Morgunblaðið - 30.03.1978, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 30.03.1978, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1978 25 Ásgeir Guðmundsson Iðnskólakennari: Hundahald í Morgunblaðinu þann 12. febrúar s.l. er grein eftir ein- hverja Polly Toynbee. Hún segist aldrei liafa verið elsk að hundum. Ráða mætti af tölum um hunda- skít ásamt ýmsu öðru neikvæðu um hunda í Bretlandi að hun væri kunnug þar. Henni er gert hátt undir höfði í blaðinu. T.d. fyrirsagnir á heilli opnu, auk myndar þar sem hund- ur er að létta af sér hlandi utan i bíldekk. Mér finnst nú bíldekkið jafngott fyrir þessu, en eflaust finnst öðrum annað, að minnsta kosti Polly. Ef til vill er þetta einskonar framhald af viðtali við ameríska konu, sem var hér á ferð til að athuga hv.að illt mætti segja um hunda hér. Mátti af orðum hennar ráða að hún hefði fengið köllun til þess að losa mannfólkið við hundinn, tryggasta förunaut mannsins frá örófi alda. Var hún mjög ánægð með starf sitt að þessu hugðarefni sinu. Taldi hún fram hundaskítstonn í 8 milljóna borg og lét þess um leið getið að fleiri hundruð konur hefðu hringt til sín og þakkað sér starf- ið. Fleiri hundruð geta varla verið eitt þúsund, en fleiri en eitt hundrað, sennilega eitthvað þar á milli. Lesendur geta gert sér í hugarlund hve mikill hluti kvenna þetta er í 8 milljóna borg. Ekki hefi ég séð neitt fært i letur um hve mikinn hundaskit hún fann hér. 1 grein sinni segir Pollý frá hundi og hundaeiganda. Athyglisvert er að þetta er um leið tiltölulega góð lýsing á mál- flutningi hennar yfirleitt. 1. Hundurinn var stór, risavax- in skepna og grimmdarlegur. 2. Hundaeigandinn var lika stór, ekki var hann síður grimmd- arlegur. 3. Hundaskíturinn var á stærð við meðal tertu. Þetta er allt á hástigi hjá Polly. Þá segir hún frá prófessor i London, er um 15 ára skeið hafi rannsakað sjúkdóma er menn fá frá dýrum, þar er ekki minnst á annað en hunda. A hverju ári fær þessi prófessor 30 manns til meðferðar við alvarleg- um augnskemmdum af völdum snikla, ekki nefnir hún hve marg- ir læknist eða úr hve stórum hluta Lúndúna þetta fólk er. Ég hefi grun um að nú sé hægt að eyða þessum sniklum og eggjum þeirra á einfaldan hátt. Enn bætir hún við, að 2% allra Breta ali í sér snikla komna frá hundum. — Ekki er þetta getið hvort þetta er bundið við íbúa Bretlandseyja eða Breta yfirleitt, hvað sem þeir búa. Loks kemur rúsinan í tert- unni þessarar Pollyar. Öþrifnað- ur og sjúkdómar er stafa af hundahaldi eru að hennar mati ekki það óhugnanlegasta, það er hundamaturinn. Hann vill hún senda til sveltandi þjóða heims. Þá vitum við það. Þegar offram- leiðsla er af einhverju slíku, er það venjulega eyðilagt sem um- fram er til að halda uppi verðlagi — en ekki nýtt. Ætli það yrði ekki þaínig um kjötið og fiskinn sem hundarnir í Bretlandi eta? Jafn- vel þó hún segi að nú hafi margir Bretar vonda samvisku af því að gera vel við sig í mat meðan ófáar þjóðir svelta hálfu eða heilu Bandalag fatlaðra á Norðurlöndum: „Nútímasamfélög á rangri braut séu þau aðeins fyrir hrausta’ Ásgeir Guðmundsson. hungri. Það er okkur til lítils sóma að flytja inn slíkar greinar og mótmæli ég því harðlega, slík rökleysa frá upphafi til enda ger- ir aðeins illt.- Nær væri að fólk bæði sem vill hafa hunda og hitt sem er á móti hundahaldi og ritað gæti af sanngirni og þeirri víðsýni að taka nokkurt tillit til hins aðil- ans ritaði i blöð og reyndi að brúa bilið. Mætti þá ef til vill komast að samkomulagi er báðir gætu við unað. Asgeir Guðmundsson Iðnskólakennari. Æskulýðsmót Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum var haldið í Svíþjóð fyrir skömmu. A mótinu var eftir- farandi ályktun gerð> Alls staðar verða fatlaðir daglega fyrir óþarfa erfiðleik- um í daglegu lífi sínu. Nútímasamfélag er á rangri braut ef það er ein- göngu gert fyrir hina hraustu. Þetta er skoðun ungs fatl- aðs fólks á þingi fatlaðra frá Norðurlöndunum, sem haldið var í Södertálje 25.-27. nóvember. í öilum löndum skulu allir menn eiga sama rétt. Það er sameiginleg ábyrgð allra að fatlaðir eigi kost á að taka eðlilegan þátt í þjóðlífinu á öllum sviðum. Eins og nú er ástatt, geta Hreppsnefnd Reykhólahrepps: Unnið verði að útvegun á heitu vatni fyrir Þörungavinnsluna Á hreppsnefndarfundi í Reykhóla- hreppi 9/3 var eftirfarandi sam- þykkt gerð: Hreppsnefnd Reykhólahrepps beinir þeirri áskorun til ríkisstjórn- ar og þingmanna kjördæmisins, að þeir vinni af alefli að því að aukið heitt vatn verði útvegað Þörunga- vinnslunni nú fyrir sumarið með borun á Reykhólum, svo hægt verði að reka fyrirtækið á eðlilegum grundvelli og eðlilegt atvinnuástand geti þróast og haldist í byggðarlag- inu. í greinargerð sem fylgir tillögunni segir: 1. Þegar borað var eftir heitu vatni á Reykhólum 1974 gáfu fyrstu mælingar til kynna, að þá fengjust allt að 47 sek/lítrar, en þegar vinnsla hófst og stöðug notkun vatnsins var komin í gang dró mjög verulega úr Róbert Guðfinnsson nemandi Stýrimannaskóla Vestmannaeyja: „Tilraunadýr kerfisins,, eða skynsamleg vinnubrögð Nú í vetur er verið að gera tilraunir í \’estmannaeyjum nteð fjölbrautaskólakerfi það sem nú liggur fyrir Alþingi. Urðunt við nemendur 1. stigs Stýrimanna- skóla Vestmannaeyja þess „heið- urs" aðnjótandi að fá að vera tilraunadýr þess kerfis. Fljótlega eftir að skólinn tók til starfa kont upp mikil óánægja meöal nemenda Stýrimannaskóla, Vélskóla og fl. með þetta samkrull við aðrar framhaldsdeildir því í ljós kom aö það nántsefni sem kennt var hentaði okkur ekki að öllti leyti. T.d. sú stærðfræði sem við þurftum mest á að halda. Flatarreikningur var ekki kenndur þar og tunguntálakennslan kont ekki að notunt sem skyldi því áður hafði t.d. verið kennd sérstök enska fyrir sjómenn en þar eru tekin fyrir veðurheiti og fleira sent starfi þeirra er nytsamíégt. í Stýrimannaskólann sækja oft menn sem hætt hafa strax í skóla að afloknu skyldunámi og farið á sjóinn en hafa nú séö eftir öllu saman og huga að skólagöngu á ný þó margir séu kontnir á fullorðins ár. Samkvæmt fjölbrautaskóla- kerfinu eiga |)essir ntenn nú að setjast á skólabekk nteð 1G —17 ára gömlum unglingunt i afanga sem kallaður er 0, en í þeini áfanga eru þeir nentendur sent lakastir eru og margir yfirfullir af nántsleiða. Það getur hver maöur séð að fullorðinn karlmaður sem er með stórátaki að rífa sig upp og þarf að leggja mikið á sig fyrir námið á ekki santleið nteð þessum hópi. Væri ekki nær að reyna að santeina kennslu innan fjölbrautaskólans með Stýrimannaskóla og Vélskóla en þar þarf svipað námsefni í þeint l'ögum, sem við erurn í, i þessu samkrulli. l'm síðustu áramót neituðum við nemendur 1. stigs, að halda áfram í kerfi þessu og sá skóla- stjóri Stýrimannaskólans það eitt ráð að taka upp kennslu sant- kvæmt gamla kerfinu á ný. En sú dýrð stóð ekki lengi því á okkur var sigað frá menntamálaráðu- neytinu manni að nafni Hákon Torfason. Maður sá hlýtur að vera nýr Henry Kissinger því eftir að hafa talað við skólastjóra Stýri- mannaskólans og fleiri eina dag- stund eða svo var ákveðið að kerfið yrði tekið upp aftur óbreytt. En skyldi sá góði maður ekki hafa talað viö þá sem verða fyrir þesstim tilraunum þeirra? Jú, hann leit inn í tíma til okkar í 1, stigi og sýndi á sér fararsniö um leið og hann steig inn fyrir þröskuldinn. Þegar átti ,;ið fara að ræða viö hann sneri hann út úr þeim spurningum sent beint var að honuiii og gaf í skyn svona rétt áður en hann kvaddi að þetta væri kerfi og við ættum að hringsnúast í því eftir kúnstarinnar reglum og að þetta kvabb í okkur hefði ekkert að segja. Mér finnst að Hákon haföi sýnt okkur lít ilsvirðingu í þessari stuttu heimsókn sem hann átti í tíma hjá okkur því aö með þeirri reynslu sem við höfum af þessum vísi að fjölbrautaskólakerfi sjáum við margt sent betur mætti gera en það virðist setn þeir sem byggðu upp þetta kerfi vilji ekki hlusta á neimfr athugasemdir viö það heldur hugsi tillögunni un sem fvrst. aðeins um að koma i þaö gegnum þingið Nú sitjum við nemendur 1. stigs upjti með sárt ennið og reynslunni ríkari af samskiptum okkar við útsendara menntamálaráðuneytis- ins og sjáunt nú hve lítils við erunt metnir af þeim herrunt. N’estmannaeyjum 15/2 197S. Róbert Guðfinnsson nemandi 1. stigs. Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. rennsli og með stöðugu rennsli allan sólarhringinn fór það niðúr í 24 1/sek. 2. Vatnsþörf verksmiðjunnar er hins vegar 46 til 48 lítrar á sekúndu samkvæmt hönnun og þá miðað við 100 stiga heitt vatn. Það hefur því alltaf verið vitað, að þetta vatns- ntagn þyrfti til þess að þurrkari gæti skilað fullum afköstum. 3. Nú er sú staða komin upp hjá Þörungavinnslunni að allar líkur eru til þess, að hráefnisöflun verði ekki takmarkandi þáttur starfseminnar hjá Þörungavinnslunni næsta sum- ar. Ef ekki fæst aukið varmamagn, samanber lið tvö, er útilokað að verksmiðjan geti skilað þeim afköst- um sem nauðsynleg eru til að vænta megi að fjármagn fari að skila sér aftur og til þess að festa fyrirtækið í sessi. 4. Þörungavinnslan h/f er lang- stærsta f.vrirtæki i A-Barð., og ef það fær ekki varmamagn sem þarf til eðlilegs reksturs Þörungavinnslunnar verður öllum stoðum kippt undan fyrirtækinu. sem mundi hafa ófyrirsjáanleg áhrif á alla byggð í sýslunni og til þess að endurtaka mikilvægi fyrirtækisins má benda á það, að áætluð vinnulaun í verksmiðju og til þangöflunar á þessu ári eru um 100 milljónir króna. Sveinn Guðmundsson. fatlaðir ekki átt þannan að- gang að þeirri samfélagslegu menningarheild, sem nútíma þjóðfélag er. Sú menningar- heild. sem hér er átt við, er allt það sem nútímamaðurinn fæst við og ætlar að fást við. Fjölmargt í samfélaginu hindrar fatlaða í að taka þennan eðlilega þátt í þjóðlíf- inu, og nægir að nefna sam- göngumál. byggingar og ástand gatna. Það er grundvallaratriði að allir menn geti sjálfir valið og ákveðið leiðir til að lifa frjóu og auðugu lífi. Nú búa fjölmargir fatlaðir á stofnunum, þó að þeir eigi ekki að þurfa þess. Norrænt æskufólk krefst þess að valkostir séu fyrir hendi um húsnæði, þjónustu- aðstöðu og sambýlisform. Þó að okkur á Norðurlönd- um þyki vandamálin mikil, eru þau miklum mun meiri víðast annars staðar. Norður- löndin hafa hvergi nærri sýnt nógan skilning á vandamál- um þróunarlandanna, þó að ýmsum þyki töluvert til um aðstoð okkar við þau. En við ráðum yfir þekkingu og reynslu, sem okkur ber að miðla þessum þjóðum, og okkur ber að hjálpa þeim til að byggja upp samtök og áhugahópa um málefni fatlaðra. Vandamál okkar á Norður löndum má leysa með sam- ábyrgð allra samfélagsþegn- anna. Og vandamál þróunar- landanna má leysa með sam- töðu okkar, sem lengra eru komnir. Skýrslutækni- félag Islands 10 ára Aðalfundur Skýrslutæknifélags ís- lands var haldinn 14. marz s.l., en félagið er 10 ára um pessar mundir. Á fundinum var Hjörleifur Hjörleifs- son kosinn heiðursfélagi, segír í frétt frá félaginu. Félagsmenn eru nú 260 talsins, en félagið er eina félagið hér á landi sem lýtur gagnavinnslu og tölvumálum. í stjórn Skýrslutæknifélagsins eru nú dr. Oddur Benediktsson formaður, dr. Jón Þór Þórhallsson, Óttar Kjartansson, Árni H. Bjarnason, Páll Jensson og Þórður Jónsson, en varamenn í stjórn eru Ari Arnalds og Halldór Friðgeirs- UMHVERFIS JÖRÐINA Á 80 DÖGUM!! Hnattferö meö PAN AM á 22 til 80 dögum. Fyrir 255.000.00 kr. viðkomustaða. allt Fjöldi frá ca. mögulegra Umboðsskrifstofa, Bankastræti 8, R., S. 15340.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.