Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1978 47 blómouol Jóhann Díego, garðhönnuður kynnir garðskipulag, útplöntun o.fl. jqnnig marifaftstnrg á ís\and\ ar í dag FERMINGARMESSA verð- ur í Langholtskirkju kl. 9 árdegis í dag sunnudág. Fermast þá þessir níu fermingardrengir (en þeir voru taldir með fermingar- börnunum í kirkjunni kl. 10.30) Þeir sem fermdir verða kl. 9 erui Brj njar Sveinbjörnsson, Langholtsvegi 152. Gaukur Gunnarsson, Gnoðarvogi 64. Gísli Jónsson, Barðavogi 5. Hörður Andrésson, Nökkvavogi 20. Jóhann Þór Björgvinsson, Ljósheimum 20. Kristinn Klemensson, Skeiðarvogi 23. Pétur Pétursson, Nökkvavogi 15. Steingrímur Helgason, Gnoðarvogi 38. Þórhallur Jakobsson, Karfavogi 28. Nafn fermingarstúlkunn- ar Valgerðar Sveinsdóttur, Vallarbraut 21, Seltjarnarnesi hefur fallið niður í listanum yfir fermingarbörn í Neskirkju, í dag kl. 11 árd. Þá hefur fallið niður nafn fermingardrengsins Ásgeirs Magnúsar Sæmundssonar, Sörlaskjóli 46, en hann er meðal fermingarbarna í Neskirkju kl. 2 síðd. í dag. Heimilisfang fermingardrengsins Halldórs Páls Gíslasonar, sem fermd- ur verður í Háteigskirkju kl. 2 í dag er að Stigahlíð 91 (ekki 30). Sigríður Ingólfsd, garðyrkjufræðingur kynnir vorlauka, sáningu sumarblóma og matjurta. Evert Ingólfsson, garðyrkjufræðingur kynnir vorlauka, meðferð garðrósa o.fl. Látið fagmenn aðstoða við val vorlauka. Heimsækið Gróðurhúsið í dag Ferming- Þau kynna Almenningsvagnar fá forgang í umferðinni 1. apríl gekk í gildi reglugerð um akstur almenningsvagna frá biðstöðvum. Var þessi reglugerð sett skv. breytingum á umferðar lögum. sem samþykktar voru á Alþingi á síðasta vori. Afríkuflug Hong Kong, 1. apríl. Reuter. KÍNA hefur ákveðið að byrja áætlunarflug til Afríku og fyrsta flugleiðin verður Peking — Karachi — Addis Abeba, að því er fréttastof- an Nýja Kína sagði í dag. Tuttugu manna vináttusendinefnd fór frá Peking í gærkvöldi áieiðis til Eþíópíu með vél kínverska flugfélagsins CAAC í fyrstu flugferðinni. Leiðin er tíu þúsund kílómetrar og tekur ferðin tólf klukkustundir með viðkomu í Karachi. — Norskir Framhald af bls. 1. apríl. Gur hershöfðingi lætur þá af starfi og kvaðst vonast til að geta lokið málinu áður en hann hætti og við tæki Raphael Eitan hershöfð- ingi. Anwar Sadat forseti Egyptalands sagði á fundi með bandarískum kaupsýslumönnum í morgun, sem eru í heimsókn í Kairó, að Banda- ríkin yrðu að gegna hlutverki sínu sem meðalgönguaðili og sáttasemj- ari í Miðausturlandadeilunni af ábyrgð þar sem á miklu ylti að vel tækist til. Hann ítrekaði að enginn árangur hefði orðið af fundi sínum og Weizmanns, varnarmálaráð- herra ísraels, og sagðist hafa bent Weizmann enn á að tilgangslaust væri að halda viðræðum áfram ef Menachem Begin, forsætisráðherra ísraels, sýndi ekki sveigjanleikavott í þeim tveimur höfuðmálum sem skiptu öllu um framvindu samn- ingaviðræðna. Sagði Sadat að héldi þetta þrátefli áfram yrði það vatn á myllu Sovétríkjanna og fylgifiska þeirra. Segir í reglugerðinni að öku- maður sem í þéttbýli nálgast merkta biðstöð þar sem almenn- ingsvagn hefur numið staðar, skal ef ökumaður almenningsvagnsins hefur gefið merki um að hann ætli að aka af stað, draga úr ökuhraða og nema staðar ef nauðsyn krefur þannig að almenningsvagninn geti ekið út í umferðina. Akvæði þetta leysir ökumann almenningsvagns- ins þó eigi undan því að sýna ýtrustu varúð til að koma í veg fyrir hættu. Reglugerð þessi tekur eingöngu til almenningsvagna sem aka á áætlunarleiðum í þéttbýli með táknmynd sem fest er á afturrúðu vagnsins, en með þéttbýli er átt við svæði þar sem leyfður há- markshraði ökutækja er 50 km/klst. eða minni. Reglur þessar eru settar að ósk forráðamanna strætisvagna Reykjavíkur til að auðvelda um- feró almenningsvagna í þéttbýli. Hafa hliðstæðar reglur verið settar á Norðurlöndum og víðar í Evrópu. Vakin er athygli á því að reglur þessar gilda eingöngu við akstur almenningsvagna frá biðstöð, en veita þeim að öðru leyti ekki forgang í umferð. Haraldur Kröeyer hjá Sadat forseta Haraldur Kröeyer afhenti hinn 28. marz Sadat Egyptalandsfor- seta trúnaðarbréf sitt sem sendi- herra íslands í Egyptalandi en með aðsetri í Genf. — Indland Framhald af bls. 1. fyrrverandi forsætisráðherra, í grennd við borgina Meerut á N-Indlandi, og grýtti hana. Gandhi slapp ómeidd en bílstjóri hennar slasaðist. í Biharfylki hafa verið uppi háværar raddir um að fylkisstjór- inn, Karpoori Thakur, segi af sér vegna atvinnumálastefnu sinnar en hann mun nú um helgina ræða við forystumenn aðra í fylkinu og við Jayaprakash Narayan, sem býr í Patna, til að fjalla um til hvaða ráða eigi að grípa. Thakur tilkynnti í sl. mánuði að 26 prósent af störfum sem eru í boði hjá stjórn- inni væru ætluð sveitarfélögum sem væru efnahagslega illa á vegi stödd og auk þess höfðu 22,5% starfa hjá því opinbera verið ákveðin handa harijönum — eða hinum ósnertan- legu. ÞORVALDUR EYJÓLFSSON bifvólavirkjameistari, Rauóageröi 72, andaöist í Borgarspitalanum aöfararnótt 1. apríl. Fyrlr hönd vandamanna, Sigríöur Kristinadóttir Vorlauka - kynning í dag kl. 2-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.