Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1978 Á SKJÁHUM SILNNHDAGUR 2. apríl IS.flO Sfundin okkar (L) Fresjónarmaður Ásdís Em- ilsdóttir. Kynnir ásamt henni Jóhanna Kristín Jónsdóttir. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 10.00 Skákfra-ðsla (L) Leiðbeinandi Friðrik Ólafs- son. 111 ó 20.00 Fréttir og veður 20.2Ö Auglýsingar ogdagskrá 20.30 Gagn og gaman (L) Starfskynning í' sjónvarpi. Fmsjónarmaður Gestur Kristinsson og Valgerður Jónsdóttir. I þa'ttinum verða kynntar tva-r starfsgreinar. og fyrir, sviirttm verða bórður Sigur* gcirsson útvarpsvirki og Llísabet Kristhergsdóttir meinata-knir. Linnig skcmmtir Trítil- toppakvartetttnn meo leik «g söng. Stjórn upptöku (irn Ilarð- arson. ¦21.15 Húsbamdur og hjú (L) Breskur myndaflokkur. Skemmtiferð tíl Skotlands. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.05 Jasshátíðin í I\.ri (L) l'pptaka frá tónleikum. sem hljómsvcitin Wallaee Davenport All Star New Orieans Band hélt á jasshá- tíðinni í Pori í Finnlandi sumarið 1971. 22.35 Að kvöldi dags (L) Séra Kristján Róbertsson róknarprestur í Kirkju- hvolsprestakalli í Rangár vallaprófastsd. flytur hug- vekju. 22.15 Daicskrárlok MÁNUDAGUR 3. apríl 1978 20.00 Fréttir o« veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 íþróttir I 'msjónarmaður líjarni Fel- ixson. 21.00 Segðu það engum (L) Breskt KJónvarpsleikrtt eít- ir Peter Whitbread. Leik- stjóri Alastair Reid. Aoal- hlutverk Mary Peach og Michael Bryant. Janet er nýlega orðin ekkja. Hún er hrifin af miðaldra piparsvcini. en þau eiga erfitt með að hittast, því að þeim finnst sem allir í þorpinu fylgist með ferðum þeirra. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 21.50 Hryðjuverk í Vest- ur lnskalandi (L) Norsk heimildamynd. Kakin eru helstu hryðju- verk. sem framin hafa vertð f landinu á undanfornum árum. og rætt m.a. við Willy Brandt, vandamenn skæruliða og vísindamenn Þýðandi og þulur örn ÓI- afsson. (Nordvision — Norska sjónvarptð) 22.45 Dagskrárlok ÞRIDJUDAGUR 4. aprfl 1978 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Hestar í stað véla (L) Mynd um hagsýnan bónda í Englandi Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 21.20 SJónhending (L) Erlcndar myndir og mál- efni. V msjónarmaður Sonja Diego. 21.45 Serpico (L) Bandarískur sakamála- m>ndaflokkur. Hættusvæði Þýðandi Jón Thor llaralds- son. 22.35 Dagskrárlok Álfkonan birtist Bergi. „Síðasti bær- innídalnum" í ..Stundinni okkar". í sjón varpi í dag klukkan 18.00, verður haldið áfram að sýna kvikmyndina „Síðasti bærinn í dalnum" eftir Óskar Gíslason en hún verður framhaldsmynd í þættinum næstu sunnudaga. Óskar Gíslason gerði „Síðasta bæinn í dalnum" fyrir allmörg- um árum síðan, en myndin er gerð eftir frumsamdri sögu Lofts Guðmundssonar. Leik- stjóri var Ævar Kvarart, en Jórunn Viðar samdi tónlistina við myndina. Lék hljómsveit frá Félagi íslenzkra hljóðfæraleik- ara tónlistina undir stjórn dr. V. Urbantschitsch. Kvik- myndarhandrit gerði Þorleifur Þorleifsson, en Óskar sá sjálfur um • kvikmyndun og fram- kvæmdastjórn. I myndinni komu fram 12 leikarar, en auk þeirra dönsuðu nemendur frá dansskóla FÍLD í „Síðasta bænum í dalnum". Myndin segir frá tveimur systkinum, Bergi og Sólrúnu, sem búa ásamt föður sínum og föðurömmu, Birni og Gerðu, langt uppi í afdal. Bergur þótti nokkuð dulur í skapi, en Sólrún var lífsglöð mjög. Systkinin voru afar samrýnd, en Bergur lék sér þó tíðum einn við lækinn, þar sem hann átti sér lítinn bæ, en Sólrún sinnti þá ýmsum bústörfum. ' Ekki áttu þau móður á lífi, Bergur og Sólrún, en amma þeirra var þeim indæl fóstra. Lét hún sér annara um líðan þeirra en sjálfrar sín og margt eitt kvöld þuldi hún þeim ævintýri og sagnir við rokkinn. Úti við dalsmynnið er Trölla- borg — en þar búa tröll tvö er hrakið hafa búandalið allt úr dalnum, að þeim Birni einum undanskildum. Gerður gamla óttast þó ekki ágang tröllanna, hún á sér grip nokkurn, er varnar tröllunum þess að flæma þau á brott. Um grip þennan er tröllahjúunum fullkunnugt, og leggja þau á ráðin um að ræna gripnum. En nokkuð verða þeim úrræðin langsótt. Tröllkonan Keffa í helli sínum. Philco m slær tvær flugur í einu höggi Philco býður þurrkara sem getur staðið of an á þvottavélinni. Þannig nýtist gólf- rýmið til fullnustu og handhægt, út- dregið vinnuborð milli vélanna auð- veldar notkun þeirra. Já — allt sem til þarf eru einfaldar festingar og tvær flugur eru slegnar i einu höggi. Philco þurrkarinn tekur 5 kg af þurrum þvotti — sama magn og þvottavélin. Hann er auð- veldur í notkun — með f jögur sjálf- " virk þurrkkerfi sem henta öllum teg- undum af þvotti og allt að tveggja klst. timarof a. Philco þvottavélin tekur inn heitt og kalt vatn, vindu- hraðinn er 850 snúningar á minútu, sem þýðir mun styttri þurrktíma. Tvær stillingar eru fyrir vatnsmagn, ullarkerfið er viðurkennt og einfalt merkjamál er fyrir hvert þvottakerfi, svo að allt sé á hreinu! Er það furða þó að fleiri og fleiri velji Philco HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.