn 15. apríl kl. 4 síðd. í Sjálfstæðishúsinu.
Ræður og ávörp flytja: Margrét Einarsdóttir.
Ragnhildur Helgadóttir.
Ágústa Skúladóttir.
Ingveldur Sigurðardóttir.
Vestmannaeyjar: Laugardaginn 22. apríl kl. 4 síðd í Samkomuhúsi
Ræður og ávörp flytja: Erna Ragnarsdóttir. Vestmannaeyja, (litli salurinn)
Sigurlaug Bjarnadóttir.
Ingibjörg Johnsen.
Sigurbjörg Axelsdóttir.
Keflavík: Laugardaginn 29. apríl kl. 4 síðd. í Stapa, (Litla salnum).
Ræður og ávörp flytja: Salóme Þorkelsdóttir.
Margrét Einarsdóttir.
Margrét Friöriksdóttir.
Sesselja Magnúsdóttir.
Hólmavík: Laugardaginn 29. apríl kl. 4 síðd. í Félagsheimilinu.
Ræður og ávörp flytja: Áslaug Friðriksdóttir.
Sigurlaug Bjarnadóttir.
Arndís Benediktsdóttir.
Sauöárkrókur: Laugardaginn 29. april kl. 4 síöd. ( Sæborg.
Ræður og ávörp flytja: Elín Pálmadóttir.
Sigríður Pétursdóttir.
Kamilia Jónsdóttir.
Birna Guðjónsdóttir.
Á fundum pessum, sem eru öltum opnir, veröur fjallaö um almenn landsmál og málefni viökomandi kjördæma.
— Fyrirspurnir og frjálsar umræður að loknum framsöguræöum.
Breytingar á tíma eða tilhögun fundanna, ef til koma af einhverjum ástæöum, veröa auglýstar. Sjá og nánar í
auglýsingum um félagsstarf Sjálfstæöisflokksins.
Landssamband Sjálfslædiskvenna.
Þórunn
Margrét
Sigurlaug