Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 1
 48 SIÐUR 66. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 2. APRIL 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. „Gudfadir” alþjódahrydju- verka lézt í gær Beirút Líhanon, 1. apríl AP. DR. WADI Iladdad. hinn frægi marxiski Palestínumaður sem oft var nefndur „Guðfaðir“ alþjóða hryðjuverka lézt í Austur-býzka- landi aðfararnótt laugardags, að því er blöð í Beirút skýrðu frá í morgun. Hann varð 49 ára gamail og verður lfk hans flutt til Beirút um helgina og jarðsett. Um dánarorsök hans var ekki sagt annað en um „ólæknandi sjúkdóm“ hefði verið að ræða. Wadi Haddad var efstur á lista Israela yfir þá menn sem þeir vildu hafa hendur í hári á. Haddad var aðalskipuleggjandi á bak við ýmis alræmdustu hryðjuverk síð- ustu ára. Hann stóð að stofnun hinna róttæku samtaka PFLP ásamt dr. George Habash. Hann mun síðan árið 1970 hafa unnið í nánu sambandi við hinn alþjóðlega glæpamann sem gengur undir nafninu „Carlos". Haddad lenti í útistöðum við Habash fyrir tveim- ur árum og var rekinn úr samtök- unum. Flutti hann þá bækistöðvar sínar til Bagdad. Hann var einn af aðalstjórnendum Baader Meinhof og Japanska rauöa hersins til dauðadags, að því er áreiðanlegar heimildir telja. Hann undirbjó og skipulagði hið fræga hryðjuverk á Lod flugvelli árið 1972 og hann stóð að mörgum flugránum og sprengingum flugvéla á Kairóflug- velli og í Jórdaníu fyrir fáeinum árum. Hann og Carlos munu og hafa undirbúið rán olíumálaráð- herra OPEC í Vínarborg fyrir þremur árum eins og frægt varð þá. Meðal síðustu hryðjuverka sem hann er sagður hafa átt aðild að er ránið á Lufthansa-vélinni á sl. ári og ránið og morðið á iðnuhöld- inum Hans Martin Schleyer á sl. hausti. Tvö af fyrirhuguðum verk- um Haddads fóru út um þúfur, það fyrra var Entebbemálið og hið síðara var er Lufthansa-vélarránið fór út um þúfur í Mogadishu. Eftir það var tilkynnt að Haddad hefði verið útskúfað úr PFLP ári áður vegna endurtekinna mistaka hans. Haddad var fæddur í Haifa, nam síðar læknisfræði við bandaríska háskólann í Beirút. ísraelar reyndu nokkrum sinn- um að koma Haddad fyrir kattar- nef og m.a. er sagt að þeir hafi borið ábyrgð á árás á heimili hans í Beirút fyrir nokkrum árum. Haddad var ekki heima er atlagan var gerð og kona hans og Leila Khaled, frægur flugræningi og hryðjuverkamaður sem voru í íbúðinni, sluppu. Jimmy Carter Bandaríkjaforseti kannar heiðursvörð Nígeríu eftir komuna til Lagos. „Vona að réttlátur frið- ur ríki senn í Afríku” sagði Carter við komuna til Nígeríu Norskir gæzlulið- ar til Líbanon Kairó, Tel Aviv, Beirut, 1. apríl. Reuter. AP. MIKLIR loftflutningar Norð- manna til ísraels hófust aðfarar nótt laugardags og var húizt við að þeim lyki síðdegis. Fyrsta flugvél- in af fimmtíu lenti á Ben Gurion ílugvelli við Tcl Aviv s.l. nótt og voru með henni gæzluliðar sem verða í eftirlitssveitum Sameinuðu þjóðanna í SuðurLíbanon, svo og verða ýmis hergögn og biíreiðar sendar með vélunum. Fljótlega eftir að hvcr vél kemur er her mönnunum norsku ekið áleiðis til Lhanons. Um 530 Norðmenn koma þessara erinda til ísraels um helgina og 150 bætast við í næstu viku. Talið er að ga'zlusveitir Sameinuðu þjóðanna í Suð- ur-Líbanon verði ekki fullmannað- ar fyrr en í aprfllok. Gur hershöfðingi, yfirmaður her- ráðs Israels, sagði í viðtali við ísraelska útvarpið í gærkvöldi að hann vonaðist til þess að ísraelski herinn sem réðst inn í Suður-Líbanon hinn 14. marz myndi geta verið farinn þaðan um miðjan Framhald á bls. 47. Lagos, 1. apríl. Reuter. AP. JIMMY Carter Bandaríkja- forseti sagði í dag að hann vonaði að réttlátur friður myndi senn ríkja í Afríku og að lönd utan álfunnar hættu að hlanda sér í málefni hennar. Fórsetinn sagði þetta við komu sína til Nígeríu, en þar mun hann eiga viðræður við leiðtoga landsins, Olusegun Oba- sanjo hershöfðingja Carter sagði við Obasanjo að bandaríska þjóðin vonaði að senn liði að því að allar þjóðir Afríku lifðu saman í sátt og samlyndi, og bæru gagnkvæma virðingu hver fyrir annarri. Obasanjo sagði við komu Cart- ers að hún markaði tímamót, því að Carter væri fyrsti forseti Bandaríkjanna er kæmi til blökku- mannríkis í Afríku. Vel var tekið á móti Carter er hann kom til Nígeríu, hleypt var skotum úr 21 fallbyssu og her- menn mynduðu heiðursvörð við flugvöllinn. Ólga á Indlandi Nýju Delhi, 1. apríl. Reuter. ÞRIR létu lífið og rösklega eitt hundrað og fimmtíu manns slösuð- ust. margir alvarlega, í geysilega hörðum átökum í Biharríki á Indlandi i morgun. Brutust átökin Lyubimov bannað að færa óperu upp á svið í París Moskvu, 31. marz. Reuter. SOVÉSKI leikstjórinn Yuri Lyuhimov sagði í dag að sovésk yfirvöld hefðu bannað honum að færa óperuna „Spaðadrottn- inguna“ eftir Tchaikovsky upp á svið í París. Lyubimov hefur verið gagnrýndur harðlega í Sovétríkjunum fyrir leikstjórn sína, sem gagnrýnendur segja minna á uppfærslu á banda- riskum söngleik. Lyubimov sagði að ákvörðun sovéska menningarmálaráðu- neytisins að afturkalla leyfi til að sýna „Spaðadrottninguna“ í París, væri bæði undarleg og óskiljanlcg. Ilann sagði þetta á blaðamannafundi, þar scm auk hans voru tónskáldið Alfred Shnitke, sem útfærði tónlistina við óperuna, og leiksmiðsgerð- armaðurinn David Barovsky. Þremenningunum var til- kynnt um bann menningarmála- ráðuneytisins fyrir 2 dögum, en til stóð að óperan yrði sett upp í júní í París. Bannið var sett á eftir að bréf frá litháenska tónskáldinu Algis Zhuraitis birtist í Pravda. I bréfinu segir Zhuraitis að upp- færsla þremenningamra á snilldarverki Tchaikovskys sé „vísvitandi tilraun til að spilla rússnesku tónverki". Zhuraitis kvartaði einnig yfir því í bréfinu að sleppt væri í uppfærslunni hluta af tónlist Tchaikovskys og að „Spaða- drottningin" væri færð upp á svipaðan hátt og bandarískur söngleikur, sem ófrægði minn- ingu tónskáldsins. Lyubumov sagði í dag að þótt „Spaðadrottningin" hefði verið stytt, hefði engu verið breytt. Hann sagði að aðstandendur sýningarinnar hefðu skrifað svarbréf til Pravda, en þar verið sagt að svarbréfið yrði ekki birt í blaðinu. Sovéska menningarmálaráðu- neytið sagði í dag að það myndi ekki koma nálægt sviðsetning- unni í París, vegna hinnar miklu gagnrýni sem komið hefði fram á hana í Sovétríkjunum. út vegna óánægju með atvinnu; málastefnu ríkisstjórnarinnar. í bænum Hyderabad var ungur stúdent drepinn og þrír særðir þegar lögregla réðst gegn mót- mælahópnum. Þessir atburðir eru hinir alvarlegustu sem hafa orðið á Indlandi undanfarna daga. en stjórnmálasérfræðingum ber sam- an um að ólgan þar magnist nú dag frá degi og margir óttast að upp úr sjóði á hcitum sumarmán- uðum sem framundan eru. Þá gerðist það í gærkvöldi að múgur réðst að bíl Indiru Gandhi, Framhald á bls. 47. Obasanjo sagði að samskipti Bandaríkjanna og Nígeríu hefðu batnað verulega síðan Carter tók við forsetaembætti fyrir 14 mán- uðum. Kvaðst hershöfðinginn vona að heimsókn Carters myndi verða til að auka skilning hans á málefnum Nígeríu. Leiðtogarnir tveir áttu sinn fyrsta fund strax að móttökuat- höfninni lokinni. Carter sagði fyrir fúndinn að heimsókn sín til Nígeríu bæri því vitni að ríki Afríku skipuðu sífellt veigameiri sess í stjórnmálum i heiminum. Þá lofaði Carter Obasanjo og herstjórn hans fyrir áætlanir um að koma á röð og reglu í landinu. Heimildir í Bandaríkjunum og Bretlandi í dag hermdu, að Andr- ew Young, sendifulltrúi Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu Þjóðun- um, hygðist koma á fundi með blökkumannaleiðtoganum Joshua Nkomo og Carter í Nígeríu. Þá sagði einnig að Young hefði reynt að koma því til leiðar að utanríkisráðherrar fimm blökku- mannaríkja Afríku, sem styðja baráttulið skæruliða gegn stjórn Rhódesíu, ættu fund með forsetan- um. Síðast kom bandarískur forseti til Nígeríu árið 1943, er Franklin D. Roosevelt kom þar við á leið sinni frá Casablancaráðstefnunni. Ekki var litið á viðkomu Roose- velts í Nígeríu, sem opinbera heimsókn. Ponti handtekinn? Rómaborg, 1. apríl. Reuter. SAKSÓKNARI Rómaborgar gaf í morgun út handtökuskipan á Carlo Ponti, hinn fræga kvik- myndaframleiðanda og eigin- mann leikkonunnar Sophiu Lor en. Er hann sakaður um ólögleg- an flutning á fjármunum frá Ítalíu. Saksóknarinn gaf einnig út lista yfir þrjátíu manns. þar á meðal var nafn Sophiu Loren. og segir að fólk þetta skuli koma til yfirheyrslu í tcngslum við málið. Saksóknarinn sem hefur rann- sakað mál Pontis og Sophiu Loren í ár, gaf út handtökuskipunina eftir að hafa skömmu áður gefið út tilkynningu þar sem sagði að hann hefði fengizt við rannsókn á hugsanlegum gjaldeyrisbrotum Pontis. Sophia Loren og Carlo Ponti munu nú vera í París, þar sem þau eiga hús. Áreiðanlegar heimildir höfðu fyrir satt að ítölsk stjórn- völd væru að íhuga að bera fram formlega beiðni við frönsk stjórn- völd að þau hjónin yrðu framseld til Ítalíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.