Morgunblaðið - 30.03.1978, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1978
21
AP-mynd
Pólitískt bann
sett í Pakistan
Islamabad, 29. marz. — Reuter.
MOHAMMED ZiaUl Haq hers-
höfðingi. sem fer með æðstu völd
í Pakistan fyrirskipaði í dag
bann í óákveðinn tíma við stjórn-
málastarfsemi.
UpphafleKa var skipað bann
til eins mánaðar og það átti að
renna út á föstudag. Zia hershöfð-
ingi tilgreindi enga ástæðu fyrir
þeirri ákvörðun sinni að fram-
lenRja bannið.
En stjórnmálasérfræðingar
benda á að mikil spenna hefur ríkt
í pakistönskum stjórnmálum síðan
Sulfikar Ali Bhutto fyrrverandi
forsætisráðherra var dæmdur til
dauða fyrir 10 dögum, gefið að sök
að hafa fyrirskipað morð á póli-
tískum andstæðingi.
Herlög eru í gildi og samkvæmt
þeim er hægt að dæma menn í sjö
ára fangelsi eða hýðingu. Þessum
ákvæðum herlaganna hefur verið
beitt gegn mönnum sem hafa efnt
til mótmælaaðgerða gegn dauða-
dómi Bhuttos.
Zia hershöfðingi sagði fyrr í
vikunni að auðvelt hefði reynzt að
halda uppi lögum og reglu.
Páll páfi sjötti messaði á Péturstorgi á páskadag að viðstöddu miklu fjölmenni eins
og þessi mynd sýnir. Páfi var nýstaðinn upp úr flensu sem hrjáði hann í tvær vikur.
Merkja mátti vanheilsu páfa á rödd hans sem var hrjúf og óstyrk í messunni.
V íetnamar sakaðir um
loftárásir á Kambódíu
Aukin spenna
í SV-Afríku
Bankok, 29. marz. — AP.
KAMBÓDÍUMENN sökuðu
Víetnama í dag um að hafa
gert loftárásir á Kambódíu
og myrt óbreytta boegara.
Fréttastofa Víetnams skýrði
og frá því í dag, að Kam-
Veður
víða um heim
Amsterdam 12 skýjað
Apena 16 heióríkja
Berlín 18 skýjað
Brussel 12 skýjað
Chicago 14 heiðríkja
Frankfurl 15 skýjaö
Genf 15 sólskin
Helsinki 2 rigning
Jóh.b. 20 skýjað
Kaupm.h. 11 sólskin
Lissabon 17 sóiskin
London 12 sólskin
Los Angeles 23 skýajað
Madrid 23 skýjað
Malaga 17 skýjað
Miami 17 skýjaö
Moskva 4 skýjað
New York 16 heiðríkja
Ósló 10 skýjað
Palma 18 léttskýjað
París 17 skýjað
Róm 19 sólskin
Stokkh. 10 skýjað
Tel Aviv 19 heiðríkja
Tókió 18 heiðríkja
Vancouver 11 rigning
Vínarborg 16 sólskin
bódíumenn hefðu ráðizt dag-
lega á þorp innan landa-
mæra Víetnams til að trufla
hrísgrjónaframleiðlsu. Út-
varpið í Phon Penh sagði, að
Víetnamar hefðu einkum
beint aðgerðum sínum að
undanförnu að svæði við
þjóðveg númer sjö, en hann
liggur samsíða landamærun-
um fyrir norðan höfuðborg-
ina.
í útvarpssendingu frá
Phon Penh sagði, að ráðizt
hefði verið á stíflu í Amp-
il-þorpi á föstudag og marg-
ir verkamanna við stífluna
drepnir og særðir. Næstu tvo
daga gerðu víetnamskar
herþotur þrjár loftárásir á
þorp og stíflur í Kambódíu.
I einni þeirra varð mikið
mannfall, að sögn
útvarpsins.
Fréttastofa Víetnams í Hanoi
Sænska
þingið flytur
SÆNSKA ríkisþingið samþykkti
í daK íormlega að flytja þingið
fyrir 1983 í gömlu þinghúsbygg-
inguna skammt frá gamla bæn-
um úr núverandi húsakynnum í
miðborginni. betta var samþykkt
í aðalatriðum í júní 1975.
Þingið flutti í menningarmið-
stöðina 1970 þar sem gamla
þinghúsið var talið of gamalt.
Gamla þinghúsbyggingin verður
Framhald á bls. 24
minntist ekki á ásakanir Kam-
bódíumanna um loftárásir í dag. í
staðinn sagði fréttastofan, að
Víetnamar væru að koma upp
sérþjálfuðum skæruliðahópum í
þorpun landsins til að verjast
daglegum árásum Kambódíu-
manna á víetnömsk þorp. Nú
þegar hefur slíkum sveitum verið
komið upp í 104 þorpum á Gho
Moi-svæðinu. Gho Moi-svæðið er í
Giang-héraði og afmarkast af
Mekong-á og tveimur þverám
hennar um 200 kílómetra suðvest-
ur af Saigon.
Höfðaborg, 29. marz. AP.
JOIIN Vorster forsætisráð’nerra
hélt mikilvægan fund með stjórn
sinni í dag og sú skoðun hefur
fengið byr undir báða vængi að
stjórnin ákveði í kjölfar morðsins
á Clemens Kapuuo ættar-
höfðingja að reyna að finna
„innri lausn“ á málcfnum Suð-
vestur-Afríku án þátttöku skæru-
liða utan landamæranna.
Vorster tilkynnti eftir stjórnar-
fundinn að nefnd fimm vestrænna
ríkja sem reynir að finna lausn á
deilunni um sjálfstæði Suðvest-
ur-Afríku mundi skýra frá tillög-
um sínum á morgun og sagði að
stjórnin mundi enga yfirlýsingu
gefa út um málið fyrr en tillögurn-
ar lægju fyrir.
Aður en stjórnin kom saman til
fundar fór R.F'. Botha utanríkis-
ráðherra í skyndiheimsókn til
Windhoek, höfuðborgar Suðvest-
ur-Afríku.
Síðan Kapuuo var myrtur hefur
verið bollalagt hvort Suður-Afríku
stjórn muni hafna tilraunum
Bandaríkjanna og annarra vest-
rænna ríkja til þess að koma því
til leiðar að blökkumanna-
hreyfingin SWAPO verði aðili að
lausn deilunnar um Suðvest-
ur-Afríku og að morðið verði til
þess að stjórnin taki harðari
afstöðu gegn samtökunum sem
njóta stuðnings kommúnista.
Vestrænu ríkin segja að lausn
deilunnar um Suðvestur-Afríku
muni ekki fá alþjóðlega viðurkenn-
Framhald á bls. 28
Öryggisráðstafanir
vegna bókar Nixons
Los Angeles, 29. marz. AP.
ÚTGEFANDI væntanlegra
endurminninga Nixons fyrrum
Bandarikjaforseta sagði í dag að
öryggisráðstafanir vegna
prentunar hókarinnar yrðu næst-
um jafn miklar og verið væri að
meðhöndla atómsprengju. Um
þriðjungur bókarinnar, en texti
hennar er um 500 þúsund orð á
1200 blaðsíðum. verður helgaður
Watergate hneykslinu.
Harold Roth útgefandi bókar
Nixons, sem nefnist Endur-
minningar, sagði að engar upp-
lýsingar úr texta bókarinnar muni
„leka“ frá prentsmiðjunni. Prent-
smiðjan hefur reynslu á prentun
og meðferð leynilegra bóka og
skjala, sagði Roth.
„Þessi bók inniheldur allar
upplýsingar er viðkoma Water-
gate-málinu. Eitthvað af textan-
um kemur sennilega á óvart, en
forsetinn fyrrverandi telur sér
ekki trú um að bókin breyti
hugmyndum fólks um sig,“ var
haft eftir Roth á blaðamannafundi
í dag.
Nixon fyrrum forseti býr nú í
mikilli einangrun, að sögn útgef-
anda bókar hans. „Hann fylgist
lítið með því sem er að gerast og
fáir hringja í hann eða koma í
heimsókn. Eg ímyndaði mér
Framhald á bls. 28
Moro gæti sagt frá
ríkisleyndarmálum
ALDO Moro íyrrverandi
forsætisráðherra veit sitt
af hverju sem ítalskir
stjórnmálaleiðtogar vilja
ógjarnan að komi fram í
dagsljósið og hann veit
mörg ríkisleyndarmál svo
að margir ítalir óttast
hvað hann kunni að segja
mönnunum sem rændu
honum.
Þess vegna hefur verið látið
að því liggja að Moro muni
ekkert segja nema undir áhrif-
um deyfilyfja og að ekkert verði
á slíkum vitnisburði að byggja.
Einnig hefur verið lagt til að
blöðin taki ekkert mark á
yfirlýsingum sem kunni að
verða hafðar eftir Moro á þeirri
forsendu að birting þeirra
mundi skaða hagsmuni ríkisins.
Síðan Moro var rænt hefur
einnig verið um það rætt að
setja á ritskoðun á þeirri
forsendu að blaðafréttir hindri
rannsókn málsins.
Þegar Rauða herdeildin hafði
á sínu valdi Genúa-dómarann
Mario Sossi í 35 daga 1974 birti
herdeildin ýmsar óþægilegar
upplýsingar. Samkvæmt fyrstu
fréttum sætti Sosso mis-
þ.vrmingum en seinna skýrði
hann svo frá að hann hefði ekki
sætt illri meðferð og að einu
lyfin sem hann hefði fengið
hefðu verið svefnlyf, Einangrun
og yfirheyrslur höfðu þau áhrif
að hann beið andlegt skipbrot.
Sossi „játaði“ þegar hann
hafði verið 18 daga í haldi að
leyniþjónustustofnanir ríkisins,
herlögreglan og lögreglan hefðu
ásamt dómstólum gert með sér
samsæri gegn öfgamönnum sem
þá voru fyrir rétti.
Ræningjar Moros eru taldir
hafa mestan áhuga á pólitískum
leyndarmálum og „játningum“
sem renni stoðum undir ásakan-
ir þeirra um að spilling sé
ólæknandi á Ítalíu og að eina
lausnin sé bylting og uppbygg-
ing verkamannaþjóðfélags í
anda kenninga Maos.
Moro hefur haft mikil.afskipti
af öryggis- og hermálum og var
síðast utanríkisráöherra 1974 og
forsætisráðherra 1976, en
ræningjar hans virðast hafa
minni áhuga á þeim málum en
pólitískum leyndarmálum.