Morgunblaðið - 30.03.1978, Page 31

Morgunblaðið - 30.03.1978, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1978 31 Karl 0. F. Einars- son — Minning Kveðja: Ingimar Guðjónson Fæddur 23. desombor 1935. Fæddur 14. desember 1904 Dáinn 17. mars 1978 Karl 0. Fr. Einarsson var fæddur í Reykjavík og voru foreldrar hans hjónin Sigríður Ólafsdóttir og Einar Eýjólfsson. Faðir Karls dó áður en hann fæddist. Sökum veikinda móður hans var honum tveggja ára að aldri komið í fóstur til Ingveldar Jónsdóttur og Guðmundar Hannessonar. Karl átti fimm alsystkini og einn hálfbróður og er aðeins eitt systkina hans á lífi. Karl kvongaðist eftirlifandi konu sinni, Hansínu Jónsdóttur úr Vestmannaeyjum, 8. október 1926 og eignuðust þau tvö börn, Guðmund og Ingu Dóru. Guðmundur er nú verkstjóri í Kaliforníu, kvæntur Huldu Agústsdóttur og eiga þau tvo syni. Dóttirin Inga Dóra býr í foreldra- húsum í Reykjavík. Barnabarna- börn Karls og Hansínu eru þrjú. Tveimur árum eftir að Sápu- verksmiðjan Hreinn hf. var stofn- uð, eða árið 1922, hóf Karl Einarsson störf hjá verksmiðj- unni, þá 18 ára að aldri. Þremur árum síðar var hann sendur til Fredriksstad í Noregi til að læra sápugerð. Arið 1929 fór hann til Berlínar til að fullnema sig í þessari iðngrein og er hann fyrsti Islendingur sem það hefur gert. I Noregi og Þýskalandi eignaðist Karl marga góða vini og hélst sú vinátta til æviloka. Hann fór oft til Þýskalands til að fylgjast með nýjungum í framleiðslugrein sinni og naut hann þar fyrirgreiðslu sinna fornu samstarfsmanna og vina. Þaðan kom hann oft heim með góðan feng fyrir verksmiðj- una því hann hafði næmt auga fyrir því markverðasta í þróun hreinlætisiðnaðarins. I framhaldi af hans góðu vináttu og tengslum við námsbræður sína kynntist hann þýskum starfs- mönnum á rannsóknaskipum sem hingað leituðu og veitti þeim fyrirgreiðslu, sem leiddi til þess að hinn 3. júní 1977 var hann sæmdur þýsku orðunni Das Bundes- verdienstkreuz am Bande. Karl var félagi í Germaníu frá því fyrir stríð. Þegar Karl kom heim frá námi gerðist hann verkstjóri og fram- leiðslustjóri í fyrirtækinu og vann hjá Hreini í 51 ár. Þá lét hann af störfum vegna heilsuleysis. Hann var þó til æviloka ráðgefandi fyrir fyrirtækið. Karl var margslunginn persónu- leiki og að mörgu leyti sérstæður maður. Hann var í sumu á undan sinni samtíð en í öðru var hann fastheldinn á gömul verðmæti sem felast m.a. í heiðarleika í starfi, stundvísi og tryggð við fyrirtækið, og það var ekki alltaf létt fyrir unga menn sem brugðust vonum hans, að vinna undir hans stjórn, því að hann ætlaðist til hins sama af þeim og sjálfum sér. Sem dæmi um framsýni hans er lítil saga af framleiðslu á þvotta- duftinu Merpo, sem Karl kom með uppskrift af frá vinum sínum í Þýskalandi. Merpo hafði góða þvottaeiginleika en á þeim tíma voru þvottavélar ekki orðnar algengar og húsmæður töldu ekkert þvottaduft vera að gagni nema það freyddi það vel að þær stæðu upp í læri í froðunni. En Marpo var lágfreyðandi, freyddi lítið, og seldist ekki. Síðan hafa gömlu þvottabrettin vikið fyrir nýtísku þvottavélum og nú er það höfuðkostur þvottadufts að vera lágfreyðandi. Nú eru dagar Karls allir. Það er sjaldgæft að maður vinni hjá einu og sama fyrirtækinu allt sitt líf og það meira af hugsjón og starfs- áhuga en hagnaðarvon. Hann unni starfi sínu og samviskusemin var sterkari í fari hans en það að vinna sér auð og metorð. Fyrir hönd eigenda og stjórn- enda Hreins þökkum við Karli gott og mikið starf í 51 ár. Við starfsfélagar þökkum honum af alhug samfylgdina og samstarfið og sendum elskulegri konu hans, börnum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur og þökkum um leið margar ánægjustundir á heimili þeirra hjóna á liðnum árum. Ilallgrímur Björnsson Örn Ottesen. stóran völl um ævina, hann vann af stakri trúmennsku í sápuverk- smiðjunni Hreini h.f. í 51 ár, lengst sem verkstjóri. Ungur fór hann til Þýskalands og dvaldi þar nokkra hríð til að læra iðn sína. Hann lærði þar að tala þýsku og ávaxtaði einnig vel það pundið, því að heita má að hann hafi um áratuga skeið verið eins konar konsúll þýskra sjómanna, einkum af eftirlitsskipum fiskveiða, sem komu oft til Reykjavíkur. Sjómennirnir guldu honum vin- áttuna með því að bjóða honum oftar en einu sinni til dvalar á heimilum sínum í Þýskalandi. Þýska sambandslýðveldið sæmdi hann heiðursmerki á árinu sem leið. Tvívegis brá Karl sér yfir hafið til Vesturheims og heimsótti son sinn, Guðmund í Kaliforníu. Karl var kátur og léttur í lund að eðlisfari og góður heimilisfaðir. Hann kvæntist Hansínu Jónsdótt- ur sem lifir mann sinn. Börn þeirra eru Guðmundur og Inga Dóra. Guðmundur er nú kominn heim frá Kaliforníu til þess að fylgja föður sínum til grafar. Margan morgun hefur sá sem ritar þessar línur, setið með Karli í heita pottinum í Laugardalnum, en þar var löngum mætt dag hvern klukkan sex að morgni. Með léttri lund Karls var þetta góð byrjun á amstri dagsins. Karl var jafnan góður gestur er félagar í Germaníu mættu til fagnaðar, nú síðast á miðsvetrarskemmtun á Hótel Borg í febrúar. Enn var Karl hinn kátasti, þótt heilsan hafi verið farin að bila hin síðustu árin. Karl var góður drengur og munu margir sakna hans. Pétur Ólafsson Dáinn 25. febrúar 1978. Eg vakna við það aö síminn hringir á laugardagsmorguninn 25. febrúar. Halldór mágur minn er í símanum og segir mér að Ingimar hafi dáið í nótt. Hvílíkt reiðarslag! Ingimar dáinn, horfinn yl'ir móðuna miklu. Þrátt fyrir það að ég vissi að hann var búinn að vera heisjúkur nokkra undanfarna daga, þá gat ég ekki fengið tnig til að trúa því að hann \ieri allur, eða s;ett tnig við að svona væri kontið. En raunveruleikinn harður og kaldur hlífir engutn. Vcr skiljum okki skaparáð þau skipta sa'lu ok neyð þau flétta saman KÍoði ok Krát þau Kofa on taka um loift. Sík- Júl. Jóh. Ingimar Guðjónsson var sér- staklega hjartahlýr og elskulegur maður, setn meö hógva'rri gleði og gra'skulausu gamni kom ölluin í gott skap. Hann vildi hvers manns vanda leysa, ineð sinni hjartahlýju og fórnarlund, sérstaklega þeirra sein við erfiðleika áttu að slríða í lífsbaráttunni. Eg tel mig hafa veriö lánsaina að hafa kynnst honutn og átt hann að vini tim inargra ára skeið. A síðastliðnuin jóluin var ég rúinliggjandi sjúklingur á Land- spílalunum í Reykjavík. Mér fannst aðfangadagurinn lengi að líða, ég var í leiöu skapi, ég hafði heiinþrá. Þá koniu þau til inín um tniðjan daginn í heimsókn, hjónin, elskuleg frænka tnín Rósa og Ingiinar. Þau konui til að færa inér gleði og gjafir. Þau settust við rúinið mitt og töluðu við mig, af þeirri hjartahlýju <íg ró og friði eins og þeim báðum var lagið. Eftir að þau höfðu kvatt mig leið niér vel, og var róleg með mitt hlutskipti. Svona var Ingimar, liann hafði alltaf lag á að gleðja og friða. Hafi Ingimar hjartans þakkir fyrir allt sem hann hefir gert fyrir inig, ba'ði sjúka og heilbrigða — af fórnfýsi og hjartahlýju var það unnið, allt sjálfsagt og velkomið. Elskulega frænka inín, Rósa, og þið öll hin, tengdaforeldrar hans, foreldrar og systkini, setn oll hafið inisst inikið við fráfall þessa elskulega manns, ég votta ykkur ölluin dýpstu og innilegustu sainúð frá mér og fjölskyldu minni. Megi algóður guð styrkja ykkur og hugga í ykkar þungu sorg. Við vitum öll með vissu ;ið látinn lifir, sú er luiggun harmi gegn. Blessuö sé ininning Ingiinars Guðjónssonar lífs og liðins. Pálina. Okkur langar til að lýsa í örfáum orðunt hvernig okkur er innanbrjósts við fráfall vinar og starfsfélaga, Ingimars Guðjóns- sonar, er lét aðfaranótt laugar- dagsins 25. febrúar 1978. Við minnumst alls, en sér í lagi hins hlýja viðmóts og gtaðværð- ar, sem niætti okkur hverju sinni er hann koni með börnin og sóttu þau hingað í Kjarvalshús. Okkur verður einnig hugsað til þess, hversu fljótt börnin hændust að Ingimar og þess mikla áhuga og umhyggju, sem hann sýndi hverju þeirra. Allar santeiginleg- ar stundir eru nú í hugum okkar endurminning um traustan, skemmtilegan og góðan félaga. Við vottum eiginkonu hans innilega samúð á erfiðri stund. Með þakklæti fyrir allt. Samstarfsfólkið í Kjarvalshúsi. Minning — Gunnar Jónsson Hafnarfirði Fæddur 7. júní 1894 Dáinn 8. marz 1978 Hinn 17. marz s.l. var til moldar borinn frá Hafnarfjarðar- kirkju einn af eldri borgurum Hafnarfjarðar Gunnar Jónsson, áður sjómaður. Hann átti lengst af heima að Hellisgötu 22, en flutti í desember s.l. í hið nýja dvalar- heimili að Hrafnistu í Hafnarfirði, ásamt konu sinni Guðmundínu Þorleifsdóttur, þegar heimilið var tekið í notkun. Hann andaðist þar að kvöldi hins 8. marz s.l. Hann hafði kennt veikinda um tæpra tveggja mánaða skeið og dvalið í sjúkrahúsi í þrjár vikur. Var það hans eina sjúkrahúslega um dagana. Hann virtist á bata- vegi og var venju fremur hress daginn, sem kallið kom. Gunnar Jónsson fæddist að Hlíðarkoti í Garðahverfi þann 7. júní 1894. Foreldrar hans voru Guðrún Gunnarsdóttir og Jón Erlendsson. Þau voru dugnaðar- fólk en bláfátæk, meðan börnin voru ung, eins og flest daglauna- fólk og sjómenn á þeim tíma. Jón og Guðrún fluttu til Hafnar- fjarðar aldamótaárið með barna- hópinn sinn. Þau eignuðust alls sex börn en misstu tvo drengi í bernsku. Þegar til Hafnarfjarðar kom fluttu þau fyrst á lítinn og gamlan bæ, nálægt þar sem Merkurgata 4 er nú. Með dugnaði og atorku tókst þeim að koma sér upp eigin húsi við Reykjavíkurveg, sem þau fluttu í 1906. Jón Erlendsson dó 1929 en Guðrún náði háum aldri, andaðist 1952. Hún vann erfiðisvinnu allt til elliára og var við brugðið dugnaði hennar og ósérhlífni. Arið 1924, 28. júní, gekk Gunnar að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Guðmundínu Þorleifsdóttur frá Garðbæ í Garði. Þau voru einkar samhent og mátu hvort annað mikils. Þegar Gunnar var lang- dvölum frá heimilinu á sjónum, annaðist Munda heimilið og börnin af sinni kunnu rósemi, umhyggju og þrautseigju. Fyrir það dáði Gunnar hana og var ævinlega þakklátur. Þau áttu barnaláni að fagna og voru forsjóninni þakklát fyrir. Þeim varð fimm barna auðið en urðu fyrir þeim missi, að yngsta barn þeirra, Baldur, lézt aðeins 6 mánaða, árið 1939. Hin börnin eru enn á lífi, öll búsett í Hafnarfirði. þau eru; Þorleifur Hólm, stýri- maður, starfar í álverinu í Straumsvík, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur, Jón Erlendur, list- málari og prentiðnaðarmaður, kvæntur Olöfu Oskarsdóttur, Helgi, tæknifræðingur, deildar- stjóri í Tækniskóla» íslands, kvæntur Ingveldi Einarsdóttur, og Guðrún, gift Gunnar Hólmsteins- syni, viðskiptafræðingi. Gunnar og Munda stofnuðu heimili í sambýli við foreldra Gunnars að Reykjavíkurvegi 12, en fluttu í hús sitt, er seinna varð Hellisgata 22, árið 1927. Það hús byggði Gunnar að miklu leyti með aðstoð tengdaföður síns, utan þess, sem skylt var að lærður trésmiður annaðist. Að Hellisgötu 22 var oft gest- kvæmt og glaðlegu viðmóti að mæta hjá húsráðendum. Barna- börnin fundu gjarnan hjá sér hvöt til að fara og njóta samvista við afa og ömmu, sem þreyttust seint á að hafa ofan af fyrir þeim og miðla af fróðleik langrar ævi. Gunnar Jónsson var greindur vel og hafði gott minni allt til síðasta dags. Hann átti ekki kost annarrar skólagöngu en alda- mótaárin buðu börnum alþýðu- fólks. Hann var næmur á menningararf og fróðleik þess alþýðufólks, sem hann var af kominn og hann ólst upp með. Honum var fróðleiksfýsn í blóð borin. Sá bókakostur, sem hann dró að sér um dagana, sýnir að hann bar glöggt skyn á hvar fróðleiks var að leita og valdi sér bókmenntir af smekkvísi. Honum þótti vænt um bækurnar sínar, las mikið og fylgdist opnum huga með öllum hræringum þjóðlífsins. Hann þekkti vel til manna og málefna, hafði ákveðnar skoðanir en var fordómalaus. Gunnar var listhneigður maður og fóru flest verk vel úr hendi. Ahugamaður var hann um skák og varð fyrsti skákmeistari Hafnarfjarðar. Starfsdagur Gunnars var langur. Hann byrjaði snemma að létta undir með foreldrum sínum og sjómannsferil sinn hóf hann aðeins fjórtán ára gamall á skútu frá Hafnarfirði. Hann var úrtöku- lítið á sjónum í 38 ár, fyrst á skútum en síðan á togurum, bæði enskum og íslenzkum, gerðum út frá Hafnarfirði og Reykjavík. Lengst var hann á bv. Sviða frá Hafnarfirði. Bv. Sviði fórst með allri áhöfn árið 1941. Örlögin ætluðu Gunnar Jónssyni lengri lífdaga. Hann hafði tekið sér frí frá sjómennsku til að vera með fjölskyldu sinni. Vann hann þá við hafnargerð og oft við afgreiðslu togara eftir venjulegan vinnudag. Bv. Sviði var í höfn. Gunnar brást við til aðstoðar, að ferðbúa skipið. Stýrimaður lagði að honum að fara með í þessa ferð. Gunnar langaði á sjóinn aftur með sínum gömlu félögum en var á báðum áttum. Um það leyti, sem vinnu er að Ijúka, verður Gunnar veikur og fer heim. Þetta ríður baggamun- inn, hann fer ekki um borð, er skipið leggur í sína hinstu för. Gunnar fór fljótlega á sjóinn að nýju og starfaði þar allt til ársins 1947 er hann réðst til Rafha. Hjá Rafha starfaði hann í full 30 ár, hætti þar störfum er sumarfrí hófust á s.l. sumri. Hann hugðist njóta ævikvöldsins ásamt konu sinni á hinu nýja dvalarheimili aldraðra sjómanna í Hafnarfirði, sem var að verða íbúarhæft. Gunnar Jónsson hreifst ungur af sjálfstæðisbaráttu þjóðar sinnar og hinni ungu verkalýðs- hreyfingu. Hann gerðist liðsmaður þeirrar hreyfingar, sat í stjórn Sjómannafélags Hafnarfjarðar um skeið og var formaður þess félags í eitt ár, en baðst undan endurkjöri vegna fjarveru sinnar á sjónum. Eftir að Gunnar hóf afskipti af málum stéttar sinnar fyllti hann flokk jafnaðarmanna. Hann var víðsýnn og sá kjarabaráttuna í víðu samhengi. Gunnar var heiðraður af stétt sinni á sjómannadaginn 1971 fyrir 38 ára sjómannsferil og störf að málefnum sjómanna. Hann hlaut einnig viðurkenningu frá stjórn Rafha árið 1972, þá fyrir alda- fjórðungs trúa þjónustu. Gunnar var vel liðinn og metinn af samstarfsmönnum og yfir- mönnum, léttur og skemmtilegur viðræðu og átti auðvelt með að aðlaga sig. Hann þekkti ekkert kynslóðabil. Hann hafði gott lag á börnum og sakna því barnabörnin vinar í stað, afans milda og glaðværa, sem hafði lifað ævintýri þjóðar sinnar frá örbirgð til bjargálna og kunni að segja þannig frá, að af athygli var hlustað. Er leiðir skiljast, eru þakki færðar fróðum samferða- manni og góðum tengdaföður. Eiginkonu hans, sem var honum traustur lífsförunautur, votta ég dýpstu samúð, svo og börnum og tengdabörnum, er geyma minningu góðs föður. Góður drengur er genginn til hvílu að löngum starfsdegi loknum. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Gunnar Ilólmsteinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.