Morgunblaðið - 30.03.1978, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1978
K
Erum við viðbúin?
Umsjón:
FrfcJa Proppé
FÍKNIEFNAVANDAMÁLIÐ
Brýnast er, að
stjórnvöld rumski
Hver er staða okkar Islendinga
gagnvart fíkniefnavandamálinu í
dag? Umsjónarmaður Gangskar-
ar leitaði til Guðmundar Gígja
lögreglumanns eftir upplýsingum
par um.
Hann sagði: „Brýnast er, að
stjórnvöld rumski svolítið og geri
sér grein fyrir því, að þetta er
ekkert dægurspursmál eða grín-
mál. Við getum að sjálfsögðu ekki
spáð neitt í framtíðina, eða sagt
endanlega um, hvernig ástandiö
muni verða 1985. Ég get ekki séð
neitt, sem bendir til þess að það
ástand verði gott. Ég er svartsýnn
miðað við þróunina s.l. tvö ár.“
Nauðsynlegt að
efla löggæzluna
„— Þess vegna finnst mér
ákaflega nauðsynlegt að efla
löggæzluna og með löggæzlu á ég
bæði við lögregludeildina, sem
vinnur að þessum málum og einnig
tollgæzluna. En það að efla
löggæzlu og tollgæzlu er ekki nóg.
Það þarf líka að auka fræðslu
stórlega. Fræðslan er allt of lítil.
Við höfum fengið hingað dæmi um
krakka, sem voru að byrja að fikta
í þessu og höfðu aldrei fengið
neina fræðslu og vissu ekkert hvað
þeir voru aö fikta með. Krakkar,
sem byrja að reykja nú á dögum
og drekka vín, eru búnir að fá
ákveðna fræðslu og vita hvaða
áhættu þeir taka.“
— Hverja telur þú ástæðuna
fyrir þessum sofandahætti í
fræðslumálum?
„Fyrst og fremst held ég að það
sé þetta vanalega framkvæmda-
leysi, þ.e. að byrgja ekki brunninn
fyrr en barnið er dottið ofan í hann.
Einhverjir stafir eru reyndar til í
reglugerð eða lögum, sem fjalla
um, að það eigi að veita fræðslu
um þessi efni í skólum, og mér
finnst lágmark að krakkarnir fái
fræðslu um, hvaða áhættu þeir
taka með því að fikta við fíkniefni.
Mér finnst líka þurfa einhverja
fulloröinsfræðslu. Það er aðeins
spurningin í hvaða formi og
hvernig hún ætti að vera, einfald-
lega til þess, að t.d. foreldrar geti
gert sér pínulitla grein fyrir hvað er
á ferðinni. Við hérna þurfum að
standa frammi fyrir því, að foreldr-
ar hafa samband við okkur, eftir
að þeir fá upplýsingar um, að
krakkarnir þeirra séu annaðhvort
hér í geymslu eða yfirheyrslum eða
jafnvel komnir í gæzluvarðhald, og
spyrja um þessi efni og þeirra áhrif
— og koma þá setningar eins og
þessar: „Já, ég hef ekkert skilið í
því, hvers vegna krakkinn var
svona, honum gekk ekkert í
skólanum," eða „ég hef ekkert
skilið í því, hvers vegna hann var
svona sljór og þungur og ómögu-
legt að vekja hann á morgnana og
hættur að stunda þennan félags-
skap, tómstundir eða íþróttir, sem
hann áður stundaði." Og einnig:
„Já, nú skil ég hvaða skrítna lykt
þetta er, sem ég hef stundum
fundið í herberginu hans."
Nánast regla, aö sá
sem kemur viö sögu
í eitt skipti, á
eftir að koma aftur
— Er stór hópur unglinga, sem
stundar þetta í dag?
„Það er rétt að byrja á því að
taka fram, að það heyrir til
undantekninga, ef hérna koma inn
Rœtt viö
Guömund Gígja
lögreglumann
hjá okkur ungmenni undir 17 ára
aldri, 18 ára aldurinn er mjög
algengur hjá fólki, sem kemur við
sögu í fyrsta sinn og þá er það líka
fólk, sem kemur viö sögu vegna
þess að það hefur keypt einhver
efni, þá sumpart til eigin neyzlu og
sumpart til þess að deila út meðal
vina og kunningja. Og það virðist
nánast regla, — að sjálfsögðu er
engin regla án undantekninga —
að manneskja, sem kemur hér við
sögu einu sinni, á eftir að koma
aftur. Og vaninn er sá, að það líður
ekki langur tími.“
— Hvað er gert við þetta fólk?
„Viðurlög við meðhöndlun fíkni-
efna eru ákveðin í lögum. Há-
marksrefsing er 10 ára fangelsi og
ákveðin sektarupphæð, mig minnir
að hún sé núna 1 millj. kr.
hámarkssektin. Fangelsisrefsing
kemur ekki til fyrr en við meiri
háttar brot og yfirleitt ekki nema
fyrir meiri háttar dreifingu og
jafnvel innflutning. En hver einasti
aðili, sem kemur við sögu hjá
okkur á brotlegan hátt í þessum
málum, fær ákveðna afgreiðslu.
Það er mikið um það, að menn séu
afgreiddir hjá fíkniefnadómstóln-
um — sem heitir reyndar fullu
nafni Sakadómur í ávana- og
fíkniefnamálum — fyrir minni
háttar brot með svokölluöum
dómssáttum, þannig að þá er þeim
boöið upp á að samþykkja
ákveðna sektargreiöslu og Ijúka
málinu á þann hátt. 740 aðilar hafa
hlotið dómsafgreiðslu síðan á
miöju ári 1974, þar af langflestir
sektir, sem hafa verið að upphæð
frá nokkur þúsund kr. upp í tæp
500.000.00 kr. Sektarupphæðir
*
I>cssi hundur er af Labradorkyni.
en sú tegund hunda er mikið
notuð til hassleitar.
upp að 100 þús. kr. eru algengar
— það teljum við minni háttar
brot, þ.e. minni háttar kaup og
neyzla. Vægustu afgreiðslur, sem
ég man eftir hjá dómstólnum í
þessu er áminning og þá var um
að ræða nánast ekki neitt. Mig
minnir, að það hafi verið maður,
sem tók upp pípu, sem fíkniefni
reyndist vera í og það sannaðist
aldrei að hann hefði átt pípuna
sjálfur."
— Dæmi heyrast um, að menn
séu komnir aftur fyrir dóm, áöur en
þeir hafa greitt síðustu sekt. Eru
þetta yfirleitt ekki mjög lágar sektir
og eru refsiákvæðin hjá okkur t.d.
ekki mun slakari en á hinum
Norðurlöndunum?
„Það er að sjálfsögðu alveg rétt,
því eins og ég sagði áðan, —
manneskja sem kemur við sögu
einu sinni kemur yfirleitt aftur
innan skamms tíma. Ef við eigum
aö bera þetta saman við hin
Norðurlöndin — ég er að vísu ekki
nákunnugur — þá veit ég, að
þessu er töluvert ólíkt farið t.d. hjá
Dönum og Svíum. Dani, sem
tekinn er á götu í Kaupmannahöfn
með nokkur grömm af hassi,
virðist gjarnan vera afgreiddur
þannig, að efnið er tekið af honum
og honum gefin áminning, munn-
leg eða skrifleg. Hins vegar virðast
refsingar í Svíþjóð fyrir brot á
fíkniefnanotkun að því er varðar
hassmeðferð vera mun strangari.
Enda hefur mér skilist, að nú eigi
Svíar í hálfgerðum erfiðleikum
vegna þess að þeir hafa verið með
það strangar refsingar fyrir minni
háttar brot, sem fjalla um hass-
meðferð, og þeir séu komnir hátt
í skalanum með þau brot, og eigi
þannig tiltölulega lítiö pláss eftir til
að dæma fyrir stærri afbrot, t.d. í
sambandi við heróín."
Dómskerfið
seinvirkt
— Heyrst hefur, að menn sem
hljóta fangelsisdóma fyrir meiri
háttar afbrot afpláni dóma sína
mjög seint og jafnvel aldrei. Er
eitthvað til í þessu?
„Svo er það allt annar handlegg-
ur. Við vorum að tala um dóms-
sáttirnar. Dómssáttirnar eru hent-
ugur og þægilegur afgreiöslumáti
á minni háttar brotum, og það
kemur fyrir að menn eru afgreiddir
með dómssátt hér sama dag og
það er tekin af þeim skýrsla og
þeir viðurkenna brotið. Síöan eiga
þeir eftir að borga þessa sekt, þeir
fá 3—4 vikna frest og stundum fá
þeir frestinn framlengdan, ef
sérstaklega stendur á. En þar með
er málið afgreitt og menn finna jú
alltaf dálítið fyrir því að þurfa að
borga peninga, enda er það fastur
liður, að það er vararefsing við
þessum sektum, þannig að ef
sektir eru ekki greiddar, þá kemur
til ákveðinn varðhaldstími. Það er
svo til óþekkt aö menn afpláni
þessar sektir, jafnvel þó búið sé að
taka þá og stinga þeim inn, þá er
alltaf gengið í að útvega peninga
og bjarga sér út. Þannig er þetta
mjög heppilegt, en hins vegar,
þegar þrotin eru orðin það stór, að
ekki er hægt að afgreiöa þetta
með sektum, þá er um allt aðra
sögu að ræða, þá þarf dómarinn
í fyrsta lagi að útbúa og senda
málið í hendur ríkissaksóknara —
þar liggur málið hjá honum og er
farið í gegnum þaö og athugað,
hvort rannsóknin telst fullnægjandi
Á lundi einum hérlendis
ekki alls fyrir löngu kom fram
rödd um. að taka ætti upp hér
á landi dauðarefsingu fyrir
dreifingu og sölu eiturlyíja.
I>au rök voru færð fyrir
þessari uppástungu, að hér
væri um að ræða glæpastarf-
scmi, sem væri jafnvel alvar-
legri en venjulegt morð. Auð-
vitað fékk þessi_ hugmynd
engan byr. Við íslendingar
höfum ákveðið hafnað dauða-
refsingu í dómskerfi okkar,
teljum hana ekki samrýmast
hugmyndum okkar um mann-
úð og umburðarlyndi í réttar-
fari fremur en miskunarlausa
refsigirni.
Skýringin á því. að slík rödd
skuli heyrast hér á meðal
okkar kann að vera sú, að of
vægilega sé tekið á fíkniefna-
brotum hér á landi. bess
munu, því miður. alltof mörg
dæmi. að afbrotamenn á þessu
sviði geti stundað glæpsam-
lega iðju sína eftir að hafa
verið sekir fundnir, á meðan
þeir bíða dóms eða afplánunar
dóms fyrir fyrri brot. Slíkt er
raunar algengt fyrirbæri _ í
framkvæmd dómsmála á ís-
landi almennt og hefir rétti-
lega sætt harðri gagnrýni —
þessi dæmalausa seinvirkni í
kerfinu, sem auðvitað hefir í
senn neikvæð og sljóvgandi
áhrif á réttarvitund almenn-
ings. Að því er varðar fíkni-
efnabrot er slfkt ástand mála
þeim mun háskalegra, sem
augljósari er þörfin á, að í þess
háttar málum sé brugðið við
skjótt og markvisst, á meðan
ólögleg sala og dreifing fíkni-
efna er tiltölulega ný grein
afbrota hér á landi. sem ekki
hefir enn náð hér verulegri
fótfestu — eða hvað? Að vísu
hefir verið stofnaður hér sér-
stakur fíniefnadómstóll, sem
fullyrða má, að hafi unnið
mikið og gott starf, svo langt
sem það hefir náð. En utan
höfuðborgarsvæðisins hefir
litt eða ekki verið búizt til
varnar. Fræðsla og þjálfun
lögreglumanna í þessum efn-
og málinu lokið og síðan er gefin
út ákæra, ákæran send aftur til
dómstólsins, þar sem dæmt er í
málinu. Það tekur alltaf einhvern
tíma að ná í viökomandi aöila,
boða þeim ákæruna, útvega verj-
anda — verjandinn þarf að fá
gögnin, hann þarf ákveðinn tíma til
að undirbúa vörnina, síöan þarf að
dæma, og þegar dómurinn loksins
kemur, þá er hann sendur til
ríkissaksóknara og hann tekur
ákvörðun um, hvort hann áfrýjar.
Sakborningur verður að fá ákveö-
inn frest til að taka ákvörðun um
sína hlið og ef hann síðan áfrýjar,
þá liggur leiöin uþp í Hæstarétt.
Þetta kerfi allt saman tekur langan
tíma. Fíkniefnadómstóllinn hefur
frá árinu ‘74 dæmt 21 aöila í
óskilorðsbundið fangelsi, minnst 2
mán., mest 4 ár.“
Þá kemur til kasta
hinna virðulegu
yfirvalda
„Þegar búið er endanlega að
dæma í málinu þá kemur til kasta
hinna virðulegu yfirvalda í ráðu-
neytinu. Fram til 1. marz var það
þannig, að ráðuneytismenn fólu
einhverjum aðila, t.d. dómstólnum
sem dæmdi í málinu, að fram-
kvæma refsinguna, fangelsisdóm-
inn eða hvað það nú var. Þá kom
það stundum fyrir, að þegar
mönnum var birt það, að nú ættu
þeir að fara að sitja af sér dóminn,
þá var farið í ráðuneytið og fenginn
frestur. Við höfum grun um það,
að sumir hafi alls ekki setiö af sér
dóma, þeir hafi fengið langa fresti,
og jafnvel sloppið algjörlega."
Sveiflur í
„markaðsmálum“
— Finnst þér jafnmikið af fíkni-
efnum hér á markaðnum í dag og
var hér fyrir nokkrum árum?
um hefir ekki verið rækt að
gagni.
Það er staðreynd, að sala og
neyzla fíkniefna gengur yfir í .
bylgjum. Þess hefir orðið vart
hér. Höfum við búið okkur
undir næstu bylgju — eða
vitum við í rauninni, hve
fíkniefnaneyzla er útbrcidd
hér á landi nú þegar? Uggvæn-
legar eru þær staðhæfingar
unglinga hér í Reykjavík. að
ekkert sé auðveldara en að
verða sér úti um hass eftir
„þörfum“. Sænskur lögreglu-
maður, sem var hér á ferð s.l.
sumar lagði áherzlu á. að við
íslendingar ættum að læra af
reynslu frænda okkar á
Norðurlöndum. sem ekki
hefðu brugðið við fyrr en of
seint, m.a. gegn þeim háska-
lega áróðri, að hassneyzla væri
það meinlaus. að óþarfi væri
að taka hart á henni. Nú væri
skoliin yfir bylgja heróíns og
annarra sterkari efna, sem
ávallt fylgdu í kjölfarið eftir
hassið og önnur cannabis-efni.
Nýlegar fréttir erlendis frá
herma, að ólögleg sala fíkni-
efna hafi aukizt verulega í
heiminum á s.l. ári. Þar eru,
sem fyrr, að verki harðsvírað-
ir og þrautskipulagðir hópar
glæpamanna, sem einskis svíf-
ast. Hvenær seilast þeir af
alvöru með arminn hingað
norður eftir í markaðsleit? —
Erum við viðbúin?
Sigurlaug Bjarnadóttir.
„Mér finnst ekki eins mikið af
efnum á markaðnum í dag eins og
var 1976. En 1976 var gífurlegur
toppur og þá voru margir stórir
aðilar í innflutningi og flutt inn það
gífurlega mikið magn, að það var
nánast offramboð. Og það, að nú
virðist vera minna á markaðnum,
tel ég ekki vera vegna þess að
eftirspurnin sé minni, heldur að
framboðið er ekki eins mikið. Og
það er kannski því til sönnunar, að
þessi efni hækkuðu lítið í veröi fyrr
en seinni partinn á s.l. ári. —
Verðið á þeim er búið að vera
eiginlega sama í a.m.k. hálft annað
eða tvö ár, þangað til í krrngum
mitt s.l. ár, að þau fóru að hækka
og bendir það til þess að eftir-
spurnin sé mun meiri en framboð-
ið.“
Reiknum med, aö
ópíumefni geti komiö
á markaðinn
hvenær sem er
„Þau efni, sem eru á markaðn-
um í dag, eru einkum kannabisefni
og hér tala ég eingöngu út frá
okkar vitneskju, en við vitum
auövitað ekki allt sem er að gerast
hérna og höfum ekki yfirsýn yfir
markaðinn —• enga innflutnings-
skrá eða svoleiðis.
Hass: Þar er um ýmsar tegundir
að ræöa. Líbanon- og Marokkó-
hass er langmest hér á markaðn-
um, einfaldlega vegna þess að það
er ódýrast, og er keypt mestmegn-
is í Hollandi, en verðiö hefur ekki
verið mjög mismunandi hér heima,
þannig að mestur hagnaður er af
að selja það, en það er lélegasta
efnið. Hins vegar kaupa neytend-
ur, ef þeir eru sjálfir að kaupa og
flytja inn, gjarnan svolítið af svörtu
efni, sem er þá frá Afganistan eöa
Framhald á bls. 24.