Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1978
IUT4A1M.
„Aröránskenningu Marx, Þessa ómynd al veruleikanum, Þetta klessuverk, sem hagrasöingurinn Þýzki á nítjándu
öldinni dró upp skjálfandi al reiði, hefur Alpýöubandalagiö Þó gert aó sinnil"
eftir Hannes Hólmstein
Gissurarson
Stefnuskrárhöfundarnir
og Stalín
I stefnuskrá Alþýðubandalagsins,
sem samþykkt var 1974 og gefin út 1975,
segir svo: „í kapítalískum búskap ræður
auðmagnið yfir efnahagslífinu í því
skyni aó skapa gróða, menn sem að
framleiðslunni starfa eru því arðrænd-
ir. í sósíalískum búskap stýrir almánna-
valdið efnahagslífinu í því skyni að
þörfum almennings sé fullnægt með
jöfnuði og að lýðræðislegum hætti".
Stefnuskrárhöfundarnir gera sama
greinarmun á markaðskerfi „kapítal-
ista“ eða frjálshyggjumanna og mið-
stjórnarkerfi „sósíalista" eða sam-
hyggjumanna og Jósep Stalín (sem var
reyndar almannavaldið holdtekið í
Ráðstjórnarríkjunum á sínum tíma).
Hann sagði (í 7. kafla bókarinnar
Efnahagsvanda samhyggjumanna í
Ráðstjórnarrikjunum — á ensku:
Economic Problems of Socialism in the
U.S.S.R. — árið 1952), að tilgangur
markaðskerfisins væri „að tryggja sem
mestan gróða með arðráni manna" en
miðstjórnarkerfisins „að tryggja sem
bezta fullnægingu síaukinna efnalegra
og andlegra þarfa almennings". Ég ætla
ekki í þessari grein að fara orðum um
launþegana? Það, sem þeir þurfa til
afkomu sinnar, svaraði Marx eins og var
rökrétt eftir gildiskenningunni. Laun-
þegarnir neyðast til að selja vinnuafl
sitt til að komast af, af því að þeir eiga
ekki framleiðslutækin. Vinnuveitandinn
kaupir það svo, aö hann græði á því.
Hann greiðir launþegunum það, sem er
þeim og fjölskyldum þeirra lífsnauðsyn-
legt, hann greiðir þeim með öðrum
orðum full laun. En á hverju getur hann
grætt? Á því að láta launþegana vinna
fleiri tíma en þeir fá laun fyrir hann
hirðir umframtímana, þá tíma, sem
launþegarnir vinna eftir að hafa unnið
fyrir brýnustu þörfum sínum. Á þessum
umframvinnutímum græðir vinnu-
veitandinn. Verðgildi vöru, sem fram-
leidd er á þessum umframvinnutíma,
kallaði Marx “gildisaukann". Og arðrán-
ið var hlutfall gildisaukans og vinnu-
launanna. Marx hélt, að hann hefði
gefið vísindalega skýringu með gildis-
aukakenningunni á þeim gróða, sem
kæmi í hlut vinnuveitandans, þótt allar
vörur væru seldar á fullu verði, og veitt
öreigunum fræðilega lausn á „mótsögn"
fjármagns og vinnuafls, sem þeirra væri
að framkvæma með byltingu.
Ágallar xildi.skenninx"
a.r' Marx
Auðvelt er að greina gallana á
skýringu Marx á verðgildi vöru. Hag-
heldur af hagleik hans, af útskurði
hans, verkinu sjálfu.
Eru málverk eftir Jóhannes Kjarval
og Freymóð Jóhannsson jöfn að verð-
gildi, ef þeir hafa notað sama magn
vinnutíma til þess að mála þau? Sýnter,
að einingar (vinnutímarnir) þess mæli-
kvarða, sem nota á til að ákvarða
verðgildi vöru, eru ekki jafnar, mæli-
kvarðinn er með öðrum orðum ekki
nothæfur. Tvo galla má nefna til
viðbótar á gildiskenningunni, þó að
þessir nægi reyndar. Hún á ekki við, ef
munur er á afköstum manna — því, sem
þeir skila af sér — af einhverjum
sökum, náttúrlegum eða mannlegum.
Gunnar Árnason tekur heyverkun til
dæmis í bók sinni: „Bóndinn, sem hirðir
hey sitt óhrakið, hefir meira fóðurmagn
en hinn, sem heyið hefir hrakið hjá.
Vinnuhlutföllin eru í flestum tilfellum
öfug. Hið hrakta hey hefir kostað meiri
vinnu en hitt, og að fóðurmagni, og þar
með verðmæti, er það þó mikið minna."
Og gildiskenningin á ekki við hluti, sem
hafa lítið sem ekkert verðgildi og hafa
þó kostað vinnuafl, sem eru verðlausir,
ónýtir. Fullorðið barn hleður kastala úr
sandi (eða lofti eins og sumir heim-
spekingar), vinnuafl . þess er varla
jafngilt öðru, sem notað er á skynsam-
legri hátt, verðgildi vörunnar er varla
í réttu hlutfalli við vinnuaflið, sem það
notar. Marx og fylgismenn hans hafa að
lágmarkið er hærra á íslandi 1978 en
það var 1878, og það er hærra á íslandi
en á Indlandi. Launþegarnir neyðast
ekki heldur til að selja vinnuafl sitt á
þeim kjörum, sem vinnuveitandinn
ákveður, verkfallssjóðir og aðrir digrir
sjóðir verkalýðshreyfingarinnar hafa
gert alla slíka nauðung að engu,
samningsaðstaða launþeganna er mjög
sterk, hvort sem hún hefur verið það eða
ekki á dögum Marx. Og kostnaður við
alla fjárfestingu og aðstoð við þá, sem
geta ekki unnið (selt vinnuafl sitt)
vegna veikinda, örkumla eða annars, er
fenginn með arðráni launþega, ef þessi
skilgreining Marx er notuð. Er ekki
eitthvað bogið við slíka kenningu? Marx
hafði það einnig að engu, að vinnuafl er
stundum notað til annars en fram-
leiðslu. Lögreglumenn, hjúkrunarmenn
og húsverðir vinna ekki við framleiðslu
(nema í svo víðtækri merkingu orðsins
„framleiðsla", að hún er ótæk). Fáir
efast þó um það, að þeir séu nauðsynleg-
ir. Eru laun þeirra fengin með arðráni?
Eða eru þeir arðrændir? Bent hefur
verið á fjóra galla þessarar kenningar,
en hinn fimmti er þessi: Gildisaukinn á
að vera í réttu hlutfalli við vinnuaflið
eftir kenningunni, hann minnkar, ef
launþegunum fækkar, eykst, ef þeim
fjölgar. Hann minnkar því, ef fyrirtæk-
in vélvæðast. Hvers vegna er raunin
önnur? Hvers vegna er gróði þeirra
Arðránskenning Alþýðubandalagsins
vafasamar kenningar samhyggju-
manna, stefnuskrárhöfunda Alþýðu-
bandalagsins og Stalíns, um það,
hverjar „þarfir almennings" séu aðrar
en þær, sem menn fullnægja sem
neytendur, hvert „almannavaldið" sé og
hver „jöfnuðurinn" í himnaríki
sameignarinnar, heldur um kenningar
þeirra um gróða og „arðrán" í helvíti
séreignarinnar. Þær eru allar komnar
undir aldargamalli arðránskenningu
þýzka heimspekingsins Karl Marx.
Hana hefur þessi íslenzki stjórnmála-
flokkur, sem fékk í síðustu þingkosning-
um 18,3% atkvæða, gert að opinberri
kenningu sinni eins og lesa má í
stefnuskránni. Og hún er mjög algeng
í frumstæðari gerð í stjórnmáladeilum
með íslendingum. Hagnaður er þjófnað-
ur, segja einfeldningarnir, menn hafa
haft það af öðrum, sem þeir hafa.
Arðránskenningin er ein þungamiðjan í
hagfræðikenningu Marx, í greiningu
hans á gerð þess hagkerfis, sem varð til
í iðnbyltingunni og hann kallaði
„fjármagnskerfi". Marx hélt, að hann
hefði fundið „þróunarlögjnál" þessa
hagkerfis og spáði falli þess vegna
„innri mótsagna". Hann var fræðimað-
ur, en hafði aðrar skoðanir á hlutverki
fræðimannsins en eru algengastar á
okkar dögum: fræðimaðurinn átti að
lýsa breytingum, skýra þær, en einnig
að spá þeim, spámaður og fræðimaður.
En er arðránskenningin vísindaleg?
Arðræna vinnuveitendur launþega í
markaðskerfinu? Arðránskenningin er í
rauninni ályktun, sem dregin er af
tveimur forsendum, gildiskenningu
Marx, sem er skýring hans á verðgildi
vöru, og gildisaukakenningu hans. Þess
vegna snúum við okkur að þeim,
könnum þær.
Gildi og gildisauki í
skilninjgi Marx
Af hverju verðmæti eða verðgildi
vöru? Af vinnuafiinu sem notað var til
að framleiða vöruna, svaraði Marx eins
og margir hagfræðingar á undan
honum. Verðgildið eykst í réttu hlutfalli
við vinnuaflið. Með öðrum orðum eru
vinnutímarnir einingar þess mæli-
kvarða, sem leggja ber á vöruna til að
finna verðgildi hennar, vinnutímarnir
eru verðgildiseiningarnar. Vinnuaflið er
það framleiðsluafl, sem ákvarðar verð-
gildi vöru. En af hverju ráðast vinnu-
laun? Marx sagði, að vinnulaun réðust
af þörfum launþeganna, af því, sem
væri þeim og fjölskyldu þeirra lífsnauð-
synlegt. Vinnuafl launþeganna er vara
eins og aðrar vörur, og varan er seld á
því verði, sem það kostar að framleiða
hana. Hvað kostar að „framleiða"
Það er verkefni lærðra Alþýðubandalagsmanna eins og Ólafs Grímssonar
stjórnfræðings og Ásmundar Stefánssonar hagfræðings að gagnrýna hina
hjáfræðilegu stefnuskrá Alþýðubandalagsins, samda f anda Marx og Stalíns, ef
þeir vilja iáta taka sig alvarlega sem fræðimenn.
fræðingar höfnuðu henni (en Marx var
alls ekki einn um að halda henni fram)
um síðustu aldamót. Gildiskenning
Marx á ekki við fornleifar, íslenzku
handritin og aðrar vörur, sem hafa
sögulegt gildi, menningargildi fyrir
þjóð.eða minningargildi fyrir einstakl-
ing, og fundnar vörur eins og gull úr
útlendum skipum, sem hafa strandað
við landið og finnast af tilviljun (án
teljandi fyrirhafnar). Hvert var verð-
gildi Skarðsbókar? Eða geirfuglsins
fræga? Verðgildi þessara vara ræðst
ekki af vinnuaflinu, sem notað var til að
framleiða þær. Kenningin á ekki heldur
við, ef munur er á verði sams konar
vöru eftir stundum eða stöðum. Hvers
vegna selja blaðasalarnir í miðborginni
Vísi á 90 kr. í hádeginu, en 50 kr. um
nónbil? Og „hús, sem byggt er við
Austurstræti, er miklu meira virði en
hús, sem kostað hefir sama vinnuafl, en
byggt er úti á Grímsstaðaholti," eins og
Gunnar Árnason benti á í hinni
fróðlegu bók sinni, Socialismanum (sem
kom út í tveimur heftum árin 1935 og
1936). Verögildi þessara vara ræðst ekki
heldur af vinnuaflinu. Þessa tvo galla
kalla marxsinnar líklega undan-
tekningarnar, sem sanni regluna. En
þriðja gailanum á kenningunni geta
þeir alls ekki séð við. Gildiskenning
Marx á ekki við, ef gæðamunur er á
verkum eða framleiðsluvörum manna.
Magn tímans, sem vinnuaflið er notað
á, ræður verðgildi vörunnar, kenndi
Marx. En hvað um gæði vörunnar? Einn
maður skilar betri vöru á sama tíma og
annar. Vinnuaf! hags útskurðarmanns
er annarrar (og betri) gerðar en annars
óhagari. Verðgildi vöru hans ræðst ekki
af vinnutímunum, sem hann notar,
vísu reynt að berja í þessa tvo
síðastnefndu bresti. Þeir kenna, að
verðgildiseiningarnar séu vinnutímar
meðalverkmanns (þó að það geti aðeins
leyst þann vanda, sem er vegna munar
á afköstum, en ekki hinu, sem er vegna
munar á gæðum varanna), þeir tak-
marka verðgildi vöru við notagildi
hennar. En getur ekki verið, að
notagildið fyrir aðra ráði verðgildinu,
en ekki vinnuaflið, sem notað er? Og
hvað gerist, ef offramboð er á vöru, sem
eitthvert vinnuafl hefur verið notað til
að framleiða? Lækkar ekki vöruverðið?
Auðvitað. Marx svaraði (í 3. kafla 1.
bindis Fjármagnsins) þessu svo, að
offramboðið og verðlækkunin vegna
þess væru til marks um það, að
vinnuaflið hefði verið notað óskynsam-
lega. En hvað sagði hann í rauninni með
þessu? Hann sagði það, að notagildið
réðist af framboði og eftirspurn á
markaðnum! Hann hafnaði gildiskenn-
ingu sinni (óafvitandi), sagði, að verðið
ákvarðaðist á markaðnum og að vinnu-
aflið væri ekki notað skynsamlega nema
eftir lögmáli markaðarins! Sannleikur-
inn er sá, að vara hefur aðeins gildi í
hugum manna, „rétt“ verð vöru er ekki
til annað en það, sem menn eru fúsir að
greiða fyrir hana til að fullnægja
einhverjum þörfum sínum, markaðs-
verð hennar. Gildi vöru er huglægt, en
ekki hlutlægt eins og Marx hélt.
Ágallar jíildistiuka-
kenningar Marx
Auðvelt er einnig að greina gallana á
skýringu Marx á gróða atvinnurekenda,
á gildisaukakenningu hans. Einn gall-
inn er sá, að það er afstætt, hvað er
lífsnauðsynlegt launþegunum, afkomu-
fyrirtækja að öllu jöfnu mestur, sem
hafa fæsta starfsmenn og flestar vélar?
Marx reyndi að svara þessari spurn-
ingu, berja í þennan brestinn. Hann
sagði, að gróða ætti ekki að miða við
vinnulaunin eins og gildisaukann,
heldur við vinnulaunin að viðbættum
vélum og hráefnum. En þessi
skilgreining hans er til marks um það,
að kenningin er ófullnægjandi, hann
neyðist til að reikna gildisaukann og
gróðann hvorn með sínum hætti.
Kenning er ófullnægjandi, hún lýsir
veruleikanum og skýrir hann ekki
nægilega, ef kenningarsmiðirnir þurfa í
sífellu að slá varnagla, grípa til
takmarkana, gera undantekningar.
Gróða atvinnurekenda má skýra með
áhættu, hugkvæmni, nýmælum og öðru
slíku.
Ómynd a£
veruleikanum
Arðránskenning Marx fellur um
sjálfa sig eins og ég hef sýnt. Þessa
ómynd af veruleikanum, þetta klessu-
verk, sem þýzkir hagfræðingur og
heimspekingur á nítjándu öldinni dró
upp skjálfandi af reiði, hefur Alþýðu-
bandalagið þó gert að sinni! Það er
auðvitað einkamál Alþýðubandalags-
manna, hverju þeir trúa. En fræðimenn
geta alls ekki tekið undir arðránskenn-
ingu Marx, Stalíns og stefnuskrárhöf-
unda Alþýðubandalagsins og skilgreln-
ingar þeirra á markaðs- og miðstjórnar-
búskap, ef þeir vilja láta taka sig
alvarlega sem fræðimenn. Og það er
ekkert einkamál þeirra. Er Ásmundur
Stefánsson hagfræðingur og mið-
stjórnarmaður Alþýðubandalagsins,
sem kennir í Viðskiptadeild Háskóla
Islands, til dæmis sammála stefnu-
skrárhöfundunum? Er hann fylgis-
maður arðránskenningarinnar? Er
Ólafur Grímsson stjórnfræðingur og
miðstjórnarmaður Alþýðubandalagsins,
sem kennir í Félagsvísindadeild Há-
skóla Islands, til dæmis sammála þeim?
Notar hann hugtök Marx í kennslu? Ég
spyr þessara spurninga vegna þess, að
þeir Alþýðubandalagsmenn, sem vilja
láta taka sig alvarlega sem fræðimenn
(og það vilja væntanlega báðir þessir
menn, sem eru reyndar saklausir af
samningu þessarar dæmalausu stefnu-
skrá), verða að hafna stefnuskrá
Alþýðubandalagsins opinberlega. Eftir
því er beðið. En eina arðránið, sem
stundað er á Islandi að einhverju marki,
er arðrán verkalýðsforingjanna, sem
hafa hægt á hagvexti og dregið úr
kjarabótum launþega, með tilgangs-
lausri kjarabaráttu. Menn bæta kjör sín
'fremur með verkum en verkföllum!