Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1978 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1978 25 fltaqgmiÞlafeifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Aðalstræti 6. simi 10100. Aðalstræti 6. simi 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 90 kr. eintakið. Jóhann Hjálmarsson skáld benti á það í ritdómi hér í blaðinu ekki alls fyrir löngu, að í nýrri bók um Ungverjaland, sem bóka- útgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út, sé umsögn um ungversku byltinguna 1956, sem gefi afskræmda mynd af atburðunum, sem þá gerðust. Það er ekki gott til afspurn- ar, að útgáfa sem íslenzka ríkið ber ábyrgð á, skuli standa fyrir slíkri „land- kynningu", þar sem reynt er að afbaka staðreyndir og einfalda einhver hrikalegustu átök í síðari tíma sögu, en aldrei hafa sovézkir komm- únistar sýnt ofbeldishneigð sína jafn blákalt og opinskátt eins og þegar þeir kæfðu ungversku byltinguna í blóði sínu. Gylfi Þ. Gíslason minnist einnig á þetta í forystugrein í Alþýðublaðinu 5. febr. sl. og segir þar m.a.: „Svo sem kunnugt er hefur bókaútgáfa Menningarsjóðs, sem er for- lag íslenzka ríkisins og lýtur þingkjörinni stjórn, um langt skeið gefið út merkan bóka- flokk, Lönd og lýðir, en þar er fjallað á alþýðlegan hátt um nálæg og fjarlæg ríki, þjóðir þeirra, þjóðhætti og sögu. Nýlega kom út 10. bindi þessa ritsafns og fjallar fyrri hluti þess um Ungverjaland, en hinn síðari um Rúmeníu. Stjórn bókaútgáfu Menning- arsjóðs hefur valið til þess að semja þessa bók Þórunni Magnúsdóttur, en hún mun hafa heimsótt þessi lönd sem þátttakandi í sendinefndum, sem þangað hafa farið, m.ö.o. verið þátttakandi í þeirri starfsemi, sem Arni Berg- mann hefur réttilega og skemmtilega nefnt „Delega- síukerfi", og mun styðja Alþýðubandalagið heilshug- ar. Á bls. 160 í bókarhlutan- um um Ungverjaland segir svo frá uppreisninni í Ung- verjalandi haustið 1956, sem öllum íslendingum er eflaust í fersku minni: „Haustið 1956 dundi reiðarslagið yfir, þegar friðsamlegri mótmælagöngu stúdenta í Budapest var snúið upp í allsherjar aðför að miðstöðvum verkalýðs- samtakanna, skrifstofum kommúnista og stjórnstöðv- um ríkisins og bæjarfélag- anna. Þessir atburðir hófust í Budapest 23. okt. 1956, en næstu tvo dagana á undan höfðu nokkrir kommúnistar verið myrtir í bæjum suð- vestan til í landinu. Barist var á götum Budapest í nokkra daga, og stjórnin bað herlið Sovétríkjanna aðstoð- ar til þess að vinna bug á gagnbyltingunni." Ekki þarf að fara um það mörgum orðum, hvers konar sagnfræði er hér á ferðinni. Allir upplýstir íslendingar vita, hvað þarna átti sér stað, sem lýst er með fyrrgreind- um hætti. Það er auðvitað reginhneyksli, að bókaforlag íslenzka ríkisins skuli bjóða þjóðinni upp á sagnfræði af þessu tagi. Það minnsta, sem stjórn bókaútgáfunnar getur gert, er að biðja a.m.k. viðskiptavini sína afsökunar á þeim mistökum, sem hér hafa orðið. En hitt væri einnig fróðlegt að fá upplýst, hver í stjórn útgáfunnar gerði tillögu um að Þórunni Magnúsdóttur væri falið að semja þetta rit og hverjir fjölluðu um handritið, áður en það var prentað.“ Þetta segir Gylfi Þ. Gísla- son um Ungverjalandsbók Menningarsjóðs. Morgun- blaðið tekur undir það, að nauðsynlegt sé, að fyrr- nefndar upplýsingar liggi fyrir, þ.e. hverjir gerðu til- lögu um höfund bókarinnar og hverjir fjölluðu um hand- ritið, áður en það var prent- að. Menntamálaráð ætti að gefa út yfirlýsingu þess efnis, því að Ungverjalandsbókin er blettur á Menningarsjóði og þeim, sem treyst hefur verið fyrir útgáfu forlagsins. Við þurfum ekki að hafa þessi orð fleiri. En þó má benda á, hvað þeir sögðu Ungverjarnir, sem komu landflótta til íslands í bylt- ingunni og báðu um hæli hér sem pólitískir flóttamenn. Höfundi Ungverjalandsbókar Menningarsjóðs hefur a.m.k. ekki þótt ástæða til að vitna í þá. Þó er það hendi næst, þar sem þeir voru lifandi sönnun þess ofbeldis, sem bókarhöfundur forðast að minnast á eins og heitan eldinn. Hann hefði kannski gert það, ef hann hefði sjálfur hlotið örlög þeirra landflótta Ungverja, sem urðu að setjast að hér norður á íslandi. En lýsing þeirra á ofbeldi rússneska hersins, sem barði byltinguna niður með skriðdrekum og öðrum nútíma vopnum, var ófögur. Frásagnir þeirra og annarra verða hluti af heimssögunni. Staðreyndirnar eru varð- veittar víða um heim, hvað sem kommúnistum líður, m.a. í íslenzkum dagblöðum frá þessum tíma. Kannski væri ástæða til, að Menning- arsjóður gæfi þessar frásagn- ir út, næst þegar hann vantar efni í bókaflokkinn Lönd og lýði. Uppreisnin í Ungverjalandi og Menningarsjóður Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur: fræðslustarf öflugt Öflugt fræðslustarf Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur var haldinn nýlega. Formaður félagsins, Gunnlaugur Snædal dr. med., flutti ársskýrslu stjórnar og gjaldkeri, Tómas Á. Jónasson læknir, gerði grein fyrir reikningum félagsins. Að venju hafði starfsemi félagsins beinst að tveimur meginviðfangsefnum, rekstri happdrættis og fræðslu- og útgáfustarfsemi. Nær þessi starf- semi til alls landsins í samvinnu við Krabbameinsfélag íslands og með tilstyrk krabbameinsfélaga úti á landi. Félagið greiðir árlega til Krabbameinsfélags íslands helm- ing nettótekna af rekstri happ- drættisins og félagsgjöldum. Fram kom að greiðslan til Krabbameins- félags Islands nam að þessu sinni tæplega 7.3 milljónum króna. Veigamesti þátturinn í fræðslu- starfi félagsins, og sá sem mesta athygli vakti, var reykingavarna- starfið í skólunum. Var það sérlega mikið í sviðsljósinu í fyrravetur, einkum vegna hinnar skeleggu baráttu nemendanna gegn tóbaksauglýsingum. Mest var starfið þá í 6. bekk grunnskóla, einkum á höfuðborgarsvæðinu, og lauk um vorið með sameiginlegum baráttufundi þar sem m.a. var flutt ýmislegt efni úr hópvinnu nemenda og gerðar voru ályktanir. Það sem af er þessum vetri hefur reykingavarnastarfið í skól- unum verið með svipuðu sniði og í fyrravetur en þó mun öflugra en áður í efri bekkjum grunnskólans. Á tímabilinu milli aðalfunda var á vegum félagsins farið í 76 skóla, þar af 41 utan höfuðborgarsvæðis- ins. Framkvæmdastjóri félagsins heimsótti alla skólana, suma margsinnis, og auk þess fóru læknanemar í suma þeirra. Náði fræðslustarfið til um það bil 10.000 nemenda á starfsárinu. Af skól- anna hálfu var samstarfið með miklum ágætum. Hafa margir kennarar lagt verulega vinnu af mörkum, ekki síst í sambandi við hópstarfið í 6. bekk. Áuk starfsins í skólunum vann félagið að ýmsum öðrum þáttum tóbaksvarna. Liður í fræðslustarfinu er út- gáfa blaðsins Takmarks sem er einkum helgað baráttu unga fólks- ins gegn reykingum. Ut komu 4 tölublöð á árinu. Síðan í haust hefur blaðið verið sent nemendum 6., 7. og 8. bekkjar grunnskóla á öllu landinu. Upplag þess er nú 25 þúsund eintök. Reykjavíkurborg Gunnlaugur Snædal og Samstarfsnefnd um reykinga- varnir veittu hvor um sig hálfrar milljónar króna styrk á árinu 1977 til fræðslustarfsins og útgáfu Takmarks. Af annarri útgáfustarfsemi er það að segja að bæklingurinn „Konur og reykingar" hefur verið prentaður tvívegis, alls 15 þúsund eintök, og dreift um allt land, m.a. með aðstoð Kvenfélagasambands Islands. Verið er að undirbúa útgáfu nokkurra nýrra bæklinga, þ.ám. um sjálfskoðun brjósta og um leghálskrabbamein. Nú er sérstök nefnd á vegum Krabbameinsfélags Reykjavíkur að undirbúa fræðslu í útvarpi og öðrum fjölmiðlum á hausti kom- anda um krabbamein og krabba- meinsvarnir. Lögð verður áhersla á að kynna framfarir í greiningu og meðferð sjúkdómsins og góðar batahorfur sjúklinga ef krabba- mein finnst á byrjunarstigi. I Krabbameinsfélagi Reykjavík- ur voru nú í byrjun árs skráðir 1166 félagar, þar af 558 ævifélag- ar. Margir gengu í félagið á árinu, einkum í sambandi við sérstaka kynningu á félaginu í fyrrasumar. Stjórn félagsins er óbreytt frá fyrra ári. Hana skipa dr. Gunn- laugur Snædal yfirlæknir, formað- ur, Alda Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur, Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri, Guðmundur S. Jónsson dósent, Jón Oddgeir Jónsson fv. framkvæmda- stjóri, Páll Gíslason yfirlæknir og Tómas Á. Jónasson læknir. Fram- kvæmdastjóri félagsins er Þor- varður Örnólfsson lögfræðingur. Aðalfundurinn gerði samþykktir sem fara hér á eftir: Ályktun ' um krabbameins- lækningar Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur haldinn 27. febrúar 1978 lýsir ánægju sinni yfir þeim undirbúningi sem þegar er hafinn á samhæfingu krabbameinslækn- inga og eftirliti með krabbameins- sjúklingum í landinu. Vekur fund- urinn athygli á þessu nauðsynja- máli og felur stjórn félagsins að fylgjast með framvindu þess í samráði við stjórn Krabbameins- félags Islands. Ályktun úm tóbaksmál Aðalfundur K'-?bbameinsfélags Reykjavíkur, haldinn 27. febrúar 1978, fagnar þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni gegn tóbaksreykingum hér á landi og meðal annars birtist í því að tóbakssala ÁTVR varð rúmlega 7% minni allt árið 1977 en árið á undan. Vafalaust er hér um að ræða árangur af því mikla fræðslu- og varnaðarstarfi og þeim áróðri sem beitt hefur verið að undanförnu í baráttunni gegn reykingum og fyrir rétti þeirra sem reykja ekki. Vill aðalfundur Krabbameins- félags Reykjavíkur þakka öllum þeim sem ásamt félaginu hafa átt hlut að máli. Sérstaklega vill fundurinn þakka skólunum, Sam- starfsnefnd um reykingavarnir, Islenska bindindisfélaginu og Sjónvarpinu fyrir mikilvægt fram- lag sem þessir aðilar hafa innt af hendi, hver á sínu sviði. Aðalfundurinn leggur áherslu á nauðsyn þess að efla enn mark vissa baráttu gegn reykingum, þar sem saman fer skipuleg fræðsla í skólum, áróður í fjölmiðlum, aðstoð við þá sem vilja hætta að reykja og auknar skorður við reykingum á almannafæri. Væntir fundurinn að með því mótí geti þjóðin á tiltölulega skömmum tíma komist nálægt því marki sem felst í kjörorði unga fólksins: Reyklaust land. Sumaráætl- un Flugleiða í gildi í gær SUMARÁÆTLUN millilandaflugs Flugleiöa, Þ.e. Flugfélags íslands, Loftleiöa og Air Bahama, gekk í gildi í gær 1. apríl. Meö tilkomu sumar- áætlunarinnar fjölgar áfangastööum og ferðum, og pegar áætlunín hefur aö fullu tekið gildi veröur ferðum hagað sem hér segir: Til Chicago veröur flogið sex sinnum í viku, þ.e. alla daga nema laugardaga. Til New York verður flogið 13 sinnum í viku, tvær terðir á dag alia daga nema miðvikudaga, þá er ein ferð. Ferðatíðni vestur um haf verður því 19 flug á viku, einni ferö fleiri en í fyrrasumar. Til Luxemborgar verða 19 flug á viku, þ.e. tvö flug á fimmtudög- um og sunnudögum, en þrjú aðra daga vikunnar. Til Kaupmannahafnar verða 12 flug á viku, til Osló verða fimm flug á viku, til Stokkhólms fjögur flug, til London fimm flug og til Glasgow fjögur flug. Þá er flogin ein ferð í viku til Dusseldorf, Parísar, Gautaborgar og Frankfurt. Til Færeyja veröur flogið þrisvar í viku og til Kulusuk eru áætluð 50 flug á tímabilinu frá 9. júní til 8. september. Til Narssarssuaq á Vest- ur-Grænlandi verður eitt áætlunarflug í viku, á fimmtudögum. Áætlunarflug International Air Bahama milli Nassau og Luxemborgar verður meö sama sniði og í fyrrasum- ar. Flognar veröa fjórar ferðir í viku, á mánudögum, miövikudögum, föstu- dögum og laugardögum. Til Atlantshafsflugsins verða fimm DC-8-63 þotur í förum, en einnig munu þær fljúga þrjár ferðir til Norðurlanda, svo og eina ferð í viku til Glasgow og London. Annað flug til meginlands Evrópu svo og til Bretlands verður framkvæmt með tveim Boeing-727 þotum, en Færeyjaflug og flug til Kulusuk með Fokker Friendship. Þá verður vikulegt flug til Narssarssuaq framkvæmt með Boeing-727 þotu. Þá verður nú í fyrsta sinn í sumaráætlun gert ráð fyrir vöru- flutningaflugi milli Keflavíkur og Kaup- mannahafnar. Farið verður eitt flug á viku fyrstu tvo mánuði áætlunarinnar, en á haustmánuðunum og til loka sumaráætlunar verða tvö flug í viku. | Reykjavíkurbréf Laugardagur 1. apríl Land bókarinnar Ben Gurion sagði á Þingvöllum, þegar hann var hér í opinberri heimsókn: „ísrael er land bókar- innar, en Island er land bókanna." Þessi orð minna okkur á skyldurn- ar við fornan arf, kröfuna um skilyrðislausa varðveizlu hans og endurnýjun, en jafnframt skulum við gera okkur grein fyrir því, að bókin á undir högg að sækja á íslandi og við höfum ekki ýtt undir hana í harðri samkeppni við aðra fjölmiðlun, eins og efni standa til. Það var engin tilviljun, að Ben Gurion nefndi einmitt bókina, þegar hann á áhrifamikilli stund vildi minna á þann helgasta arf, sem íslenzka þjóðin hefur eignazt, og þá ekki síður með hverjum hætti hún hefur orðið öðrum þjóðum íhugunarefni, smæð henn- ar og fjarlægð landsins frá um- heiminum aqnars vegar, en á hinn bóginn erindi íslenzkra bókmennta við heimsmenninguna. Þrátt fyrir veraldlega örbirgð og kúgun, sem m.a. hafði í för með sér yfirgengi- legan vesældóm alþýðu manna hér á landi í gegnum margar myrkar aldir, hélt þetta fólk tryggð við andleg verðmæti og nærðist raun- ar á bókinni, sögum, fróðleik og Ijóðum meðþeim hætti aðeinstakt mun verá í allri sögu heimsins. Ben Gurion var áreiðanlega að minna á þessar sögulegu og örlagaríku st.aðreyndir, þegar hann stóð á helgum stöðum og rifjaði upp þá atburði, sem helztir hafa þótt í langri sögu lítillar þjóðar. En hann sýndi okkur jafnframt fram á, hvað það er, sem við eigum sameiginlegt með annarri lítilli þjóð, ísraeismönn- um, og hvernig hún lifði einnig af með því að halda tryggð við boðskap bókar, sem hefur átt meira erindi við íslenzku þjóðina — og raunar heiminn — en nokkur bók önnur innlend eða útlend, Biblíuna. Að þessu er hollt að hyggja. Þakkarskuld Reykjavíkurborg hefur sýnt þann myndarskap að láta teikna glæsilegt borgarbókasafn, sem verður næsta viðfangsefni þeirrar menningarlegu uppbyggingar, sem á sér stað í höfuðborginni. Borgar- leikhús fékk forgang, eins og kunnugt er, og borgarstjórn ákvað að hefjast handa við byggingu leikhússins. En væntanlega verður þess ekki langt að bíða, að borgarbókasafnið verði reist, svo brýnt verkefni sem það er og svo mikil sem sú skuld er, sem Reykjavíkurborg stendur í við þá, sem hafa varðveitt íslenzka tungu með ritun bóka, tengt öld við aðra. Þjóðarbókhlaða — þjóðskjalasafn Eitt helzta verkefni þjóðhátíðar var bygging þjóðarbókhlöðu, eins og kunnugt er. Alþingi íslendinga ákvað, að ósk þjóðhátíðarnefndar, að þjóðin skyldi gegna skyldu sinni við sjálfa sig og menningu sína með því að reisa mikla og glæsi- lega þjóðarbókhlöðu í höfuðborg- inni í tilefni 1100 ára afmælis Islandsbyggðar og minna þannig á mikilvægi bókarinnar fyrr og nú. Þó að samkeppnin sé orðin hörð vegna tækni og nýrra fjölmiðla, getur þó ekkert komið í stað bókarinnar, það veit hver lifandi maður; ekki frekar en aðrir atvinnuvegir geta komið í stað sjávarútvegs, hversu mikilvægir sem þeir eru eða verða. Þó að dráttur hafi orðið á því, að hafizt yrði handa um byggingu þjóðar- bókhlöðunnar, hefur skóflustung- an nú verið tekin og ber að fagna því. Hálfnað er verk þá hafið er. Við sjáum nú fyrir endann á þjóðþrifamáli. Það er athyglisvert, að dráttur- inn á byggingu þjóðarbókhlöðu hefur ekki einungis komið niður á bókasöfnum í Reykjavík, heldur einnig þjóðskjalasafninu, sem býr við svo þröng húsakynni, að ekki er vansalaust, svo merku hlutverki sem þessi stofnun hefur gegnt og mun gera um ókomna framtíð. I samtölum við starfsmenn Þjóð- skjalasafns íslands, sem birtist í Morgunblaðinu fyrir nokkru, eru ágætar upplýsingar um stöðu þess. Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjala- vörður lýsti m.a. þeim dýrgripum, sem safnið geymir, en Áðalgeir Kristjánsson, fyrsti skjalavörður safnsins, minnti á, að enda þótt þjóðskjalasafnið fengi öll húsa- kynni Landsbókasafnsins við Hverfisgötuna, yrði það ekki nóg og væri nauðsynlegt að tryggja þjóðskjalasafninu miklu betra húsnæði til frambúöar. Nú er þjóðskjalasafnið hvorki meira né minna en á fjórum stöðum og sjá allir, að við slíkt er ekki hægt að una til frambúðar. Aðalgeir segir m.a.: „Safnhúsið allt rúmar nálægt 12.000 hillumetra. Það yrði þá um helmings viðbót sem við fengjum, þegar landsbókasafnið fer, ef tekið er tillit til þess magns, sem við höfum nú. En hver veit, hvenær þetta verður? Eitt af því, sem gerir þetta svo erfitt, er að þjóðarbók- hlaðan hefst ekki af stað. Sá seinagangur heldur öllum í úlfa- kreppu: landsbókasafninu, há- skólabókasafninu og svo þjóð- skjalasafninu ekki sízt...“ Því miður mun það vera staðreynd, að alls kyns skjöl, og þau sum afar merk, eru geymd í niðurníddu húsnæði hingað og þangað vegna þess að við höfum ekki látið svo lítið að sýna þjóðarsögunni þá virðingu, sem hún á skilið. Þjóð, sem leggur ekki rækt við eigin sögu. flosnar upp fyrr en síðar. En vonandi verður bygging þjóðarbókhlöðu til að ýta við mönnum, leiða hugann að verð- mætum, sem eru hafin yfir dægur- þrasið. Sermon um fréttir Hér í Reykjavíkurbréfi hefur einatt verið fjallað um fjölmiðla og blaðamennsku og þá einkum í tilefni af einhverju, sem upp hefur komið. Að vísu er því ekki að heilsa nú, en þó ættí ekki að vera út í hött, þó að við klykktum út með dálítilli tilvitnun í grein eftir Árna Bergmann, sem hann skrif- aði nýlega í blað sitt undir fyrirsögninni Lítill sermon um góðar fréttir og vondar. Þar hefur hann gert nokkra úttekt á góðum fréttum og vondum í íslenzkum dagblöðum. Hann segir að blöðin skammi alla og allir skammi blöðin og má það til sanns vegar færa. Svo heldur hann áfram: „Ég er óánægður með dagblöðin, sagði ungur útlendingur við mig á dögunum. Þið birtið helst ekkert nema neikvæðar fregnir um eitt- hvað það, sem magnar ótta fólks- ins, fjölgar áhyggjum þess, heldur fyrir því vöku eða eitthvað það, sem kitlar vonda forvitni um ógæfu annarra. Er það nema von, sagði hann, að menn séu geðillir og bölsýnir? Enginn tekur eftir því, að það er mikið um framfarir í heiminum, sjáðu bara hvað miklu fleiri njóta menntunar en áður, eða allar þessar stórfenglegu framfarir í læknavísindum. Þið eruð ekki að segja frá slíkum hlutum, ekki þá nema í einhvers konar uppfyllingarskyni. Sjálfur var hann fæddur í fátækrahverfi, en lagði nú stund á göfug vísindi og hafði m.a. unnið talsvert í þriðja heiminum.“ Auðvitað hefur þessi maður ýmislegt til síns máls, því miður. Blöðin og fjölmiðlarnir velta sér upp úr ógæfu annarra. Það er rétt. Á það hefur verið minnzt áður hér í Reykjavíkurbréfi og ættu þeir, sem helzt hafa magnað þessa tegund „blaðamennsku", að íhuga nú málið og athuga, hvort við höfum ekki gengið feti of langt í þessum efnum. Hitt er svo annað mál, að blöðin verða því miður að segja frá vondum og válegum tíðindum, því að þau eru oftast meiri fréttir en hinar jákvæðu, góðu fréttirnar, þó að góð blöð reyni eftir megni að fylgjast eins vel með þeim eins og slæmu fréttunum. Það hefur t.a.m. verið sagt, að það sé ekki frétt, ef hundur bítur mann, en aftur á móti sé það frétt, ef maður bítur hund. Hér fer þessi samanburður í raun og veru úr skorðum, því að það þarf ekki að vera vond frétt, þó maður bíti hund; það er afar ósennilegt, að hann geti sært hundinn illa, en aftur á móti getur hundur bitið fólk' þannig, að það stórslasist. Það er ekki frétt, ef einhver gengur yfir götu, en ef hann er keyrður niður, slasast eða deyr, þá er það frétt. Þannig má lengi telja. Heimurinn fer ekki batnandi. Við heyrum dag hvern talað um ofbeldi, morð, hryðju- verk, styrjaldir, limlestingar, handtökur o.s.frv. Að sjálfsögðu bera blöðin keim af þessum óhugnaði og það er að vísu því miður rétt, að því meiri sem óhugnaðurinn er, því betur seljast blöðin. En svo er ekki síður margt uppbyggilegt í blöðunum, margvís- legur fróðleikur, ýmislegt jákvætt úr mannlífinu, merkir listavið- burðir, fréttir um uppgötvanir í læknisfræði, mikilvægir atburðir á menningarsviði og þar fram eftir götunum. Og þá er ekki sízt ástæða til að minnast á samtöl við fólk, sem hefur eitthvað jákvætt og skemmtilegt fram að færa, eða þá getur sagt frá mikilsverðri reynslu, greinar um merkilegt fólk bæði lífs og liðið, o.s.frv. Éri — dagblöð verða aldrei annað en spegilmynd af samtímanum. Þau segja frá því, sem gerist, en ekki hinu sem ætti að gerast. En hvað segir Árni Bergmann um þessar góðu og vondu fréttir? Hann segir: „Lesendur geta reynd- ar sagt sér það sjálfir, að íslenzk dagblöð muni lenda einhvers staðar mitt á milli þeifrar blaða- ménnsku, sem selur skelfingar og stórslys, og þeirrar, sem hlífir leSendum (og stjórnvöldum) sem mest við óþægilegum fregnum ... Flokkun þessi bendir til þess, að Morgunhlaðið og Þjóðviljinn fylgi nokkuð svipuðu munstri. Af inn- lendu fréttaefni sýndist 48% hlutlaust í Morgunblaðinu, 32% neikvætt og 20% jákvætt. í Þjóðviljanum voru um 40% hlut- laust, 32% neikvætt og 28% jákvætt efni...“ Þannig getum við áreiðanlega unað sæmilega við okkar hlut, a.m.k. ef miðað er við þau blöð, sem mest seljast á erlendum markaði. Og „hasarblöðin" hér eru sem betur fer aðeins vasaútgáfa af því hrikalega sorpi, sem boðið er upp á út um allar trissur. Sem betur fer er minna selt af mann- orðsskemmdum í okkar litla þjóð- félagi en víðast annars. En við skulum ekki ofmetnast, heldur íhuga hættuna sem við blasir í þessum efnum. Gula pressan sækir á. Miskunnarleysið er i sókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.