Morgunblaðið - 30.03.1978, Page 22
22
MORGUNBL.AÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1978
Loftbrú til Isafjarðar:
Rösklega 2 þús. manns
flutt innanlands í gær
— Stefnan
óbreytt
Framhald af bls. 1.
stjórn upp á íbúana hvað svo sem
öllum kosningum liði. „Við erum
ekki reiðubúnir að leggja framtíð-
:na að veði til þess að kosningar
verði haldnar".
Shimon Peres leiðtogi stjórnar-
andstöðunnar í Israel gagnrýndi
harðlega þá stefnu sem Begin og
stjórn hans hafa tekið í samninga-
viðræðunum við Egypta ög sagði
hana hættulega fyrir framtíð
landsins. ísraelsmönnum bæri að
tilkynna þegar, að þeir væru
tilbúnir að láta af hendi vissa
hluta af vesturbakkanum. Hins
vegar tók Peres undir andstöðu
Begins við kosningar íbúanna á því
svæði.
Að loknum rúmlega 7 klukku-
stunda umræðum í þinginu um
utanríkismál var samþykktur
stuðningur við stefnu Begins með
64 atkvæðum gegn 32 en 8 sátu
hjá.
I Kaíró lauk í dag fundi ríkja
Arababandalagsins, en þar var
m.a. samþykkt að reyna að efla
einingu Arabaríkjanna sem svo
mjög hefur veikzt vegna samn-
ingaviðræðna Egypta við Israels-
menn og m.a. kom fram í því að
nokkur aðildarríki Arababanda-
lagsins höfðu ráðstefnuna að engu
og sendu þangað enga fulltrúa.
Var Numeiri forseta Súdan falið
að stýra nefnd sem ynni að því að
koma á sáttum milli allra Araba-
ríkjanna.
— Líbanon
Framhald af hls. 1.
hann ók í ásamt einum lélaga
sínum keyrði á jarðsprengju sem
komið hafði verið fyrir til að
granda skriðdrekum. Sprakk
jeppinn í loft upp og gjöreyðilag-
ist og lézt annar þeirra sem í
honum var samstundis, en hinn
lifði af og var flogið með hann í
mikilli skyndingu á sjúkrahús í
hafnarborginni Ilaifa í' ísrael.
Yfirmaður sænsku gæzluliðanna
á svæðinu, Jan Thurstrom of-
ursti, sagði fréttamönnum að
atburður þessi hefði verið slys.
„Hér er allt fullt af jarðsprengj-
um, sem sumar hafa verið lengi
í jörðu. Því miður var ekið á
eina." sagði ofurstinn. Annar
samskur yfirmaður í gæzluliðinu
neitaði því harðlega á fundi með
fréttamönnum að palestínskir
skæruliðar hefðu skotið á sænsku
gæzluliðana undanfarna daga.
Sagði yfirmaðurinn að þar hefði
verið um að ra-ða skothríð milli
palesti'numanna og ísraclsmanna
og hefði hún ekki komið nærri
gæzluliðunum.
Nú er komnir gæzluliðar frá
fjölmörgum löndum til S-Líban-
ons. en einhver afturkippur kom
í dag í ákvörðun stjórnar Austur-
ríkis um að senda gæzluliða.
Kreisky kanslari og Waldheim
framkva“mdastjóri S.Þ. ræddust
við í síma um þetta í dag og
Kreisky sagði fréttamönnum síð-
ar að Asuturríki mundi ekki
senda gæzluliða fyrr en tryggt
vopnahlé væri komið á.
— Aldo Moro
Framhald af bls. 1
rituð af Moro. Lögreglan telur
allar líkur til að bréf þessi séu
ófölsuð, en áður höfðu verið á
kreiki vangaveltur um það að
Moro væri alls ekki fangi Rauðu
herdeildanna og að myndin sem
sögð var vera af honum fyrir
framan merki samtakanna hefði
verið fölsuð. I dreifibréfunum er
enn ítrekað að Moro verði dreginn
fyrir alþýðudómstól fyrir myrkra-
verk sín í ítölskum stjórnmálum
undanfarin 30 ár.
Réttarhöldum í máli hermdar-
verkamannanna 15 í Torino var
fram haldið í dag en talið er að
félagar þessara manna í Rauðu
herdeildunum hafi í haldi Aldo
Moro fyrrverandi forsætisráð-
herra Ítalíu. Réttarhöldin í dag
hófust með þeim óvenjulega hætti
að starfsmaður réttarins las
yfirlýsingu frá hinum ákærðu þar
sem þeir sögðust ekki vera komnir
fyrir réttinn til að verja sjálfa sig
heldur til að ásaka aðra. Fyrir
hönd almúgans í landinu og
kommúnistahreyfingarinnar
myndu þeir færa hið heimsvalda-
sinnaða ítalska ríki og hreyfingu
kristilegra demokrata fyrir rétt.
Dómarinn í máli 15-menning-
anna ákvað að fyrirskipa að
yfirlýsingin skyldi lesin til að
koma í veg fyrir að sakborning-
arnir trufluðu réttarhöldin með1
hrópum og ólátum í járnbúri því
þar sem þeirra er gætt.
Ekki er enn ljóst hvort skipaðir
verjendur mannanna muni gegna
þeim störfum áfram að segja af
sér til að leggja áherzlu á kröfu
sakborninganna um að þeim sjálf-
um verði falin vörn í málinu.
ítalska lögreglan hefur ekki lagt
neinn trúnað á hótanir glæpa-
manna í landinu um að ráða
hermdarverkamennina 15 í Torino
af dögum í fangelsinu.
Rithöfunda-
kvöldvaka
FÉLAG ísl. rithöfunda heldur
þriðju kvöldvöku sína á þessum
vetri á Hótel Esju kl. 8.30 í kvöld,
fimmtudag. Á kvöldvökunni lesa 5
rithöfundar stutta valda kafla úr
verkum sínum. Kvöldvökur félags-
ins í vetur hafa þótt vel heppnaðar
og verið fjölsóttar en þær eru
opnar öllu áhugafólki um bók-
menntir svo lengi sem húsrúm
leyfir.
SNJÓFLÓÐ íéll síðdegis í gær á
tvii dæluhús hitaveitu Siglufjarð-
ar í Skútudal og sópuðu þeim
burtu. Ennfremur tók snjóskrið-
an þak af miðlunargeymi en
fjórða húsið, sem í var spennistöð,
slapp lítið sem ekkert skemmt.
Eins og þegar snjóflóð gerði
hitavcituna óvirka f lok febrúar
s.l. varð Siglufjarðarkaupstaður
hitavatnslaus. Voru strax gerðar
ráðstafanir til þess að flokkur
manna. alls 40 menn, færi í hús
í bænum og tengdi olíukynding-
artæki við kerfi húsanna og
rafmagnskyndingu i þeim húsum,
þar sem olíukynding er ekki til
staðar til vara. Stóðu vonir til
þess að því lyki í nótt, samkva“mt
upplýsingum Hreins Júlíussonar
bæjarverkstjóra í Siglufirði.
Sæmilegt veður var í Siglufirði í
gær. hiti um frostmark en dálítill
skafrenningur, Snjór er með
almesta móti í Siglufirði og
nágrenni um þessar mundir.
Hreinn Júlíusson fór í gær við
annan mann inn í Skútudal á
snjósleða til þess að kanna vegs-
ummerki en algerlega er ófært í
Skútudal á öðrum farartækjum.
Hreinn sagði í samtalinu við Mbl.
í gær að sér hefði sýnst snjóflóðið
núna vera miklu meira en flóðið,
sem féll í lok febrúar s.l. Snjórinn
hefði sópað húsunum með sér að
því er virtist og væri ekki að sjá
neitt brak úr þeim, þar sem snjór
væri yfir öllu. Hreinn sagði að ekki
lægi ljóst fyrir fyrr en búið væri
að grafa niður á dælurnar hvort
þær hefðu skemmst, en í síðasta
snjóflóði urðu aðeins minni háttar
skemmdir á dælunum. Hins vegar
mætti búast við meiri skemmdum
núna, þar sem skriðurnar virtust
mun meiri og öflugri en síðast.
Húsin tvö voru úr vatnsþéttum
krossviði, 3,60 sinnum 3,60 metrar
að stærð. Þau voru smíðuð utan
um dælurnar fyrir mánuði síðan
eftir að snjóflóðið hafði sópað burt
upprunalegu húsunum. Ekki
kvaðst Hreinn viss um það hvenær
snjóflóðið hefði fallið, þar sem
bylur var fyrst eftir hádegið, en
hann bjóst við því að það hefði
verið um hálf tvö leytið í gær.
Þegar snjóflóðið féll á dæluhús-
in og gerði hitaveituna óvirka í
febrúarmánuði var frost um 10
stig og fór því hiti fljótt úr húsum
FLUGFÉLAG íslands flutti lið-
lega 2000 farþega innanlands í
gærdag og flugfélagið Vængir
cinnig töluverðan fjölda, og tókst
þannig að losa töluvert um þá
stíflu sem verið hefur í innan-
landsfluginu allt frá þvi' um
páska. Mynduð var lofthrú til
Isafjarðar og farnar voru þotu-
ferðir til Akureyrar til að flutn-
ingarnir gengju sem greiðlegast.
Enn eru þó farþegar veðurtepptir
á Austfjörðum.
Að sögn Sveins Sæmundssonar,
blaðafulltrúa Flugleiða, hafði ekk-
ert að ráði verið flogið innanlands
síðustu tvo dagana og horfur
reyndar ekki alltof bjartar í bítið
í gærmorgun, því að þá var aðeins
fært til Vestmannaeyja. Um níu
leytið í gærmorgun virtist þó svo
sem aðeins væri farið að rofa til
á Isafirði, og þess vegna var send
þangað ein flugvél — aðallega í
tilraunaskyni.
Þeirri vél tókst þó að lenda og
eftir það birti enn til, svo að
umsvifalaust var mynduð loftbrú
í Siglufirði. Núna er hitinn um
frostmark og búist var við því að
menn yrðu fljótari í þetta sinn að
koma hita á húsin og er því
reiknað með að Siglfirðingar finni
ekki eins mikið fyrir hitaveitu-
missinum og síðast.
Tveir þriðju hlutar húsa í
Siglufirði höfðu verið tengdir
hitaveitu.
Hreinn sagði að lokum, að
væntanlega yrði strax í dag hafizt
handa við að grafa niður að
dælunum. Erfiðleikum er bundið
að koma mönnum á staðinn vegna
ófærðar og snjóflóðahættu en
Hreinn sagði að snjór væri svo
mikill á leiðinni að það myndi
eflaust taka heila viku að ryðja
leiðina inn í Skútudal. I gær var
von á snjóbil með Drangi úr
EyjafirðL______ ________
— Æskulýðsráð
Framhald af bls. 2
úr nágrannabyggðum Reykjavík-
ur.
Rekstur félagsmiðstöðva
Reykjavíkurborgar hefur og dreg-
ið úr aðsókn unglinga að Tónabæ,
sem Hinrik kvað óhentuga rekstr-
areiningu, allt of stóra, og þar af
leiðandi nýtast illa, nema til
dansleikjahalds, kvað hann rekst-
ur staðarins yfirleitt hafa gengið
erfiðlegá. Húsið nýttist í raun ekki
nema tvö kvöld í hverri viku. Væri
Ijóst að það væri mjög léleg
nýting, þegar félagsmiðstöðvarnar
kæmu út með starf, sem væri um
70 klukkustundir í viku hverri.
Tónabær hefur alla tíð verið
umfangsmesta viðfangsefni æsku-
lýðsráðs og innan þess hafa einnig
vaknað meiri efasemdir um Tóna-
bæ en nokkurn annan starfsþátt
ráðsins. Það sem vakir fyrir
æskulýðsráði með sölu Tónabæjar
— sagði Hinrik er að fá almennan
skemmtistað í stað hans, sem sé
minni og þar af leiðandi heppilegri
stað, sem gæti nýtzt betur. Hann
kvað það geta verið erfiðleikum
bundið að finna slíkan stað, og ef
það tækist ekki, væri annar
valkostur að nýta það fjármagn,
sem fyrir staðinn fæst til þess að
auka félagsstarfið úti í hverfum
borgarinnar. Ljóst væri að rekstur
félagsmiðstöðvanna væri á réttri
leið og það starf þyrfti enn að
endurbæta og þróa.
þangað og um kaffileytið í gær
höfðu verið farnar 12 ferðir til
Isafjarðar. Mun það einsdæmi að
svo oft hafi verið flogið til
Isafjarðar á einum og sama
deginum áður. Ekki mun þó alveg
hafa tekizt að hreinsa Vestfirðina
í gær vegna ófærðar í kringum
ísafjörð, t.d. mun allmargt fólk
hafa orðið veðurteppt í Bolungavík
en þangað stóð þó til að ryðja í
gær. Þá fóru Vængir í gær 5 ferðir
til Vestfjarða, en tókst heldur ekki
að ná öllum farþegum sem þar
biðu og lætur nærri að um 50—60
manns bíði þar enn eftir fari.
Flugfélagið ákvað í gær að taka
aðra þotuna í innanlandsflugið og
fór hún þrjár ferðir milli Reykja-
BORGARRÁÐ samþykkti í fyrra-
dag heimild fyrir Bæjarútgerð
Reykjavíkur til að kanna mögu-
leika á sölu stóru Spánartogar-
anna þriggja. Bjarna Benedikts-
sonar. Ingólfs Arnarssonar og
Snorra Sturlusonar og jafnframt
að athuga möguleikana á kaup-
um á fjórum minni togurum í
staðinn. Að athugun lokinni, sem
væntanlega fer fram á slþjóðleg-
um markaði, mun málið aftur
koma til afgreiðslu hjá borgar-
ráði.
Stjórn bæjarútgerðarinnar og
framkvæmdastjórar höfðu sem
kynnugt er lagt fyrir borgaryfir-
völd beiðni um slíka heimild.
Að sögn Einars Sveinssonar,
PILTUNUM þremur. sem verið
hafa í gæzluvarðhaldi í rúma
viku vegna nauðgunar, sem kærð
var að morgni laugardagsins 18.
marz s.l.. var sleppt úr haldi í
fyrrakvöld. Samkvæmt upplýs-
ingum Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins. hafa þeir allir játað sinn þátt
í þessu máli.
Ennfremur er lokið rannsókn
SNÓFLÓÐ féll í fyrrinótt á
tveimur stöðum í svonefndum
Borgartanga sunnanmegin f
Seyðisfirði milli Ilánefsstaða og
kaupstaðarins. Snjóskriðurnar
voru um 300 metra breiðar hvor
og sópuðu þær með sér raf- og
sfmali'num og ’er því rafmagns-
laust sem stendur á Ifánefsstöð-
um og öllum bæjum í Mjóafirði.
Samkvæmt upplýsingum Jónas-
ar Hallgrímssonar bæjarstjóra á
Seyðisfirði hafði bóndinn á Há-
nefnsstöðum samband við hann í
fyrrakvöld og tilkynnti honum að
búast mætti við snjóflóðum í
Borgartanga. Vegurinn þarna um
var kolófær og því ekki þörf á því
víkur og Akureyrar. Þrjár ferðir
voru farnar til Patreksfjarðar, ein
til Þingeyrar, tvær til Vestmanna-
eyja, ein til Sauðárkróks og þrjár
til Húsavíkur.
Hins vegar tókst ekki í gær að
fljúga til Austfjarða en þó mun
ekki mjög margt fólk bíða þar,
aðallega fólk sem ekki hefur
komizt upp á Hérað af fjörðunum
eða frá Norðausturlandi. Vonir
stóðu þó til að úr rættist í
gærkvöldi.
Vængir flugu alls 5 ferðir til
Vestfjarða, eins og áður segir, og
til Stykkishólms var farin ein ferð.
Hins vegar var ekki unnt að fljúga
til Siglufjarðar og Ólafsvíkur í
gær.
framkvæmdastjóra BÚR, eru rök-
in fyrir þessari beiðni þau, að í ljós
hefur komið að þessi stóru skip
skila eksi meiri afla á land en
margir minni togaranna en eru
hins vegar margfalt dýrari í
rekstri, sérstaklega hvað snertir
olíukostnaðinn en einnig fylgir
þeim meira og kostnaðarsamara
mannahald.
„Það þarf ekki lengur vitnanna
við — dæmin eru hér allt í
kringum okkur um að þessir litlu
eða meðalstóru togarar eru langt-
um hagkvæmari frá rekstrarlegu
sjónarmiði miðað við þær aðstæð-
ur sem eru á miðum hér við land,“
sagði Einar Sveinsson.
annarrar nauðgunarkæru, sem
barst Rannsóknarlögreglunni frá
konu á fertugsaldri um páskana.
Hins vegar er rannsókn ólokið á
þriðja nauðgunarmálinu, sem á að
hafa gerst í vesturhluta Reykja-
víkur aðfararnótt föstudagsins
langa. Þá kærði 18 ára stúlka
mann á fertugsaldri fyrir að hafa
boðið sér bílfar og nauðgað sér.
Situr maðurinn í gæzluvarðhaldi.
aö gera sérstakar ráðstafanir
vegna umferðar. Hálftíma seinna
fór allt rafmagn af Seyðisfirði og
vissu menn þá að snjóflóðið hefði
fallið. Fóru menn úteftir og
aftengdu rafmagnslínuna og eftir
rúman hálftíma var rafmagnið
aftur komið á Seyðisfirði.
Jónas sagði að menn hefðu síðan
farið að kanna málin í gærmorgun
á bát og þá séð að tvær skriður
hefðu fallið alveg niður fyrir veg.
Voru skriðurnar um 300 metra
breiðar hvor. Þær höfðu brotið 6
rafstaura og nokkru fleiri síma-
staura. Óvíst er hvenær viðgerð
getur farið fram en þess skal getið
að vararafstöð er í Mjóafirði.
Snjóflóð gerir hitaveitu
Siglufjarðar óvirka í ann-
að sinn á skömmum tíma
BÚR heimilað að
kairna möguleika á söki
þriggja Spánartogara
N auðgunarmálið:
Piltunum sleppt
Seyðisfjörður:
Snjófióð skemmdu
raf- og símalínur